Morgunblaðið - 14.10.2001, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 B 15
bílar
HVER eru áhrif bílamengunar á
heilsufar, ef litið er burt frá minni-
háttar óþægindum eins og sviða í
augum eða særindum í hálsi?
Rannsóknir á skammtímaáhrifum
mengunar hafa leitt í ljós að tengsl
eru á milli mengunarstigs og þátta
á borð við erfiðleika við öndun og
fleiri heimsókna til heimilislækn-
isins.
Langtímaáhrifin ekki ljós
Þegar að langtímaáhrifunum
kemur eru vísindamenn hins vegar
ekki á einu máli, sem má rekja til
þess að enn hefur ekki tekist að
safna nægum upplýsingum um
hvað gerist í mannslíkamanum á
löngu tímabili. Það eina sem menn
eru nokkurn veginn sammála um
er, að þótt mengandi útblástur sé í
öllum tilvikum óæskilegur er hann
ekki eins skaðlegur og áhrif tób-
aks og áfengis, sem leggja á ári
hverju gífurlegan fjölda að velli.
Bílaiðnaðinum hefur á tiltölu-
lega skömmum tíma tekist að
draga allverulega úr mengandi út-
blæstri. Reyndar tala tölurnar
sínu máli, en eins og sjá má hefur
dregið meira en hundraðfalt úr
bílamengun á sl. þremur áratug-
um. Taflan er fengin frá bílafram-
leiðandanum Renault.
!"
# " "
"
!"
# " "
"
$ "" %""
&'
"
&(
!"
# )
"
!"
# %*+,
!"
# )
"
!"
# )
"
!"
# )
"
!"
# )
"
!"
# )
" *&%*+,
-..
%
, &
)/
, &
)/
!"#
!"#
$ % & !'
&
!'
& ( )
!#
*
!' !# %+ )
, &
$
) -
+
.
*
(.
001
231
4%
51
67
8
275
37
61
6398
95
:93
30
6
98
693
293
198:
/0
/123
/4
/125
//
/166
/1
/117
!8+
/115
(9
!8+
/5)
033/
Stöðugt minni mengun
EIN af þeim tækninýjungum
sem eiga eftir að setja mark
sitt á bílaframleiðslu á næstu
árum er sex þrepa sjálfskipt-
ing ZF Friedrichshafen, sem
kynnt var í nýjum BMW 7 í
Frankfurt á dögunum. Gírkass-
inn, sem kallast 6HP26, er
tengdur við nýja línu V8 véla
frá BMW, en ljóst þykir að
fleiri framleiðendur muni inn-
an tíðar njóta góðs af þessari
tækninýjung.
Þetta er fyrsta sex þrepa
sjálfskiptingin í fólksbíla sem
fram hefur komið. Hún var
þróuð í nánu samstarfi við
BMW, en ZF Friedrichshafen
hefur um langa tíð smíðað
sjálfskiptingar fyrir fyrirtækið.
6HP26 er líka fyrsta sjálf-
skiptingin með innbyggðri, rafrænni
skiptingu, sem var úrslitaatriði fyrir
BMW því slíkur búnaður gerir kleift
að stjórna skiptingunni alfarið með
tökkum í stýrinu. Þetta sparar rými
milli framsætanna, þar sem BMW
hefur komið fyrir hinum bylting-
arkennda i-Drive stjórnbúnaði, þar
sem öllum mikilvægustu aðgerðum
er stjórnað frá einum snúningsrofa.
ZF Friedrichshafen hóf framleiðslu
á sjálfskiptingunni í júlí sl. og hyggst
þróa búnaðinn fyrir aðrar gerðir bíla,
þ.á m. millistærðarbíla. Skiptingin
eykur sparneytni BMW 7 um 5-7%,
að mati ZF Friedrichshafen. Um leið
bætir hún hröðun bílsins úr kyrr-
stöðu í 100 km/klst. um 2-5%. Gír-
kassinn er 89 kg að þyngd, 13% létt-
ari en fimm þrepa gírkassi
fyrirtækisins.
Hann er líka með 30% færri hluti
en fimm þrepa kassinn og mun minni
umfangs. Gírkassinn er með svokall-
aðan Stand-by-Control-búnað, sem
aftengir vélina frá drifrásinni þegar
bíllinn er kyrrstæður.
Sex þrepa sjálfskipting í BMW 7
MONSOON
MAKE-UP
MONSOON
MAKE-UPLITIR SEM LÍFGA
Nýir litir
á Íslandi
Lifandi litir frá Monsoon....
.....fyrir þig
Útsölustaðir:
Snyrtistofan Björt, Bæjarhrauni 2.
Hringbrautar Apótek.
Borgar Apótek.
Snyrtivörudeild Hagkaupa: Kringlunni,
Smáratorgi, Spönginni, Akureyri.
Debenhams.
Dreifing Solvin7, sími 899 2947.
Bankastræti 3,
sími 551 3635
Póstkröfusendum
Lífrænar jurtasnyrtivörur
24 stunda dag- og næturkrem
BIODROGA