Vísir - 12.01.1980, Side 32

Vísir - 12.01.1980, Side 32
Laugardagur 12. janúar 1980. súmnnerðóóll L0ki segir Geir Hallgrimsson hafði orö á þvi fyrir nokkru aö ekki væri hægt að mynda rikisstjórn i fjölmiölunum. Hann hefur nú sýnt, aö það er heldur ekki hægt aö mynda stjórn utan þeirra! Veðriö klukkan 18 I gær: Akureyri alskýjað 1, Bergen skýjaö -t-1, Helsinki þoku- móöa -^8, Kaupmannahöfn alskýjaö -t-l, Osló þokumóöa -^8, Reykjavik skýjaöO, Þórs- höfn skýjaö 6, Berlin léttskýj- aö -5-11, Chicagóheiöskirt -rl, Feneyjar heiöskirt 1, Frank- furt mistur -r-4, Nuk snjókoma r 10, London mist- ur 1, Luxembourg alskýjað -í-4, Mallorca mistur 9, Paris alskýjaö r 1, Róm alskýjaö 7, Malaga heiðskirt 13, Vin snjókoma +7. jsm ».p: Spásvæöi Veöurstofu tslands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiðafjörö- ur, 3. Vestfiröir, 4. Norður- land, 5. Noröausturland, 6. Austfiröir, 7. Suðausturland, 8. Suövesturland. Veðurhorfur helgarinnar Lægö er aö nálgast landiö og fer aö öllum likindum yfir landiö i dag. Þaö má þvi gera ráö fyrir aö það veröi hvasst af suð-austri og rigning um allt land, en gengur siöan i suö-vestan átt með skúrum. A morgun fer sennilega aö kólna, fyrst með vestlægri átt en síðar með norðlægri átt. Veðrið hér og par Pétur Pétursson, hárskeri, bendir á staöinn þar sem vaskurinn var. Það má glögglega sjá rörin og leiöslurnar, sem þjófurinn hefur þurft að aftengja. Visismynd:JA kjalarneshreppur: MIKIL ÚREHA 0G ODDVITINN HÆTTUR Oddviti Kjalarneshrepps, sem ráöinn var eftir siöustu sveitar- stjórnarkosningar er vinstri meirihluti var myndaöur, hefur hætt störfum. Mikil óreiöa var komin á rekstur hreppsins og hefur fyrrverandi oddviti veriö fenginn til aö taka stjórnina aö sér að tilhlutan allra hrepps- nefdarfulltrúa. Þessi oddvitaskipti munu hafa átt sér staö um áramótin en þá sýndist hreppurinn vera kominn i greiösluþrot vegna ó- gætilegrar meöferöar á sjóðum hans. Bjarni Þorvarðarson á Bakka sem var oddviti fyrir kosningar var þá fenginn til aö taka viö starfinu á nýjan leik og koma fjármálunum á réttan kjöl á nýjan leik. Eftir þvi sem Visir kemst næst þarf hreppurinn nií að fá umtalsvert fé að láni meðan greitt er úr flækjunni sem myndast hefur við óstjórn fyrr- verandi oddvita. —SG GYLFI FER EKKII F0RSETAFRAMR00 Gylfi Þ. Gislason sendi i gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann kvaðst ekki ætla að gefa kost á sér til forsetaframboös næsta sum- ar. Yfirlýsing hans er svohljóð- andi: „Þegar fregnir tóku að birtast um það fyrr i vetur að forseti ís- lands, dr. Kristján Eldjárn, hygðist ekki gefa kost á sér til framboðs á ný, og þó einkum eftir að hann lýsti þvi yfir i nýársávarpi sinu til þjóðarinn- ar, að svo yrði hafa margir fariö þess á leit við mig, að ég gæfi kost á mér til næsta forseta- kjörs. Þegar ég lét af þing- mennsku fyrir hálfu öðru ári, gerði ég opinberlega grein fyrir þvi hvaða störfum ég hefði hug á að sinna á næstu árum. Þau áform min eru óbreytt. Ég mun þvi ekki gefa kost á mér til for- setaframboðs á sumri kom- anda”. HUGMYNDIR UIM FISKVERDSÁKVÖRÐUN: VERBUR OLfURJALD TIL ÚTGERDAR FELLT NWUR? þess. „Við þær aðstæður sem nú eru i stjórn iandsmálanna þarf að sjálfsögðu að kynna þing- flokkunum þær tillögur sem fram koma i þessum efnum”, sagði Jón Sigurðsson en vildi ekkert segja um hvaða hug- myndir hafa verið reifaðar I nefndinni. PM „Um þetta vil ég^eðli málsins samkvæmt, ekkert segja”, sagöi Jón Sigurösson, formaður yfirnefndar verölagsráös sjávarútvegs- ins, þegar Visir bar undir hann fréttir þess efnis, að hann heföi i nefndinni sett fram hugmyndir um niöurfellingu oliugjalds og rök- stutt þær meö bættri afkomu útgeröarinnar. Yfirnefndin kom saman siödegis i gær, en engin ákvörð- un um fiskverð var tekin. Nefndarmenn gera sér þó vonir um að niðurstaða fáist i næstu viku, en fresturinn sem sjávar- útvegsráðherra veitti nefndinni rennur út þann 18. janúar. Að sögn Jóns er mjög erfitt að vinna að þessum málum við nú- verandi stjórnmálaástand og kemur þá einkum þrennt til. 1 fyrsta lagi falla lög um oliugjald niður nú um áramótin og taka þarf ákvörðun um hugsanlegt framhald þess. 1 öðru lagi þarf að taka ákvöröun um áfram- haldandi verðjöfnun milii fisk- tegunda og loks þarf að taka ákvörðun um hvort breyta skuli útfiutningsgjaldi eða ráðstöfun Útyrlrlelllnn Dlófur vaski stoiið af rakarastofu um háblarfan dagl „Þegar einn starfsmaöurinn fór fram á snyrtingu til aö þvo sér, þá var handlaugin horfin,” sagöi Sigurpáll Grimsson hjá Rakarastofunni Klapparstig. „Vaskurinn var þarna um morguninn, honum hefur þvi verið stoliö um hábjartan dag. Þaö hefur einhver fariö inn á gang meö rörtöng og skiptilykil, skrúfaö vaskinn frá og fariö meö hann út bakdýramegin. Hann tók einnig kranana, blöndunartækið og vatnslásinn. Sennilega einhver, sem er aö byggja”. Þannig háttar til á Rakarastof- unni, að hægt er að komast út i húsagarð af snyrtingunni, án þess að ganga i gegnum sjálfa rakara- stofuna, og hlýtur þjófurinn að hafa gert það. En úr húsagarðin- um er hægt að komast upp á Laugaveg og niður á Hverfisgötu. Það er ekki óliklegt, að einhver hafi orðið var við þjófinn,þvi maður, sem gengur niður Lauga- veginn með dökk—brúnan vask með krönum undir hendinni, hlýt- ur að vekja athygli. Verðmæti vasksins og þess, sem með honum var tekið, mun vera um eitt hundrað þúsund krónur. —ATA

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.