Vísir - 13.01.1980, Side 9

Vísir - 13.01.1980, Side 9
VÍSIR Mánudagurinn 14. janúar 1980. Þegar Jón Dúason var aö skrifa um rétt islend- inga til Grænlands hér á árum áöur, þótti mörgum sem varla sæti það á Is- lendingum að sækja til landvinninga. Engu að síður hafði Jón Dúason rétt fyrir sér miðað við viðhorf sem giltu nokkuð fram á tuttugustu öldina, en alla jafna þar á undan. Kannski hafa sjónarmið og skrif Jóns Dúasonar leitttil þess, að við höfum fjallað um næstu granna okkar af nokkurri var- færni hina síðari áratugi, til þess m.a. aðverða ekki sakaðir um „heims- veldispólitik". Nú hefur útfærsla landhelginnar valdið þvi að við höfum nálgast granna okkar mjög baéði Grænlendinga og Færeyinga, og þá ekki síður eylandið Jan May- en. En ómótmælt er enn fyrirvörum Jóns Þor- lákssonar um yfirráð á því svæði. Aður hefur verið á það bent hér i blaðinu, að nýlega urðu töluverð þáttaskil i norðurhöf- um, þegar siðasti mónark á Þórshöfn i Færeyjum. Færeyingar hafa „alitaf lifaö betur en viö” neðanmals Næsiu grannar Þaö þarf sem fyrst aö taka á þvi af aivöru aö koma á aukinni samvinnu milli hinna þriggja þjóöa Noröurhafa, fslendinga, Grænlendinga og Færeyinga segir Indriöi G. Þorsteinsson, rithöfundur. Norðurlöndum afsalaði sér rétti til Grænlands. Við það þokaðist Grænland til þess sjálfsagða sjálfræðis sem þvi ber. Hinn sögulegi þáttur er þó mikið veigameiri, vegna þess, að þau tvö byggð ból sem norðast liggja lúta ekki lengur neinum kóngi né drottningu i Skandinaviu og eru frjáls að þvi að leita sam- vista og samvinnu án þess að bréf um það þurfi að fara um kanselli i Danmörku. Þeir sem i raun og veru skilja hvað tvö hundruð milna landhelgi þýðir i framtiðinni, ættu einnig að geta skilið þá sögulegu byltingu, sem orðið hefur við það að Margrét Þjóðhildur Danadrottning kvaddi Grænlendinga. Ég man ekki hvort nokkur islenskur full- trúi var viðstaddur þá athöfn. Hafi svo ekki verið sýnir það eitt með öðru, að enn skortir mikið á, að Grænlendingar og íslend- ingar hafi skilið nálægð hvorir annarra. Vandamál Grænlendinga Við sækjum mjög i það að veita margvislegum hjálpar- sjóðum stórfé til h’knarstarfa i hinum eilifu hungur og mann- dauðagildrum við Indlandshaf. Sé það ekki Banglades þá er það Kambódia. Sé það ekki hernað- ur þá eru það flóð. Og stöðugt halda hjálparstofnanir islensk- ar áfram að safna af einhverju sliku tilefni. Sjálfum hefur okk- ur verið gefið úr slikum alþjóð- legum hjáiparsjóðum, og það er ekki nema eðlilegt og sann- gjarnt að veita aðstoð hvar sem er I heiminum, og jafnvel þótt sú aöstoð kunni að verða einhæf landfræðilega séð. Mig rekur hins vegar ekki minni til þess að hér hafi nokkurntima farið fram Færeyjarsöfnun, og kannski hefur ekkert tilefni gefist. Og ekki heldur verður munuð Grænlandssöfnun af neinu tagi, og hafa þó plágur gengið yfir þaö land, t.d. berklar. Má vel vera að allt fram að þvi að Mar- grét Þjóðhildur kvaddi i Góð- von, hafi ekki þótt kurteisi að gera mikið úr vandamálum Grænlendinga. Það voru bara menn sem átu spik og brenndu spiki og voru auk þess dálitið vakrir i holdinu bæði til brenni- vins og kvenna. Land í sjónmáli En auðvitað hefur lif Græn- lendinga aldrei verið svo ein- falt. Nú hafa þeir stigið sitt hálfa skref igegnum Danmörku til nýrra menningarhátta, ráð- villtir að sögn og sjúkir margir hverjir. Við ættum kannski að hafa einhverja sögulega þekk- ingu á þvi hvaða erfiðleikar þvi eru samfara að búa að fyrirsögn annarra, þótt ekki sé farið lengra aftur en sem svarar þvi þegar Reykjavik var danskur bær. Leiðréttingin sem Græn- lendingar fá á sinum málum kemur hundrað árum siðar. Þeir eru nú að taka upp græn- lensk heiti á stöðum og bæjum landsins eftir hina löngu „vetur- setu” norrænna manna. I ljósi þeirra margháttuðu erfiðleika, sem steðja nú að Grænlending- um, og munu gera i næstu fram- tið væri auðvitað ekki úr vegí fyrir tslendinga að spyrja hin grænlensku yfirvöld hvort það væri eitthvað sem við gætum gert fyrir þá, Yrði t.d. hlé á flóð- um við Indlandshaf mætti ætla að hægt væri að drifa upp myndarlega fjársöfnun til ein- hvers þess verkefnis, sem biður á Grænlandi, og Grænlending- um bráðliggur á. Við skulum nefnilega muna að Grænlend- ingar eru grannar okkar i vestri, raunar i sjónmáli á björtum degi vestast á landinu. Og þótt póstur þaðan þurfi enn að fara um Danmörku til Is- lands, væri samt hægt að hugsa sér að koma boðum til Græn- lendinga um hug okkar. Menningarsamskipti við Færeyinga Grannar okkur i suðri, Fær- eyingar standa mikið betur að vigi, og hafa raunar alltaf lifað betur en við, eins og ma.a kem- ur fram i Ferðabók Stenleys frá 1789. Þeir eru litið samfélag og hafa æ'tið leitað eftir sem vin- samlegustu sambýli við okkur. Þeir þurfa varla hjálpar við i veraldlegum efnum enda eiga þeir ekki við nein aldaskipta- vandamál að búa. Hitt má telja furðulegt, þar sem Færeyingar eru eiginlega sama málsvæðið og við, hvað við höfum gert okk- ur litið titt um þessa grannþjóð og okkar nánustu frændur, nema þá helst til að fara þangað i lystireisur, jafnvel til að drekka brennivin og öl. Menn- ingarsamskipti okkar og Fær- eyinga er auðvitað hægt að efla að miklum mun, og það án nokkurra afskipta þess norræna samkrulls, sem reisti trúboðs- stöðina i Vatnsmýrinni. Við eig- um hreinlega ekki að láta drag- ast úr hömlu að bjóða Færey- ingum upp á samstarf um mál- verkasýningar, bókaútgáfu og tónlistarsamskipti, sem fram fari a.m.k. viku sumar hvert i hvoru landinu fyrir sig. Þetta er sjálfsagt að gera hið allra fyrsta og mundi verða báðum þjóðum til ánægju. Menntamálaráðu- neyti beggja landanna gætu sem hæglegast séð um framkvæmd- ina. Þannig samband mundi smám saman tengja þjóðirnar enn frekar en orðið er, og bæta upp það fiskiþref og frystihúsa- vinnu, sem hefur verið helsta inntakið i samskiptum þjóöanna hingað til. Þriggja þjóða kjarni norðurhafa Með aukinni samvinnu við grannþjóðir i vestri og suðri myndaðist smám saman þriggja þjóða kjarni i norður- höfum, sem með samvinnu um nýtingu hafsins og stuðningi við hverja aðra, þar sem stuðnings væri þörf, mynduðu heild er stæði saman um eðlileg og sjálf- sögð réttindi hvers fyrir sig, og kæmu fram málum, þar sem ein þeirra mætti sin litils. Slikt samstarf þriggja fullvalda' Margrét Þjóðhildur danadrottning fengu heimastjórn I fyrra. Góðvon þegar Grænlendingar þjóða hér norðurfrá væri rétt svar við þeim sögulega enda- punkti, sem varð á konungleg- um yfirráðum á Grænlandi við kveðju Margrétar Þjóðhildar. Með þvi móti ykist stórlega for- ráðaréttur þjóða norðurhafa yfir þeim lifsnauðsynlegum auðæfum, sem breytingar á landhelginni hafa þegar fært Is- lendingum. Hinar þjóðirnar tvær eru enn i böndum i þeim efnum, en þau bönd þurfa ekki að halda um eilifð. Enginn eignar sér Norðurpólinn Þriðja grannland okkar er Jan Mayen. Það er ekki byggt neinni þjóð, Norðmenn hafa verið að gamna sér við að upp- lýsa, að þeir hafi keypt landið af einhverjum einstaklingi, sem var nógu óskammfeilinn að halda þvi fram að hann ætti það. Auðvitað hefðu tslendingar get- að eignað sér þetta land fyrir siðustu aldamót, en þá voru þeir ekki sjálfráðir um sinar gerðir. Fyrirvari Jóns Þorlákssonar um aðild Noregs var þó gerður, og sýnir að við vorum ekki sam- þykkir þvi aö Noregur ætti sér- stakt tilkall til Jan Mayen. Fyrirvarinn stendur óhaggaður hvað sem lfður siðari gerning- um Þjóðabandalagsins og eignaviðurkenningu fyrir norskum dómstóli. Nytjar okk- ar af eynni eru ljósar og kunnar. Aftur á móti kallast veðurat- hugunarstöð varla til nytja, enda hafa þær verið settar upp á Norðurpólnum tima og tima, og hefur þó engri þjóð dottið i hug að eigna sér hann. Dæmið og ráðslag tímans Dæmið um samstöðu þjóða i norðurhöfum er sett hér fram til að vekja athygli á þvi, að seinna meir gæti sú samstaða orðið varnarveggur fyrir ásælni, sem kemur þremur litl- um og vanmegnum þjóðum að gagni. Kannski liðu hundruð ár þangað til slikur varnarveggur sannaði sig. Dæmið um Jan Mayen talar sinu máli um skort á framsýni þótt Jón Þorláksson verði ekki sakaður um hann. Það verður erfitt og strangt um Jan Mayen. Hjá þvi hefði verið hægt að komast, hefði einhver þeirra djarfhuga Islendinga sem lögðu leið sina til eyjarinn- ar áður en Þjóðabandalagið kom til sögunnar, hafið barátt- una fyrir eignarrétti á eynni. Menn hefðu kannski hlegið að honum þá. En enginn mundi hlægja núna. Þannig fer nú tim- inn að ráði sinu. Þess vegna er best að sem fyrst verði tekið af alvöru á þvi að koma á aukinni samvinnu milli hinna þriggja þjóða norðurhafa. IGÞ

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.