Vísir - 06.12.1979, Blaðsíða 20

Vísir - 06.12.1979, Blaðsíða 20
„Ég hlusta á alla vega músik. Stundum sest ég niður og hlusta á Beethoven, stundum jass, rokk, eða nútimatónlist, sem ég hef geýsimikinn áhuga á”, sagöi Karólfna Eiriksdóttir f spjalli viö Vfsi. Sinfóníuhljómsveit íslands flytur verk eftir Karólinu á tónleikum i Háskólabiói i kvöld. Þaö ber nafnið Notes og er samiö sumarið 1978. Verkið hefur áður verið flutt i Bandarikjunum, en þar stundaði Karólina nám i tæp fimm ár. Þetta er fyrsta verkið sem flutter eftirhana hér á landi, en hún hefur átt verk á tónlistar- hátiöum t.d. i Noregi og Sviþjóð. Hóf tónlistamám 9 ára Karólina hóf tónlistarnám 9 ára gömul i Barnamúsikskólanum. Hún valdi sér pianóið og hélt áfram námi við Tónlistarskólann i Reykjavik. Jafnhliða námi þar lauk hún stúdentspróf i frá Menntaskólanum i Reykjavik ár- ið 1971 en þrem árum siðar pianó- kennaraprófi. „Mér fannst skemmtilegt að setja saman lög, þegar ég var „Hlusta a Beethoven, 09 nútímatðnllst” jass, rokk Bilzano. Hann hefur verið fasta- Ameriku.Þáhefurhannleikið inn gestur á mörgum virtustu á yfir 200 hljómplötur. tónlistarhátiðum i Evrópu og — KP Mæðgurnar Mia Farrow og Maureen O ’Sullivan fagna nýjum áfanga á leikferli Miu. Hún var nefnilega aö koma fram á Broadway i fyrsta skipti. Þar leikur hún á móti Anthony Perkins i leikritinu „Romantic Comedy”. Mia hefur fengiö sérlega lofsamlega dóma leikgagnrýnenda og er talin ein besta sviösleikkona af hennar kyn- slóð. ' - seglr Karóllna Elríksdóttlr. en Slnfónluhljóm- sveltln llytur verk hennar „Notes” I kvöld krakki. Ég gerði það annað slag- ið, en svo komu timabil, sem ég sleppti þvi alveg. A meðan ég var i Tónlistarskólanum, stundaði ég jafnhliða nám i tónsmiðum hjá Þorkeli Sigurbjörnssyni. Þá vaknaði áhuginn fyrir alvöru, en mér fannst það fráleitt að leggja þetta fyrir mig og valdi þvi m.a. tónlistasögu þegar ég fór i námið til Bandarikjanna”, sagði Karólina. Eftir að hafa lokið MA prófi frá University of Mitchigan i músiklógiu og tónlistarsögu, þá settist Karólina i tónsmiðadeiid sama háskóla. Þaðan lauk hún einnig MA prófiog kom til Islands um siðustu áramót. Engin íhlaupavinna. Karólína sagði að ýmsir möguleikar væru fyrir hendi fy rir ung tónskáld t.d. i samvinnu við Norðurlönd. Einnig að hljóðfæra- leikarar væru mjög jákvæðir gagnvart nútimatónlist, en undir hana má flokka verk hennar. ,,Ég nota pianóið mjög litið þegar ég skrifa. Ég sest niður með blað og penna og skrifa, en sest kannski við pianóið og prófa einhverja linu eða part úr verki”, sagði Karólina. , Kammersveit Reykjavfkur pantaði verk hjá henni sem hún er nú að ljúka við. „Eftir að ég kom heim um siðustu áramót, hef ég litið getað samið. Verkið fyrir Kammersveitina lauk ég við i sumar. Þetta er ekki eitthvað sem hægt er að hlaupa i með ann- arri vinnu. Maður verður að hafa góðan tima og vera vel upplagður”, sagði Karólina. ,,En það eru fáir sem getað lif- að á þvi að semja tónlist,” sagði hún, þannig að hún hefur lagt fyrir sig kennslu, bæði i Tónlistarskólanum i Reykjavik og Kópavogi. A efnisskránni hjá Sinfóniu- hljómsveitinni i kvöld eru auk verks Karólinu, PianókonsertK V 466 eftir Mozart og Sinfónia nr 1 eftir Bruckner. Hljómsveitarstjóri er Reinhard Schwarz, sem er fastráðinn hljómsveitarstjóri við Rikis- óperuna i Vin. Einleikari með hljómsveitinni i þetta sinn er pianóleikarinn Jörg Demus. Hann er heimsþekktur tónlistarmaður og hefur verið á stöðugum tónleikaferðum um allan heim frá árinu 1950. Demus hefur unnið til hinna eftirsóttu Busoni-verðlauna i alþjóðlegri keppni pianóleikara i Sögur Páll H. Jónsson: AGNARÖGN Teikningar eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Iöunn 1979. Það er mat margra, að fyrsta barnabók Páls H. Jónssonar sem út kom á siöasta ári hafi ekki notið verðskuldaðrar at- hygli almennings. Hún heitir Berjabftur og fyrir hana hlaut Páll barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir árið 1978. Það er athyglisvert að fyrsta barnabók Páls H. Jónssonar skyldi hafa komið út er hann var á 72. aldursári. Hann hefur reyndar fengist við skáldskap alllengi og eftir hann liggja tvær ljóðabækur, Þærheita Nótt fyr- ir norðan, 1955 og A sautjánda bekk, 1962. Einnig hafa birst eft- ir hann tvö leikrit, Fjallkonan, 1942 og Konan sem hvarf, 1955. Þrjú önnur leikrit eftir Pál hafa verið flutt, en eru óprentuð. Annars hefur hann fengist við kennslu og svipuð störf lengst af. Agnarögn fjallar um sam- skipti átta ára telpu og afa hennar. Lýst er daglegu lifi þeirra meðan hún dvelur hjá af Agnarögn honum og amma er á ferðalagi. Afi segir henni skemmtilegar sögur og virðist laða að sér öll börn i nágrenninu. Það leikur enginn vafi á þvi að afi skilur Agnarögn og Agnarögn gerir sitt besta til að skilja afa. Bókin lýsir gleði þeirra og sorgum. Agnarögn byrgir til- finningar sinarekki inni, þannig að afi veit alltaf hvernig liggur á henni. En það er ekki eins auð- veltaðsjá hvernig afa liður. Til- finningar hans eru ekki bornar á torg. Bókin Agnarögn er sérlega skemmtilega skrifuð. Það þarf ekki að koma lesandanum á ó- vart að sá sem hana skrifar hef- ur fengist við ljóðagerð. Textinn er nefnilega oft á tiðum ljóð- rænn og fullur af heimspekileg- um vangaveltum. Afi segir börnunum sögur, sem eru fullar af eftirlikingum. Formið er skáldlegt og skemmtilegt. Spurning er, hversu vel börn- um tekst að tileinka sér heim- spekilegar vangaveltur höfund- arins. Þrátt fyrir það að bókin sé vel skrifuð er ástæða til að ætla að hún nái ekki nógu vel til nútimabarna. En gildi bók- arinnar er ótvirætt. Skemmtilegt er að lesa um það hvernig börnin standa með gömlu hjónunum, þegar þau eiga að flytja burtu úr húsinu. Þau hafa búið þar lengi og börn- in telja að ef þau fari þá sé eitt- hvað tekið frá þeim sem þau megi illa við að missa. Þannig er það oft, að börn eru trygg þeim sem þau taka og erfitt er að fá þau ofan af fyrirætlunum sinum. Þess njóta afi og amma rikulega. Boðskapur bókarinnar á er- indi til barna. Myndskreyting Þorbjargar Höskuldsdóttur er til mikillar prýði. Letur er skýrt og greinilegt og frágangur allur prýðilegur. Sigurður Helgason. bókmenntir Siguröur Helgason skrifar um barna- bækur. Suomi - lagnaður Suomifélagið minnist þjóð- hátiðardags Finna i dag 6. desember. Fagnaður verður i Norræna húsinu klukkan 20.30 um kvöldið. Þar leikur Hornaflokkur Kópa- vogs undir stjórn Björns Guðjóns- sonar. Barbro Þórðarson formaður félagsins flytur ávarp. Kveðjur frá Finnlandi ber Hans Ottelin se nd i r á ðu na u t u r . Hátiðarræðu flytur Sigriður Thorlacius. Þá syngur þekkt finnsk visna- söngkona Barbara Helsingius finnska, sænska, norska, irska, enska og ameriska söngva. Hún hefur hlotið verðlaun fyrir visna- söng sinn á Möltu og Irlandi og ennfremur fyrir finnsk-sænskar visur i heimalandi sinu. Hún semur sjálf lög og texta. Barbara Helsingius hefur gert 15 sjónvarpsdagskrár og hafa þær flestar verið sýndar erlendis. Hún er formaður félagsins Visna-vinir i Helsinki. — KP \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.