Morgunblaðið - 14.10.2001, Page 8
Fylgst með
fornbílum
Mátti sjá gesti
koma sér nota-
lega fyrir í gras-
inu á milli mat-
artjaldanna.
Sprogø, eyjan undir Stórabeltisbrúnni sem tengir
Sjáland og Fjón, hefur nú verið opnuð almenningi,
segir berlingske.dk. Ferðamálaráð Korsør og Ny-
borg hafa tekið höndum saman ásamt Sund&Bælt
um að skipuleggja tvær hópferðir til Sprogø nú í
október (og eftir samkomulagi) en eyjan hefur ver-
ið lokuð almenningi um hríð og þar af leiðandi
sveipuð mikilli dulúð. Sprogø hefur verið í byggð frá
steinöld en tók ekki að gegna veigamiklu hlutverki
fyrr en á dögum Valdimars mikla, sem lét reisa þar
borg á 12. öld. Þrátt fyrir langt og forsögulegt hlut-
verk sitt virðist Sprogø einna þekktust fyrir að hafa
verið dvalarstaður „afvegaleiddra“ stúlkna frá 1923
til 1966 en á þeim árum var til siðs að senda ungar
konur, sem ekki hegðuðu sér í samræmi við við-
teknar venjur, þangað. Hvers konar „óþekkt“ var
um að ræða fylgir ekki sögunni, en launungin mun
hafa gefið ímyndunarafli margra lausan tauminn.
Ferðin til Sprogø er þriggja tíma löng og kostar
tæpar 2.500 krónur. Hægt er að fara með rútu eða
siglandi. Hópar geta sett sig í samband við ferða-
málaráð í Nyborg eða Korsø í vetur en miðað er við
að reglubundnar skoðunarferðir verði farnar til eyj-
arinnar í sumar, að sögn berlingske.dk.
Forsöguleg eyja sem geymdi
óþekkar ungar konur
MIKILL afsláttur er gefinn af gistingu á þekktum
hótelum í New York um þessar mundir, samkvæmt
travel-news.org. Eitt dæmið er Waldorf Astoria, þar
sem veruleg verðlækkun hefur verið gerð til þess
að glæða viðskiptin, í kölfar hryðjuverkanna í New
York. Herbergi í Art deco hluta hótelsins kosta nú
rúmar 23.000 krónur nóttin frá mánudegi til föstu-
dags og um 19.000 krónur um helgar. Verð á hót-
elherbergjum á Waldorf Astoria hefur farið upp í
tæpar 70.000 krónur nóttin á þessum árstíma.
Herbergi í Waldorf Towers, sem liggur að Astoria,
kostar að sama skapi rúmar 40.000 krónur nóttin
frá mánudegi til föstudags og rúmar 36.000 krón-
ur um helgar.
Gisting á Waldorf Astoria
á niðursettu verði
Þeir sem hafa áhuga á bókum og kvikmyndum
með sannsögulegu ívafi um síðari heimsstyrjöldina
þar sem leit að dulmálslyklum er veigamikill þáttur í
atburðarásinni ættu ekki að láta dulmálssafn Þjóð-
aröryggisstofnunar Bandaríkjanna í Fort Meade í
Maryland framhjá sér fara.
Á safninu er að finna ýmsa gripi og upplýsingar
um dulmálsráðningu og dulmálsgerð, allt frá 18. öld
til vorra daga, meðal annars ENIGMA dulmálsvél
Þjóðverja og PURPLE dulmál Japana, sem leyni-
þjónustu Bandamanna tókst að ráða í heimsstyrj-
öldinni síðari. Á safninu er að finna upprunalega
ENIGMA vél sem gestir mega prófa og einnig gefur
að líta vél- og tæknibúnað sem notaður er í nútíman-
um til þess að vernda tölvubúnað og samskiptaleiðir
Bandaríkjamanna.
Safnið er lokað í bili en þeir sem vilja fylgjast með
opnunartíma geta hringt í síma 00-1-301-688-5849.
Safn um dulmálsráðningu og
dulmálsgerð í Fort Meade
UM 18 milljónir manna fara ár-
lega um Kaupmannahafnarflug-
völl, Kastrup, og í hverjum þeirra
býr hugsanlegur kaupandi.
„Sýndu mér í pokann og ég skal
segja þér hvaðan þú ert,“ segir
berlingske.dk. „Ef matur er í pok-
anum ertu Norðmaður, ef það er
tækjabúnaður ertu Dani og ef um
er að ræða tískufatnað ertu senni-
lega frá Suður-Evrópu.“
Asíbúar sýna verslunum með
skandinavíska hönnun mestan
áhuga, svo og varningi frá Royal
Copenhagen, segir ennfremur.
Danir í innanlandsflugi stoppa
að jafnaði um 40 mínútur í flug-
stöðinni og nota 48,3% tímans til
þess að versla. Útlendir ferðalang-
ar dvelja að meðaltali í klukkutíma
og tíu mínútur og nota 44% tæki-
færið til innkaupa á meðan. Á
Kaupmannahafnarflugvelli er
grannt fylgst með innkaupum við-
skiptavina, sem stjórnendur flug-
vallarins telja lykilinn að vel-
gengni verslananna og ánægju
flugvallargesta. „Það er jafnframt
ein helsta ástæða þess að flugvöll-
urinn hefur verið valinn sá besti í
heimi af farþegum samkvæmt
könnun IATA, þrjú ár í röð,“ segir
berlingske.dk og hefur eftir Alan
Bork, einum yfirmanna flugvallar-
ins, að galdurinn felist í réttri
blöndu af verslunum á réttum
stöðum með tilliti til farþega-
straumsins.
„Tveir þriðju farþeganna eru í
viðskiptaferð og versla á tvenns
konar máta. Annars vegar eru inn-
kaup á vörum sem undanþegnar
eru skatti, sem ákveðin eru með
fyrirvara. Hins vegar er um að
ræða snyrtivörur eftir innkaupa-
lista að heiman. Við þetta má bæta
skyndikaupum, sem gerð eru á víð
og dreif í flugstöðinni og sýna mis-
munandi hegðunarmynstur, ólíkra
þjóða,“ segir Bork en 70–80% við-
skiptaferðalanga eru karlmenn.
Skartgripir gerðir eftir þekkt-
um fornminjum eru talsvert vin-
sælir á Kastrup og munu eftir-
gerðir víkingaskipa njóta mikillar
hylli hjá Bandaríkjamönnum, þótt
þær séu strangt til tek-
ið ekki byggðar á til-
tekinni fyrirmynd.
„Bandaríkjamenn hafa
ekki mikinn áhuga á
tollfrjálsum varningi,
hann einskorðast við
Evrópubúa og íbúa
Austur-Asíu. Fyrir fá-
einum árum sýndu
Bandaríkjamenn versl-
un með sængur mikinn
áhuga, sem breyttist
um leið og sams konar
sængur tóku að fást í
heimalandinu.
Skömmu síðar var
þeirri verslun hætt,“
segir Bork ennfremur.
Vinsælustu gjafa-
vörur sumarsins voru
úr með púlsmæli frá
Nike, sem voru „rifin
út“, skokkfatnaður, La
Coste-peysur og golf-
jakkar. Mest selda var-
an í augnablikinu er
talandi stuttermabolur
sem býður góðan dag á átta tungu-
málum.
Í flughöfninni eru 49 sérversl-
anir á 5.000 fermetrum sem sam-
tals veltu tæpum 15 milljörðum á
síðasta ári, að sögn berlingske.dk.
Innkaupapokinn getur komið
upp um þjóðerni manns
Rúmlega 18 milljónir manna fara um Kastrup-
flugvöll árlega.
Vörur frá Royal Copenhagen eru
vinsælar meðal Asíubúa.
Reuters
BHÚTAN í Himalaja-fjöllum
liggur milli Tíbet, Kína og Ind-
lands og hefur verið kallað land
friðsama þrumudrekans, lifandi
aldingarður og síðasta jarð-
neska paradísin. Ferðaþjónusta
Bhútan lýtur ströngum lögmál-
um og einungis 7.500 gestir fá
að heimsækja landið á ári
hverju. Skipuleggja verður
ferðalagið fyrirfram og hver
nótt í landinu kostar rúmar
20.000 krónur með öllu, sam-
kvæmt ferðablaði The Sunday
Times. Íbúum Bhútan er ætlað
lögum samkvæmt, að klæðast
þjóðbúningi dag hvern, karl-
mennirnir köflóttri ullarkápu
með hvítum manséttum og kon-
urnar skósíðu pilsi. Þeir sem
óhlýðnast eiga á hættu sekt og
jafnvel vikulangt fangelsi. Eina
verndarsvæði heimsins ætlað
snjómanninum ógurlega, jeti, er
í Bhútan. Komi maður auga á
jeta, er dauðsfall yfirvofandi í
fjölskyldunni, samkvæmt trú
heimamanna. Dýrlingur nokkur
á 18. öld, Drukpa Kunley, gerði
reðurinn að ímynd yfirnáttúru-
legrar gæsku og því má sjá
phallus-tákn hangandi á þak-
skeggjum og máluð á veggi.
Bhútan er þekkt meðal frí-
merkjasafnara fyrir þríhyrnd
frímerki, frímerki úr silki og
járni sem og röð frímerkja til-
einkaða snjómanninum jeta.
Í Bhútan er auk þess hæsti
ósnortni fjallstindur heims,
Gankar Punsum, 7.239 metrar,
sem aldrei hefur verið klifinn.
Fræg eru ummæli kóngs
Bhútan, Jigme Sangye Wang-
chuk, verg þjóðarframleiðsla
skiptir minna máli en verg þjóð-
arhamingja.
Heimasíða: www.bootan.com
Verg þjóðarham-
ingja æðri vergri
þjóðarframleiðslu
Reuters
Taktsang-klaustur, í 3.000 metra hæð, í grennd við Paro í Bhutan.
TÍU þúsund lesendur ferða-
blaðsins Traveller eru sammála
um að besta hótel veraldar sé að
finna á eynni Langkawi í Malas-
íu, samkvæmt netavisen.no. Al
Bustan höllin í Óman hefur verið
fremsta hótel heims að mati um-
ræddra lesenda undanfarin ár,
en hefur nú fallið í 26. sæti. Dýr-
asta hótel veraldar, Burj Al
Arab í Dubai, kemst ekki á
listann og er talið að hátt her-
bergisverð eigi sinn þátt í því, en
nóttin kostar rúmar 110.000
krónur. Malasíska hótelið nefn-
ist Datai og stendur á eynni
Langkawi skammt undan vest-
urströnd Malasíu (norður af
Penang). Innan seilingar frá hót-
elinu eru jafnframt regnskógur
og löng einkaströnd. Umrætt
hótel er hluti af pakkaferðum í
Noregi (hjá Wikström Rejser),
þótt ótrúlegt megi telja, og kost-
ar nóttin fyrir tveggja manna
herbergi tæpar 39.000 krónur.
Flest bestu hótelanna eru í
Asíu, segir netavisen.no, en ekk-
ert innan Norðurlandanna.
Næstvinsælasta hótelið er
Arts hótelið í Barcelona, í þriðja
sæti er Four Seasons í New
York, Shangri-La í Bangkok í
fjórða sæti, Le Saint Gerain á
Máritíus í því fimmta, Jumerah
Beach í Dubai í því sjötta, Mand-
arin Oriental Hyde Park í Lond-
on í sjöunda sæti, Four Seasons
Resort á Balí í áttunda sæti, So-
neva Fushi á Maldív-eyjum í ní-
unda sæti og Ritz-Carlton Mil-
lenia í Singapore í því tíunda.
Heimsins besta hótel í Malasíu
Reuters
Flest bestu hótela heims eru í Asíu, að mati lesenda Traveller.