Vísir - 06.12.1979, Blaðsíða 1
Viðræður um stjórnarmyndun hefjast á morgun:
„Ég er bjartsýnn”
- seglr Steingrímur Hermannsson, sem nú hefur fengið
umboð til myndunar meiríhlutastjðrnar
,,Ég er að vona að við
getum hist i fyrramál-
ið” sagði Steingrimur
Hermannsson, formað-
ur Framsóknarflokks-
ins i morgun, þegar
Visir spurði hvenær
stjórnarmyndunarvið-
ræður hæfust.
Steingrimur fékk i gær umboð
forseta Islands til stjórnar-
myndunar og hefur hann sent
Alþýðuflokki og Alþýðubanda-
lagi bréf, þar sem hann óskar
eftir viðræðum við þá.
„Það er best að spá sem
minnstu um gang mála” sagði
Steingrimur „en ég er bjart-
sýnn, þótt ég geti átt von á
hverju sem er.”
Framsóknarflokkur, Alþýðu-
flokkur og Alþýðubandalag hafa
boðað þingflokksfundi i dag og
þá verður tekin afstaða til
stjórnarmyndunarviðræðna. í
morgun komu svo formenn
flokkanna saman til að ræða
þingstörfin, en stefnt er að þvi
að þing komi saman um miðja
næstu viku.
Eitt af þvi, sem átti að ræða i
morgun, var kjör þingforseta,
en að sögn Steingrims torveldar
það allar ákvarðanir i þinginu,
ef flokkarnir hafa ekki komið
sér saman um stjórnarmyndun.
fyrir upphaf þings.
Formenn Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags hafa lýst sig
fúsa til viðræðna um stjórnar-
myndun, en mörg ljón munu
vera i veginum fyrir þvi, að þær
beri árangur. Meðal annars eru
skiptar skoðanir hjá flokkunum
um visitölukerfið, kjördæma-
skipun og utanrikismál. Sjá
ennfremur á bls. 14.
í morgun var veriö að reisa jólatré viö HafnarbiiBir viB Reykjavikurhöfn. Tré þetta, sem er um 18 metra hátt, er gjöf frá Wikingerrunde,
þýskum félagsskap blaöamanna og fyrrverandi sjómanna. Ljósin á trénu veröa tendruö klukkan 16 á laugardaginn. Þetta er i fjórtánda
skiptiö sem Wikingerrunde færir Reykjavikurhöfn jólatré. Visismynd:BG
Fyrsta verk
Karðlínu
hjá
Sinfóníunni
Sinfóniuhljómsveit tslands flyt-
ur á tónleikum sinum i kvöld
verk eftir Karólinu Eiriksdóttur,
Þetta er i fyrsta sinn sem verk er
flutt eftir hana hérlendis.
Karólina er menntuð I tónsmið-
um i Bandarikjunum, og verk
eftir hana hafa verið flutt þar i
landi og á Norðurlöndum.
Verkið sem Sinfóniuhljómsveit-
in flytur i kvöld, nefnir Karólina
„Notes”. Það samdi hún sumarið
1978. Sjá nánar Lif og list.
—KP
Karólina Eirlksdóttir er nú aö semja verk fyrir Kammersveit Reykjavikur.
18 dagar
til jóla
Bíræfnir hlófar
í Kópavogi:
Brutust
inn f
aðal-
stuðvar
Iðgregl-
unnar
Biræfni innbrotsþjófa á sér
litil takmörk eins og best kom
i Ijós i nótt þegar tveir menn
brutust inn í höfuöstöövar lög-
reglunnar i Kópavogi, skrif-
stofu bæjarfógetans, en þær
eru á efri hæö lögreglustöBv-
arinnar.
Lögreglumönnum sem voru
á vakt á stöðinni þótti sem
ekki væri allt með felldu er
þeir urðu varir við umgang á
skrifstofum fógeta laust fyrir
klukkan hálf tvö i nótt. Brugðu
þeir við skjótt og fóru upp á
efri hæðina. Þar voru fyrir
tveir menn um þritugt sem
ekki töldust til starfsliðs fóget-
ans og komu nokkrar vöflur á
þá er þeir voru inntir eftir er-
indi.
Mennirnir voru þegar hand-
teknir og kom i ljós að þeir
höfðu klifrað upp á þak bil-
skúrs lögreglunnar að húsa-
baki og farið siöan inn um
glugga fógetaskrifstofunnar.
Annar mannanna hafði sést
sniglast i afgreiðslu fógeta-
skrifstofunnar I gærdag og
hefur hann eflaust verið að
kynna sér allar aðstæður.
Tvimenningarnir eru grunaðir
um að hafa fleiri innbrot á
samviskunni.
Þess má geta að eitt hús er
á milli lögreglustöðvarinnar i
Kópavogi og húss Rann-
sóknarlögreglu rikisins. Hafa
þjófarnir þvi verið á ansi heitu
svæði. —SG