Vísir - 03.03.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 03.03.1980, Blaðsíða 18
22 VÍSIR Mánudagur 3. mars 1980 \ I I I I I I I I I I I I I I I ■ I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Einfeldni kvenna gagnvart nauðgunum Annað veifið berast fréttir af nauðgunum, sem ekkert hefur upp úr sér að kæra, m.a. vegna ónógra sannana, samanber mál það, sem upp kom nýlega vegna nauðgunar i erlendu skipi. Sumir vilja halda þvi fram, að karlmenn beri ekki skynbragð á það, sem gerisí, þegar konu er naugðað. Slikt er fjarstæða, þvi að engin nauðgun á sér stað án þátttöku karlmanns. Er vist enginn karlmaður svo þekk- ingarlaus nú til dags, aö hann geri sér ekki grein fyrir þvi hvað nauðgun er, hafi hann séð eitthvað af sliku gerast i smáum eða stórum stil. Hitt er svo annað mál, að ég get ekki skilið hvaða erindi þessi kona hefur átt um borð i skipið. Mér finnst það undrum sæta, hvað sumar konur geta verið einfaldar i þessum efnum. Ljóst er, að þegar kona hættir sér ein á slikan stað, tekur hún með þvi vissa áhættu, nema að hún sé hreinlega að ögra karl- peningnum. 1 þessu tilfelli virðist atferli aumingja konunnar hæpið, en nauðgun er hræðilegur hlutur og gæti ég trúað, að margar þeirra ættu sér stað i stundarbrjálsemi eða sem afleiðing af vindrykkju. Það er vist, að kvenfólk, sem ekki er kunnugt staðháttum hverju sinni, á ekki að vera að hætta sér út i svona lagaö. Svona karlmenn eru ýmsu vanir og reikna ekki með að tilgangur slikra ferða kvenfólks á svona staði geti veriö nema einn, ef þær hafa ekki skýringar á reiö- um höndum. R.Þ. Bréfritari talar um, aö oft séu konur einfaldar þegar um nauögunarhættu er aö ræöa og tekur þar sem dæmi nauögunar- mál sem upp kom I erlendu skipi i Reykjavikurhöfn nýlega. „Bóndi” talar um aö viö tslendingar förum illa meö hlutina okkar og aö hér séu prentaöir verölausir peningar. I I I I I I I I I I 8 I I FORUM VEL MEÐ VERÐMÆTIN! Bóndi skrifar: Mér finnst nú eiginlega, aö við Islendingar förum ekki vel meö, eins og það var kallað i gamla daga. Fólk kvartar undan verð- bólgu og svoleiöis og kennir okkur bændum um að hluta. Aö visu er það rétt fljótt á litiö en þó teljum við okkur upp til hópa mikla erfiöismenn og vinnudag- inn ómældan. Það sem fólk virðist gleyma i þessu verðbólgutali öllu er, að eins og það litur út, þá eru þetta bara seðlar, sem eru prentaðir og það er alltaf prentaö meira og meira af seðlum og þvi kem- ur verðbólgan. Svo er heill hóp- ur af fólki, sem situr viö og^fylg- ist með þvl hvernig allir þessir seðlar verka á kerfið. Þá eru búnar til visitölur og úr þvi er nú þetta farið aö ganga af sjálfu sér, svona mikið til. Viö bændur framleiðummatinn ofan i þetta fólk. Við getum alveg verið án allra þessara visitalna og verðlausu seðla, en blessað fólkið gæti ekki veriö án okkar. Það fengi ekki neitt á diskinn sinn og þaö er auðvelt að sjá, hvernig fer fyrir slikum einstaklingum. Annars Tæt ég ekki af þvi, aö við förum ekki vel með. Þaö er nú t.d. þetta um okkur bændur, við flytjum inn mikið af fóðurvöru til okkar framleiöslu og svo gengur þetta oröiö það vel hjá okkur aö viö ráöum ekki við að selja framleiðsluna. Ýmsir hafa nú atvinnu af þvi að flytja þetta inn, en þó finnst mér ekki búmannslegt aö flytja inn fóðurbæti til þess að framleiöa vöru sem ekki er hægt að selja, nema fyrir hluta kostnaðar. Þarna þarf að fara betur með og lika þarf að fara betur með okk- ur bændur sem erum alveg að sligast af öllu erfiðinu. Svo skammar bara fólkið okkur fyrir þetta allt. vísm Mánudagur 25. febrúar 1980, síminner 86611 VeOurspá dagslns BOist er við itormi á Suð- vesturmiðum, Faxaflóamið- um, Breiðaf jarðarmiðum, Austfjaröamiöum og Suð- austurmiðum. Suðvesturland tll Brelðafjarð- ar: Hvass SA en sums staðar stormur og rigning, en gengur f hvassa SV og sfðar V Itt með Kona kvaö prjð hala nauögaö sér um borð I „qeeste”: KAUS6UN EKKI SÖNNUD OG SKIPVERJUM SLEPPT Vestur-þýskl togarlnn Geeste lét úr hfifn f Reykjavfk sfðdegls f g«r i um sólarhrlng vegna nauðgunarákcru á hendur þremur skipverjum. 1 var þelm sleppt eftlr yflrheyrslur. Togarinn var þá nýfarinn frá bryggju áleiðls út,en skipinu var Togarinn kom tll Reykjavfkur á föstudagskvöldiö ög fóru sum- ir skipverjar á skemmtistaði um kvöldið. Einn þcirra hafði 28 ára gamla fslenska stúlku með sér um borð um nóttina. Um snúiö við. Þórir Oddsson vara- rannsóknarlögreglustjóri fór um borð f skipið ásamt lög- reglumönnum og handtóku þelr skipverja sem höfðu strokiö af skipinu um nðttina. Annar þeirra átti að hafa tekið þátt f hinnl meintu nauðgun. föt bennar veriö heil. Ekkert sannaðist f málinu enda stóðu fullyrðingar gegn fullyrðingum og ekkert sém sannaðl ákcru Sonunnar. Sklpverjum var þvt leppt lausum. klukkan hálf tlu kom hOn á lög; m tyo skipverja. Með þelm fór reglustöðina igeð *iá>—>MlÉNÉNMNÉ<M -'-‘•'•Hrtri togarans og <im Lckjar- Sem fyrr segir neituðu skip- verjar harðlega að hafa nauög- að konunni. Vttni um borö, þar á “ ' ' skipstjórinn, báru, 8 I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I 1 HURRA FYRIR SVARTHOFÐA! R.T.Ó. skrifar: Það fór þá aldrei svo, að mað- ur ætti ekki eftir að taka ofan hattinn sinn fyrir Svarthöfða Visis og segja húrra! Þetta svarta afturhald sýndi á sér nýja og óvænta hlið, þegar hann skrifaöi um nauðganir fyrir nokkrum sögum. Er skemmst frá aö segja, að maðurinn hefur rétt, rétt og meira rétt fyrir sér. Svarthöfði bendir á hversu konur, sem orðiö hafa fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu aö vera nauðgað, eiga oft erfitt uppdráttar. I okkar guðsyfir- gefna samfélagi er einhverra hluta vegna litið á það, sem rétt karlmannsins aö fá næstum hverja þá konu, sem hann girn- ist, hafi konan sýnt af sér ein- hver þau merki, aö hún væri ,,til i tuskiö” er karlmaðurinn þar með afsakaður, þó hann nauögi, ef konunni snýst hugur. Og eng- in ofangreind merki þarf svo sem til. Eitt af þvi andstyggilegasta, sem undirritaður hefur á langri ævi heyrt, eru hrokafullar full- yrðingar karlmanna — heyrast gjarnan i vinnuskúrum, kaffi- stofum og viöar — um að ekki sé hægt að nauöga nema konan vilji það sjálf. Sér er nú hver andskotinn! Þessi og viðllka mál hafa lengst af legiö i þagnargildi og þær konur, sem nauögað hefur verið, mátt þola ómælda niður- lægingu og skömm. Það kom þvi mjög skemmtilega á óvart, þeg- ar sjálfur Svarthöföi tók upp fyrir þær hanskann og vonandi er, að eflist nú umræðan. Þaö er kominn timi til þess að fordóm- um og sleggjudómum sé eytt. Húrra fyrir Svarthöfða! Svarthöfði fær mikið hrós hjá bréfritara fyrir umfjöllun sina um nauðgunarmál. Nú hafa frambjóðendur þeir, sem keppa um forsetaembættið, látið i sér heyra varöandi hugs- anlegar breytingar á reglugerð- um um forsetakjör, vegna vandræða er af þvi kynnu aö stafa, að enginn einn frambjóð- andi fengi hreinan meirihluta atkvæða. Þaö var helst á frambjóðend- unum aö heyra, aö þeir vildu ekki leggja byrðar aukakosn- inga um þá tvo atkvæöahæstu á þjóöina. Ég vil leyfa mér að benda á þá staöreynd, að til er einföld og kostnaðarlitil aðferð til aö ná sama árangri og með aukakosn- ingu — sem sé sú, að kjörseðill- inn sé þannig útbúinn, að jafn- framt þvi að kjósa einn fram- bjóöanda, væri kjósendur látnir velja þann, sem þeir kysu næst á eftir, siöan númer þrjú i röö- inni o.s.frv. Við þetta yröi siöan miðað, ef enginn fengi hreinan meirihluta. Þannig kæmi þjóö- arviljinn fram varðandi vænt- ■ anlegan forseta og það jafn vel og ef farið væri út i tvennar kosningar. ■ Þóröur Valdimarsson stjórnmálafræðingur Bréfritari hefur lausn á höndum varðandi þá stöðu, er kæmi upp ef enginn forsetaframbjóðendanna fengi hreinan meirihluta — að þeir séu númeraðir á atkvæðaseðlinum. Tvðfaldur atkvæðaseðíll í stað tveggja kosnínga ■ n K I I sandkorn Sæmundur Guðvinsson skrifar. Titlar einskis metnir? Tveir menn telja sig hafa verið afar hætt komnir á Keflavikurflugvelii á dögun- um, þegar hermenn beindu byssum sinum i átt til þeirra. Fyrir nú utan hættuna voru þeir grófiega móðgaðir meö þessu athæfi eins og glöggt kemur fram i viötali I Dag- blaðinu við annan manninn: „Þeirvita, að ég er formaö- ur Verslunarmannafélags Suðurnesja og jafnframt fréttaritari Dagblaðsins.” Þetta sýnir svo ekki verð- ur um villst, að þessir Kanar á Veilinum kunna enga manna- siði. Að láta sér detta I hug að áreita menn i slíkum trúnaðarstööum er fyrir neöan ailar hellur. Ráðherra í Daksætinu í stjórnarmyndunarvið- ræðunum var það strax ákveðið af hálfu „ráðherra- liðs” Alþýðubandalagsins og Ólafs Ragnars Grimssonar, að Ragnar, Svavar og Hjörleifur yröu ráðherrar, hvaða ráöu- neyti sem flokkurinn fengi. Þegar kom I ljós, að Alþýðu- bandalagið fengi fjármálin, þotti ekki annað fært en bjóða Geir Gunnarssyni embættið, enda er hann eini efnahags- sérfræðingur flokksins. Geir afþakkaði hins vegar embætt- iö eins og allir bjuggust viö, enda er Geir ekki sú mann- gerð er sækist eftir vegtyllum heldur vinnur sin störf I hljóöi. Hins vegar býr Geir Gunnarsson yfir svo langtum meiri þekkingu á efnahags- og fjármálum en ráðherraiiðið, að það er hann, sem situr að baki Ragnars Arnalds fjár- málaráðherra og tekur ailar meiriháttar ákvarðanir, sem ráöherra á að taka. Kunnugir telja, að meö þessu fyrir- komulaginu verði forðað: viö mörgu stórslysinu i fjármála- ráðuneytinu. Erkibískup talar næsl? Þá höfum viö hlýtt á boð- skap páfans i Morgunpóstin- um. Þvi hefur veriö fleygt aö næst muni bróðir Páll og fé- lagi Sigmar fá erkibiskupinn af Kantaraborg til að senda okkur kveöju, en þar hefur nýr maður tekiö við embætti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.