Vísir - 12.01.1980, Síða 29
VÍSIR
Laugardagurinn 12. janúar 1980.
r + # 1' * +■f *
r * * * * t ‘ 9 * 9
29
1970: Þröng siö tiska.
1971: Dagskipunin var stutt-
buxur.
1972: Pinupilsin.
1973: Maxitiskan og faldurinn 1974: Tiskan var eins og á
fór langt niöur fyrir hné. kreppuárunum.
Skautað
innínyja
tísku
Það veit enginn á hverju hann á von þegar tískan er
annars vegar. Það liggur við að dagskipanir komi f rá
London, New York og París um að stytta eða síkka
pilsfaldinn, víkka eða þrengja fötin.
Það er aldeilis ekkert grín að vera púkó og því
hlaupum við öll meira og minna eftir smekk tísku-
kónganna.
Þeir eru fljótir að skipta um skoðun, eins og sést á
myndunum sem fylgja hér með. Áratugurinn hefur
svo sannarlega verið tilbreytingaríkur á þessu sviði.
Það voru oft erf iðir vetur f yrir stúlkur hér uppi á ís-
landi, þegar mini tískan var upp á sitt besta 1971 og
72. Þær létu sig hafa það að skjálfa eins og hríslur í
pínupilsunum sínum.
Hagur þeirra vænkaðist aðeins árið eftir, en þá kom
maxí tiskan til sögunnar og pilsfaldurinn færðist vel
niður fyrir hnéð.
Síðan kom Gatsby tískan og allir skelltu sér aftur til
kreppuáranna þegar um fataval var að ræða.
Til að bæta upp fyrir klæðleysið fyrripart áratugs-
ins, þá komu tiskukóngarnir með þá hugmynd árið
1976, að nú ættu allir að dúða sig í hverja f líkina yf ir
aðra.
Á síðasta ári áttu allar stúlkur að vera sem herða-
breiðastar. Stórum púðum var dembt í axlir, kjóla,
kápa og jakka.
Nú skauta allir inn í nýjan áratug. Það er enginn
maður með mönnum, nema sá sem á hjólaskauta.
Hvað verður næst, veit enginn, ekki einu sinni tisku-
kóngarnir, þeir halda sig við dagskipanirnar.
— KP.
1980: Nú skautum viö inn i nýja tisku.
1975: Kvenfólk og karlmenn i
svipuöum fötum.
1978: Þá voru þaö gömlu sokk-
arnir hennar ömmu sem dugöu.
1979: Breiöar axlir, sögöu tisku-
kóngarnir.
1976: Nú var um aö gera aö dúöa
sig i margar flikur.
1977: Rómantikin blómstraöi.