Morgunblaðið - 25.10.2001, Qupperneq 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ C
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F
ÚTGERÐ ÍBÚÐAKAUP FÓLK
Ragnar Ólafsson gerir
út túnfiskbát frá Suður-
Afríku og stundar ýmis
önnur viðskipti.
Íbúðalánasjóður leggur
áherslu á raunhæft
greiðslumat og ráðgjöf
til umsækjenda.
Davíð Börkur Jónsson er
framkvæmdastjóri Ration-
al.com í Danmörku sem
skráð er á Nasdaq 100.
GET EKKI 12 GREIÐSLUMAT 8–9 ÍSLENSKUR SVÍI 15
SALA á stýrikerfinu Windows XP frá
bandaríska tæknifyrirtækinu Microsoft
hefst í dag um heim allan. Annars vegar er
um að ræða heimilisútgáfu og hins vegar fyr-
irtækjaútgáfu, sem er ætlað að taka við hlut-
verki Windows Millennium og Windows
2000. Microsoft segir að
XP sé helsta breyting á
Windows-stýrikerfi þess
frá því að það gaf út
Windows 95 fyrir sex ár-
um. Hægt verður að
kaupa bæði uppfærslur
og fulla útgáfu.
Jóhann Áki Björnsson
hjá Tölvudreifingu, sem flytur inn
vörur Microsoft, segir að mestu breyting-
arnar sé að finna í heimilisútgáfunni, en not-
endur Windows 2000 ættu ekki að finna fyrir
jafnmiklum breytingum. Spurður hvort
tölvunotendur þyrftu að uppfæra tölvukost
sinn til þess að eiga þess kost að nota Wind-
ows XP sagðist Jóhann ekki eiga von á því
hvað varðar notendur á heimilum, ekki síst í
ljósi þess að margar heimilistölvur væru
sniðnar til þess að ráða við stóra tölvuleiki.
Það væri hins vegar erfitt að meta það hvort
tölvunotendur þyrftu að uppfæra vélar sínar.
Samkvæmt upplýsingum frá Tæknivali
kostar uppfærsla heimilisútgáfunnar 16.097
krónur, en uppfærsla fyrir fyrirtækjaútgáfu
er á 31.175 krónur. Þá kostar heildarútgáfa
heimilisútgáfunnar 32.197 krónur og fyrir-
tækjaútgáfan 46.505 krónur, en verð er gefið
upp án virðisaukaskatts.
H U G B Ú N A Ð U R
Windows XP
í verslanir
ÓSKAÐ hefur verið eftir af-
stöðu byggingarnefndar Reykja-
víkur til hugmynda um að breyta
húsnæði Kjörgarðs við Laugaveg
í Reykjavík í 109 herbergja hótel
ásamt nýbyggingu við Hverfis-
götu. Það er fyrirtækið Lóðarafl
ehf. sem stendur fyrir þessari
ráðagerð en eigendur þess eru
byggingarmeistararnir Magnús
Guðfinnsson og Svanur Tómas-
son. Þeir hafa samið við eigendur
Kjörgarðs um kaup á fasteigninni
með fyrirvara um að hugmyndir
þeirra um hótelbyggingu gangi
eftir. Þeir segja fyrirætlanirnar
ráðast af undirtektum borgaryf-
irvalda, annars vegar, og hins
vegar því hvort samningar takist
við fjárfesta og/eða rekstraraðila
sem hefðu áhuga á að koma að
slíku hóteli.
Teikningarnar að hótelinu, sem
unnar voru hjá Teiknistofunni
Óðinstorgi, gera ráð fyrir að
byggð verði ein hæð ofan á Kjör-
garð. Auk þess er gert ráð fyrir
nýbyggingu við Hverfisgötu, sem
yrði tengd með tengibyggingu við
Kjörgarð.
Kjörgarður var byggður árið
1961 og er 3.824 brúttófermetrar
að stærð. Um árabil hafa verið
reknar verslanir á 1. og 2. hæð
hússins, sem er fjórar hæðir auk
kjallara. Eigninni fylgir baklóð
sem heimilt er að byggja 800 fer-
metra húsnæðis á.
Jákvætt fyrir Laugaveginn
Magnús Guðfinnsson og Svanur
Tómasson, forsvarsmenn Lóð-
arafls ehf. og handhafar kaup-
réttarsamnings að Kjörgarði,
segjast telja staðinn henta ákaf-
lega vel fyrir hótelrekstur. Er-
lendir ferðamenn sem hingað
komi sækist mjög eftir því að vera
í miðbænum í nálægð við versl-
anir og veitingastaði. Slíkt spari
bæði tíma og fyrirhöfn. Enda sýni
reynslan að nýting hótela í
Reykjavík sé best í miðbæjar-
kjarnanum eða nálægt 90%.
Þeir telja að hótelbygging við
Laugaveg standi af sér öll tíma-
bundin áföll og að fullnægjandi
eftirspurn sé tryggð fyrirfram
vegna staðsetningar. Hótelið
muni styðja við og treysta Lauga-
veginn til framtíðar, þar sem
saman fari fjölbreytt flóra versl-
ana og veitingastaða, margháttuð
menningarstarfsemi, og aðliggj-
andi íbúðarkjarnar sem fyrirhug-
aðir séu í Skuggahverfinu. Þetta
séu allt þættir sem styðji hver við
annan og myndi sameiginlega
heilsteypt og blómlegt miðbæjar-
líf. Þá segjast þeir álíta að hótel af
þessari stærðargráðu, 109 her-
bergi, sé það sem vanti við Lauga-
veginn, en hótelsérfræðingar telji
þá stærð hagkvæmasta í rekstri.
Magnús og Svanur eru vongóð-
ir um að óróleiki í ferðaþjónust-
unni muni lítil áhrif hafa hér á
landi til lengri tíma litið. Pantanir
á ferðum til Íslands séu þegar
teknar að glæðast og þeir spái því
að vegna einangrunar landsins og
hertra öryggiskrafna í Leifsstöð
verði Ísland áfram vaxandi ferða-
mannastaður.
Ráð er fyrir því gert að hótelið
verði tilbúið til notkunar að tólf
mánuðum liðnum.
Kjörgarði breytt í hótel?
Teikningar hafa verið lagðar fram sem fyrirspurn fyrir byggingarnefnd Reykjavíkur
Gert er ráð fyrir að byggð verði ein hæð ofan á Kjörgarð ef samþykki borgaryf-
irvalda fæst fyrir því að breyta húsnæðinu í hótel með 109 herbergjum.
Lena Helga-
dóttir, arkitekt
FAÍ hjá Teikni-
stofunni Óð-
instorgi, segir
staðsetningu
Kjörgarðs mjög
góða fyrir hótel
og að húsnæðið
henti vel. Hún
segir gert ráð
fyrir bílastæðum í kjallara Kjör-
garðs og á milli húsanna tveggja.
Tengibyggingin milli húsanna sé af
jarðhæð Kjörgarðs yfir á þriðju hæð
nýja hússins við Hverfisgötu. Mót-
taka hótelsins verði á jarðhæð
Kjörgarðs en þar verði jafnframt
verslanir og veitingastaðir. Þá sé
gert ráð fyrir verslunum á jarðhæð
hússins við Hverfisgötu. Farið sé
fram á heimild til að byggja hæð
ofan á Kjörgarð meðal annars á
grundvelli þess hvað bílastæðin við
hið væntanlega hótel séu mörg.
Lena segist ekki í vafa um að
hótel á þessum stað myndi hafa
mjög jákvæði áhrif bæði fyrir
miðbæ Reykjavíkur í heild.
Hentugt
húsnæði
fyrir hótel
Lena Helgadóttir
Endurbætt viðmót sem ætlað er
að gera notendaskil aðgengi-
legri og breytt uppröðun forrita.
Endurbætt hljóð- og mynd-
vinnslukerfi og auðveldara að
skrifa geisladiska en áður.
Endurbætt netkerfi fyrir heimili
sem auðveldar að setja upp net-
tengingar.
Eldveggur sem einkum er ætl-
aður fyrir notendur heimilis-
útgáfunnar.
Helstu nýjungar