Vísir - 06.02.1980, Side 2
vísm Miövikudagur
6. febrúar 1980
2
Hefur þú hugsað þér að
sjá eitthvað af þeim
kvikmyndum, sem
Kvikmyndahátiðin
hefur upp á að bjóða?
Helga Bolladóttir, húsmóöir: Já,
ég haföi hugsaö mér þaö. Ég ætla
allavega aö sjá „Sölku Völku”.
Jón Guömundsson, nemi: Eg
ætla aö sjá „Sjáöu sæta naflann
minn”, og ætli ég sjái ekki svo
aðra til.
Guörún Guömundsdóttir, hús
móöir: Já, alveg helling.
Markús B. Þorg eir sson, skip-
stjóri: Nei, ekki veit ég til þess,
en ég vil þakka þeim mönnum,
sem að þvi stóðu og mér þykir
leittað Njörður P. Njarövik hefur
ekki fengið leyfi Bandarikja-
manna til aö fara inn i land þeirra
á vegum Kvikmyndahátíðar-
innar.
Anna Jóhannesdóttir, verslunar-
stjóri: Ég hef áhuga á að sjá eitt-
hvaö af þessum Islensku mynd-
um.
Gunnar Thoroddsen og Kristján Eldjárn I stofu á Bessastööum f gær.
„NÝ STJÚRN
FYBIB HELCI"
- segir Gunnar Thoroddsen
„Ég vænti þess að
stjórnarmyndun verði
lokið nú fyrir helgi”,
sagði Gunnar
Thoroddsen, alþingis-
maður, þegar hann
kom út af fundi með
forseta Islands-
í tilkynningu frá forseta segir
aö Gunnari Thoroddsen hafi
veriö faliö „aö gera tilraun til
myndunar rikisstjórnar sem
njóti meirihlutafylgis á
Alþingi”. 1 tilkynningunni kem-
ur einnig fram, aö það hafi
meðal annars veriö með „tilliti
til eindreginna ábendinga frá
formönnum Framsóknarflokks
og Alþýöubandalags” að forset-
inn tók þessa ákvörðun.
Forseti lagöi áherslu á að
þessari tilraun yrði hraðaö eftir
þvi sem unnt er.
Gunnar Thoroddsen sagði
eftir fundinn meö forseta, að lit-
iö væri svo á, aö stuöningur 31
þingmanns væri nægilegur til aö
hægt væri að mynda þingræðis-
lega meirihlutastjórn.
Aöspuröur um þann stuöning,
sem stjórnarmyndun hans nýt-
ur innan þingflokks Sjálfstæöis-
flokksins sagöi Gunnar:
„Mér er kunnugt um að ýmsir
þingmenn innan Sjálfstæðis-
flokksins, aörir en þeir sem þeg-
ar hafa lýst afstöðu sinni, eru
hlynntir þvi stjórnarmynstri
sem hér um ræöir. Það er
ástæöa til þess að ætla, að þing-
flokkurinn endurskoði afstööu
sina meö tilliti til þess, að þetta
er eini raunhæfi möguleikinn til
myndunar meirihlutastjórnar.”
-P.M
Mngflokksfundir hjá Sjálfstæðisfiokknum f gær:
Engar ákvaröanir teknar
Þingflokkur Sjálf-
stæðisflokkins kom
tvisvar saman til fund-
ar i Alþingishúsinu i
gærdag. Fyrri fundur-
inn var örstuttur,vegna
fjarveru Friðjóns
Þórðarsonar, en sá
siðari stóð i um það bil
klukkustund.
Fyrir fundinn ræddu þeir
Pálmi og Friöjón saman eins-
lega og yfirgáfu hann samtimis
áöur en honum var lokiö. Þeir
vildu ekkert láta hafa eftir sér
um þaö sem fram fór á fundin-
um og sögöust ekki hafa tekiö
neina ákvöröun ennþá um
stuöning viö rikisstjórn Gunn-
ars Thoroddsen. Albert Guö-
mundsson yfirgaf þinghúsiö
áöur en fundurinn hófst, og
Gunnar Thoroddsen var ekki
heldur á fundinum.
ölafur G. Einarsson, for-
maður þingflokksins, sagöi aö
engar ákvaröanir hefðu veriö
teknar á fundinum, en vildi aö
ööru leyti ekkert um hann segja.
Ólafur vildi ekkert segja um
hugsanleg viðbrögö þingflokks-
ins vegna yfirlýsingar Alberts
Guömundssonar þess efnis, aö
hann myndi verja stjórn Gunn-
ars Thoroddsen vantrausti.P.M.
■