Morgunblaðið - 25.10.2001, Síða 8
8 C FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF Samkeppni á milli og
innan fyrirtækja
Markaðurinn hefur lítið fengið að njóta sín innan
fyrirtækja enn sem komið er. Nýstofnað fyrirtæki,
Lindows.com, hyggst keppa við tölvurisann Microsoft.
M
EÐ því að miða við lág-
marksframfærslukostnað
einstaklinga og fjöl-
skyldna samkvæmt
reynslutölum Ráðgjafar-
stofu um fjármál heimilanna sem Íbúða-
lánasjóður styðst við, getur sæmilega
stætt fólk gengið inn í bankann sinn og
fengið mat á greiðslugetu sinni upp á
marga tugi þúsunda á mánuði áreynslu-
laust. Það getur hins vegar reynst þrautin
þyngri að standa undir þeirri greiðslu-
byrði þegar til kastanna kemur, sérstak-
lega ef aðstæður viðkomandi breytast.
Þeir tekjuminni geta svo orðið fórnarlömb
staðla og taflna og komast hvergi inn í
kerfið.
Á vef Íbúðalánasjóðs segir að markmið
greiðslumats sé að „leggja raunhæft mat á
mögulega lántöku vegna fyrirhugaðrar
fjárfestingar og veita ráðgjöf sem dregur
úr líkum á offjárfestingu og greiðsluerf-
iðleikum“.
Það sem var
Greiðslumat í hinu opinbera húsnæðis-
lánakerfi var fyrst tekið upp hér á landi á
árinu 1985. Þetta var í tengslum við aðstoð
sem stjórnvöld ákváðu að veita íbúðareig-
endum sem lent höfðu í greiðsluerfiðleik-
um vegna svonefnds misgengis á launum á
lánum. Húsnæðisstofnun, forvera Íbúða-
lánasjóðs, var falið það verkefni að veita
þeim íbúðareigendum sem lent höfðu í
greiðsluerfiðleikum sérstök lán á hagstæð-
ari kjörum en þá voru almennt í boði, ef
ætla mætti að lán kæmu að gagni. Hjá
stofnuninni var hannað sérstakt tölvufor-
rit, greiðslumatsforrit, til að unnt væri að
leggja mat á það hvort verða ætti við um-
sóknum um aðstoð. Þetta var upphafið að
greiðslumati í húsnæðislánakerfinu. Í
þessu fyrsta greiðslumati var tekið tillit til
framfærslukostnaðar umsækjenda, ekki
ólíkt því sem er í greiðslumati Íbúðalána-
sjóðs í dag.
Þegar húsbréfakerfinu var komið á fót á
árinu 1989 var ákveðið að miða við að
greiðslugeta umsækjenda um húsbréfalán
færi ekki yfir 30% af heildarlaunum. Fljót-
lega var þetta hlutfall lækkað í 20% og síð-
ar í 18%. Miðað var við hlutfall af launum
sem byggðist á reynslu ráðgjafarstöðvar
Húsnæðisstofnunar af því að aðstoða íbúð-
areigendur í greiðsluerfiðleikum frá árinu
Íbúðalánasjóður leggur áherslu á raunhæft greiðslumat og
ráðgjöf til umsækjenda sem bankarnir eiga svo að annast
Fólk í húsnæðiskaupahugleiðingum þarf að
fá staðfest greiðslumat frá viðskiptabanka
sínum áður en það fær húsbréfalán hjá
Íbúðalánasjóði. Steingerður Ólafsdóttir kann-
aði hversu raunhæft þetta mat er og ræddi
m.a. við framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs.
1985.
Nú er ekki
miðað við ákveðið
hlutfall af heildar-
launum en mörg
dæmi eru þess að
greiðslumat geri ráð
fyrir að greiðsluget-
an fari upp í 20–30%
af heildarlaunum,
miðað við öryggislág-
mörk Íbúðalána-
sjóðs.
Bankarnir milliliður
Bankar og spari-
sjóðir fara eftir
vinnureglum Íbúða-
lánasjóðs þegar
greiðslumat er gert
og er öryggislág-
mark Íbúðalánasjóðs hv
varðar framfærslukost
innbyggt í greiðslum
sjóðsins. Um er að ræða
að á upplýsingum frá vi
endum. Greiðslugeta v
marksverð á íbúð se
getur keypt er svo reikn
Fjármálastofnanir e
vinna fyrir Íbúðalánasj
anum lánveitandinn og
in. Bankarnir eru því
íbúðarkaupenda og Íb
eftir greiðslumatið er h
lokið.
Uppi voru áform um
lánasjóður var settur á
ákveðna þjónustu yfir
Íbúðalánasjóði. Bankar
annast útprentun fastei
samþykki Íbúðalánasjóð
húsbréfaláni. Bankarni
vel annast þinglýsingu
íbúðarkaupanda húsbré
undirritað fasteignaveð
mælast flestir um að m
kaupendum mörg spor
Með þessu móti var æt
betri þjónustu og reka
næðislánakerfi með ódý
Af þessu hefur ekki or
legra örðugleika og að s
stjóra Íbúðalánasjó
Bjarnasonar, hefur veri
Greiðslum
ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR gefur út öryggislágmark framfærslu í
greiðslumati og styðst þar við upplýsingar frá Ráðgjafarstofu um
fjármál heimilanna. Til samanburðar er tekin neyslukönnun Hag-
stofunnar frá árinu 1995 sem sýnir mun hærri tölur, þó enn hærri
þegar þær eru framreiknaðar til verðlags dagsins í dag miðað við
25,98% vísitöluhækkun frá 1995 og birtast á meðfylgjandi mynd.
Nú stendur yfir neyslukönnun á vegum Hagstofunnar, svokölluð
samfelld neyslukönnun sem hófst árið 2000 og mun standa yfir
samfellt um óákveðinn tíma. Þrjú ár þurfa að líða áður en fyrstu
upplýsingar verða birtar og er fyrstu niðurstaðna að vænta árið
2004 og síðan árlega eftir það, samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofunni.
Samkvæmt upplýsingum frá bönkunum er undantekningalítið
miðað við áðurnefnt öryggislágmark Íbúðalánasjóðs þegar fólk
gerir grein fyrir framfærslukostnaði á umsókn um greiðslumat.
Þessi framfærsla er um 38.000 krónur á mánuði fyrir einstakling
og um 104.000 krónur á mánuði fyrir hjón með tvö börn.
Drífa Óskarsdóttir hjá Búnaðarbankanum segir að fólk eigi í
raun og veru að telja allan aukakostnað fram, s.s. dagvist-
unargjöld, svo út komi raunhæft mat á greiðslugetu. Það geri
fólk hins vegar ekki alltaf. Þjónustufull
meðvitandi að greiðslumatið eigi að ver
reyna að auðvelda fólki að leggja raunh
ætlað sér varðandi íbúðakaup. Samkvæ
Íbúðalánasjóðs er kostnaður við rekstu
krónur á mánuði og miðar fólk iðulega
eyðublaðsins þótt deila megi um hversu
anum þessi tala er.
Þórunn Ragnarsdóttir hjá Landsbank
þjónustufulltrúar geri væntanlegum íbú
að öryggislágmark Íbúðalánasjóðs sé a
eru nálægt núllinu eftir útreikninga okk
þeim er gerð grein fyrir því. Á umsóknin
upp eigin framfærslu, ef það gerir það
hærri en öryggislágmark Íbúðalánasjóð
yggislágmarkið enda er það í forsendum
kvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka e
anda hvaða atriði þarf að skoða í tengs
framfærslukostnað. „En þegar til kemu
sækjandi að leggja endanlegt mat á þe
Öryggislágmarkið algjört lág
ll FRÉTTASKÝRING Húsnæðismál
KOSTIR markaðshagkerfisins til að miðla
vörum milli fyrirtækja og frá fyrirtækjum til
neytenda eru lítt umdeildir nú um stundir.
Flestir væru líklega reiðubúnir til að sam-
þykkja að besta leiðin til að koma vöru frá
framleiðanda til neytanda sé að láta markaðinn
um að miðla skilaboðum um framboð og eft-
irspurn milli þessara aðila. En þótt kostir
markaðshagkerfisins þyki augljósir utan fyr-
irtækja hafa þeir ekki nema að litlu leyti verið
nýttir innan fyrirtækja. Um þetta ritar Ken
Phillips í nýjasta tölublað tímaritsins Econo-
mic Affairs og lýsir kenningum um stjórnun
fyrirtækja frá því á fyrri hluta síðustu aldar.
Þessum kenningum hefur í raun verið beitt
alla tíð, en þær ganga í sem skemmstu máli út
á að skipunin kemur að ofan og að best fari á
því að undirmenn geri aðeins það sem þeim er
boðið. Stjórnun af þessu tagi hefur að sögn
Phillips verið beitt af mestri festu í hernum, en
einnig í stærstu fyrirtækjum heims. Fylgis-
mönnum kenninganna hefur þótt meiri óvissa
um hvort þær eigi við um minni fyrirtæki og
menntastofnanir.
Ronald Coase setti fram þekkta kenningu
um fyrirtækið árið 1937 og sagði tilvist þess
byggjast á því að draga úr viðskiptakostnaði.
Til að draga úr viðskiptakostnaði innan fyr-
irtækisins þurfi samskipti yfirmanna og undir-
manna að vera þess eðlis að hinn fyrrnefndi
ráði öllu og hinn síðarnefndi hlýði í blindni.
Phillips segir þá hefðbundnu mynd af stjórnun
fyrirtækis sem lýst er hér að ofan vera á und-
anhaldi, en hægt gangi að vísu. Á sjötta áratug
síðustu aldar hafi tilskipunarstjórnkerfið tekið
að láta undan síga og hann nefnir nokkur
dæmi. Eitt er vel þekkt, en það er einkaleyfa-
kerfi það sem McDonald’s beitir. Flestir þeirra
veitingastaða sem reknir eru undir merkjum
fyrirtækisins eru í eigu þess sem rekur þá og
hann greiðir í staðinn einkaleyfisgjald til
McDonald’s. Í stað þess að selja einkaleyfi
hefði fyrirtækið getað sett sjálft upp alla sína
veitingastaði, en með því hefði yfirstjórnunin
orðið umsvifameiri og óvíst hvort rekstur fyr-
irtækisins hefði gengið jafn vel og raun ber
vitni.
Phillips tekur annað dæmi, en þar er gengið
nánast alla leið í markaðsvæðingu innan fyr-
irtækisins. Þetta er risafyrirtækið Koch Ind-
ustries, sem er skuldlaust óskráð fyrirtæki og
vermir átjánda sæti yfir stærstu fyrirtæki
Bandaríkjanna. Síðustu þrjátíu árin hefur
þetta fyrirtæki leitast við að beita markaðs-
öflunum innan þess og stjórnarformaðurinn
Charles Koch þakkar góðan árangur af þessari
viðleitni. Fyrirtækið hefur skráð einkaleyfi
fyrir stjórnkerfi sínu, en það er kallað Market-
based Management (MBM), sem gæti útlagst
Stjórnun á markaðsgrunni. Til að þetta kerfi
gangi upp er að sögn Phillips lögð áhersla á
það sem virkar á markaði, svo sem gagn-
kvæma virðingu, þolinmæði, traust, að taka
eftir þörfum annarra og að forðast allan hroka.
Stjórnendur selja undirmönnum þjónustu sína
Einingar fyrirtækisins eru sjálfstæðar, þær
selja hver annarri þjónustu og launagreiðslur
fara eftir afkomu hverrar og einnar. Fyrirtæk-
inu hefur ekki tekist að beita markaðnum á alla
þætti starfseminnar, öryggismál eru til að
mynda miðstýrð, en sem dæmi um hve langt er
gengið má nefna skýrslugerð aðalskrifstofunn-
ar. Eftir að MBM-kerfið var tekið upp á að-
alskrifstofunni varð hún að markaðssetja
skýrslur sínar innan fyrirtækisins. Í ljós kom
að margar deildir neituðu að kaupa skýrslur
framkvæmdastjórans og þá var farið í að finna
út hvaða upplýsingar deildirnar vildu hafa í
skýrslunum. Við þetta bötnuðu skýrslurnar og
mættu betur en áður þörfum viðskiptavinanna
innan fyrirtækisins.
ll FYRIRTÆKI Haraldur Johannessen
Innri markaðir
Markaðir miðla vörum milli fyrirtækja en innan fyrirtækja
er beitt tilskipunum. Þetta er þó ekki án undantekninga
haraldurj@mbl.is
HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Micro-
soft þarf að búa sig undir nýja samkeppni ef
marka má dagblaðið Wall Street Journal. Þar
kemur fram að Michael Robertson, stofnandi
MP3.com, hyggist bjóða upp á stýrikerfi sem
geti keyrt forrit skrifuð fyrir Windows-stýri-
kerfi Microsoft. Fyrirtæki Robertson ber
nafnið Lindows.com og var stofnað fyrir
þremur mánuðum og er eignarhald þess á
fárra höndum.
Skýringin á nafngiftinni, sem verður varla
talin í frumlegri kantinum, er sú að stýrikerf-
ið byggir á Linux-stýrikerfinu. Ætlunin er að
snemma á næsta ári verði þetta stýrikerfi sett
á markað og viðmótið verði líkt því sem menn
þekkja frá Windows. Í því verði þýðari sem
geri mönnum kleift að nota bæði forrit sem
skrifuð eru fyrir Linux og fyrir Windows. Að
vísu er ekki gert ráð fyrir að öll Windows-
forrit muni ganga á Lindows-stýrikerfinu, að
minnsta kosti ekki í upphafi. En haft er eftir
Robertson að hann geri ráð fyrir að mörg
Windows-forrit muni virka og það á sama
hraða og þegar þau eru keyrð á Windows-
stýrikerfinu. Þetta sé framför frá því sem
verið hafi með eldri tækni.
Forritið mun kosta 99 Bandaríkjadali, sem
samsvarar um 10.000 krónum, og munu not-
endur geta sett það upp á margar tölvur í
sinni eigu í einu. Þetta mun vera ólíkt því sem
gildir um nýja Windows XP-stýrikerfið, og
Robertson segir að takmarkanir varðandi
uppetningu á þessu nýja Windows-kerfi hafi
verið mikill hvati fyrir framleiðslu hans.
Þegar Robertson er spurður út í hugsanleg
átök við Microsoft segist hann ekki telja að
lagalegar forsendur séu fyrir hendi til að
kæra Lindows.com, og stofnun fyrirtækis
hans gæti haft í för með sér stærri markað
fyrir forrit frá Microsoft.
ll HUGBÚNAÐUR
Lindows.com
Microsoft stendur brátt frammi fyrir nýjum keppinauti
sem hyggst bjóða stýrikerfi til að keyra Windows-forrit
haraldurj@mbl.is
◆