Vísir - 12.03.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 12.03.1980, Blaðsíða 16
Eitt pekKt- asta skáid Þióðverja flytur erlndl Michel östlund tekur viö verölaunum slnum fyrir merki Norrsna málaársins ,, ' V.' ® v ; & * wm >V, - m v , 8 g . j cr- * @0 « -jb f* ■ 0 ® * m "é . H h ® , í 8 © ft £ W' B3 1 !1L w fj Ef til vill voru rúnir samnorrænt mál - Elln Guðjónsdöttir ræðir vlð Michel ðstlund - Þýska bóka- satnio tær Peter Runmkorf tll landslns Þýska skáldið Peter Ruhmkorf er væntan- legur til landsins þánn 13. þ.m. og kemur hann á vegum Þýska bókasafnsins. Peter Ruhmkorf er — þótt þaö hljðmi furöulega — i hópi þekktustu skálda og rithöf- unda Vestur-Þýskalands i dag, þó aö skáldverk hans séu jafnvel bókmenntaunnendum ekki eins kunnug, og nafniö sjálft. ósamræmi þetta stafar af þvi, aö verk hans — aöal- lega ljóö en þó einnig leikrit, reviusöngvar og textar, og önnur rit i óbundnu máli — eru ekki af léttara taginu eöa auö- skilin, heldur flókin og óvenju- leg ekki sfst vegna þess aö hann notar i ljööagerö sinni gjarnan forn og erfiö form, sem ekki tiökast lengur. Auk þess eru kvæöi hans ósjaldan i tengslum viö þekkt ljóö þýskra skálda fyrri aida, þ.e. hann enduryrkir þau f anda okkar tima. Peter Ruhmkorf hefur hlotiö frægö fyrir aö safna saman þvi sem hann kallaö „Volks- poesie” — alþýöuskáldskap — , þ.e. barnaþulum, fer- skeytlum, húsgöngum, sem eru i allra munni, bæöi barna og fulloröinna án þess aö vera viöurkenndur skáldskapur. Þetta safn gaf hann lit meö eigin athugasemdum ariö 1967 og má segja aö bók þessi sé ekki bara forvitnileg og fræöi- leg heldur einnig stór- skemmtileg. Sýnir hún greini- lega aö Peter Ruhmkorf hefur til aö bera sérstaka klmni- gáfu, sem einnig finnst 1 hans eigin ljóöum. Hann er fæddur áriö 1929, stundaöi nám i bók- menntum, listasögu og sálar- fræöi, og starfar sem lektor hjá bókarforlaginu Rohlt. Peter Ruhmkorf les ilr verk- um sinum föstudaginn, 14.3., kl. 20.30 I stofu 101 i Lögbergi Hann les aöallega úr bókinni „Die Jahre die ihr kennt” — árin sem þiö þekkiö — sem er einskonar sjálfsæviyfirlit I óbundnu máli, en hann mun einnig f jalla eitthvaö um stööú, helstu markmiö og stefnur i bókmenntum i Vestur-Þýska- landi nú á dögum. Einn þeirra sem dvöldust hér á landi meöan á þingi Noröurlanda- ráös stóö var ungur Svii, Michel östlund aö nafni, en hann kom hingaö til þess aö taka við verö- launum i samkeppni um gerö merkis Norræna málaársins. Bjóstu viö aö vinna? spyr ég. Ja, þaö væri fjarstæöa aö segja nei, vegna þess aö vinningsvonin fær mann til þess aö reyna. Hins - vegar heföi ég ekki oröiö fyrir neinum vonbrigöum þó ég heföi ekki unniö. Ég varö ofsakátur þegar hringt var til min og sagt aö ég heföi unniö. Þaö er ekker.t smáræöi aö vinna þessa peninga (15 þúsund sænskar krónur) og svo er maöur auövitað upp meö sér aö vinna keppni sem jafn- margir tóku þátt i en þeir voru um 40. Annars er ég svolitiö hissa á þvi aö önnur hugmynd sem ég sendi inn skyldi ekki fremur verða fyrir valinu. Kveikjan aö henni var hringur á rúnasteini en mynd af - þeim steini sá ég i bók. Þessi hringur var skreyttur og er ekki óliklegt aö fólk frá öllum Noröur- löndum hafi skiliö þaö tákn á sinum tima og á þann hátt hafi rúnir veriö samnorrænt tungu- mál. Aö hafa doppur fyrir málin sem töluð eru á Noröurlöndum var hugmynd sem fékk fljótt, eina doppu fyrir hvert mál, að hafa doppurnar i heimsmynd var hug- mynd sem ég fékk seinna. Viö hvaö starfar þú? Ég er auglýsingateiknari aö mennt og atvinnu. Hefur þér ekki dottiö I hug aö myndskreyta bók? Raunar hefur mér dottiö þaö I hug. í Sviþjóö er eins árs her- skylda og þegar ég lét innrita mig i herinn þá óskaöi ég eftir þvi aö fá aö vinna á teiknistofu. Þá ósk fékk ég uppfyllta. Teiknaöi ég skýringarmyndir i bækur. Þaö er nú svo aö hermennska er ekki eingöngu fólgin I þvi aö handfjatla vopn, þaö eru ýmiss konar þjónustu- og skipulagsstörf unnin i sambandi viö herinn og fólk þjálfað til þess. Ég hef haft ákaflega mikla ánægju af dvöl minni hér og heimsótti meöal annars Mynd- listarskólann. Þaö var upplifun aö fá heimboö upp i Breiöholt, útsýniö þaöan er svo hrifandi, ég held aö þaö veröi mér ógleyman- legt. Heiörikja til allra átta. Þvilik sjón. Ég ætla aö biöja þig aö taka fram aö ég hugsaöi merkið I svörtu og hvitu. —EG w Ot er komið skóiablaö Fjölbrautaskólans i Breiöholti, Krókur. Yfirbragð þess er létt og þvi greinilega ætlað að skemmta fólki. Aðstandendur Króks fetta hér fingur úti afurð sfna. Þeir eru, frá vinstri, Steingrimur Steingrimsson, Jónas Gunnarsson og Gunnar Bender, sem er ritstjóri og ber jafnframt ábyrgðina. Fyrlrlestur í Lagadelld HásKólans: Slónarmlö Norðmanna I Jan Mayen dellunnl Fróðlegt erindi um Jan Mayen-málin verður flutt i Háskólanum annað kvöld. Fróðlegt vegna þess að þar verður fjallað um deilu íslendinga og Norð- manna frá sjónarhóli Norðmanna en þeirra hlið málsins hefur löngum hlotið litla at- hygli hérlendis svo sem máski skiljanlegt er. Þaö er dr. Carl August Fleischer, prófessor i þjóöa- rétti viö háskólann i ósló, sem mun kynna Islendingum sjónarmiö landa sinna og þjóöréttaratriöi I sambandi viö Jan Mayen-deiluna. Eins og áöur sagöi veröur fyrir- lesturinn annaö kvöld og hefst klukkan 8.30 i stofu L 101 i Lögbergi. Aö venju er öllum heimill aögangur. Prófessor Fleischer hefur kynnt sér sérstaklega Jan Mayen-máliö, aö þvi er segir i fréttatilkynningu frá Laga- deild Háskólans, en sérgrein hans er hafréttarmál og mun Fleischer i mörg ár hafa verið ráðunautur norsku rikis- stjórnarinnar I hafréttarmál- um og öörum þjóöréttarefn- um. Hann mun i fyrirlestri sin- um skýra þau fræöilegu sjónarmið sem liggja aö baki afstööu Norðmanna I þessu mjög svo viökvæma deilumáli þjóöanna og einnig fjalla um ástand og horfur I þeim mál- um i dag. Siðan mun hann svara fyrirspurnum frá fundarmönnum. Telja má vist aö áhugamenn um Jan Mayen-deiluna mæti á staöinn og reyni aö kveöa Norömanninn I kútinn. Norskur sagnlræðing- ur í Norræna húslnu Gestur Norræna hússins i kvöld er Hans Fredrik Dahl, norskur sagnfræöingur, sem flytja mun erindi um „Media-situasjonen i dag”. Hefst erindi hans klukkan 20.30. Dahl er menningarmálarit- stjóri viö Dagbladet, Oslóar- blaðiö stóra. Hann hefur m.a. skrifaö bókina „Kringkastn- ingens historie I Norge”. Næstkomandi laugardag mun svo Dahl flytja seinni hluta erindis sins og hefst hann klukkan 16.00. Þar mun H.f. Dahl fjalla um stefnur I sagnfræöiritun I Noregi nú á dögum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.