Vísir - 12.01.1980, Blaðsíða 2
Laugardagurinn 12. janúar 1980.
* .> f T '
2
,,Ekki
erfitt
ad vera
Þá eru þeir tilbúnir télagarnir, amr prir.
hægri hönd
bankastjórans”
„Nei, nei, þaö er ekkert erfitt að vera hægri hönd
bankastjóra," segir Marteinn Þórhallsson, 13 ára,
sem í þess orðs fyllstu merkingu er einmitt hægri
hönd bankastjóra.
Sá bankastjóri stýrir vinsælasta banka landsins.
Banka, sem menn eru jafnvel enn áfjáðari að
leggja inn í en taka út úr.
Þetta er Brandarabankinn, sem hef ur aðsetur sitt
i sjónvarpshúsinu við Laugaveg. Bankastjórinn er
vænsti karl, svolítið viðutan og þjáist af alls konar
kækjum, en er alla jafna léttur og kátur.
Hann hefur heldur ekki ástæðu til annars, því
hann hefur sér trausta bakjarla. Annar þeirra er
Þórhallur Sigurðsson, sem flestir þekkja betur und-
ir nafninu Laddi. Hann aðstoðar bankastjórann við
hreyfingar höfuðs og vinstri handar. 13 ára sonur
Ladda, Marteinn, lætur honum hins vegar í té hægri
höndina, eins og áður er getiö.
Góður vinur
„Mér líkar voðalega vel við
bankastjórann. Hann er góöur
vinur minn og ég horfi alltaf á
hann i sjónvarpinu,” segir
Laddi.
Og það er von að hann segi
þetta, þvi bankastjórinn getur
ekki sagt orð án samþykkis
Ladda, sem ljær honum rödd.
Auk þess ritskoðar Laddi allt,
„Annars er gifurlega mikið
lagt inn af bröndurum. „Þeir
skipta orðið þúsundum og inn-
leggin eru fleiri en það sem fer
út, þvi margir senda sömu
brandarana. Það er eins og öll-
um detti sömu brandararnir I
hug á sama tima.”
Tíska i bröndurum
Nú um skeið hefur brandara-
— segir
Marteinn
Þórhallsson,
13 ára hægri
hönd brand-
arabanka-
stjórans i
Stundinni
okkar
sem kemur i bankann og leggur bankinn ekkert lánað út af fila-
inn sjálfur, ef aðstreymi brand- bröndurum. Skyldu þeir vera
ara er ekki nægilegt. komnir úr tisku?
Fyrst þarf aö undirbúa hægri höndina, og svo þá vinstri. Hér
gildir þaö, aö hægri höndin veit ekki hvaö sú vinstri gjörir.
„Já, það er engu likara, ” ekki komið einn einasti. Eins er
segir Laddi. „Til að byrja með með orðaleiki og gátur. Þetta
rigndi þeim inn, en siðan hefur kemur allt i sveiflum.”
A sjónvarpsskerminum undir afgreiösluboröinu, geta aöstoö-
armenn bankastjórans fylgst meö öllu, sem gerist. Þá getur
hægri höndin tekiö tillit til þess, sem sú vinstri er aö gera — og
öfugt. Visismyndir: B.G.
Ritskoðarinn segist flokka
brandarana og reyna að hafa i
þá svipaðs eðlis i hverjum við-
talstima bankastjórans, en eins
og kunnugt er, hefur banka-
stjórinn viðtalstima einu sinni i
viku, á sunnudögum laust fyrir
klukkan 19.
„Ég hef mest gaman af
bröndurum, sem börn hafa búið
til,” segir Laddi. „Þeir eru svo
skemmtilega klikkaðir. En þvi
miður búa þau allt of litið til.
Flestir brandararnir eru auð-
• sjáanlega komnir frá fullorðn-
um, þótt börnin sjái um að
leggja þá inn.”
...eða þannig
Allir, sem einhver viðskipti
hafa við brandarabankann,
kannast við aö bankastjórinn
viðhefur alltaf viss orðatiltæki,
eða þannig. Laddi er spurður
hvernig maðurinn hafi vanið sig
á þetta.
„Ég er sjálfur með þennan
kæk, eða þannig,” segir hann.
„En bankastjórinn gerir meira
úr honum en ég. Þetta er eigin-
lega orðið hans eigið vörumerki,
eða þannig.”
Og það er ekki laust viö, að
fleiri hafi tekið þetta upp eftir
bankastjóranum. Að minnsta
kosti virðist undirrituðum
blaðamanni Visis, sem heim-
sótti þá félaga i brandarabank-
anum, að þetta sé farið að heyr-
ast æ viðar, — eða þannig sko.
—SJ