Morgunblaðið - 14.10.2001, Side 17

Morgunblaðið - 14.10.2001, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 B 17 bílar  FJÖLDI mikið breyttra jeppa var sýndur á jeppasýningu Ferðaklúbbs- ins 4x4 í Laugardalshöll í síðustu viku. Allir helstu jeppar landsins voru þar samankomnir en lítil að- sókn olli engu að síður skipuleggj- endum sýningarinnar vonbrigðum. Hér verður skýrt í máli og myndum frá nokkrum bílum sem vöktu at- hygli á sýningunni. Þessi Toyota 4Runner ætti að duga vel á fjöllum þar sem hann er léttur, aflmikill og með lágan þyngdarpunkt. Bílnum breytti Pétur Smára- son. Hann er á gormum að framan og loftpúðum að aft- an og Koni-dempurum. Raf- magnsdriflæsingar eru að framan og aftan. Undirvagn bílsins hefur verið lengdur og hækkaður. Samtals er lengd á milli hjóla 314 cm. Fram- hásing var færð fram um 20 cm og afturhásing færð aftur um 30 cm og undirvagninn hækkaður um 6 cm. Vélarhlíf og frambretti voru lengd um 20 cm. Morgunblaðið/Árni Sæberg Einhver furðulegasta smíðin á sýningunni var án efa Hrollur. Þetta er samsetningur úr fjölda bíla og útkoman er eftir því sem næst verður komist árgerðir 1953 til 1983. Lýsingin á þessum bíl er skrautleg. Framstykkið er af Jeepster árgerð 1973, sem fannst í skafli á Kirkjubóli í Norðfirði, pallurinn er karfa af Willis árgerð 1965, sem var fyrsti jeppinn sem eig- andinn, Þórir Gíslason, eignaðist. Toppurinn er hins vegar af Land Rover árgerð 1964 sem Ræktunarsambandið á Héraði var búið að henda. Sæti eru úr Cherokee og Scout en rúðuþurrkurnar úr Volvo. Rúðuupphalarar eru úr Lödu, Opel og Mazda. Vélin er 6.200 cc úr Chevrolet en gírkassinn, fjögurra gíra með lágum 1. gír úr Chevrolet vörubíl árgerð 1953. Það er ljóst að það þarf mikið hugvit og smíðakunnáttu til að gera nothæfan bíl úr svona samsetningi og það virðist Þórir Gíslason hafa gert. Þessir tveir öflugu pallbílar voru sýndir hlið við hlið. Sá lengra frá á myndinni er Jeep Comanche árgerð 1988-2001 með Chevrolet 350 vél, 360 hestafla. Hann er sjálfskiptur með milligír frá Rennismiðju Ægis. Framhásing er úr Land Cruiser en afturhásing úr Ford. Hann er með úr- hleypingarbúnaði út í hjól. Eigandi er Karl L. Jóhannsson. Sá nær á mynd- inni er Toyota Hilux 1988 með Buick 455 vél, 350 hestafla og 698 Nm togi. Hann er sjálfskiptur með gorm- um að framan og aftan. Undirvagn og yfirbygging hefur verið hækkuð og til að létta bílinn er hann með álpall og plasthúdd. Eigendur eru Davíð Ólafs- son og Svava Hrafnsdóttir. Ýktur vakti mikla athygli fyrir utan sýningarhöllina. Þetta er Land Rover árgerð 1973 sem var skorinn í sundur eftir miðju og breikkaður um 25 sentimetra. Annars er búnaðurinn úr ýmsum áttum. Vélin er Ford 400 cu og skiptingin einnig frá Ford. Millikassinn er Borg Warner 1356, framhásing Dana 44, NoSpin og afturhásing Dana 60 semifloat, mjókkuð, breytt í sex gata. Bíllinn er á loft- púðafjöðrun og á 44 Super Swamper á 18,5 breiðum felgum. Eigandi bílsins er Bjarni Gunnarsson. Jeppasýning 4x4 FYRIRTÆKIÐ Vélaland hefur flutt starfsemi sína í Dverghöfða, við hlið Bílabúðar Benna, úr Skeifunni og jafnframt hafa MD Vélar verið sam- einaðar fyrirtækinu. MD Vélar selja Mitsubishi dísilvélar og rafstöðvar og þjónusta og annast auk þess viðgerðir á all- flestum tegundum dís- ilvéla. Framkvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis er Lúðvík Matthíasson, sem lengi starfaði hjá Bílanausti. Eftir samein- inguna starfa 20 manns hjá fyrirtækinu. Með sameiningunni bættist jafn- framt við tækjabúnað fyrirtækisins sem er nú komið með jafnvæging- arbekk fyrir hverfla í forþjöppum og fleiri hluti sem þurfa að vera í ná- kvæmu jafnvægi svo ekki myndist titringur. Með samrunanum eykst einnig varahlutaframboð Vélalands. Fyrirtækinu er skipt upp í þrjár meg- indeildir, þ.e. skipadeild, bifreiðadeild og vara- hlutaverslun. Lúðvík segir að stærsti hluti starfseminnar sé þjón- usta við fyrirtæki, en jafnframt er nú boðið upp á breiðari þjónustu fyrir almenna bílaeig- endur, þ.á m. smurþjón- ustu. Kennimerki Vélalands er Formula Ford kapp- akstursbíll sem hangir í lofti verk- stæðisins. Þetta er eini sérsmíðaði kappakstursbíllinn í landinu. Hann er með 1600 rsm vél og allur ný- uppgerður. Morgunblaðið/Golli Eini kappakstursbíllinn á landinu hangir í lofti Vélalands. Með sameiningunni hefur Vélaland yfir að ráða fullkomnum jafn- vægingarbekk. Vélaland og MD vélar sameinast FLJÓT OG ÖRUGG SÉRPÖNTUNARÞJÓNUSTA ÚTVEGUM NÝJA SEM NOTAÐA VARAHLUTI Í ALLA AMERÍSKA BÍLA MEÐ HRAÐI.... - Tangarhöfða 2 - sími 567 1650 - www.bilabudrabba.is - Hrei nsum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.