Vísir - 06.12.1979, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 6. desember 1979
9
Olíustórveldinu
Saudi-Arabíu ógnað
■ vaidataka Khomeinls og taka moskunnar
mlklu hefur vaklð ýmsar spurnlngar
Skilti við hraðbrautina segja hlutina umbúðalaust: Ferðamönnum sem ekki eru
múhameðstrúar er bannað að koma til hinnar helgu borgar Mekka. Brot varða
refsingu.— Ekki er reyndar nauðsynlegt að taka það fram, lögreglu-og hermenn,
gráir fyrir járnum, sem standa vörð marga kílómetra frá borginni, segja sína
sögu.
Þetta er ein af ástæðunum fyrir því hversu illa fréttasjúkum heimi hefur gengið
að fá upplýsingar um töku helgidómsins í Mekka. Prinsarnir í Saudi-Arabíu ráða
algerlega fréttaflutningi þegar engin vitni frá Vesturlöndum eru til staðar. Hinir
„kaftan"-klæddu stjórnendur eru Iftt gefnir fyrir miklar fréttir frá olíuríki sínu
— enn fremur þegar um er að ræða töku moskunnar miklu — þrátt fyrir að Kho-
meini a jatollah hafi skyndilega komið múhameðskri ofsatrú í sviðsljósið.
Engin pólitísk
þýðing
Eða kannski einmitt þess
vegna. Khaled konungur og
konungsættin sem öllu ræður i
landinu vill fyrir hvern muna
koma i veg fyrir hugleiðingar
um það hvort hætta sé á þvi að
byltingarsinnuð múhameðstrú
Khomeinis breiðist til Saudi-
Arabiu. bvi voru árásarmenn-
irnir sem tóku moskuna stimpl-
aðir flokkur trúvillinga i hinum
fáu opinberu fréttatilkynning-
um frá stjórninni og látið að þvi
liggja að aðgerðir þeirra hefðu
enga pólitiska þýðingu eða
markmið. Jafnmikil áhersla
var lögð á það að flestir árásar-
mannanna væru Saudi-Arabar
og aðeins „örfáir útlendingar.”
Hverjir þeir voru og fyrir hvað
þeir voru fulltrúar verður e.t.v.
aldrei vitað með fullri vissu.
Varla er vafi á þvi að hin blóð-
uga árás á Mekka hafi verið
sem vandarhögg i andlit kon-
ungsfjölskyldunnar i Riyadh.
Og ekki aðeins vegna þess að
eftirmenn Ibn Sauds telja sig
sérstaka verndara helgidóms-
ins og hafa þvi orðið fyrir mikl-
um álitshnekki, — heldur ekki
siður vegna þess að atburðurinn
sýndi að innanlandsöryggi
Saudi-Arabiu er ekki jafnmikið
og af hefur verið látið. Þetta
gerist aðeins 10 mánuðum eftir
valdatöku Khomeinis i íran en
það kom valdamönnum i Riy-
adh mjög á óvart og var tæpast
þeirra æðsta ósk. Hvað gerist ef
konungsfjölskyldunni i Saudi-
Arabiu verður velt úr valdastól-
um? Þessi spurning er hrein
martröð ráðamanna á Vestur-
löndum. Ekki einasta eru
Bandarikjavinirnir i Riyadh
mestu oliuútflytjendur heims
heldur eiga þeir einnig mestu
oliulindir veraldar.
Eina ríkið byggt á
íslamskum lögum
Vissulega er mikill munur á
keisaranum fyrrverandi og kon-
ungsfjölskyldunni i Saudi-Ara-
biu. I Saudi-Arabiu, rétt einsog i
Iran á dögum keisarans, er oliu-
auðurinn notaður til að færa
landið markvisst til nútimans,
en án þess að hinar djúpu rætur
Islams, múhameðstrúarinnar,
séu höggnar af. Löngu áður en
Khomeini ajatollah tók völdin i
Iran voru stjórnarskrá og lög
Saudi-Arabiu algerlega byggð á
lögum Kóransins, og var eitt um
það rikja heims. Einsog forver-
ar hans er Khaled konungur
tákn hreinræktaðrar múham-
eðstrúar i sinni ihaldsömustu
mynd — bæði hvað varðar trú-
mál og lifsmáta. Hin ströngu lög
Kóransins með opinberum refs-
ingum og miklum trúarkröfum
eru einu lög Saudi-Arabiu. Kon-
ungsfjölskyldan hefur — ólikt
keisaranum i Iran — gætt sin vel
á þvi að snúa ekki prestastétt-
inni gegn sér. Þvert á móti hef-
ur Khaled lagt áherslu á að
múllarnir, eða æðstuprestarnir,
séu ætið með i ráðum um mikil-
vægar ákvarðanir.
En svo gætu málin artað sig
að allt þetta verði ekki nóg til
varnar „irönsku hættunni”.
Konungsfjölskyldan hefur varið
miljörðum dollara til þess að
efla framgang Islams i ýmsum
heimshlutum. Liklegra væri nú
að hún verði þessum miljörðum
sinum til að losna viö hina is-
lömsku stjórn Khomeinis. Langt
er siðan andstaðan við ajatoll-
ann hætti að vera eingöngu guð-
fræðilegs eölis — Khomeini til-
heyrir sem kunnugt er sjitum en
Saudi-Arabar teljast til súnita.
Andstaðan stafar nú fyrst og
Khaled konungur Saudi-Arabiu (til hægri) sést hér ásamt forvera
sinum, Faisal konungi, en hann var myrtur fyrir fjórum árum af
geðbiluðum ættingja.
Olíuauöæfin eru að breyta Saudi-Arabiu úr eyðimerkurlandi i nú-
timariki. En ekki er hreyft viö rótum múhameðstrúarinnar.
fremst af þvi af hversu árásar-
gjarn Khomeini er, hann reynir
að flytja byltingu sina út til ann-
arra landa og vekja eldmóð meö
öllum múhameðstrúarmönnum
til stuðnings málstað sinum.
Ahrif hans eru bein ógnun við
litlu en auðugu oliuriki við
Persaflóa sem eru bandamenn
Saudi-Arabiu.
Útlendir verkamenn
eru mesta hættan
Enn mikilvægara er það að
Khomeini kveður byltingu sina
þjóðfélagslega ekki siður en trú-
arlega, heilagt strið gegn fé-
lagslegu misrétti og misskipt-
ingu auðsins. Þetta atriði vekur
konungsfjölskyldunni i Saudi-
Arabiu — óumdeilanlega rik-
ustu fjölskyldu heims — ugg þvi
áhrif púritanans og ofsatrúar-
mannsins frá Qom stafa ekki
sist frá áherslu hans á þetta.
Það eru ekki hinir eiginlegu i-
búar landsins kringum 5 millj-
ónir, sem eru mesta ógnunin, en
þær eru 600 þúsund eyðimerkur-
hirðingjar, bedúinar. Oliuauð-
urinn hefur leitt til svokallaöra
„mildra gjafa” konungsfjöl-
skyldunnar, bæði i formi pen-
ingaaðstoðar og félagslegrar
þjónustu, þar njóta 2 milljónir
farandverkamanna (flestir
þeirra frá öðrum Arabalöndum)
næstum sömu réttinda og inn-
fæddir.
Mesta ástæðu hafa Ieiðtog-
arnir i Riyadh, þó til að hafa
auga með minnihlutahópi i
landinu, þar sem eru sjitar sem
Khomeini telst til. Enn alvar-
iegra en það er sú staðreynd að
flestir sjitanna búa i austur-
hluta landsins en þar eru mest-
ar oliuauðlindir og eru sjitar
meirihluti verkamanna viö
vinnsluna. Tvisvar sinnum —
1953 og 1956 — brutust út óeiröir
meðal oliuverkamannanna en
allur órói var i bæði skiptin
bældur niður með haröri hendi.
Prinsarnir fara
meö öll völd
Sér til styrktar gegn ógnunum
innanlands og utan hefur kon-
ungsf jölskyldan 70 þúsund
manna fastaher, vel búinn
bandariskum vopnum.
Styrkasta stoð hennar er þó
hið svokallaða Þjóövarðliö, i þvi
eru 35 þúsund menn, flest ungir
menn, af kynstofni bedúiana
sem ætið hafa stutt konungsfjöl-
skylduna. Umfram allt verða
leiðtogar Saudi-Arabiu að
treysta á innri samheldni sina.
Khaled konungur og 30-40 prins-
ar mynda æðstu stjórn landsins
og ráða öllum mikilvægustu
embættum. I Saudi-Arabiu,
oliustórveldinu sem hefur orku-
öflun Vesturlanda að miklu leyti
i hendi sér, er ekkert þing, engir
stjórnmálaflokkar og engin
stjórnarandstaða.
Hver vni
hjálpa bðrnum
I Kampútseu?
- Jóiakort Barnahjálpar komln á markao
Jólakort Barnahjálpar Samein-
uðu þjóðanna eru nú komin á
markaðinn. Eru þau skreytt
myndum eftir fræga listamenn
frá ýmsum löndum og vel vandað
til þeirra.
Myndin á einu af jólakortum
Barnahjálpin stefnir nú að þvi
að gera hlut kortasölunnar enn
meiri i tekjuöflun sinni, en korta-
salan hefur undanfarin ár verið
um 8—9% af veltu Barnahjálpar-
innar.
Fjárþörf Barnahjálparinnar er
nú geysimikil og verkefni ótæm-
andi. Hefur hún gert stórátak i
hinum striðshrjáðu löndum SA-
Asiu og þá ekki sist i Kampútseu.
Verður fjármunum er inn koma
fyrir kortasöluna varið til að
hjálpa nauðstöddum börnum þar
um slóðir.
Kvenstúdentafélag Islands sér
um dreifingu kortanna. Eru þau
seld i helstu bókabúðum landsins,
auk þess sem þau fást hjá
félaginu og UNICEF á íslandi,
Stóragerði 30. Upplýsingar eru
veittar i simum 34269 og 26740.
Rannsóknir á
dulsálarfræðl
Vikurútgáfan hefur gefið út
bókina Himinn, jörð og hugur
manns eftir Peter Andreas og
Gordon Adams. Þýðandi er ólaf-
ur H. Einarsson.
I stuttu máli bregða höfundar
upp lýsingu á rannsóknum dular-
sálfræðilegra fyrirbæra og gera
siðan grein fyrir þekkingu nútim-
ans á einstökum þáttum þeirra til
dæmis hugsanaflutningi, skyggni
og spádómsgáfu.
Frá Agúst-
fnusi heiga
til Jean-
Paul sartre
Vikurútgáfan hefur sent frá sér
bókina Heimspekingar Vestur-
landa eftir Gunnar Dal.
Bókin greinir frá vestrænum
heimspekingum og kenningum
þeirra, alls tuttugu og fimm að
tölu, frá Agústinusi helga til Jean-
Paul Sartre. Þá aðskilur sextán
hundruð ára reginhaf umbrota og
aldarhvarfa i andlegu lifi hinnar
vestrænu menningarheildar.
Heimspekingar Vesturlanda er
þriðja bókin i flokki bóka um
þessi efni eftir Gunnar Dal. Aður
hafa komið Indversk heimspeki
og Griskir heimspekingar.
GunnarDaí