Vísir - 29.01.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 29.01.1980, Blaðsíða 13
VÍSIR iÞriöjudagur 29. janúar 1980 1 2 vtsm Þriöjudagur 29. janúar 1980 Albert Guömundsson alþingismaöur og Brynhildur Jóhannsdóttir, eiginkona hans. Vlsismynd GVA. ÞAD LIGGJA MARGIR ÞRÆÐ- IR FRA FORSET AEMRÆTTINU Guölaugur Þorvaldsson rlkissáttasemjari og eiginkona hans, Kristin Hólmfrlöur Kristinsdóttir. Visismynd GVA. ÞAÐ ÞARF GLAÐAN MANN TIL AD GERA ÖDRUM GOTT Pétur Thorsteinsson sendiherra og eiginkona hans, Oddný Thorsteinsson. Visismynd GVA. STÖRF SENDIHERRA ERU UNNIN í KYRRÞEY ■ sem gera mðnnum kleift að láia golt af sér leiða. segir Alðert Guðmunflsson alpingism. „Ramminn, sem stjórnarskráin setur forsetaembættinu, er nægjanlega sveigjanlegur til aö leyfa persónu hvers manns aö njóta sin”, sagöi Albert Guömundsson, alþingismaöur og frambjóöandi til forsetaembættis, þegar Visir spuröi, hvorthann teldi breytinga >örf á stööu forseta frá þvlsem nú er. - seglr Guðiaugur Þorvaidsson rikissáttasemjari og trambjóðandi lil lorselaembættis ,,Ég er fylgjandi þvi, aö forsetaembættiö veröi áfram eins og þaöer og tel, aö hver forseti hafi möguleika á aö setja á þaö sinn stfl. Ef þaö veröur gert valda- meira munu þaö veröa ööruvisi menn sem sækjast eftir þvi”, sagöi Guölaugur Þorvaldsson rikissáttasemjari og frambjóöandi tii forsetaembættis, þegar Vfsir spuröi um skoöun hans á embættinu. Albert er fæddur I Reykjavik áriö 1923 lauk prófi frá Samvinnu^kólanum og stundaöi verslunarnám i Öretlandi. Hann varö atvinnumaöur I knatt- spyrnu, kom siöan heim og geröist kaupsýslumaöur, var kosinn I borgar- stjórn fyrir Sjálfstæöisflokkinn og siöar á þing fyrir sama flokk. Visir ræddi viö hann og eiginkonu hans, Brynhildi Jóhannsdóttur á heim- ili þeirra viö Laufásveg og spuröi fyrst hversvegna hann byöi sig fram. „Þaö var lagt mjög fast aö mér og ég ákvaö eftir nokkra ihugun aö fara i framboö enda haföi ég þá fengiö vissu fyrir þvi, aö Kristján Eldjárn ætlaöi ekki aö gefa kost á sér I sumar. Get gert meira gagn sem forseti — Hversvegna tókstu þessa ákvörö- un? Ertu oröinn þreyttur á stjórn- málastarfi? „Nei, þaö var vegna þess, aö ég sannfæröist um, aö ég gæti gert meira gagn I embætti forseta en sem borgar- fulltrúi eöa alþingismaöur” — Hvernig getur þaö staöist? „Þaö liggja margir þræöir frá for- setaembættinu, sem gera mönnum kleift aö láta gott af sér leiöa I þvi. — Helduröu, aö þú mundir notfæra þér heimild til aö leggja mál undir þjóöaratkvæöagreiöslu I einhverjum mæli? „Ég man ekki I svipinn eftir neinu máli, sem réttlætti þjóöaratkvæöa- greiöslu, en hvaöa forseti sem er hefur þessa heimild og hún hefur tæplega aö ástæöulausu veriö sett i lög” — Kosningabaráttan? „Ég mun feröast um landiö og kynna mig og min sjónarmiö. Undirbúningur er hafinn og ég mun byrja þessar feröir innan skamms. — Ætlaröu aö halda stóra opna fundi? „Ég læt stuöningsmenn mina á hverjum staö um aö ákveöa þaö. Viö Brynhildur munum fara tvö i þessar feröir og hitta fólk á heimilum, vinnu- stööum eöa hvar sem verkast vill. Ég vil alveg eins tala viö fólk persónulega eins og tala til þess I hóp úr ræöustól” Pólitisk reynsla nauðsynleg — Hvaöa eiginleika á forseti aö hafa til aö bera? „Hann á aö sjálfsögöu aö vera hrein- skilinn og heiöarlegur maöur og þaö er nauösynlegt, aö hann sé mannþekkj- ari. Hann þarf aö hafa viötæka reynslu i farangrinum. 011 reynsla er góö, en ég held aö pólitisk reynsla Sé nauö- synleg í þessu embætti, þvi aö svo margt i þvi tengist pólitisku sviöi. Þá veröur hann aö hafa hæfileika til aö koma eölilega fram og samlagast ööru fólki, — háu sem lágu. — Ert þú mannþekkjari? „Þaö tel ég mig vera” Forsetastarf er i raun fjölskyldu- starf, þvi aö eiginkona manns i sliku embætti er einnig 1 fullu starfi. Hvern- ig þykir Brynhildi Jóhannsdóttur til- hugsunin um þaö? „Ætli ég héldi ekki minni ró viö þaö verkefni eins og önnur” segir hún meö hægö. Eru þau hjónin kvföin vegna umtals og sögusagna, sem gjarnan hafa fylgt forsetakosningum á Islandi? Albert segir, aö ekkert geti komiö sér á óvart i þeim efnum, hann sé löngu búinn aö brynja sig fyrir sliku. „Mér myndi sárna, ef þeir, sem þekkja mig, bæru mér illa söguna, en ef ókunnugir gera þaö.horfir þaö ööru- visi viö, þvi aö þeir styöjast ekki viö eigin reynslu. Ég vona samt, aö ekki veröi aörar eins sögur i gangi eins og i forsetakosningunum milli Gunnars Thoroddsen og Kristjáns Eldjárns” segir Brynhildur. Albert lýsir þvi yfir, aö hann hafi oft veriö heppinn i lifinu en aldrei eins og þegar hann hitti konuna sina. „Hún er eina manneskjan, sem ég heföi óttast samkeppni frá, ef hún heföi veriö I framboöi til forsetakjörs. Og þaö má vel koma fram, aö hún hefur miklu meiri hæfileika á þessu sviði en ég.” „Þaö er nú ekki runninn út frestur- inn til aö bjóöa sig fram” segir Brynhildur eftir þessa einkunnagjöf. — Hvernig kynntust þiö? ,,,Þaö var ekki sérlega rómantiskt. Ég fór á dansæfingu hjá Samvinnu- skólanum meö vinkonu minni og auö- vitaö féll hann fyrir verslunarskóla- dömunni” — Nú ert þú hagmælt og átt létt meö aö yrkja. Attu ekki einhverja visu um Albert I fórum þinum? „Þær eru flestar full-persónulegar fyrir fjölmiöla”, segir Brynhildur, en rifjar upp ^ftir nokkra umhugsun at- vik úr þing /eislu fyrir tveimur árum. „Þar má aöeins tala I bundnu máli. Maöur slær I glasiö og þá gefur forseti Sameinaös þings manni oröiö. Stein- grlmur Hermannsson haföi veriö aö taia um, aö Albert vildi vera einvaldur og þá fékk ég hugmynd aö visu. Allt I einu stendur Asgeir Bjarnason, vinur minn upp, sem þá var fundarstjóri, og segir. „Næst tekur Brynhildur Jóhannsdóttir til máls” án þess aö ég heföi beöiö um oröiö. Ég varö hálf- hvumsa en stóö þó upp og fór meö þessa visu: Þingmenn vilja, þaö viö höldum, þjóöinni ýmsu fórna. Sitji Albert einn aö völdum, er þaö ég sem stjórna. Að gleðja aðra Áhugamál? „Fyrst og fremst að lesa og svo hef ég alltaf haft mikinn áhuga á tungu- málum og feröalögum. Uppáhalds- ljóöskáld? Einar Benediktsson, — alveg slöan ég var barn” segir Bryn- hildur. Albert segir, aö sln áhugamál séu þaö sem hann sé aö fást viö hverju sinni. Loks er hann spuröur, hvaö honum þyki mikilvægast. „Þaö er auövitaö mikilvægast aö vera til”, segir hann. Ég er svo lán- samur, aö viö hjónin erum heilsu- hraust og eigum börn og barnabörn, sem eru okkur til mikillar gleöi. En þegar fjölskyldulifinu sleppir, gefur þaö mér mesta ánægju aö leggja öör- um liö. Þaö er ekkert, sem veitir meiri gleöi en aö gleöja aöra” sagöi Albert Guðmundsson. Guölaugur lauk námi Ur viöskipta- deild Háskóla Islands áriö 1950, var fimmtán ár deildarstjóri á Hagstof- unni, eitt ár ráðuneytisstjóri i fjár- málaráöuneytinu, sex ár prófessor viö Háskóla Islands og rektor viö sama skóla iönnur sex. Hann gegnir nú, eins og áöur sagöi, starfi rikissáttasemj- ara. Vísir ræddi viö Guölaug Þorvaldsson og eiginkonu hans Kristinu Hólmfriöi Kristinsdóttur aö heimili þeirra viö Skaftahllö I Reykjavik. „Hvaöa starf mér hafi þótt skemmtilegast? Ég vann fyrir mér sem blaðamaðurmeðan ég var i námi og ég held satt aö segja, aö mér hafi þótt þaö skemmtilegast”, segir Guö- laugur. „Ef ég væri ungur, gæti ég vel hugsað mér aö vinna viö blaöa- mennsku I nokkur ár. Éghef alltaf predikaö þaö, aö menn ættuekki aö veraof lengi i sama starfi og hef reynt aö lifa eftir því. Hins veg- ar veröur slfkt erfiöara eftir þvi sem maöur veröur eldri. Þegar ég sagöi upp starfiminu sem ráöuneytisstjóri fannst mörgum þaö hreinasta óráð, en mig langaöi til aö takast á viö kennsl- una og ég sé ekki eftir þvi. Mér finnst gaman aö kenna og sérstaklega hefur mér þótt skemmtilegt aö kenna á ýmsum námskeiöum, sem ég var meö á vegum Stjórnunarfélagsins úti á landi og stóöu venjulega einn eöa tvo daga. Þaö vakti skilning minn á gildi fulloröinsfræöslu. Þaö hlýtur aö veröa lögö meiri áhersla á slika menntun i framtiöinni og einnig framhalds- menntun I staö þess aö hafa þennan langa og stranga undirbúning og slöan ekkert. Þaö getur ekki veriö, aö þaö sé hægt aö undirbúa sig undir lífiö I ein- um pakka”. Bláókunnugt fólk hringdi Þau hjónin sögöust hafa veriö lengi aö ákveöa sig meö framboöiö og það heföi veriö erfitt aö geraupp hug sinn. Þaö væri viss léttir aö vera búin aö þvi og nú væri bara að þreyja þessa mánuöi, þaö yröi eflaust erfiöara heldur en þó úrslitin yröu þeim ekki i hag. — En af hverju ákvaö Guölaugur aö fara i framboð? „Fyrst þegar mitt nafn var nefnt i tengslum viö þetta embætti, fannst mér þetta eins og hvert annaö umtal og tók þvl nánast sem gamni. Síöar fórumennaöhafasamband viö mig og hvetja til þess,aö ég gæfi kost á mér, bæöi vinir og kunningjar, og eins hringdi til min bláókunnugt fólk utan af landi. Þetta var oröinn mikill þrýst- ingur og þaö endaöi meö þvl, aö viö ákváöum aö láta slag standa. — Myndir þú sem forseti notfæra þér heimild til að efna til þjóöarat- kvæöagreiöslu um ágreiningsmál? „Það gæti auövitaö til þess komið, en ég held aö sllkt eigi aö vera undan- tekning fremur en regla”. Verjum tómstundunum saman Kristin Hólmfrlöur vinnur allan daginn hjá Happdrætti Háskóla ts- lands og hefur gert þaö síöan synir þeirrakomustá legg. HUn er fædd og uppalin i Reykjavik, en ættuö aö vest- an. Hún er spurö hvernig henni þyki tilhugsunin um aö starfa sem forseta- frú. „Við tókum þessa ákvöröun saman og ég myndi reyna aö gera mitt besta og standa viö hliö Guölaugs I þessu starfi eins og öörum”. — Ahugamál? Þau hlæja og Uta hvort á annað. „Viö vorum svo ung þegar viö fórum aö vera saman, ég var sautján ára og Guölaugur tuttugu og viö höfum yfir- leitt variö tómstundum okkar I sam- einingu, — mest I feröalög innan lands og utan og mikiö i gönguferöir, — sér- staklega áöur fyrr. Viö eigum sumar- bústaö i Skorradal, sem viö vildum gjarnaneyöa meiri tima i og svo höf- um viö veriö mikið Ibadminton”, segir Kristin. „Og dansi”, skýtur Guölaugur inn i. „Okkur hefur alltaf þótt gaman að dansa og gert mikiö af þvf’. Forseti á að vera meðal fólks — Guölaugur er spuröur hvaöa eiginleika honum finnist forseti þurfa aö hafa til aö bera. „Hann veröur aö vera hógvær og prúöur en þó með nokkra reisn. Þetta er þaö, sem séö er meö augunum, en auk þess þarf hann aö vera mann- kostamaöur i heföbundnum stll. Menn ætlast til þess aö forseti sé réttsýnn og sanngjarn, þó aö þaö sé kannski erfitt , aö skilgreina slik hugtök. Svo veröur hann aö vera sæmilega menntaöur. Þaö reynir á þaö viö ýmis tækifæri i þessari stööu. Höfuöatriöi er þó, aö þeim, sem gefur kost á sér I þessa stööu, sé annt um þaö, sem er aö ger- ast i landinu, fylgist vel meö og sé hluti af þjóöarheildinni. Hann á aö vera meöal fólks.aö svo miklu leyti sem þvi veröur viö komiö”. — Hvernig verður kosningabarátt- i an? Ætlaröu aö halda stóra fundi úti um land? „Þaö er ekki fariö aö skipuleggja neittaf þvi tagi og ég vonast til, aö þaö veröi i lágmarki. Meö nútfma fjölmiöl- un ætti ekki aö þurfa mikiö brambolt, en viö munum aö sjálfsögöu reyna að hitta fólk bæöi hér I bænum og úti á landi”. — Berið þið kviöboga fyrir hugsan- legum sögusögnum og umtali? „Hjá sllku er ekki hægt að komast. Þaö veröur eflaust eitthvaö um sögur, ýmist sannar, ýktar eöa uppspunnar, en þaö veröur bara aö hafa sinn gang”. — Hvaö finnst þér mikilvægast? „Aö njóta þess aö vera til. Þaö þarf glaöan mann til aö gera öörum gott”, segir Guölaugur Þorvaldsson. - verð bví að kynna mlg lyrlr landsmönnum, seglr Pétur Thorsteinsson sendlherra og frambfóðandi lii lorsetaembættis „Forsetaembættiö er ekki orðiö svo gamalt, aö þaö sé brýn nauðsyn aö endurskoða þaö. Stjórnarskrárnefnd mun leggja til, aö geröar veröi breyting- ar, ef hún telur þeirra þörf, en siðar er þaö alþingis aö ákveöa slikt endan- lega”, sagöi Pétur Thoráteinsson, sendiherra og frambjóöandi tii forseta- embættis, þegar Visir spuröi, hvort hann teldi breytinga þörf á embætti for- seta frá þvi sem nú er. „Forsetaembættiö er ekki oröið svo gamalt, aö þaö sé brýn nauðsyn aö endurskoöa þaö. Stjórnarskrárnefnd mun leggja til, aö geröar veröi breyt- ingar.ef húntelur þeirra þörf, en sföan er þaö Alþingis aö ákveöa slikt endan- lega” sagöi Pétur Thorsteinsson, sendiherra og frambjóðandi til for- setaembættis, þegar Visir spuröi, hvort hann teldi breytinga þörf á em- bætti forseta frá þvi sem nú er. Pétur er fæddur I Reykjavik árið 1917, lauk námi úr viöskiptadeild Há- skóla Islands og lögfræðiprófi frá sama skóla 1944. Siöan hefur hann veriö starfsmaöur utanríkisþjónustu Islands og hefur gegnt þar margvls- legum störfum, meöal annars veiö sendiherra I Moskvu og Washington. Einnig ráöuneytisstjóri utanríkis- ráöuneytisins. Hann er nú sendi- herra Islands i átta Asiulöndum meö aösetur á Islandi. Visir ræddi viö hann og eiginkonu hans,Oddnýju Thorsteinsson, á heimili þeirra viö Ægissiöu I Reykjavik. Pétur var fyrst spuröur hversvegna hann heföi ákveöiö aö fara i' framboö. „Margir hafa lagt fast að mér aö bjóða mig fram og eftir mikla yfirveg- un ákvaö ég aö gera þaö, ekki sist vegna þess að ég held aö fyrri störf min muni auövelda mér að gegna þessu starfi.” — Myndurðu notfæra þér heimild til aö efna til þjóöaratkvæöagreiöslu um ágreiningsmál? „Þaö get ég ekki sagt um, en ég tel æskilegt aö hafa þessa reglu i stjórnarskránni, þannig aö hægt sé aö fara þessa leiö, ef upp koma mikilvæg mál, sem valda miklum ágreiningi. Aðstoðarmaður sendiherrans Oddný Thorsteinsson er spurö, hvernig henni þyki tilhugsunin um starf sem eiginkona forseta Islands. „Ég held, aö þaö sé ekki svo mjög frábrugöiö þvi starfi, sem ég hef svo lengi gegnt sem kona sendiherra og ráðuneytisstjóra utanrikisráöuneytis- ins” segir hún. „Nú á síðustu árum hefi ég feröast meö Pétri til Aslu- landanna. Þaö eru langar feröir og þar sem hann hefur aldrei fengiö aö- stoöarmann meösér.hef ég gegnt þvi starfi. Sllkar feröir eru farnar tvisvar á ári og eru afar ffóölegar.” Austur og vestur — Hvernig kynntust þiö? „Viö vorum raunar saman I menntaskóla, þó aö Pétur væri nokkr- um árum á undan mér. Siðan fór ég til framhaldsnáms I Bandarlkjunum, en hann fór til starfa i Moskvu. Þegar viö komum heim, annaö úr vestri og hitt úr austri, kynntumst viö nánar og þaö skemmtilega er aö Pétur varö siöar sendiherra á báöum þessum stööum.” — Ahugamál? „Bókalestur” segir Pétur strax. „Meöal annars ýmsar bækur varöandi alþjóöamál og sögu tslands.” — Uþpháldsrithöfundur? „Það er Halldór Laxness.” Oddný kveöst hafa gaman af feröa- lögum og þvl sem til menningar heyröi, lestri, tónlist, leikhúsi og dansi. Annarsheföi hún litiö á þaö sem meginstarf á árunum erlendis aö gera syni sina þrjá aö Islendingum. Þegar flust væri land Ur landi meö börn á skólaaldri þyrftiaö hafa alla aögát. Is- lenska heföi alltaf veriö töluö á heimil- inu og heföi hún á ymsan hátt gegnt hlutverki heimiliskennara. Gróusögur — Stendur ykkur ógn af hugsanleg- um sögusögnum og umtali? „Ég vona aö þessi kosningabarátta veröi háö af drenglyndi og stillingu” sagöi Pétur. Oddný tók undir þaö og bætti viö: „Viö vorum erlendis i slö- ustu forsetakosningum, en höfum heyrt um þær sögur, sem voru I gangi. Ég trúi þvl aö þetta hafi breyst á þeim tólf árum, sem eru liðin siöan þá og aö tslendingar séu orönir svo miklir heimsborgarar aö þeir láti þetta ekki henda aftur. Hins vegar gefur þaö kannski ekki tilefni til bjartsýni, aö ég hef á þessum stutta tima, sem liöinn er frá þvl framboöiö var tilkynnt, heyrt aö þaö sé altalaö aö ég eigi viö áfengis- vandamál aö strlöa, sem er hreinasta öfugmæli eins og allir vita sem mig þekkja. Vonandi er þetta undantekn- ing en ekki vísbending um þaö, sem koma skal.” Þarf að vera góður íslendingur — Kosningabaráttan? „Égáeftiraðkynna mér meöhvaöa hætti sllk kosningabarátta hefur veriö háö hér á landi” segir Pétur. „Störf sendiherra eru unnin I kyrrþey og þessvegna er ef til villrétt aö ég feröist eitthvaö um landiö til kynningar. Hvernig finnst þér aö forseti eigi aö vera? „Hann á aö vera hreinskilinn og sannoröur, en þóorövar. Heilsteyptur, þannig aö tortryggni gæti ekki i sam- skiptum viö hann. Hann þarf aö hafa menntun og þekkingu bæöi varöandi innanlandsmal og málefni annarra landa. Og forseti tslands á aö vera góöur Islendingur. — Og aö lokum, hvaö finnst þér mikilvægast? „Aö láta gott af sérleiöa.Þaöer eins og segir i' kristni og reyndar öörum trúarbrögöum, aö maöur á aö breyta viö aöra eins og maöur vill aö aörir breyti viö mann sjálfan” sagöi Pétur 1 Thorsteinsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.