Vísir - 12.01.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 12.01.1980, Blaðsíða 31
VÍSIR Laugardagurinn 12. janúar 1980 .Hðfum ekki Dolmagn tii að halda 99 elnvigið - segir forseti Skáksambandsins um einvfgi Snasskýs og Portisch ..Skáksambandiö hefur ekki rætt þann möguleika aö halda einvigi Spasskys og Portisch hér á landi og ég tel ekki aö viö höfum bolmagn til þess”, sagöi Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands íslands, en Friörik ólafsson, forseti FIDE, leitar nú aö aöila, sem vill sjá um framkvæmd einvigisins. „Reykjavikurskákmótið, sem við höldum i samvinnu við Tafl- félag Reykjavikur, verður haldið á svipuðum tima og einvigið á að fara fram og Skáksambandið get- ur ekki sinnt tveimur svo stórum verkefnum á sama tima”. Þess má geta, að verölaun fyrir þetta einvigi eiga að vera tuttugu þúsund svissneskir frankar, eða um fimm milljónir islenskar. ,,Ef okkur tekst sæmilega til með Reykjavikurmótið, þá hefði ég mikinn áhuga á að Skáksam- bandið tæki að sér einvigi i und- anúrslitum, sérstaklega einvigi Kortsnojs og Tal, ef þeir vinna báðir sina andstæöinga núna. En ef einhver aðili hér innan- lands vill standa fyrir einvigi Spasskys og Portisch, þá er ekk- ert útilokað að Skáksambandið hafi þar einhverja milligöngu”, sagði Einar. Friðrik Ólafsson sagðist i sam- tali við Visi i morgun ekki hafa haft samband við neinn aðila enn- þá og vildi sem minnst um málið segja á þessu stigi. Er Visir spurði hann, hvort annar aðili hérlendis en Skáksambandið kæmi til greina, svaraði hann: „Það er aldrei að vita, þaö get- ur ýmislegt komið upp.” Þá sagði Friðrik, að hann leit- aði viðar fyrir sér en á Islandi þó óneitanlega yrði skemmtilegt að halda einvigið hér. Júgóslavia kæmi til dæmis vel til greina. —ATA Fyrirsögnin á frétt Visis I gær. Ætla að borga flugiö sjálflr „Þennan reikning greiðum við sjálfir persónu- lega”, sagði Tómas Árnason, alþingismaður, við Visi i gærkvöldi. Tilefnið var frétt Visis i gær um reikning fyr- ir leiguflug, sem Alþingi hafði neitað að greiða. Visir ræddi einnig við Helga Seljan, alþingismann, en hann og Tómas fóru i umrædd leiguflug i siðustu kosningabaráttu. Helgi sagði, að umræddan dag hefðu þeir Tómas tekið áætlunarflug- vélina frá Reykjavik til Egils- staða. Til þess að ná fundi á Bakkafirði, sem var sama dag, hefðu þeir siðan tekiö á leigu flug- vél frá Egilsstöðum til Vopna- fjarðar, og það er reikningurinn fyrir það flug sem skrifstofustjóri Alþingis vildi ekki greiða. Alþingismenn fá greiddar ferð- ir á áfangastað i kjördæmi sin, og auk þess sérstakan styrk til ferða innan kjördæmisins en sá styrk- ur nam hálfri milljón i fyrra. Helgi sagðist telja, að hér væri ekki um ferðalag innan kjör- dæmisins að. ræða, heldur beint flug frá Reýkjavik og á áfanga- stað, Vopnafjörð, og ætti þvi heildarfargjaldið að greiðast af Alþingi beint að sinu áliti. Þeim hefði hins vegar orðið á sú skyssa að senda reikning fyrir leiguflug- ið þó nokkru seinna en reikninsinn fyrir áætlunarflug- ið og hefði skrifstofustjóri Al- þingis séð þann reikning en ekki greitt. Helgi sagði, að þeir ættu enn ógreiddan ferðakostnað innan kjördæma, sem þeir eigi að fá hálfsárslega, og myndu þeir þvi annað hvort greiða þessa upphæð meö þeim peningum, sem þeir ættu inni hjá Alþingi, eða þá úr eigin vasa. Það kæmi i sama stað niður. Helgi sagði, að flugið frá Egils- stöðum til Vopnafjaröar heföi kostað 90 þúsund, en allt flugið frá Reykjavik 113 þúsund. „Stjórn Flugleiða samþykkti á fundi i gær heimild til þess að leigja DC-10 þotu félagsins i næstu tvö ár”, sagði Sveinn Sæ- mundsson, blaðafulltrúi Flug- leiða i samtali við Visi. „Samningar standa nú yfir við flugfélagið Air Florida, sem er bandariskt flugfélag.” — Verður flugvélin leigð án áhafnar? „Já, enda mjög fátitt að svo langar leigur séu með áhöfn- um”. _-/VTA Tia Flugleiöa — leigö til Flórida. Visismynd: BG „TIAN’LEIGÐ TIL FLÚRÍDA Ekkl dellt á Heiibrigðis- eftlrllllð - helflur silórnvöld „Til að fyrirbyggja misskiln- ing, vil ég taka það fram, að með ummælum minum i Visi i gær var ég ekki að deila á Heilbrigðiseft- irlitið, heldur stjórnvöld,” sagði Guðlaugur Hannesson, forstöðu- maður Matvælarannsókna rikis- ins. 1 frétt Visis i gær var greint frá þvi að Heilbrigðiseftirlit Reykja- vikur hefði gefiö Matvælarann- sóknum frest til 1. mars til að koma aðstöðu stofnunarinnar i viðunandi horf. Guðlaugur kvað þetta ankanna- legt og átti þá við að stofnun, sem eigi að vinna að rannsóknum fyrir heilbrigðisnefndir, skuli ekki hafa betri aðbúnað en svo, að hóta þurfi henni lokun. —SJ Skemmtun fyrir aldraða Kvenfélag Háteigskirkju held- ur skemmtun fyrir aldraða i Há- teigssókn sunnudaginn 13. janúar kl. 15 og verður hún i Domus Medica. Að venju verður margt til skemmtunar: Þorsteinn 0. Stephensen leikari les upp, Skag- firska söngsveitin undir stjórn frú Snæbjargar Snæbjarnardóttur syngur, frú Emma Hansen flytur eigin ljóð og einnig verður al- mennur söngur. ÓTELJANDI MÖGULEIKAR ELDHÚSA Vantar þig eldhúsinnréttingu? Hefor þú athugað að nú er hagkvæmasti timinn til að panta eldhúsinnréttingu. Verðið lægst og kjörin best. Komið, sjáið sýnishorn á staðnum. Látið teikna og gera föst verðtilboð ykkur að kostnaðarlausu. Athugið—Þegar pöntun er staðfest, stendur verðið. Raunhæf verðtrygging í verð- bólgunni. Húsgagnavinnustofa.Smiðjuvegi 44 Kópavogi Simi 71100 * J . 1 i ii " r - V— ► i i *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.