Vísir - 14.11.1979, Síða 5

Vísir - 14.11.1979, Síða 5
VtSIH Miðvikudagur 14. nóvember 1979 Stúdentar og byltingarráð- ið ðsammála um gísiana Embættismenn íransstjórnar hafa opinberlega sýnt sig ósam- mála stúdentunum, sem hafa bandariska sendiráðið i Teheran á valdi slnu og milli 60 og 100 gisla, um skilmálana fyrir þvi, aö glslunum verði sleppt. Tveir fulltrúar úr byltingarráð- inu, sem fer með raunveruleg völd i landinu, birtu I gær yfirlýs- ingar, sem fólu I sér mildari skil- yrði þess, að gislarnir yröu látnir lausir. En stúdentar flýttu sér að lýsa þvi yfir, að það yröi ekkert samið um gislana, fyrr en keisaranum hefði verið visaö úr Bandaríkjun- um, og hver sem öðru héldi fram, væri ekki á þeirra bandi. Á blaöamannafundi fyrr i gær haföi Bani-Sadr utanrikisráð- herra og Gotbzadeh, fulltrúi úr byltingarráðinu gefiö til kynr.a, að til greina kæmi að semja um frelsi gislanna, ef Bandarikin gengju aö tveim kröfum. Sú fyrri, að Bandarikjastjórn lýsti þvl yfir, að keisarinn kynni að vera glæpa- maður. Hin, að fallist yrði á stofn- un alþjóðlegrar nefndar til þess að rannsaka glæpi hans. Á fundinum kröfðust þessir tveir þess, að kallaður yrði sam- an fundur i öryggisráðinu til þess að fjalla um þá ógnun, sem Bandarikin væru heimsfriðnum. Hollendingar vilja leyfa sfldvelðar Hollenska þingið skoraði á rikisstjórnina að reyna að fá Efnahagsbandalagið til þess að aflétta banni á sildveiðum i Norð- ursjónum. Vegna fiskverndunar EBE hef- ur sildveiði veriö bönnuð I Norð- ursjónum siðustu tvö ár. Hollendingar vilja nú, að þessu banni verði aflétt, og að hollensk- ir fiskimenn fái á næsta ári veiði- kvóta, sem heimili þeim að veiða 5.000 smálestir af sild. BBC heldur áfram útsendingum á er- lendum málum Breska rikisstjórnin hefur látið undan þrýstingi frá öllum stjórn- málaflokkum landsins og hætt við fyrirætlanir sinar um aö skera niöur útvarpsþjónustu BBC. Ætlunin hafði verið aö hætta út- sendingum á frönsku, Itölsku, grisku, tyrknesku, Möltu-mál- ýsku, spænsku og tungu Burma- búa og spara með þvi 2,7 milljón- ir sterlingspunda. Peter Blaker, aðstoðarutan- rikisráðherra, greindi frá þvi I gærkvöldi, aö hætt hefði verið við að leggja þessar útsendingar nið- ur, en I staðinn yrði sparað með þvi að draga úr framkvæmdum til þess að bæta hlustunarskilyrði. BEAGAN I FHAMBOÐ Ronald Reagan hóf i gærkvöldi formlega baráttu slna fyrir þvi að hljóta útnefningu Repúblikana- flokksins til forsetaframboðs. 1 ræðu, sem hann flutti I Hilton- hótelinu I New York, veittist hann að stjórn Carters fyrir að hafa mistekist að stöðva veröbólguna, rétta hlut dollarans og fyrir stefn- una I orkumálunum. ,,Ég get ekki og vil ekki standa hjá og horfa á þessa miklu þjóð eyðileggja sjálfa sig,” sagöi Reagan. Næstu fimm daga verður hann i stööugum ferðum milli tiu rikja til þess að kynna framboð sitt, og kannski fullt eins til þess að sýna, að þótt hann sé 68 ára orðinn, hái þaö honum ekki viö kosningabar- áttuna fyrir þessar 39 forkosn- ingar, sem eru fyrir höndum. Reagan er siðastur tiu fram- boösefna Repúblikanaflokksins til þess að hefja kosningabarátt- una, en er sagður samt hafa for- skot á helstu keppinauta sina, þá John Connally, Howard Baker og George Bush. Skoðanakannanir benda þó til þess, að hann njóti mun minna fylgis en Demókrat- arnir Edward Kennedy og Jimmy Carter. Skotbar- dagi Þessi 19 ára gamli Mexikani, Javier Sanchez að nafni, sem sést hér á myndinni miða og skjóta af 357 magnum-skammbyssu á lögregiu- mann i San Antonio i Texas, hafði bdið um sig I húsinu, og varist nokkra hrið umsátri lögreglunnar. t skotbardaganum scrði hann þrjá lögreglumenn, en nokkrum sekúndum eftir að þessi mynd var tekin, féll hann sjálfur fyrir skothrinu frá lögreglumanninum, sem sést til hægri á miðri mynd. I I I I I 20 urðaðir undir rúslum 4 Björgunarsveitir unnu i alla nótt i Parma á ítaliu við aö grafa upp úr rústum þriggja hæða sjúkrahúss, þá sem lifðu af feiki- lega sprengingu I húsinu. Vitaö er um að minnsta kosti sjö, sem fór- ust I sprengingunni. Óttast er, að milli tuttugu og þrjátiu séu grafnir undir brak- inu, hjúkrunarfólk og sjúklingar. Leki i gasleiöslum er sagður hafa orsakað sprenginguna, sem varð i gærkvöldi. Þegar menn komu á slysstaö- inn og huguðu aö rústunum, heyrðu þeir innan úr brakinu kallaö veikum rómi: „Mamma, mamma, hjálpaðu okkur.” Var hafist handa við að grafa, en mjög seinkaði fyrir, aö sum steinsteypubrotin eru geysiþung, og þarf aö nota krana við starfiö. Herflokkur kom til hjálpar viö uppgröftinn. þakjárn • þaksaumur plastháruplötur • þakpappi Byggingavörudeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 simi 10 600

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.