Vísir - 06.12.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 06.12.1979, Blaðsíða 3
vism Fimmtudagur 6. desember 1979 GðBI DATINN ENN AFERB Vikurgútgáfan hefur gefiö út bók- ina Góði dátinn Svejk eftir Jarœlav Hasek i þýöingu Karls Isfelds. Þetta er þriöja útgáfa bókar- innar hér á landi en hún kom fyrst út á árunum 1942-43 i tveim bind- um. Jaroslav Hasek Góði dátinn SVEJK Bókin segir frá ævintýrum Svejks i fyrri heimsstyrjöldinni ogvarframlaghöfundari baráttu Tékka við að losna undan yfirráö- um austurriska keisaradæmisins. Sagan af góöa dátanum var ný- lega lesin upp i útvarpinu. Eggert einn á báti í þingmannatalinu sem birt- ist i' blaðinu i gær var Eggert Haukdal skipaö á bás meö þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins. Sú staösetning ork- ar þó tvimælis, þar sem Egg- ert bauð sig fram utan flokka, jafnvel þótt sjálfstæöismaður sé. Verðurhann þvi að teljast utan garös i þingliöi Sjálf- stæðisflokksins, hvað sem siðar kann að verða. 3 Handlækningadelld Sjúkrahúss Akureyrar: Allir hiúkrunarfræð- ingandr hafa sagl upp Senla ástæðuna ol mlkið vinnuálag „Allir hjúkrunarfræðingarnir á handlækningadeildinni sem eru alls 12 hafa sagt upp störf- um og er ástæðan fyrir upp- sögnunum sögö of mikið vinnuá- lagogað tillögum til úrbóta hafi ekki verið sinnt”, sagði Gauti Arnþórsson, yfirlæknir á hand- lækningadeild Sjúkrahúss Akureyrar. Uppsagnirnar gilda frá og með 1. desember en upp- sagnarfrestur er þrir mánuðir. Gauti sagði, að skortur á hjúkrunarfræðingum væri ekk- ert nýtt vandamál, hann hafi verið stöðugt umræðu- og áhyggjuefni aðstandenda stofn- unarinnar um nokkurt skeið. Það væri ekki eingöngu á hand- lækningadeildinni heldur á öll- um deildum sjúkrahússins, sem skortsins gætti. „Framtiðarhorfurnar eru ekki glæsilegar ef uppsagnirnar standa og ekki tekst að ráða nýtt fólk, en til þessa hefur reynst gifurlega erfittað fá hjúkrunar- fræðinga tilstarfa við sjúkrahús úti á landi. Ef ekki rætist úr, þá leggst starfsemi deildarinnar niður”. Asgeir Höskuldsson, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Akureyrar, sagðist ekki vilja tjá sig um málið að svo komnu eða af hvaða ástæðum uppsagnirnar væru til komnar. ,,En ég vil benda á, að veriðer að byggja við sjúkrahúsið og átta ára byggingatimabili er að ljúka. Á þessu timabili hefur verið lokið við fjórðung eða fimmtung þeirra framkvæmda, sem átetlaðar höföu verið upp- haflega. Það er þvi húsnæðisskortur á öllum deildum, mikið af hjúkr- unarbúnaðinum er orðinn gam- all og úr sér genginn. A sjúkra- húsinu er helmingi minna rými en á sambærilegum sjúkrahús- um, miðað við sjúklinga- og starfsfólksfjölda. Stór hluti vandamála, sem upp hafa komið, er vegna þess- arar lélegu aðstöðu fyrir sjúk- linga og starfsfólk”, sagði As- geir Höskuldsson. —ATA LANDNAMK) I NÝJU LJðSI Setberg hefur gefið út bókina Landnámið fyrir landnám eftir Árna Óla. Um tilurð sögunnar segir höf- undur í forspjalli: ,,Með móður- mjólkinni drakkég i mig hina rót- grónu sögu um landnám Islands: Það voru þrir norrænirsæfarar er hver i sinu lagi rákust á eyðiland norður i reginhafi en þangað höfðu engir menn komið áöur. Engum kom til hugar að vé- fengja þessa sögu. Svo liðu árin og 1000 ára afmæli Alþingis var haldið hátiðlegt 1930. Þá vaknaði tortryggni min á að allt væri með felldu um landnámssöguna. Af- leiðing þessaraheilabrota var sú, að ég tók að lesa LandnSmu af kappi og um mörg ár las ég hana tvisvar og þrisvar á ári. Misbrestir hrúguðust upp þar til ég varð að viöurkenna með sjálfum mér, að landnámssagan væri með öllu óskiljanleg eins og hún er sögð i Landnámu”. Þetta er 37. bók Arna Óla. Hann hafði nýlokið frágangi þessarar bókar er hann lést 5. júní á þessu ári.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.