Morgunblaðið - 14.10.2001, Síða 7

Morgunblaðið - 14.10.2001, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 B 7 rdb Öryggisþjónusta ehf. er fyrirtæki sem sérhæfir sig í öryggisráðgjöf og verndun ein- staklinga með lífvörðum. Fyrirtækið vinnur í samstarfi við marga þekkta alþjóðlega aðila, svo sem „The world-wide feder- ation of bodyguards“. Fyrirtækið mun standa fyrir námskeiði í lífvörslu á Spáni í nóvember næstkomandi. Reyndir kennarar, m.a. frá Noregi og Danmörku. Áhugasamir vinsamlegast skrái sig á heimasíðu okkar www.rdbprotection.com A.T.H.: Aldurstakmark á námskeiðið er 18 ár. Kennt verður á ensku. VÍNIÐ A Mano frá Púglíu á Suður-Ítalíu hefur áður verið til umræðu hér enda eitthvert mest heillandi vín sem rekið hefur á fjörur manns lengi, ekki síst þegar verðið er haft í huga. Það er því sérlega ánægjulegt að þetta vín skuli nú nýlega vera komið í reynslusölu. A Mano er sköpunarverk þeirra Mark Shannon og Elves- iu Sbalchiero. Hann er frá Kali- forníu, hún frá Friuli á Norður- Ítalíu og bæði höfðu þau unnið ár- um saman við framleiðslu og markaðssetningu á vínum er leiðir þeirra lágu saman. Þau féllu ekki bara hvort fyrir öðru heldur einnig fyrir Púglíu og ákváðu að framleiða þar vín er bæri af. Það hefur svo sannarlega tekist. A Mano 2000 er sneisafullt af rauðum og svörtum berjum, kirsuberjum, lakkrís, plómum, kryddi og jafnvel appelsínuberki. Yndislegt vín í alla staði og stórkostlega góð kaup á 1.090 krónur. Vín sem hentar með suður-evrópskum réttum, ekki síst þar sem mikið af kryddjurtum er notað og einnig pastaréttum. Annað forvitnilegt vín í reynslu er hið suður-afríska Fleur de Cap Merlot (1.190 kr.). Blýantur og reyk- ur eru hér ríkjandi, vínið nokkuð sýrumikið með kryddi og heitum jarðvegi. Steingrímur Sigurgeirsson Vín vikunnar A Mano Morgunblaðið/Jim Smart G læ si le g a r g ja fa vö ru r Hitakanna kr. 6.600 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14.                               

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.