Vísir - 12.01.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 12.01.1980, Blaðsíða 8
vtsm Laugardagurinn 12. janúar 1980. á f *•+»*! 8 Ritstjbrnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson, Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Utgefandi: Reykjaprent h/f Ljósmyndir: Gunnar V. André'sson. Jens Alexandersscn. Framkvæmdastjóri: DaviðGuðmundsson utlit og hónnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnus Olafsson. Ritstjorar: Olafur Ragnarsson - Hörður Einarsson Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglysingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.500 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu 230 kr. eintakið. Prentun Blaðaprent h/f KRATAP0T OG ÞJODSTJORNARÞREIFINGAR A meöan þjóöin blöur óþolinmóö eftir alvörurfkisstjórn heldur Geir Hallgrimsson á- fram óformlegum þreifingum um þjóöstjórn, en bráöabirgöastjórn krata keppist viö aö pota pólitfskum gæöingum sinum i embætti i ráöuneytum og stofnunum rikisins. Mikillar óþolinmæði er nú farið að gæta meðal fólks vegna þess þófs, sem orðið er varðandi myndun starfhæfrar ríkisstjórn- ar í landinu. Nokkuð er nú liðið á annan mánuð frá því að vetrarkosning- arnar til Alþingis fóru fram, en þrátt fyrir það bólar ekkert á nýrri ríkisstjórn, sem þarf að njóta meirihlutafylgis á Alþingi. Alþingi er jafnframt án meiri- hluta og því vandkvæðum bundið að koma málum gegnum þingið, enda nota þingmenn þann vett- vang fremur til þess að auglýsa sig og tala utan dagskrár um dægurmál en til þess að vinna í alvöru að þjóðþrifamálum. Alþýðuflokksmennirnir, sem i haust sprengdu vinstri stjórnina, að sögn vegna þess, að þeir vildu ekki sitja í ráðherrastólunum ef þeir fengju ekki málum sínum framgengt, náðu með því bragði undir sig helmingi fleiri ráð- herrastólum, en flokkurinn hafði i vinstri stjórninni. Síðan hafa þessir herrar setið sem fastast í eina þrjá mánuði. En það fór eins og marga grun- aði, að annað hljóð er komið í strokkinn en var á meðan krat- arnir voru að gylla sig og stef nu- mál sín fyrir kjósendum. Hið svonefnda ,,nýja andlit" Alþýðu- flokksins er orðið • hrukkótt og geislabaugurinn, sem sumir framámanna flokksins höfðu sjálfir sett á höfuð sér hefur smátt og smátt molnað niður. Einn þeirra sem eiga lítið eftir af sínum geislabaug er dómsmála- ráðherrann, Vilmundur Gylfa- son, sem nýlega bjó til embætti í ráðuneyti sinu fyrir fallkandidat úr flokknum. Slík embættisveit- ing hefði þótt tilefni til hat- rammra árása á viðkomandi ráðherra í svo sem einni kjall- aragrein í þá tið er núverandi ráðherra geystist um ritvöllinn dulbúinn sem rannsóknarblaða- maður. En dæmið úr dómsmálaráðu- neytinu er aðeins eitt af mörgum um það, hvernig kratarnir heilögu hafa keppst við að koma gæðingum flokksins fyrir innan kerfisins að undanförnu í ráðu- neytum og stofnunum rikisins. I þeim efnum hef ur svonefnd and- litslyfting ekki dugað til að breyta hugsunarhættinum. Þeir eru enn við sama heygarðshornið og í fyrri ríkisstjórnum varðandi pólitískar embættaveitingar og gæðingapot. En það er allt útlit fyrir að þeir fái að verma ráðherrastólana enn um sinn. Steingrimur Hermannsson gafst upp við myndun óska- stjórnar sinnar með Alþýðuf lokki og Alþýðubandalagi eftir hálfan mánuð, og nú er Geir Hallgríms- son búinn að vera enn lengur að kanna, hvort hann eigi að boða til formlegra viðræðna með mynd- un þjóðstjórnar fyrir augum. Yfirlýsingar formanna hinna flokkanna þriggja, sem hann hefur verið að ræða við benda til að þeir séu orðnir þreyttir á að tala saman svona óformlega um ýmis konar pappírsgögn, sem ekki má nefna tillögur og enginn kannast við að hafa samið. Allir flokksformennirnir munu hittast í dag til enn einna „ó- formlegra könnunarviðræðna" og hljóta þeir þá að geta komist að niðurstöðu um það, hvort á- stæða sé til að byrja alvöru- stjórnarmyndunarviðræður eða réttséað hætta þessum þreifing- um um þjóðstjórn. Það er varla til of mikils mælst, að Geir geri þetta upp við sig, áður en þrjár vikur eru liðnar frá því að hann tók við stjórnar- myndunarumboðinu frá forseta Islands. helgarpistill Aöalheiöur Bjarnfreös- dóttir skrifar Nú eru blessuö iólin liöin og mörg buddan tóm i tilefni þeirra. Mér sýndist þó minna bera á því óhóflega kaupæöi, sem einkennthefursiöustu daga desember en venjulega. Kannske er þetta óskhyggja mín, þvi svo sannarlega hefur mér fundist prjáliö og óhófiö eiga illa viö um jólin. Engin skilji orö min svo aö ég sé á móti jólahaldi, innst inni hlakka ég alltaf til jólanna og nýt þess, aö gefa ástvinum min- um jólagjafir. Nú, en fleira gengur út i öfgar en jólagjafir. — Að hátiðum loknum Ekkert yröi ég hissa þó sum blessuö börnin væru farin aö taka jólasveina fyrir lærisveina, og ég er alveg viss um aö mun fleiri þeirra þekkja nöfn á jóla- sveinunum betur en lærisvein- um Krists. Jólahátiöina hélt ég að þessu sinni hjá börnum og barnabörn- um i sveitinni. Þaö voru indæl, friösæl jól öll jöröin þakin hvit- um snjó, og mikil var fegurö himins og jarðar á jólanótt. Égvakti fram undir morgun, viö aö lesa bókina Undir kal- stjörnu, bók, sem ég á eftir aö lesa oft og allir ættu aö lesa. Siðustu daga barnaársins fór égaðreyna aö gera úttekt á þvi. Þaö, sem mér var verulega minnisstætt, var dagurinn þegar börnin önnuöust útvarpið. Þaö tók öllum útvarpsdögum fram. Aramótin voruafarróleghér i kringum mig. Sjálfsagt eru flugeldar og allt slikt óþarfi, en ég myndi sakna þeirra ef þeir hyrfu. Aramótaskaupið fannst mér óvenju gott. Skyldu ekki sumir leiötogar hafa roðnaö aggalitiö, þegar blessuð börnin fjögur komu og fluttu utanað læröa þulu um forgang þeirra lægst launuöu, aldraöra og sjúkra? Þetta var nú þaö, sem allir stjórnmálamennirnir lofuöu i kosningabaráttunni, og ef sú umhyggja réöi gerðum þeirra, væri auövelt aö mynda þjóö- stjórn. I einum helgarpistli minntist ég á hverfasamtök til stuðnings öldruöu fólki. Ekki veit ég hvort fleiri hafa hugsað um þetta og mig langaraö útfæra hugmynd- ina betur. Þrátt fyrir allt annriki er til fólk, sem hefur fritima og vill gjarna láta gott af sér leiöa. Sumt af þvi hefur ekki beint áhuga fyrir félagsstörfum, eöa hefur ekki fundiö félag við sitt hæfi. Ef þetta fólk næöi saman og bæri saman bækur sinar, uppörvaöihvertannaö, er ég viss um að það finndi sér verkefni við sitt hæfi. Þetta á aö vera sjálfboðaliðastarf. Margt eldra fólk þráir sárlega, aö einhver skiptí sér af þvi, ekki vegna at- vinnu eöa peninga, heldur af góðvildog ánægju af aö kynnast þvi. Félagssamtök gætu svo lánaðhópunum ókeypis húsnæöi til að hittast og oröiö þannig aö liöi. Okkur varöar öll um gamla fólkiö. Samvistir viö þaö gefa meira en marga grunar aö óreyndu. t öllum eldri hverfum borgarinnar býr eldra fólk, sem liður fyrir einangrun sina og þar býr einnig ágætt fólk yngra aö árum, sem á tima aflögu. Einhverjir þurfa aö byrja i einhverju hverfi. Þvi fyrr, þvi betra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.