Vísir - 23.11.1979, Blaðsíða 11

Vísir - 23.11.1979, Blaðsíða 11
Föstudagur 23. nóvember 1979 11 Endurskoöum fjár- lög frá grunnl Samanburður á helððundinnl áætl- anagerð og núiigrunns áætlanagerð Fjárveiting fyrra árs er notuö sem grunn- ur, semgengiöeriitfrá. Gerö er kostnaöar-/nytjagreining fyrir NÝ verkefni Stjórnun felst i aö ákveöa krónur (input), sem verja má tiiþess aöhalda uppi rekstri. Eftir áætiunargeröina liggur fyrir heildar fjárhagsáætlun fyrir stórar einingar, og er erfitt aö breyta einstökum liöum hennar. „Take it or leave it budget”. Hefur stofnanir eöa deildir I brennidepli viö fjárveitingar (functionally oriented). Einkum er rætt um og metiö gildi viöbótarverkefna. Allar fjárumsóknir þarf aö rökstyöja frá millgrunni. Gerö er kostnaöar-/nytjagreining fyrir ÖLL verkefni. Byrjaö er aö fastmóta markmiö og aö- geröir. Hægt er aö velja um mismunandi árangursstig einstakra verkefna innan sömu stofnunar. Hefur verkefni og markmiö i brennidepli viö fjárveitingar (program oriented). Gerö er svipuö athugun á gildi þeirra verkefna, sem unniö er aö, og nýrra verkefna, semgeröer tillaga um. (Úr ritgerö Þóröar Sverrissonar) neöanmals Friörik Sophusson fyrrv. alþingismaöur mælir meö þeirri nýju aöferö viö gerö fjárlaga, aö allar fjárveitingar til opinberr- ar starfsemi veröi óbundnar af fyrri f járveitingum. „Þurfi stjórnmálamenn siöan aö beita hnifnum, gerist sllkt meö þvi aö velja eöa hafna skilgreindum verkefnum, en ekki meö þvl aö beita almennum, flötum niöur- skuröi eöa fresta ætiö nýjum verkefnum.” Hugmyndir Sjálf- stæðisf lokksins um leiftursókn gegn verð- bólgu hafa heldur betur sett svip sinn á stjórn- málaumræðurnar að undanförnu. Kosninga- baráttan snýst að mestu um þessa stefnu þar sem aðrir flokkkar hafa ekki sett fram ákveðna stefnu um lausn helztu vanda- mála þjóðarinnar í efna- hagsmálum. Einn þátturinn í bar- áttu Sjálfstæðisflokksins gegn of miklum ríkisum- svifum er gerbreyting á allri fjárlagagerð ríkis- ins. Þetta er orðað í stefnuskránni með eftir- farandi hætti l // Fjárveit- ingar til opinberrar starf- semi verði óbundnar af fyrri f járveitingum, þannig að öll verkefni komi til endurskoðunar frá grunni við fjárlaga- gerð." Hefð ræður f járveit- ingum en ekki þörf í viöleitni sinni til aö spara og hagræða I rikisrekstrinum hefur margoft veriö bent á vanmátt stjórnmálamanna við forgangs- rööun verkefna. Þetta stafar öörum þræöi af því aö útgjöld rikisins eru til stofnana og deilda en ekki til verkefna. Arangur er þá yfirleitt mældur i útgjaldaupphæöum. I fjárhags- áætlunum og bókhaldi rlkis- fyrirækja og stofnana (reyndar einkafyrirtækja einnig) er meira lagt upp úr þvi aö sýna, hve mikið er notaö I ýmsa kostnaðarþætti s.s. laun, launa- tengd gjöld, simkostnaö, raf- magns, ræstingu, aökeyptan akstur o.s.frv. heldur en aö ein- angra alla kostnaöarþætti hvers verkefnis sem unniö er aö. Stjórnendur einkafyrirtækja og stjórnmálamenn erlendis, sem trúaö er fyrir fjármunum almennings, hafa leitaö nýrra leiöa viö fjárlaga- eöa fjárhags- áætlanagerö. Ein sú þekktasta er kölluð „Núllgrunns áætlunar- gerö” (Zero Base Budgeting). Stjórnunarfélagiö hefur kynnt þessa nýju tækni hér á landi. Helstu leiöbeinendur félagsins hafa veriö þeir Björn Friöfinns- son fjármálastjóri Reykja- vlkurborgar og Þórður Sverris- son framkvæmdastjóri Stjórn- unarfélagsins, og hafa þeir viöa leitaö fanga. Á sföasta þingi flutti undirrit- aöur ásamt Ellert B. Schram og Lárusi Jónssyni ályktunartil- lögu svo hljóðandi: „Alþingi ályktar aö skora á rikisstjórnina aö beita sér fyrir því aö „núllgrunnsáætlunar- gerö” veröi tekin upp sem viö- ast viö gerö rekstrar- og fjár- hagsáætlana hjá opinberum fyrirtækjum og stofnunum.” í greinargerðinni er m.a. vitnaö til ritgeröar Þóröar Sverrisson- ar, þar sem hann skýrir frá þvi, hvað núllgrunnsáætlun er, hver séu megineinkenni hennar og helstu markmið. Hvað er núllgrunns- áætlunargerð? „Núllgrunnsáætlunargerö er tækni viö gerö rekstrar- og fjár- hagsáætlana, sem gerir þær kröfur til stjórnanda aö hann réttlæti fjárhagsáætlanabeiönir sinar frá núllgrunni (þaöan er núllgrunns nafniö komiö). Tækni þessi flytur yfir á stjórn- anda, sem sækir um fjárveit- ingu, sönnunarábyrgö fyrir þvi, aö hann eigi yfirleitt aö fá nokk- urt fjármagn til ráöstöfunar (og hvetur um leið til þess, að hann eöa sú deild, sem hann stjórnar, sýni góöan árangur af starfsemi sinni). Viö gerö fjárhagsáætl- unar er öll starfsemi brotin niöur I ákvöröunarpakka (deci- sion packages), sem siöan eru metnir meö kerfisbundnum hætti og raðað upp eftir mikil- vægi. Megineinkenni og markmið. Samkvæmt þessari skilgrein- ingu hefur núllgrunns áætlana- gerö þrjú megineinkenni: 1. Sönnunarbyröi um réttmæti fjárveitingar flyst frá æöstu stjórnendum og handhöfum fjárveitingavalds yfir til stjórn- enda stofnana og deilda sem sækja um fjárveitingu. 2. Starfsemi stofnunar eöa deildar veröur aö skoöa frá grunni, en slikt hvetur til endur- bóta á rekstri og eykur þvi viö- leitni til aö bæta virkni stofnana viö aö ná markmiöum sinum. 3. Viö gerö áætlunarinnar er allri starfsemi skipt I ákvöröunarpakka (decisions packages), sem hver fyrir sig hefur aö geyma lýsingu á ákveönu verkefni: — hvert sé markmiöið meö aö ráöast I þaö, hvernig þaö skuli unniö, hvaö þaö kosti o.s.frv. Þessir ákvöröunarpakkar eru síöan metnir og þeim raöaö upp eftir mikilvægi þeirra. Auk þeirra megineinkenna á núllgrunns áætlanagerö, sem nefnd voru hér aö framan, eru helstu markmiö meö beitingu þessarar tækni þau að: 1. Gera úttekt á þörf fyrir framkvæmd á og skilvirkni þeirrar starfsemi sem fram fer á stofnun eöa deild og kanna hvort starfsemin sé sú sama og til var ætlast I upphafi. 2. Geta gert samanburö á til- lögum um ný verkefni og á þeim verkefnum sem þegar er unnið aö I stofnunum. 3. Tryggja mikla þátttöku stjórnenda á öllum þrepum inn- an stofnana i gerö fjárhagsáætl- unar. 4. Gera æöstu stjórnendum auöveldara meö aö velja úr þau verkefni sem þeir telja mikil- vægust.” Verkef ni í stað stofnana Eins og bent hefur veriö á I þessari grein eru til nýjar aö- feröir viö fjárlagagerö, sem hægt er aö beita til aö koma fjárhagsáætlunum á verkefna- grundvöll I staö stofnanagrund- vallar og auövélda stjórnmála- mönnum aö raöa verkefnum hins opinbera I forgangsröö. Þurfi þeir siöan aö beita hnifn- um, geristslikt meö þvi aö velja eöa hafna skilgreindum verk- efnum en ekki meö þvl aö beita almennum flötum niöurskuröi eöa fresta ætiö nýjum verkefn- um eins og hingaö til hefur tiök- ast. SAMBÓ OG TVÍBURARNIR LITLI SVARTI SAMBÖ Bókaútgáfan Iðunn hefur sent frá sér tvær nýjar bækur fyrir litil börn. Þær heita Litli svarti Sambóog Sambó og tvlburarn- ir. Höfundur bókanna er bresk kona, Helen Bannermann, en húngeröieinnig myndirnar sem eru á annarri hverri siöu bók- anna. Litli svarti Sambó kom Ut á islensku fyrir nokkrum áratug- um og naut þá mikilla vinsælda hjá litlum börnum og er löngu horfin af markaði. Sambó og tviburarnir he'fðu hins vegar ekki komið út á íslensku fyrr og sneri Andrés Kristjánsson þeirri sögu á Islensku. HBLEN BANNEHMAN IÐUNN saga og mmm efTm HELEN BANNERMAN JÐUNN Tvær bækur um svarta Sambð Séra Agúst Sigurösson hefur sent frá sér á vegum Bókaútgáf- unnar örn og örlygur bókina FORN FRÆGÐARSEUR. Bók þessi er fróðleikur úr þjóöarsög- um. Fjöldi teikninga og annarra mynda prýöa bókina. Séra Agúst rekur byggöarsög- una,f jallar um hin veglegu kirkjuhús fyrri alda og stór- bæjarbraginn á höföingja- setrunum. Hann rekur presta- taliö og koma þar margir viö sögu. Þá segir hann frá furðu- legum dómi prófastsins i Vatns- firöi, er hann dæmdi bróöur sín- um, bóndanum I Grunnavlk, hvalreka staöarins á Snæfjöll- um, Þáergetiö hinna þjóöfrægu reimleika á Snæfjöllum og Spán- óerjaviganna. Út er kominn hjá Bókaútgáf- unni örn og örlygur ein af þekktustu og allra bestu bókum Gramlandsvinarins, Jörn Riels, og nefnist hún Fyrr en dagur ris. A frummálinu ber hún heitið, För morgendagen. Þýöandi er dr. Friörik Einarsson læknir. Fyrr en dagur ris er full af kynlegum goösögnum og mann- legum styrk, segir frá óblíöri. en þó á köflum hamingjusamari grænlenskri fortiö. Frásögnin tekur smátt og smátt á sig mynd sigildrar harmsögu án þess þó að rjúfa nokkun tima hinn grænlenska veruleika. Þetta er saga um máttarvöld sem eiga veröldina, en óska kannski ekki eftir manneskjum I henni. Bókaútgáfan örn og Orlygur hefur gefiö út tvær þykkspjalda- bækur fyrir yngstu börnin I þýö- ingu Lofts Guömundssonar. Báöar eru bækurnar nokkuð frábrugönar venjulegum bók- um. Bókin um Helga og Eyva er þannigútbúinaðgaterá hverju spjaldi og má i gegnum þaö sjá nokkuö af þvi sem blöur á þvi næsta. Bókin um negrastrákana lætur hinsvegar einn strák hverfa I hvert skipti er! spjaldi er flett.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.