Vísir - 28.02.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 28.02.1980, Blaðsíða 8
VlSIR Fimmtudagur 28. febrúar 1980 Útgelandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Daviö Guðmundsson Ritstjórar: ólalur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra Irétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Otlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, MagnúsOlafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, sími 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.500 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu 230 kr. eintakiö. Prentun Blaðaprent h/f. LISTAPRÓSENTUR OG MARKAÐSLÖGMÁL Listiðkun og menningarstarf- semi islendinga hefur veriðofar- lega á baugi í f jölmiðlum síðustu daga vegna Listaþings samtak- anna „Llfs og lands" sem haldið vará Kjarvalsstöðum um miðjan þennan mánuð. Þessi ungu samtök stef ndu nú í þriðja sinn saman hópi borgara til þess að f jalla vítt og breitt um ákveðið efni, sem forráðamenn þeirra telja snerta umhverfismál i viðasta skilningi. Að þessu sinni var yfirskriftin „Maður og list" og er þakkarvert að taka íslenska list og stöðu hennar til svo gaum- gæf ilegrar skoðunar, sem þarna vargertbæði af lærðum og leik- um. Einhverra hluta vegna hefur sú umræða, sem þetta þing hef ur komið af stað í fjölmiðlum að miklu leyti snúist um f jármögn- un listarinnar í landinu, og þá gjarnan veriðtil þess vitnað, að á fjárlögum íslenska ríkisins til menningar og lista sé aðeins 0,46% heildarútgjalda hins opin- bera á síðasta ári. Hefur í því sambandi verið bent á, að í þess- ari upphæð felist meðal annars styrkir til reksturs Sinfóníu- hljómsveitar og Þjóðleikhúss og ýmissa annarra stofnana á sviði menningar og lista. Svo mjög hef ur verið einblínt á þetta brotabrot, að menn haf a ef Fjárf ramlög rlkissjóös til lista- og menningarmála hafa verio mikio til umrsou undan- fariö og til þess að krefjast hækkunar á þeim hafa menn seilst alla leio til Senegal, þar sem skýrslugerðarmenn virðast sniðugri f prósentureikningi en hér norour I höfum. til vill verið farnir að trúa þvi að þessi blessuð þjóð verji ekki öðru fé til lista- og menningarmála sinna en þessum hluta ríkisf jár- magnsins. Slík einsýni gefur mönnum auðvitað ekki rétta mynd af því hvernig þessum málum er komið, því að auk framlaga af fjárlögum verja til dæmis stof nanir eins og ríkisf jöl- miðlarnir, útvarp og sjónvarp verulegum upphæðum rekstrar- gjalda sinna í greiðslur til lista- manna á hinum ýmsu sviðum tónlistar, leiklistar, myndlistar, bókmennta og kvikmynda.svo að nokkuð sé nef nt. Þá hef ur einnig vantað í f jölmiðlaumræðuna þá f jármuni, sem sveitarfélög víðs vegar um land verja til margvís- legrar menningarstarfsemi og lista. Ef á annað borð er verið að reikna prósentur og krónutölur í þessu sambandi verða menn að taka fleira með í reikninginn en bein fjárframlög ríkisins. Það gefur auga leið, að iang- mestur hluti þeirrar listastarf- semi, sem fram fer hér á landi,á tilveru sína undir venjulegum markaðslögmálum og almennir borgarar landsins eiga miklu meiri þátt i f jármögnun hennar en hiðopinbera. Þannig verður á- fram. Hitt er svo annað mál, að óhjá- kvæmilegt er, að ákveðnir þættir listastarfseminnar í landinu séu styrktir af hinum sameiginlega opinbera sjóði okkar, ríkissjóði, og eins að ef nilegir listamenn séu hvattirtil dáða meðstyrkjum eða starfslaunum. Þær prósentutölur, sem nefnd- ar voru af f járlögum okkar eru sagðar verulega lægri en í ná- grannalöndunum, þar sem eitt til fimm prósent ríkisútgjalda fari til lista- og menningarmála. Slík- ur samanburður segir lítíð einn sér, og f urðulegt er, eins og for- maður Bandalags íslenskra lista- manna gerði í útvarpi á dógun- um, að fullyrða, að í jafn-fjar- lægu og fjarskyldu ríki og Senegal fari fjórðungur ríkisút- gjalda til lista- og menningar- mála. Við gætum til dæmis tekið allan kostnað við skólakerf i okk- ar eða annað með í reikninginn og búið til slíkar prósentutölur. Það verða ekki opinberar krón- ureða prósentur heldur hæfileik- ar sem ráða því, hvort við eign- umst alvöru-listamenn og sígild listaverk. Kennarar - börn - bækur: Barnabækurnar séu flokkaðar miðað við lestrargetu barna í Helgarblaöi Visis 16. febrUar s.l. birtist viotal vib einn af af- kastamestu bókaútgefendum landsins. Þar ræðir hann meöal annars fram og aftur um bokaUtgáfu, en athygli mina vaktí eitt öðru fremur. Þaö var frásögnhans af fjárupphæð sem hann færöi kennarasamtökun- um fyrir riimum áratug og vildi hann að hún yrði nýtt til aö hafa bætandi áhrif á útgáfu barna- bóka hér á landi. Ekki man ég eftir þvi að fram hafi komið hvernig fé þetta hefur verið mótað. Gaman væri að fá upp- lýsingar um það. En þetta leiddi huga minn að möguleikanum á að nota barna- bækur til að hjálpa til við lestr- arkennslu i skólum. Það er stað- reynd, að börn vilja skemmti- legt lestrarefni og þvi er gott að skólabörn, a.m.k. þau yngstu hafi aðgang aö bekkjarbóka- safni. En þá kemur upp eitt vandamál. Það er hversu erfitt er að meta þyngd bóka. Hvaða bók hentar 7 ára barni er kannski spurt? Svarið er að það fari eftir lestrargetu barnsins. Ekki er til nein ákveðin bók handa ákveðnum aldursflokki. Það er nefnilega mjög misjafnt hvar þau eru á vegi stödd. bókmenntir Sigurður Helgason skrifar um barnabækur Erlendis tiðkast sums staðar að setja sérstök tákn á barnabækur fyrir hvert lestrargetustig og værl það til mikils hagræðis fyrir kennara og bókaverði uuk að sjálfsögðu forráðamanna burna. Ekki veit ég hversu mikið er gert af bví aö kynna verðandi kennurum barnabókmenntir I K.H.t. Að mlnu áliti'hefur stóru hlutverki að gegna að þvi er varðar að kynna stúdentum þær bækur sem á boðstólum eru. Einnig væri mögulegt að stú- dentar tækju að sér ár hvert að meta hverja bók fyrir sig og þar með gætu þeir sjálfir kynnst bókunum og um leið væri hægt að senda til skóla og annarra aðila sem málið varðar upplýs- ingar um hvaða bók hentar barni á sérhverju lestrargetu- stigi. Það gæti auðveldað for- eldrum val á bokum handa börnum sinum, þannig að öruggt sé að börnin ráði við að lesa bækurnar. ', Fyrir bókaverði væri slík flokkun til mikilla bóta. Val kennara á bókum fyrir nemend- ur sina yrði mun auðveldara. Ég hef séð erlendar bækur, þar sem sllk flokkun hefur farið fram áður en bækurnar hafa veriö gefnar út. Þá er sérstakt takn fyrir hvert lestrargetustig. Það leiðir það af sér, að kennar- ar þurfa ekki að binda sig I jafn rlkummælivið þær lestrarbækur sem Rlkisútgáfa námsbóka út- hlutar og þykja misheppilegar til slns brúks. Ég set þessa hugmynd hér fram og vona jafnframt, að hana megi nýta að einhverju leyti. Engir hafa betri aðstöðu til að hafa jdkvæð áhrif á bókaval barna og kennarar. Ef þeir kappkosta að lesa fyrir börn og kynna þeim góðar bækur verður það til þess að börnin fara smátt og smátt að vanda valið. Til þess þarf að auka þekkingu kennara á barnabókmenntum. Þeir þurfa að fá upplýsingar lim það sem Ut kemur og fylgjast með gagnrýni. En eins og ég sagði áðan er lykilhlutverkið I höndum Kennaraháskóla ls- lands. Vonandi veldur hann þessu mikilvæga hlutverki. Sigurður Helgason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.