Vísir - 12.01.1980, Síða 6
vtsm
Laugardagurinn 12. janúar 1980.
Hver verður næsti forseti íslands
Margir eru kallaöir
Fátt hefur vakiö meiri umræður manna á meöal aö undanförnu en
væntanlegar forsetakosningar i sumar. Allt frá þvi aö forseti
tslands, dr. Kristján Eldjárn, lýsti þvi yfir I áramótaávarpi sinu, aö
hann gæfi ekki kost á sér, hafa fjölmargir menn — og konur — veriö
nefndir sem hugsanleg forsetaefni.
Flestir þeirra, sem fjölmiölar hafa spurt beint um framboösmál-
in, hafa gefiö loöin svör. Fáir hafa neitaö þvi alfariö aö þeir heföu
hug á framboöi, og enn færri hafa viðurkennt aö svo sé.
Núna er aðeins vitaö um þrjá menn, sem mjög liklega munu gefa
kost á sér. Þeir eru: Albert Guömundsson, alþingismaöur og
borgarfulltrúi, m.m., sem hefur lýst þvi ákveöiö yfir, Guöiaugur
Þorvaidsson, sáttasemjari rikisins og Pétur Thorsteinsson, am-
bassador.
Auk þeirra hafa eftirtaldir menn þráfaldlega veriö nefndir sem
hugsanlegir frambjóöendur: Gylfi Þ. Gislason, fv. ráöherra, Ar-
mann Snævarr, hæstaréttardómari, Ólafur Jóhannesson, fv. ráö-
herra.
Og loks hefur veriö minnst á Hans G. Andersen, sendiherra,
Tryggva Gislason, skólameistara, Andrés Björnsson, útvarpsstjóra
og Hjalta Þórarinsson, lækni, svo nokkrir séu nefndir I þessu sam-
bandi.
Aöeins Gylfi Þ. Gislason hefur ákveöiö lýst þvi yfir, aö hann gæfi
ekki kost á sér. Og aöeins Albert Guömundsson hefur sagt aö hann
ætlaði I framboö.
Hins vegar hafa þeir Guölaugur Þorvaldsson og Pétur Thor-
steinsson frekar tekiö framboöi liklega/'er taliö aö þeir muni vera
meö. Ólafur Jóhannesson hefur ekkert viljaö segja, en samkvæmt
ummælum náinna samstarfsmanna hans, er hann ekki talinn hafa
hug á embættinu.
Sömu kosti og Kristján
Eldjárn
Ýmsir fjölmiðlar hafa spurt
fólk á götunni um óskir þess
varðandi forsetaefni. Svörin
hafa verið nær samhljóða að þvi
leyti, að flestir óska eftir sömu
kostum i fari forsetaefnis og nú-
verandi forseti hefur til að bera.
Fá nöfn komu þó fram i þessum
viötölum og þá helst nöfn Al-
berts Guðmundssonar og Guö-
laugs Þorvaldssonar.
Samkvæmt viðtölunum er dr.
Kristján Eldjárn talinn hafa þá
kosti hels'ta að hafa látlausa, en
virðulega framkomu, að slá á
strengi þjóöareiningar og þjóö-
ernistilfinninga, að vera vel gef-
inn og vel máli farinn, að vera
hafinn yfir allan flokkadrátt.
Helstu æviatriði
Dr. Kristján Eldjárn var kjör-
inn forseti íslands fyrir nær 12
árum, sumarið 1968. Hann var
þá 51 árs. Næstu 20 ár á undan
gegndi hann starfi þjóðminja-
varðar, en við Þjóöminjasafnið
hafði hann starfað frá árinu
1945. Hann er fornleifafræðing-
ur að mennt, en lauk auk þess
MA prófi i islenskum fræðum
við Háskóla tslands. Hann hefur
verið i stjórn fjölmargra vis-
inda- og menningarfélaga og
ritað margar greinar og rit-
geröir um fornfræðileg efni.
Fortið frambjóðenda
Litum þá aðeins á fortið
væntanlegra frambjóöenda til
embættis forseta Islands.
Albert Guömundsson er 56
ára gamall. Hann stundaöi nám
við Samvinnuskólann og siðar
verslunarskóla i Glasgow. Eftir
að námi lauk gerðist hann at-
vinnumaður i knattspyrnu
næstu 10 árin i Bretlandi og
Frakklandi. Þegar heim kom,
starfaði hann sem stórkaup-
maður i Reykjavik. Hann tók
sæti i borgarstjórn árið 1970 og á
Alþingi 1974. Hann er ræðismað-
ur Frakklands. Hann hefur
fengið fjölda viðurkenninga sem
iþróttamaður og setið i stjórn
ýmissa félaga og fyrirtækja.
Guölaugur Þorvaldsson er 55
ára gamall. Hann er viðskipta-
fræðingur að mennt. Að námi
loknu kenndi hann i 11 ár við
Verslunarskóla Islands og frá
árinu 1956 við Háskóla Islands.
Prófessor varð hann árið 1960 og
háskólarektor 1973. A siðasta
ári tók hann við starfi sátta-
semjara rikisins. Hann hefur
unnið i ýnsum starfsnefndum
innan Stjórnarráðsins og verið
formaður ýmissa félaga.
Pétur Thorsteinssoner 62 ára
gamall. Hann lauk prófi i við-
skiptafræðum frá Háskóla
Islands og lögfræðiprófi frá
sama skóla þrem árum siðar.
Hann hefur verið starfsmaður
utanrikisþjónustu íslands frá
árinu 1944. Hann hefur gegnt
starfi deildarstjóra i utanrikis-
ráðuneytinu, sendiherra og sið-
í íréttaljósinu
Sigurveig
Jónsdóttir
blaðamaöur
ar ambassadors íslands viða
um lönd. Hann hefur verið
fastafulltrúi Islands hjá
Atlantshafsbandalaginu og
Efnahags- og framfarastofnun-
inni, verið fulltrúi Islands hjá
Sameinuðu þjóðunum og sinnt
ýmsum öðrum störfum fyrir
land sitt erlendis.
Armann Snævarr er 60 ára.
Hann lauk lagaprófi frá Háskóla
Islands og stundaði siðan fram-
haldsnám i Uppsölum, Osló og
Kaupmannahöfn. Hann varð
prófessor við Háskóla Islands
árið 1948 og háskólarektor 1960-
1973. Meðal fjölmargra félaga,
sem hann hefur setið i stjórn
fyrir er Félag Sameinuðu þjóð-
anna og einnig hefur hann verið
forseti Þjóðvinafélagsins. Hann
hefur ritað fjölda greina og
kennslubóka i grein sinni.
Margir kallaðir
Islendingar virðast sem sagt
eiga góðra kosta völ i næstu for-
setakosningum. Og enn er lang-
ur timi til stefnu, svo vel má
vera að fleiri menn verði kall-
aðir en hér hefur verið talið.
Hver þeirra hlýtur svo hnoss-
ið, skal engu spáð um. Aðeins
einn verður útvalinn og ef að
likum lætur verður kosninga-
baráttan hin fjörlegasta.
—SJ
GESTSAUGUM
b£TTA £R SKRÍTIÐ. AiLAR /ERNfiR I
GUNNflRSHOLTi ERU FRiRMAR AÐ B£RA
AMÐJAN VETUR-
Teiknarl: Krls JacKson