Morgunblaðið - 14.10.2001, Page 3

Morgunblaðið - 14.10.2001, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 B 3 YOGA FYRIR ALLA Líkamsrækt sem styrkir og nærir bæði huga og líkama. Léttir á spennu, losar um kvíða og stuðlar að auknu jafnvægi. Námskeiðið byggir á bæði Kripalu Yoga og Ashtanga Yoga (Power Yoga) og er ætlað jafnt byrjendum og þeim sem hafa reynslu af yoga. Kennt verður á mán. og mið. kl. 17.30 og 19.00 við Háaleitisbraut. Spennulosun - Jafnvægi - Lipurð - Styrkur Einar B. Ísleifsson yogakennari, sími 554 5683 og 896 6005 mitt ráð upp á nýtt.“ Hefurðu lært að syngja og dansa? „Nei, ekkert að ráði. Ég var í kór Öldutúnsskóla þegar ég var lítill. Ég hef aldrei lært að syngja nema þá í leiklistarskólanum hjá Elínu Sigur- vinsdóttur. Hún kenndi mér heilmik- ið um raddbeitingu í söng. Samtalið er rofið af hringingu í far- síma. „Ubs,“ segir hann og nær í sím- ann sem er í buxnavasanum. Halló, já blessaður, fínt bara ... Þegar samtalinu lýkur heldur hann áfram að tala um sönginn. „Mér finnst alveg rosalega gaman að syngja en ég hef lært ennþá minna að dansa fyrir utan það sem ég lærði í leiklistarskólanum. Mamma fór með mig í Dansskóla Heiðars Ástvalds- sonar á unga aldri en þar var ég í hálfan vetur. Það var sagt við mig af kennurum í leiklistarskólanum að ég væri góður að dansa. Og ég er búinn að ákveða að ...“ hann hikar ... „að fara í ballett“, skýt ég inn í. Hann hlær. „Ég sá kvikmyndina um Billy Elliott um daginn, sú mynd er alveg frábær. Ég sá sjálfan mig stundum í þessum strák þegar ég var lítill. Nei, mig mundi langa að læra sam- kvæmisdansa og ég er ákveðinn í að draga konuna mína tilvonandi í dans- skóla að læra samkvæmisdansa og stepp en ég lærði stepp lítillega fyrir hlutverkið í „Syngjandi í rigning- unni“. Þú hefur sungið Stuðmannalagið „Sigurjón digra“ inn á plötu ásamt Landi og sonum, hefurðu sungið með hljómsveit? „Nei, minn orðstír í skóla var þannig að ég er ekki viss um að það hefði verið mikið hlustað á mig þótt ég hefði farið að syngja í hljómsveit. Það var mjög skemmtileg reynsla að fá að syngja þetta Stuðmannalag sem var mun grófari útgáfa af „Sig- urjóni digra“ en sú fyrri. Síðan hef ég komið fram með Landi og sonum og sjálfum Stuð- mönnum á Broadway.“ Svo við víkjum aftur að leikhúsinu. Í leikritinu „Með fulla vasa af grjóti“ leikið þið Hilmir Snær hvor um sig sjö hlutverk, krefst það ekki mikillar einbeitingar að skipta svona sífellt um persónur? „Jú, leikritið byggist á ákveðinni leiktækni sem leikstjórinn Ian McEl- henney kenndi okkur en hann setti verkið upp á West End og Broadway og auðveldaði okkur að læra hlut- verkin. Hann hefur þróað ákveðna aðferð að verkinu sem við teiknuðum inn í handritin okkar. Við Hilmir Snær vorum einmitt að hlæja að því um daginn að við höfum aldrei skrif- að jafnmikið inn í nokkurt handrit og þetta. Ian talaði um „the map“ (kortið) enda má segja að sýningin hafi verið kortlögð. Þegar við vorum búnir að læra kortið utan að fórum við að móta karakterana og tengja textann við þá. Endurtekningin gerir það svo að verkum að maður þarf ekki lengur að hugsa fyrirfram um hverja ein- ustu hreyfingu eða tilsvar og leikur- inn verður nánast eins og sjálfkrafa. Við slíkar aðstæður verður einbeit- ingin að vera ennþá meiri. Því hætta er á að þegar leikarinn hefur lært hlutverkið minnki einbeitingin.“ Er ekki eitthvað sem þú segir við sjálfan þig áður en þú gengur inn á sviðið sem hjálpar þér að takast á við erfið hlutverk? „Það sem maður verður að segja við sjálfan sig er: „Núna skil ég við heiminn. Ég skil við hörmungarnar í Bandaríkjunum ...“ og jafnvel þótt hús leikarans hafi brunnið klukku- tíma fyrir sýningu verður hann að skilja hugsanir um það eftir í bún- ingsherberginu og fara inn í þann heim sem er á sviðinu og þar verður hann að vera. Æfingatímabilið er til þess að búa til þennan heim og gera hann það sterkan og stóran að leik- arinn geti ekki komist út úr honum. Ef ekki er hann líka búinn að vera sem leikari.“ Þið fóruð með „Með fulla vasa af grjóti“ í leikferð um landið. „Já, við fórum í tveggja vikna ferð sem var alveg frábært ... djöfull var það gaman ...“ hrópar hann upp yfir sig „... Það var leiðinlegt að fara heim. Við fórum á þrettán staði. Þar kynntist maður einhverri lífsgleði, jákvæði og þakklæti hjá fólki sem býr úti á landi. Á þessum stöðum þekkja allir hver annan og menn eru því ófeimnari við að sleppa sér lausum á sýningum. Þegar fólk kemur í leikhús mætti það skafa ögn af sér formlegheitin sem endurspeglast í þessu viðhorfi margra: „Nú er ég kominn í leikhús og ætla aldeilis að sjá stórkostlegan menningarviðburð,“ í stað þess að segja við leikarann: „Skemmtu mér!“ Því ég stend uppi á sviðinu og langar til að leikhúsgesturinn eigi góða kvöldstund.“ Kynntistu eitthvað fólkinu sjálfu? „Já, lítillega.Við höfðum sólar- hring á hverjum viðkomustað. Við komum á staðinn, settum upp græj- urnar, lögðum okkur kannski fyrir sýningu og ókum svo aftur af stað um nóttina eða morguninn eftir. Þetta var mjög skemmtilegt,“ end- urtekur hann, „sérstaklega á Seyð- isfirði þar sem ég á skyldmenni og hef dvalið stundum á sumrin. Ég átti afmæli daginn sem við sýndum þar og jafnframt vorum við að sýna áttugustu sýninguna af „Með fulla vasa af grjóti“. Á sýningunni var gríðarlega mikil stemmning og að henni lokinni stóðu áhorfendur upp og sungu fyrir mig afmælissönginn. Að því loknu var okkur boðið heim til föðursystur minnar sem hafði eldað dýrindis sjávarréttarsúpu, a la Sigga frænka, en svo heitir súpan. Það sem gerði þennan dag enn skemmtilegri var að ein frænka mín þarna á Seyð- isfirði eignaðist litla stelpu á afmæl- isdegi mínum.“ Stefán Karl er um þessar mundir að æfa fyrir aðalhlutverkið í jólaleik- riti Þjóðleikhússins, „Cyranó“, eftir franska leikritahöfundinn Edmond Rostand. Leikritið fjallar um nef- stóra ævintýramanninn Cyrano de Bergerac og var verkinu afar vel tek- ið þegar það var frumsýnt í París árið 1898. Verkið sem er hetjuskopleikur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.