Vísir - 23.11.1979, Síða 3
3
VISIR Föstudagur 23. nóvember 1979
Hafnarflörður:
Skipulagslil-
lögur Hvamma-
hverfls sýndar
Sýning á samkeppnistillögum um fyrirkomulag þéttbýlis á tveimur
afmörkuöum svæöum i Hvammahverfi i Hafnarfiröi veröur opnuö I
dag klukkan 17. Sýningin veröur i húsi Bjarna riddara Sivertsen aö
Vesturgötu 6.
Skipulag hverfis meö um 300
íbúðum i svonefndum Hvömmum
I Hafnarfirði var samþykkt fyrir
rúmlega ári. Geröi skipulagið ráð
fyrir að rúmur helmingur eða um
170 Ibúðir yröu i einhvers konar
fjölbýli og voru afmörkuö tvö
svæði innan skipulagsins fyrir
það.
í febrúar á þessu ári ákvað
bæjarstjórn Hafnarfjaröar að
bjóöa til lokaðrar samkeppni
meðal arkitekta um gerð fjöl-
býlisins. Var fimm starfshópum
arkitekta boöin þátttaka og rann
skilafrestur út 21. september.
Dómnefnd hefur nú skilað áliti
sinu og mælir með útfærslu
tveggja tillagna, sinni á hvort
svæði.
Höfundar tillögu á svæði A
reyndust vera arkitektarnir
Guðmundur Kr. Guömundsson,
Mannfreð Vilhjálmsson, Olafur
Sigurðsson og Þorvaldur S. Þor-
valdsson, auk aðstoðarmanna.
Aöalhöfundar tillögunnar sem
dómnefnd mælti með til útfærslu
á svæði B eru Ingimundur Sveins-
son arkitekt og Gylfi Guðjónsson
arkitekt.
Sýningin veröur opin frá klukk-
an 17-19 i dag og laugardag og
sunnudag frá 14-18. A mánudag
verður hún opin frá 17-22. Þar
verða einnig til sýnis samþykktir
uppdrættir af skipulagi nokkurra
annarra hverfa i Hafnarfirði og
munu starfsmenn bæjarins veröa
til staöar og veita upplýsingar.
Þá mun kvenfélagiö Hrund sjá
um kaffisölu á staönum.
—SG
UNGFRU ISLAND
KOSIN A SUNNUDAG
,,Viö höfum verið aö undirbúa
keppnina I mánuð og erum að
verða búnir að ganga frá öllum
þáttum hennar”, sagði Jón Ólafs-
son hjá Hljómplötuútgáfunni i
morgun þegar Vísir spurði hann
um fegurðarsamkeppnina sem
fer fram á Hótel Sögu á sunnu-
dagskvöld.
Þar verður Ungfrú Island valin
úr hópi tiu stúlkna, þar af eru
fimm frá Reykjavik en fimm sem
hafa verið kjörnar fulltrúar sinna
bæjarfélaga.
Að keppninni standa þessu
sinni, Hljómplötuútgáfan, Ferða-
skrifstofan úrval og Dagblaðiö.
Jón ólafsson sagöi að þeir hefðu
hug á að breyta fyrirkomulagi
keppninnar i framtiðinni og hafa
hana með öðru sniöi en tiökast
hefur en að þessu sinni færi hún
fram á hefðbundinn máta. Ýmis-
legt verður til skemmtunar svo
sem Brunaliðið og HLH flokkur-
Halidóra Björk Jónsdóttír, Ung-
frú island 1978
inn. Miðaverð er fimmtán þúsund
krónur.
Fimm manna dómnefnd velur
fegurðardrottninguna. —JM
MinnisDeningur
Snorra Sturlusonar
Út er kominn minnispeningur i
tilefni átta alda minningar Snorra
Sturlusonar. Peningurinn sem er
50 m/m I þvermál er mjög
vandaður að öllum frágangi og
glæsilegur útlits. A framhliö er
vangamynd af Snorra sem gerð
er eftir fyrirmynd styttu Gustavs
Vigelands. er Norömenn reistu i
Reykholti. A bakhliö er upphaf
Heimskringlu eins kunnasta rit-
verks Snorra. Þröstur Magnússon
teiknari, hannaði peninginn. Upp-
lag þessa penings er mjög tak-
markaö eða aðeins 500 brons og
300silfur 925/1000. Hver peningur
er númeraður á kanti og einnig
fylgir númerað upprunaskirteini,
þar sem fram koma allar helstu
upplýsingar um peninginn og
einnig stutt æviágrip Snorra ritað
af Ólafi Halldórssyni handrita-
fræöingi. Peningarnir eru af-
hentir i vandaöri öskju og kostar
bronspeningurinn kr. 15.000 en
silfurpeningurinn kr. 39.500,
einnig er hægt að fá peningana
saman i setti á kr. 54.500.
Minnispeningurinn er sleginn hjá
IS-SPOR h/f sem einnig gefur
peninginn út.
Hér sést minnispeningurinn I hendi Þrastar Magnússonar sem hannaði
Mannlaus krani tók á rás við Sundahöfn I gær og skall niður I Arnarfell er þar lá við bryggju. Miklar
skemmdir urðu á krananum og nokkrar skemmdir á skipinu.en engin slys urðu á fólki. Málið er I rann-
sókn. (Visism. EJ).
■ ... 1
FJÖLVA i=ÍP ÚTGÁFA
Klapparstig 16 ■■ Sími 2-66-59
Hræsni ritstjóra Vísis
Siðan Fjölvaútgáfan hóf út-
gáfu teiknisögubóka, hefur
stöku sinnum örlað á nuddi
ihaldssams fólks, sem lifir I
gömlum tima. Stundum setja
þessar nöldurskjóður sig I gervi
siðapostula, hneykslast af vand-
lætningu yfir þvi að Kolbeini
kafteini og jafnvel hundinum
Tobba skuli þykja sopinn góður,
eða að Lukku Láki skuli fá sér
smók eða að Palli og Toggi skuli
leyfa sér að fremja strákapör.
— Það ætti bara að rassskella
þá. Svona raus lætur Fjölvi eins
og vind um eyru þjóta.
Hitt er alvarlegra, að ritstjóri
Visis skuii s 1. þriðjudag veitast
að teiknisögum I leiðara sinum
á alveg óvenjulega órökstudd-
an, ósanngjarnan. óheiðarlegan
og hræsnisfullan hátt. Ósann-
girnin kemur fram I þvi að hann
veitist að teiknisögubókunum
frá öllum hliðum, fyrst býsnast
hann yfir þvi að þær skuli vera
prentaðar erlendis, siðan er
hann enn andvigari þvi, að þær
séu prentaðar innanlands. Loks
kiikkir hann út meb þvi aö vara
foreldra við að gefa börnum sfn-
um teiknisögur. Hefur sjaldan
sést svo rætinn rógur i forustu-
greinum, en þar við bætist að
málflutningur ritstjórans bygg-
ist á hæpnum og fölskum
forsendum.
Vikjum að hræsninni. A sama
tima og ritstjórinn vill gera
teiknisögubækur útrækar, er
hann iðinn við að birta teikni-
sögur i eigin blaöi. 1 Visi birtast
daglega hartnær tvær blaðsiður
af teiknisögum og miðvikudags-
blaðið er sérstaklega helgað
þeim. Við lauslega talningu
virðist Visir birta i hverri viku
um 80 ..strimla” af teiknisög-
um. A ársgrundvelli er það
sambærilegt við 20 heilar teikni-
sögubækur á ári. Visir gefur
sem sagt úr fleiri teiknisögur en
Fjölvi. A sama tima birtir Visir
enga Islenska barnasögu né
textasögu. Út frá forsendu rit-
stjóra Visis lætur nærri aö Fjölvi
beini þeirri áskorun til foreldra
að forðast að kaupa VIsi, svo
börn þeirra verði ekki ólæs og
forheimskuð áf ósómanum, af
þvi að lesa þar 20 teiknisögu-
bækur á ári.
Þetta gildir þvi fremur, þar
sem mikill munur er á-Fjölvi
hefur frá upphafi lagt sérstaka
áhersiu á að vanda þýðingu og
ritun teiknisagna sinna. Mikil
vinna og natni er lögð I þýðingu
og margfalda yfirferö yfir
handrit, til ab fá fram lifrænt
mál, iðandi af fjöri, kimni, mál-
tækjum og málsháttum. Þvi
miöur virðist ritstjóri VIsis ekki
bera sömu virðinguna fyrir
lesendum sinum. Ha'nn nennir
ekki að setja i teiknisögur sinar
viðunandi islenskan texta. Sög-
ur hans einkennast af dæma-
lausri hroðvirkni og handar-
bakavinnu, útlenskulegri oröa-
röð og fyrir hefur komið að text-
inn hefur staðið á haus.
Ummæli eins bókavarðar sem
eiga að vera undirstaða allra
röksemdafærslu ritstjórans eru
hæpin, fordómafull og einsýn,
Þar er ekkert tillit tekiö tii vixl-
verkunar frá kvikmyndum,
sjónvarpi, grammófónplötum
og kassettum. Teiknisögurnar
eru viðbrögð bókaútgáfunnar
gegn þeirri samkeppni. Þannig
hafa teiknisögurnar þvert á
móti stuðlaö að viðhaldi lestrar-
getu.
Það sýnir fáfræði að halda þvi
fram að lestexti I teiknisögum
sé sérlega litill. Textinn I Tinna
og Lukku Láka er á við meðal
barnabók og textinn i Astriki,
Alex, Blástakki og Raunsæjum
teiknisögum eins og Heim-
styrjaldarheftum og Fræknum
landkönnuðum, sem nú eru að
koma út, er miklu meiri en i
venjulegri barnabók. Fjölvi
þekkir nokkur dæmi þess að
börn sem áttu i lestrarerfiðleik-
um komust á strikið við að
kynnast Tinna og Lukku Láka
og eru nú orðin mestu lestrar-
hestar.
Fjölvi getur þvi með góðri
samvisku ráðlagt foreldrum að
gefa börnum sinum vandaðar
teiknisögur Fjölva. Þær eru tvi-
mælalaust holl og góö iesning.
sem vikkar hugmyndasvið og
örvar málnotkun i anda
gamansemi óg drengskapar.
Hinsvegar gefur Fjölvi einnig
út barnabækur með venjulegum
prentuðum lestexta. Nýjasta
bókin af þvi tagi er hin undur-
fagra bók um Viu litlu. En til
dæmis um margfalda hræsni
ritstjóra VIsis er það enn, að
hann hefur ekki séð ástæðu til að
geta hennar einu orði i blaði
sinu, þessarar perlu, Viu litlu,
sem við teljum, að sé undur-
fegursta barnabókin á jóla-
markaðnum i ár.
AUGLÝSING