Morgunblaðið - 14.10.2001, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 B 11
ferðalög
VÍETNAM OG TAÍLAND
Samvinnuferðir-Landsýn bjóða upp á
lúxusferð til Taílands 20. janúar til 4.
febrúar. Flogið er frá Keflavík 20.
janúar gegnum Kaupmannahöfn og
komið til Bangkok í Taílandi um kaffi-
leytið næsta dag. Hinn 24. janúar er
flogið frá Bangkok til Hanoi í Víet-
nam. Boðið er upp á skoðunarferð
um Hanoi, ferð til Ha Long flóa sem
er á skrá Sameinuðu þjóðanna yfir
helstu náttúrugersemar í heimi. Fló-
inn er yfir 4.000 ferkílómetrar að
stærð og yfir 3.000 sker og kalk-
steinseyjar fylla hann. Einnig er dval-
ið við Nha Trang, vinsælustu bað-
strönd í Víetnam og farið til Dalat,
sem er tilkomumikill dvalarstaður
keisara til forna og brúðhjóna nú á
dögum. Ferðin endar svo í Saigon þar
sem margt er að sjá og skoða. Hægt
er að framlengja ferðina frá 4.-9.
febrúar og er þá gist á lúxushóteli á
baðströndinni Hua Hin. Verð á mann
í tvíbýli er 259.000 krónur með
framlengingu og innifalið í verði er
flug, hótel, morgunverður, akstur í
skoðunarferðum, hádegisverður þar
sem það er tekið fram, enskumæl-
andi leiðsögumaður á hverjum stað,
íslenskur fararstjóri, Svavar Lár-
usson, aðgangseyrir, bátsferðir, inn-
anlandsflug frá Hanoi til Nha Trang
og flugvallaskattar og föst gjöld.
Lágmarksþátttaka er 20 manns.
Reuters
Die Hackeschen Höfe, Ros-
enthalerstrasse 40-41/
Sophienstrasse 6 http://
www.hackeschehoefe.com
Die Sophie-Gips-Höfe, Sophi-
enstrasse 21/ Gipsstrasse 12
Barcomi’s, Sophienstrasse 21,
Sophie Gips Höfe, 2. Hof, opið
alla daga frá 9–22 og frá 10–22
á sunnud.
Die Heckmann-Höfe, Or-
anienburgerstrasse 32.
armenn birtust umsvifalaust og
fjarlægðu bílinn. Ég skemmti mér
konunglega og hef bara ekki áttað
mig á því hingað til, þótt ég hafi
séð formúlu eitt í sjónvarpinu, hvað
bílarnir aka í rauninni hratt. Þeir
þjóta framhjá á þvílíkum hraða að
vart er hægt að ná þeim á filmu.
Eða hávaðinn þegar þeir þutu hjá.
Ég tók eftir að margir voru með
eyrnatappa í eyrunum. Allt bók-
staflega iðaði af lífi og mátti sjá
gesti koma sér notalega fyrir gras-
inu á milli matartjaldanna með
börnin á meðan aðrir stóðu í þyrp-
ingu við brautina og horfðu á
hverja keppnina á fætur annarri.
Þarna mátti sjá marga þekkta
menn eins og þá Stirling Moss á
Jaguar MkVII, Derek Bell og
Grant Williams á Jaguar Mk I og
Gerry Marshall á Lotus Cortina.
Grand Prix-stjarnan Johnny Her-
bert var einnig mætt á pínulitlum
Mini Cooper og hvert sem litið var
voru þeir flottustu bílar sem ég hef
séð. Þarna voru allar tegundir
sport- og kappakstursbíla, sem rað-
að var upp á sérstökum sýning-
arstæðum og margir þeirra fágætir
eins og Cooper 500cc, Ferrari 750
Monza, Ferrari 250GTO G4, Ferr-
ari 246 Dino, Ferrari 246S Dino,
Jaguar CUT 7 Lotus-Climax 16,
Porsche 904 GTS, Healey Silver-
stone, Mercedes-Benz 300 SLS og
Ford GT40.
Á milli bílanna mátti sjá gömul
mótorhjól sem voru algjörar perl-
ur. Elstu hjólin sem kepptu í Len-
nox-bikarkeppninni voru AJS E95
Porcupine og Matchless G45 frá
árinu 1954 en yngstu hjólin voru
frá árinu 1967. Öll eru hjólin safn-
gripir og ber þá hæst BMW RS frá
1956, Moto Guzzi, Matchless G45,
MV Agusta 500/4, Manx, Norton,
Aermacchi og McIntyre G50. Þarna
voru mótorhjól með hliðarvögnum
frá stríðsárunum og eigendurnir í
tilheyrandi fornhjólagalla, sem setti
punktinn yfir i-ið. Að ganga á milli
hjólanna í sólinni með þrumandi
hávaðann frá keppnisbrautinni var
skemmtileg upplifun sem ég hefði
ekki viljað missa af.
Cooper-bílaveisla
Alla helgina mátti horfa á þekkt
fólk sýna eða keppa á gömlum
kappaksturbílum sínum. Sérstök
minningarathöfn var um John
Cooper og föður hans sem voru
hönnuðir og smiðir Cooperbílanna.
Þeim til heiðurs voru yfir helgina
meira en 50 Cooperbílar til sýnis
og á sunnudag var sérstakur kapp-
akstur þar sem eingöngu kepptu
Cooperbílar. Þeir feðgar létu eftir
sig marga fágæta bíla eins og pion-
eer-útgáfuna frá 1950 af Cooper-
JAP 500cc, Cooper Monaco-Chevr-
olet T61M og Cooper – Bristol Mk2
T23. Það var fróðlegt að ganga um
milli bílanna og sjá hvað þeir voru
mismunandi útlits og með ólíkan
karakter. Margar raðir af æðisleg-
um kappakstursbílum, sportbílum,
eðalvögnum og einn gamall „töff,
töff á teinahjólum“ sem reyndar
var til sölu fyrir slikk.
Þetta árið voru sérstaklega til
sýnis 11 eintök af Jaguar E-gerð,
sem hélt upp á 40 ára afmælið í ár.
Þeir gestir sem komu á bílum eldri
en frá árinu 1966 fengu að leggja
bílunum sínum inni á sýningar-
svæðinu og þeir sem komu á Jagu-
ar E eða Ford fengu frítt inn og
bílarnir þeirra jafnvel settir í heið-
ursstæði, enda fáséðir nú til dags.
Elsti E-bíllinn á sýningunni var frá
árinu 1960 en það var Jaguar VKV
752. Á sýningarsvæðinu var 21
Jaguar E-bíll til sýnis og sá yngsti
var 4868 WK-týpa, árgerð 1964. Er
ekki laust við að bílaáhugi minn og
þekking hafi aukist til muna og eitt
er víst að ég mun ekki sleppa tæki-
færi til að fara aftur á kappakstur.
Í Goodwood er margt hægt að
gera sér til skemmtunar. Þar er
starfræktur flugskóli árið um kring
þar sem bæði er hægt að læra að
fljúga eða kaupa sér mislöng útsýn-
isflug yfir skógivaxið landið og allt
niður að strönd ef fólk vill. Þarna
er allt fyrir alla og ekki gleymast
börnin því tívolí er starfrækt með
mörgum skemmtilegum leiktækj-
um, ásamt gokartbraut og bíla-
tækjum af mörgum gerðum. Forn-
bílaformúlan er því kjörin alhliða
skemmtun og útivist fyrir alla fjöl-
skylduna og ógleymanleg upplifun.
ungra listamanna upp úr 1990, en
þýski leikstjórinn Wim Wenders
hafði áður notað bakgarðana sem
sviðsmynd í mynd sinni „Himmel
über Berlin“ í kringum 1987. Hafist
var handa við endurnýjun Hack-
esche Höfe stuttu eftir fall múrsins
og árið 1996 var lögð lokahönd á þá
vinnu.
Fatahönnuðir og handverksmenn
Í næsta garði er til að mynda fal-
leg bókaverslun sem sérhæfir sig í
ýmiss konar listaverkabókum og
býður upp á skemmtilegt úrval póst-
korta auk þess að hafa á boðstólum
fjölbreytt úrval bóka og korta um
Berlín og Þýskaland. Eftir því sem
innar dregur (fjær götunni) verður
andrúmsloftið rólegra, enda íbúðir á
efri hæðum sumra húsanna. Garður
fjögur er kenndur við brunninn sem
stendur í miðju hans, en í litlum
verslunum eru fatahönnuðir og
handverksmenn við iðju sína og
bjóða vörur sínar jafnframt til kaups.
Ekki er nauðsynlegt að feta sig í
gegnum alla húsagarðana til baka að
innganginum við Rosenthalerstrasse
til að sleppa úr þessu völundarhúsi
heldur er annar inngangur frá 6.
garðinum við Sophienstrasse.
Ef genginn er smá spölur eftir
Sophienstrasse í norðurátt er fljót-
lega að finna á hægri hönd húsa-
garðasamstæðuna „Sophie Gips
Höfe“ við Sophienstrasse 21. Þrír
húsagarðar tengja þar saman Sophi-
enstrasse og Gipsstrasse. Í garðin-
um í miðið er meðal annars að finna
bandaríska kaffihúsið „Barcomi’s“
sem býður upp á glæsilegar tertur og
brownies, beyglur og úrval smárétta
auk gæðakaffis og fleira góðgætis.
Sökum vinsælda er auðveldara að fá
borð á virkum dögum en um helgar.
„Heckmann Höfe“ við Oranienbur-
gerstrasse samanstendur einnig af
huggulegum húsagörðum sem hafa
að geyma verslanir af ýmsu tagi,
veitingastaði, kaffihús og fleira, en ef
gengið er í gegnum garða Heckmann
Höfe lýkur ferðinni á Auguststrasse.
Goodwood
Festival of Speed
Revival Meeting
Goodwood Circuit
Chichester,
West-Sussex
PO18 OPX
Netfang:
enquiries@goodwood.co.uk
Símar: 01243-755000 og
01243- 755057.
Fyrir þá sem vilja nánari upplýs-
ingar um ársdagskrá Goodwo-
od í mótorsporti er bent á net-
slóðina: www.goodwood.co.uk
Kappakstursheimasíður British
Motor Racing Circuits sem vert
er að skoða.
Þar er hægt að finna allar kapp-
akstursbrautir í Bretlandi á
korti ásamt ýtarlegum upplýs-
ingum og myndum um allar
gerðir keppnisbíla.
http://www.bmrc.co.uk/
http://www.hewett.nor-
folk.sch.uk/CURRIC/
techweb/epscweb/rlinks.htm
Gregor Fisken-fornbílasalan er
með myndir af öllum bílum sem
eru á skrá.
Slóðin er: www.gregorfisk-
en.com
Netfang: cars@gregorfisk-
en.com
14 Queens Gate Place Mews
London
SW7 5BQ
Sími: 02075-843503.
ku óðalssetri
GÖNGUFERÐIR Á
BRETLANDSEYJUM
Íbúar Bretlandseyja eru 56 milljónir
talsins og 600 íbúar á hverja 2,6 fer-
kílómetra, að meðaltali. Þrátt fyrir
mannmergð er Bretland hins vegar
ákjósanlegt til gönguferða og nú hefur
Lonely Planet gefið út sérstaka hand-
bók um fyrir göngugarpa sem nefnist
Gengið á Bretlandseyjum, eða Walking
in Britain. Í bókinni er að finna allt sem
göngumaðurinn er sagður þurfa að
vita, í meðfærilegu broti upp á 560
blaðsíður, hvort sem maður er á hött-
unum eftir nokkurra daga göngu í
óbyggðum eða rólegum spássitúr um
sparilegar sveitir.
Bókin hefst á staðreyndum um Bret-
land og upplýsingum fyrir göngu-
manninn. Þar á eftir fara kaflar sem
skipt er eftir landsvæðum með yfir 60
gönguleiðum, hugmyndum um ferða-
tilhögun og gistingu og nákvæmum
kortum. Sem dæmi um landsvæði sem
gerð eru skil eru Vatnahéruðin á Norð-
ur-Englandi og óbyggðir norðvest-
urhluta Skotlands.
Sjá: www.lonelyplanet.com
Bílaleigubílar
Sumarhús
í Danmörku
Ódýrari bílaleigubílar
fyrir Íslendinga
Bílar frá dkr. 1.845 á viku.
Innifalið í verði: ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar. (Allt nema bensín og
afgr.gjöld á flugvöllum.)
Aðrir litlir og stórir bílar,
minibus og rútur.
Sumarhús og íbúðir.
GSM- símakort
með dönsku símanúmeri.
Nú einnig bílaleigubílar frá
Kaupmannahöfn og Hamborg sem
má aka um Austur-Evrópu.
Heimasíðan, www.fylkir.is
fjölbreyttar upplýsingar.
Fylkir Ágústsson
Fylkir — Bílaleiga ehf.
Sími 456 3745
Netfang fylkirag@snerpa.is .
Heimasíða www.fylkir.is .
ALEX BÍLAHÚSIÐ VIÐ LEIFSSTÖÐ
BÓNSTÖÐ-INNIGEYMSLA
Uppl. síma 421 2800 Vefsíða www.alex.is
Happdrætti Hjartaverndar sími 535 1825.
Einnig er hægt að panta miða í gegnum tölvupóst á happ@hjarta.is
Greiðslu- og gírókortaþjónusta
Sendum um land allt
Stuðningur þinn skiptir máli
HJARTAVERND
OD
DI
HF
-H
20
18