Vísir - 06.12.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 06.12.1979, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 6. desember 1979 8 Æ •'"> Útgelandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Davlfi Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra trétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð- vinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. I^jósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Askrift er kr. 4.000 á mánuði Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. innanlands. Verð i lausasölu Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. 200. kr. eintakið. ;Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Prentun Blaðaprent h/f Skoðanakannanir og kosningaursm NiOurstöOur skoOanakannananna um fylgi stjórnmálaflokkanna, sem framkvæmd- ar voru einni og tveimur vikum fyrir kosningar, voru i þýOingarmiklum atriOum frábrugOnar kosningaúrslitunum. Voru niOurstöOur kannananna rangar? Eöa voru þær kannski réttar? Niðurstöður þeirra skoðana- kannana um fylgi stjórnmála- flokkanna, sem fram fóru nokkru fyrir kosningarnar, eru í ijósi sjálfra kosningaúrslitanna gott tilefni til að velta fyrir sér gildi slíkra kannana og þeim tak- mörkunum, sem þær eru háðar. Eins og öllum er nú kunnugt, varð fylgi Sjálfstæðisflokksins miklum mun minna í kosningun- um en skoðanakannanir Vísis og Dagblaðsins bentu til, að það yrði. Þarna munaði miklu, að ýmsir hafa haft á orði, að skoð- anakannanir hafi verið meðal þeirra, sem töpuðu í þessum sér- kennilegu kosningum. Að öðru leyti en varðaði Sjálf- stæðisflokkinn gáfu skoðana- kannanirnar rétta vísbendingu um fylgissveifluna. Þær sýndu fylgisaukningu hjá Framsóknar- flokknum og fylgistap hjá Al- þýðuflokknum og Alþýðubanda- laginu, en aukning Framsóknar- f lokksins varð að vísu mun meiri en skoðanakannanirnar gáfu til- efni til að ætla, að hún yrði. Þegar niðurstöður skoðana- kannananna voru kynntar, voru flestir sammála um, að þær sýndu, hvernig straumarnir lægju í stjórnmálunum. Það voru aðeins fyrirsvarsmenn Alþýðu- bandalagsins, sem sögðu ekkert mark á þeim takandi og báru sig mannalega. En af yfirlýsingum þeirra eftir kosningar um þung- an róður þeirra í kosningabarátt- unni er þó auðséð, að með sjálf- um sér hafa þeir viðurkennt, að niðurstöður kannananna væru nokkuð nærri lagi. Þegar á þetta er litið og að auki skýringar t.d. talsmanna Sjálfstæðisf lokksins á minna fylgi hans en reiknað var með, má slá því föstu, að skoð- anakannanir Vísis og Dagblaðs- ins hafi gefið nokkuð góða mynd af stöðu flokkanna á þeim tím- um, þegar þær voru fram- kvæmdar, önnur 12-15 dögum fyrir kosningar, hin einni viku fyrir kosningar. Þótt sú sé niðurstaðan, að skoð- anakannanirnar hafi verið nærri raunveruleikanum á sínum tima, er full ástæða til að hvetja menn til að taka niðurstöðum slíkra kannana með varúð. Niðurstöður skoðanakannana eru ekki kosn- ingaúrslit, ekki einu sinni spá um þau, og sérstaklega er hætt við, að þarna verði talsverður munur á, þegar nokkur tími líður á milli könnunar og kosninga. Ein til tvær vikur eru t.d. alllangur tími í stuttri og harðri kosningabar- áttu, á þeim tíma getur margt breyst á þessari öld lausafylgis- ins. Þetta á ekki síst við, þegar stór hluti kjósenda kveðst vera óráðinn, þegar skoðanakönnun fer f ram, eins og raunin var í síð- ustu skoðanakönnun Vísis. Þá voru það hvorki meira né minna en 30% þeirra, sem spurðir voru, sem ekki kváðust vita eða vildu ekki láta uppi, hvaða flokk þeir hyggðust kjósa, enda nef ndi Vísir það sem niðurstöðu númer eitt, að stór hluti kjósenda væri enn öráðinn, þegar blaðið gerði grein fyrir meginniðurstöðum könn- unar sinnar, og gaf þar að auki upp nánar tiltekna skekkjumögu- leika í niðurstöðutölunum. Slíka fyrirvara verður að sjálfsögðu að líta á, ef menn ætla að dæma skoðanakannanir af sanngirni, en ekki einblína á hráar niður- stöðurnar. Niðurstaðan um skoðanakann- anir er því þessi: Vandaðar kannanir með hæfilega stóru úr- taki gefa góða vísbendinu um hug kjósenda á þeim tíma, þegar þær eru framkvæmdar, en þær spá ekki um framtíðina, og þær verður að taka með þeim fyrir- vörum a.m.k., sem þeir setja, er að könnunum standa. Ráðgjafarfyrirtækið Petro Studies, sem taliö er búa yfir viötækum upplýsingum um oliumál fullyrðir að Sovétmenn eigi helmingi meiri olíu en talið sé á Vesturlöndum. Hér er sovéskt oliuskip ' i Reykjavik. Rússar eiga meiri ollu en Þeir gefa upp - seglr Petro Studles l Málmey Sovétmenn eru að drukkna i oliu’. Þeir lúra á a.m.k. helm- ingi meiri oliu en talið er á Vesturlöndum. Siöan 1961 hafa yfirvöld þar eystra ætið van- metið oliulindir sinar og það vit- andi vits. t náinni framtiö geta Sovétmenn flutt út oliu án þess að þurfa að flytja inn einn einasta litra. Allar skýrslur CIA til hins gagnstæða eru einfald- lega vitlausar. Þessar fullyröingar koma frá Petro Studies, ráðgjafarfyrir- tæki, sem kveöst hafa meðal ánægöra viöskiptavina sinna ekki aöeins stóru oliufyrirtækin, heldur og ýmsar rikisstjórnir, alþjóðafyrirtæki og banka o.s.frv. Petro Studies var stofnað árið 1976 og nýútkomin skýrsla sem ofangreindar niðurstöður koma fram i er sögð byggjast á mjög nákvæmri yfirferð yfir öll gögn sem komið hafa frá Sovétrikj- unum siðustu 20 ár. Gifurlegar oliulindir „Sovétmenn hafa fundið svo gifurlega oliulindir að þeim tækist ekki að þurrausa þær á þessari öld þó þeir ykju oliu- notkun sina um 3% á ári og fyndu ekki dropa af oliu til við- bótar”, segir m.a. i niðurstöðu skýrslunnar. Það var i fyrra sem Petro Studies, sem hefur aðsetur i Málmey i Sviþjóö, skýrði fyrst frá þessum miklu auðlindum Sovétmanna en nú er sagt að þeir hyggist hefja mun betri nýtingu þeirra en hingað til. Sérstaklega eru það oliulindir við Romasinko, nálægt Volgu, og Samotlor i Siberiu sem Sovétmenn ætla nú að setja i gang fyrir alvöru. Petro Studies fullyrðir að það sé ekki Saudi-Arabia sem sé stærsta oliuriki heims, heldur séu það Sovétrikin. 1978 námu birgðir Sovétmanna af hreinni oliu 150 milljörðum tunna eða fjórum sinnum meira en birgðir Bandarikjamanna. Gaumgæfileg ieit Petro Studies hafa rannsakað heilt bókasafn skjala til að fá þessa niðurstöðu út. Farið var yfir skjöl æ ofan i æ, þau borin saman og skoðuð ofan i kjölinn. Sérfræðingar fyrirtækisins komust að þeirri niðurstöðu að það væri mjög ótrúlegt að Sovétmenn myndu þurfa að kaupa oliu utanlands frá þennan áratug. Þvert á móti’. „Verk- efnln óhemlu mörg” - seglr o'iafur Þóröarson ,,Ég átti ekki von á þvi að ég yrði kosinn á þing er ég gaf kost á mér i framboð en siðustu dag- ana vissi ég að allt gat gerst” sagði Ólafur Þóröarson 2. maður á lista Framsóknar- flokksins i Vestf jarðakjördæmi i samtali við Visi en hann sest á Alþingi i fyrsta sinn. „Ég er að vonum mjög ánægður með þessi úrslit. Ég held að þarna hafi komið fram almennur vilji þeirra sem studdu þá 3 flokka sem mynd- uðu siðustu rikisstjórn um að flokkarnir ættu að reyna að koma sér betur saman”. Hvernig leggst i þig að setjast á þing? ,,Vel. Verkefnin eru óhemju mörg. Af héraðsmálum er tvennt sem þarf að vaka yfir. Annarsvegar að rekstrargrund- völlur fyrirtækja á Vestfjörðum sé til staðar og hins vegar að framfærslukostnaður heimila sé þar ekki hærri en annars staðar á landinu”. — KS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.