Morgunblaðið - 14.10.2001, Page 22
22 B SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
bíó
ALLT frá því að hún hélt vest-ur um haf hefur Kidman leik-ið í vandaðri myndum en al-
mennt gengur og gerist í því vísa
landi.
Kidman og fyrrum eiginmaður
hennar Tom Cruise hafa löngum
þótt ein glæsilegustu leikarahjón í
Hollywood. Því er skemmst að
minnast að frægðarsól leikkonunn-
ar Demi Moore hneig til viðar eftir
að hún skildi við bónda sinn Bruce
Willis. Kidman er mun fjölhæfari
leikkona en Moore og hefur verið
djarfari í hlutverkavali. Ber þar að
nefna myndina Portrait of a Lady
sem Jane Campion gerði eftir
skáldsögu eftir Henry James svo að
ekki sé minnst á leik hennar í leik-
ritinu Bláa herberginu sem samið
var eftir skáldsögu eftir Arthur
Schnitzler. Segja má að Rauða
myllan sé eins konar prófsteinn hjá
Nicole Kidman. Nú reynir á hvern-
ig hún spjarar sig án þess að vera
betri helmingurinn af einu tignar-
legasta leikarapari í seinni tíð.
Kidman telst til leikara á borð við
Spencer Tracy og Edward G. Rob-
inson sem geta brugðið sér í allra
kvikinda líki án þess að breyta útlit-
inu sem nokkru nemur. Leikkonan
hefur tamið sér vandaðan og
áreynslulausan leikstíl svo að sumir
gagnrýnendur hafa ekki alltaf lofað
frammistöðu hennar sem skyldi.
Segja má að hún sé einn af þeim
leikurum sem hverfa inn í hlutverk-
ið og láta sögupersónuna ráða ferð
fremur en minna á sjálfan sig.
Kidman er fædd á Hawaii árið
1967. Hún lék fyrst í kvikmynd
fjórtán ára að aldri. Leikkonan
vakti athygli vestanhafs í spennu-
myndinni Dead Calm. Sú mynd var
eins konar áströlsk lesning á fyrstu
mynd eftir Polanski í fullri lengd,
Hnífi í vatninu. Sagan gerist um
borð í báti og þurfti Kidman að
bera myndina uppi ásamt tveimur
karlleikurum.
Rallísport með Tom Cruise
Kidman hélt vestur um haf og lék
í nokkrum Hollywood-myndum,
þar á meðal myndinni Days of
Thunder. Tom Cruise lék ökuþór
sem keyrir kappakstursbíl í nær
hverju atriði og hélt sannfærandi á
stýri. Þótt einn virtasti handrits-
höfundur Ameríkumanna, Robert
Towne, hafi verið skrifaður fyrir
handritinu var myndin hálfgerður
„knaldroman“ og ámóta skemmti-
leg og að horfa á kappakstur. Þótt
Kidman hefði fremur lítið að gera í
myndinni slapp hún skammlaust
frá henni og fékk Cruise í kaup-
bæti.
Kidman lék aftur með eigin-
manninum í myndinni Far and
Away. Þar segir frá írskum inn-
flytjendum sem koma til Banda-
ríkjanna í von um betra líf. Myndin
var af gamla skólanum og féll ekki í
kramið hjá áhorfendum. Kidman
stóð þó fyrir sínu að vanda.
Segja má að Kidman hafi leikið í
vönduðum en ekki klassískum
myndum. Nicole Kidman er góð
gamanmyndaleikkona eins og hún
sýndi og sannaði í myndinni To Die
For eftir Gus Van Sant. To Die For
er með fáum myndum þar sem Kid-
man hefur fengið að sýna hvað í
henni býr. Þá lék hún á móti
Söndru Bullock í myndinni Practi-
cal Magic. Kidman stóð sig með
prýði og Bullock var hress að vanda
þótt höfundar myndarinnar væru
bersýnilega litlir galdramenn. Þó
hlýtur versta mynd sem Kidman
hefur lagt nafn sitt við að vera Bat-
man Forever. Sú mynd var lítið
annað en langdregin tískusýning og
hefur Leðurblökumaðurinn mátt
muna sinn fífil fegri. Þótt Kidman
hafi leikið í nokkrum afleitum
myndum hefur hún aldrei leikið illa.
Leikkonan hefur haldið uppi með-
almyndum á borð við Malice og The
Peacemaker þótt handritshöfund-
arrnir hafi ekki látið hana hafa mik-
ið að moða úr.
Frægasta mynd með þeim hjóna-
kornum hlýtur þó að vera svana-
söngur Stanleys Kubricks, Með
gallokuð augu (Eyes Wide Shut).
Leikstjórinn var óralengi að taka
myndina. Segir sagan að Kubrick
hafi ekki náð að ljúka við hana sem
skyldi áður en hann féll frá. Þrátt
fyrir góða spretti og vandað hand-
rit eftir Frederic Raphael átti ekki
fyrir Kubrick að liggja að gera eró-
tíska mynd. Þó er mun meiri fengur
í gallaðri mynd eftir Kubrick en
sléttri og felldri eftir minni spá-
menn.
Kidman hlaut mikið umtal eftir
að hún kvæntist Cruise en harla
ólíklegt er að hún falli í gleymsk-
unnar dá eftir að hjónabandið rann
út í sandinn. Sannast sagna hafa
þessari fjölhæfu leikkonu ekki boð-
ist nógu bitastæð hlutverk. Óskandi
væri að bíóvinir fengu að sjá hana í
myndum á næstu misserum þar
sem Leðublökumaðurinn og
Sandra Bullock eru hvergi nærri
því að ekki er loku fyrir það skotið
að Nicole Kidman gæti orðið með
lífseigari leikkonum í Hollywood
þar sem gærdagurinn virðist lengst
aftan í forneskju.
Rauða ljónið
Ástralska leikkonan Nicole Kidman hefur verið með
virtari leikkonum í Hollywood í seinni tíð. Kidman gat
sér gott orð í áströlskum bíómyndum og sjónvarps-
þáttum á unga aldri. Líkt og mörgum landa hennar
reyndist henni auðvelt að laga sig að staðháttum í
Hollywood enda þótt nokkur glæpagen séu í öllum
Áströlum, skrifar Jónas Knútsson.
Reuters
Skyldi hún vera KR-ingur? Vitur gamall Sami sagði að allar konur væru
hættulegar en rauðhærðar konur væru sérdeilis hættulegur.
HANN var enn dökkhærðurfyrir tæpum fimm árum þeg-ar Luhrmann og félagi hans
og meðhöfundur, Craig Pearce,
byrjuðu að kynna sér bakgrunn
sögunnar, sem sögð er í tali og tón-
um í Rauðu myllunni. „Ég ýki ekki
agnarögn þegar ég segi að gerð
þessarar myndar hafi persónulega,
tilfinningalega og listrænt tekið af
mér svo mikinn toll að ég var á ystu
nöf,“ segir hann í viðtali. „Einfald-
lega það erfiðasta sem ég hef gengið
í gegnum.“
Ekki aðeins komu upp fjölmörg
listræn og tæknileg vandamál við
undirbúning og 192 daga tökur
myndarinnar heldur lést faðir
Luhrmanns úr húðkrabba á fyrsta
tökudegi, aðalleikkonan, Nicole
Kidman, braut rifbein á dansæfingu
svo fresta varð tökum um mánuð,
slasaðist aftur þegar aðeins þrjár
vikur voru eftir af tökunum og var
undir miklu sálrænu álagi vegna
upplausnar hjónabands þeirra
Toms Cruise. Allt þetta og miklu
meira til gerði sköpun Rauðu myll-
unnar næstum því að martröð. Og
ýmis vandamál við eftirvinnslu
frestuðu frumsýningu um marga
mánuði. Þegar frumsýningunni lauk
máttu margir ekki vatni halda af
hrifningu yfir þróttmikilli og djarfri
gandreið myndarinnar um heim
dans og söngva, úrkynjunar og
mannlegra örlaga. Rauða myllan er
þegar orðin fyrsta dans- og söngva-
myndin, sem ekki fellur kylliflöt frá
því Grease sló í gegn árið 1978.
Áhætta sem borgaði sig
Að vísu má segja að Evita hafi
plumað sig þokkalega, en þessi 38
ára gamli leikstjóri vissi samt að
hann tæki mikla áhættu með Rauðu
myllunni. Margir starfsbræðra
hans höfðu farið flatt á dans- og
söngvamyndum: Peter Bogdano-
vich missti fótanna í Hollywood
þegar At Long Last Love skall á
nefið, Francis Ford Coppola fór á
hausinn þegar One From the Heart
gerði slíkt hið sama, Martin Scors-
ese sökk í þunglyndi og kókaínát við
fall New York, New York og mynd
James L. Brooks, I’ll Do Anything,
fékk ekki dreifingu fyrr en tónlist-
aratriðin höfðu verið numin burt úr
henni og féll samt.
Yfirmenn 20th Century Fox
svitnuðu þegar Luhrmann fór að
tala um að gera dans- og söngva-
mynd, en vegna velgengni fyrri
mynda hans, Strictly Ballroom, sem
græddi 80 milljónir dollara þótt hún
fjallaði um jafn ólíklegt efni og sam-
kvæmisdansara, og Romeo + Juli-
et, Shakespeare-túlkun fyrir MTV-
kynslóðina sem græddi 140 milljón-
ir, ákváðu þeir að gefa honum
frjálsar hendur. Og þrátt fyrir allt
sem gekk á við gerð Rauðu myll-
unnar fór hún aðeins lítillega fram
úr kostnaðaráætlun, upp á 52,5
milljónir dollara. Myndin hefur þeg-
ar halað inn 80 milljónir dollara í
Bandaríkjunum og Ástralíu.
Gegn ofurraunsæinu
Rauða myllan er síðasta myndin í
eins konar þríleik sem Luhrmann
kallar „rauða tjaldið“. Með honum
vill leikstjórinn ganga gegn þeirri
natúralísku stefnu eða hversdags-
raunsæi, sem hann telur yfirgnæf-
andi í kvikmyndagerð samtímans.
Myndirnar þrjár eru augljóslega
tilbúinn gerviheimur „sem vekur
áhorfandann og minnir hann sífellt
á að hann er að horfa á bíómynd“,
segir Luhrmann. „Í Strictly Ballro-
om var þessi áminning í formi dans,
í Romeo + Juliet í 400 ára gömlu
tungutaki Shakespeares og í Moulin
Rouge í söngvum. Sagan er sögð
með söngvum. Við tökum einfalda
sögu, sem byggist á þekktum, goð-
sagnakenndum veruleika, og svið-
setjum hana í skálduðum heimi,
sem er í senn framandi og kunn-
uglegur.“
Vettvangur sögunnar í Rauðu
myllunni er hinn frægi, ef ekki ill-
ræmdi, næturklúbbur með sama
nafni í Montmartre-hverfi Parísar
undir lok 19. aldar, þar sem cancan-
dansinn varð til, bóhemar og góð-
borgarar drukku absintu og allra
handa kynlífsöfgar lifðu góðu lífi.
Inn á þennan vettvang setja Luhr-
mann og Craig, að eigin sögn, goð-
söguna um Orfeus: Ewan McGreg-
or leikur Christian, ungan
rithöfund, sem heldur niður í undir-
heimana, þar sem er skemmtistað-
Rætur dægurmenningar í Rauðu
Reuters
Baz Luhrmann: Lokakafli þríleiks stefnt gegn kvikmyndaraunsæi.
Rauða myllan, hið frumlega og litríka tónlistardrama
Baz Luhrmanns, fjölgaði ekki litunum í hári þessa kraft-
mikla ástralska leikstjóra. Það gerði hann gráhærðan.
Nú getum við séð og heyrt útkomuna, sem markar
endurfæðingu dans- og söngvamyndarinnar.