Vísir - 08.01.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 08.01.1980, Blaðsíða 11
VISIR Þriðjudagurinn 8. janúar 1980. SKattafrumvarplð ellt fyrsla mál Dingsins: SLEPPA LAUNÞEGAR VIG SKATTINN 1. FEBRÚAR? //Það þarf að afgreiða frumvarpið um tekju- skatt og eignaskatt fyrir miðjan mánuðinn. Að öðrum kosti verður ekki hægt að innheimta skatt- ana um næstu mánaða- mót"/ sagði Sighvatur Björgvinsson fjármála- ráðherra í samtali við Vísi. I lögum þeim, sem tóku gildi nú um áramótin, eru hvergi ákvæöi um innheimtu beinna skatta. Fyrir jólin var lagt fram á Alþingi frumvarp, þar sem nokkrar breytingar voru geröar á nýju lögunum og voru þar á meðal ákvæði um innheimtuað- ferðir. Samkomulag náöist ekki i þinginu fyrir frumvarpinu. Sið- an hefur verið farið yfir það, að sögn Sighvats, en aðeins hafa komið fram óverulegar breyt- ingatillögur. Auk þessa frumvarps sagði I Sighvatur að mest lægi á að I framlengja lög um tvö skatta- I mál, skatta af verslunar- og I skrifstofuhúsnæði og sjúkra- W tryggingagjald. —SJ Er réttur eiganda tyrir borð borinn? Alhugasemd vegna ranglærslu lelgj- anda IbúðarbúsnæOls I Vfsl 4. |an Föstudaginn 4. janúar birtist i Visi athugasemd við frétt þar sem sagt var frá þvi að leig jandi ibúðar hafi ógnað fulltnía eig- andans með hnifi. Aö minum dómi er i þessari athugasemd ekki með rétt mál farið nema að nokkru leyti og finnst mér þvi nauðsynlegt að skýra mitt sjón- armið I þessu máli. En fyrst tel ég nauðsynlegt að aödragandi að þessum átökum komi fram. A Frakkastig 20 er ibúð sem tengdamóðir min á, hefur hún haft þann sið undanfarin ár aö leigja barnabörnum sinum hana. í byrjun sumars varö Ibúðin laus, og þá ákveðið að dóttir min og tengdasonur fengi hana frá 1/11 ’79. Vegna þessa, var ég beöinn að skipta um glugga og gler, gera viö þak og fleira sem tilheyrir húsum. Sið- ast i júni báöu kunningjar min- ir, hjón utan af landi, mig að láta sig vita, ef ég vissi af ibúð fyrir dóttur sina sem bjó I einu herbergi með sambýlismanni sinum Donald Peter og barni. Ég leigði stúlkunni ibúðina i byrjun júli til loka októbers sem var sá timi sem ibúöin var laus. Eftirfarandi samningur var geröur: Undirrituð gera með sér svo- nefndan leigusamning: Ég... I samningi þessum nefndur leigusali, leigi hér meö....sem i samningi þessum nefnist leigutaki, húsnæði i hús- inu nr. 20 við Frakkastíg og skal leigutiminn hefjast 5. dag júll- mánaðar 1979 og vera lokið 31. dag oktdbermánaðar 1979, án uppsagnar. Undir lok nóvember bað stúlkan um frest en þar sem dóttir min var á götunni eftir 1/11 var það ekki hægt. Sagði hún þá aö sér kæmu ekki við annarra vandræöi og mundi hún ekki fara úr ibúðinni þar sem ný lög um húsaleigu væru komin I gildi sem gerðu henni kleift aö hundsa þann samning sem hún hafði gert við fulltrúa ibúðar- eiganda. Þessi nýju lög tóku gildi um miðjan júnimánuð, en samningurinn varundirritaður I byrjun júli. Var eiganda ibúðar- innar ókunnugt um efni lag- anna. Vitnaði stúlkan til þess- ara laga þegar að þeim tima kom aö hún og sambýlismáður hennar ættu að fara úr fbUðinni. Égbauð stúlkunni að geyma dót þeirra allt og enn fremur buðu foreldrar hennar þeim herbergi hjá sér, en hún neitaði þvi.Ég reyndi þá útburð en þvi var hafn aðog var mér sagt að þau gætu veriö i ibúðinni til 1/6 ’80. Að svo komnu máli tók dóttir min aöra ibúö á leigu en ég ákvaö aö hef j- ast handa með þær viðgerðir sem fram áttu að fara á ibúð- inni. í framhaldi af þvi ók ég timbri i vinnupalla i bakgarö hússins en varð þá fyrir áreitni Donalds.semkommeð látum Ut úr húsinu og kvaöst skyldi sýna mér að engar viðgerðir yrðu leyfðar á ibúðinni. Atti hann aðallega við gluggaviðgerðir og annað er valda myndi honum óþægindum. Fimmtudaginn milli jóla og nýárs kom ég svo ásamt 2 öðr- um mönnum sem fulltrUi íbUð- areiganda til þess að fá að lita á ibúðina og taka mál af gluggum en jafnframt að láta vita hvenær við gætum byrjað fram- kvæmdir. Til dyra kom Donald og þegar ég spuröi eftir leigu- taka spurði hann hvað ég vildi henni en honum var sagt það og fengum við þá að koma inn i ganginn og svo i litiö hol þar inn af. Þá sá ég að allar hurðir voru horfnar Ur ibúðinni og spurði hvað orðiö hefði af þeim. Skipti þá engum togum aö okkur var skipaðUt. Égspuröi þá hvort viö fengjum ekki að taka mál af gluggunum. Hratt hann mér þá fruntalega en ég var nær dottinn um barnið sem kom úr eldhús- inu. Ég reyndi aö forðast meiðsli af hans hálfu þvi hann var viti sinu fjær. Félögum minum tókst svo að losa okkur úr átökum þessum og ákvað ég að fara þegar úr ibúðinni. Varðandi athugasemd Donalds Peters i VIsi 4. janúar þar sem hann segir frá þessum sama atburði vil ég taka fram eftirfarandi: Éghindraöi aldrei sambýliskonu hans i aö fara Ur ibúðinni né kom ég við hana. Barnið varð aldrei fyrir okkur og ég hreyfði ekki við þvi. Hins vegar ætlaði ég að forða þvi frá en náði aldrei til þess vegna þess að Donald Peter réöst aö mér. Við Peter tókumst á eftir þettaen tveir fylgdarmenn mín- ir skökkuðu leikinn. Það er ekki réttaðannarþeirrahafiráöist á Peter og siðan við allir þrlr. Þegar þessi staöa var komin upp ákváðum við að fara Ut Ur Ibúðinni. Hleypur Peter þá fram i eldhús og nær i hnif. Kemur hann siðaná eftirokkuren ég og annar fylgdarmanna minna forðuöum okkur út en einn verö- ur eftir inni i Ibúðinni. Hljóp hann fram hjá honum meö hnif- inn á lofti, þvi athygli hans beindist aö mér. Hleypur hann fram i dyrnar en við vorum þá búnir að forða okkur út og að- haföist hann þá ekkert meira. Að endingu vil ég taka fram að mér þykir réttur ibúðareig- anda vera orðinn harla litill og kemur þar tvennt til: 1 fyrsta lagi að samningur sem hann gerir við leigjanda skuli ekki gilda. Verður það að teljast galli á þessum nýju húsaleigulögum. I ööru lagi aö eigandi eða fulltrúar hans geta ekki nálgast ibúðina nema eiga yfir höfði sér ofbeldi af hálfu leigjanda. Á mál þetta verður nú látið reyna fyrir lögum. Vonandi vernda þau borgarana fyrir of- beldi sem þessu. Albert Jensen Það er hægt ao vinna 5 milljónir og iveir fá mi mánaðarlega. En í Jiappdrætti SÍBS er megináhers notadrjúga vinninga til margra. Fjóí’ði hver miði fær viniiing. Og ávinnitigsins af starfi SÍBS ijóta allir Þrír eftirsóttir bílar dregnir út / 0 / ^ / i jum VORUHAPPDRÆTTI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.