Morgunblaðið - 25.10.2001, Page 11

Morgunblaðið - 25.10.2001, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 C 11 NÚR VERINU Y D D A / S ÍA Skynsa mle g á kv ör ðu n Tryggðu atvinnureksturinn gegn óvæntum áföllum á þann hátt sem þér hentar. Nýttu þér faglega og persónulega þjónustu sérfræðinga okkar í fyrirtækjatryggingum. Einföld og örugg vátryggingarvernd Aðalstræti 6-8 • 101 Reykjavík • Sími 515 2000 • www.tmhf.is VERÐ á fiskimjöli og lýsi er nú af- ar hátt og hefur verðmunur á þess- um afurðum og mjöli og olíu úr jurta- ríkinu aldrei verið meiri. Eftirspurn er mikil, en framleiðsla hefur lítillega dregizt saman frá síðasta ári. Stuart Barlov, framkvæmdastjóri Alþjóða- samtaka framleiðenda fiskimjöls og lýsis, IFFO, segir ekkert benda til annars en verð verði áfram hátt og eftirspurn mikil, einkum í fiskeldi. Meirihluti fiskilýsis og mjöls er nú notaður í fiskifóður. „Framleiðsla fiskimjöls í heimin- um á þessu ári er talin verða 6,3 milljónir tonna, sem er nokkru lægra en meðaltalið sem er um 6,5 milljónir tonna,“ segir Barlow. „Gert er ráð fyrir að af lýsi verði framleiddar 1,2 milljónir tonna, sem einnig er undir meðaltalinu eða 100.000 tonnum minna. Samdráttur í Perú er um 10% og framleiðslan er sömuleiðis minni í Chile og Noregi, en framleiðsla í öðr- um löndum er svipuð og á síðasta ári, þar með talið Íslandi og Danmörku. Birgðastaðan er því í minna lagi og eftirspurn er góð. Kínverjar kaupa mikið af mjöli um þessar mundir og munar það miklu. Á síðasta ári keyptu þeir um milljón tonn og eru langstærstu innflytjendur í heimin- um. Á þessu ári er gert ráð fyrir því að þeir minnki innflutninginn og hann verði um 700.000 tonn. Helzta skýringin á því er hækkandi verð. Verð er bæði hátt og stöðugt Fyrir tonnið af perúsku staðalmjöli fást nú ríflega 50.000 krónur og fyrir lýsi frá Perú fást 52.000 krónur. Verð á lýsi hefur aldrei verið eins hátt í sögunni og við ættum í raun og veru að vera að gæða okkur á kampavíni í því tilefni. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Alþjóðasamtaka fiskimjöls- og lýsisframleiðenda, sem spannar yfir 30 ár, sem verð á lýsi er hærra en á jurtaolíu. Allt fram á þetta ár hefur verð á lýsi verið 20 til 30% lægra en á jurtaolíunni. Það er fyrst og fremst vegna þess að auðveldara er að nota jurtaolíur í smjörlíki og aðra mat- vælaframleiðslu en lýsið. Hinn öri vöxtur í fiskeldi hefur leitt til mik- illar eftirspurnar eftir lýsinu og í það fara nú tveir þriðju hlutar allrar lýs- isframleiðslu í heiminum. Lýsið hef- ur ákveðna kosti umfram jurtaolíur í fiskifóðri, og skipta ómega 3-fitusýr- urnar þar mestu máli. Þess vegna er verð á lýsi 40% hærra en á sojaolíu og nærri tvöfalt hærra en á pálma- olíu. Það er fátt sem bendir til þess að þetta breytist, en viss hætta er á því að verði verðmunurinn of mikill reyni menn að nota jurtaolíu í stað lýsisins til að draga úr kostnaði. Við vitum að nokkur notkun er á repju- olíu á vissum stigum í eldinu, en henni er þá blandað saman við lýsið. Hins vegar verður að nota óblandað lýsi í fóðrið á fyrsta vaxtarstigi laxins og á því síðasta til að styrkja heilsu- far ungfisksins og til að koma ómega 3-fitusýrunum í fullvaxna fiskinn áð- ur en hann fer á markað. Þegar fólk kaupir eldisfisk gerir það það meðal annars til að fá hollan mat, þar með taldar hinar nauðsynlegu fjölómett- uðu fitusýrur. Fólk kærir sig ekkert um jurtaolíu í laxinum. Hana er alltaf hægt að fá á lágu verði. Þess vegna eru möguleikar á því að nota jurta- olíur í stað fiskilýsis í fiskifóður tak- markaðir. Útlitið gott Ég sé því fram á að í framtíðinni verði verð á fiskilýsi alltaf hærra en á jurtaolíum. Nú fer um helmingur fiskimjölsins í fiskeldið og það mun aukast á næstu tíu árum. Notkun fiskimjöls í alifuglafóður og fóður fyrir svín mun áfram verða fyrir hendi. Útlitið er því gott, eftirspurn er mikil og verð mun haldast hátt. Það veltur þó svolítið á verðinu á sojamjöli og sojaolíu. Fiskimjölið er nú 2,5 sinnum dýrara en sojamjölið og fiskilýsið mun dýrara en olían. Verði veruleg verðlækkun á sojaaf- urðunum gæti það leitt til verðlækk- unar á mjöli og lýsi, en það er ekkert sem bendir til þess eins og er. Verð á sojaafurðunum hefur verið í lág- marki að undanförnu og ég tel afar ólíklegt að það lækki meira, enda myndi það valda bændum í Banda- ríkjunum meiriháttar erfiðleikum.“ Nýir möguleikar Eru einhverjir nýir möguleikar að skapast í notkun mjöls og lýsis til matvælaframleiðslu? „Svo virðist ekki vera hvað mjölið varðar. Það hefur reyndar lengi farið smávegis af mjöli til manneldis í nokkrum löndum, aðeins nokkur þúsund tonn, og við sjáum engin merki þess að sú neyzla aukist. Hvað lýsið varðar er það notað í lyfjafram- leiðslu í hylkjum vegna ómega 3-fitu- sýranna. Það er hins vegar afar lítill hluti lýsisins sem fer í það, aðeins um 25.000 tonn árlega. Hugsanlega gæti þessi notkun aukizt. Baráttan er fyr- ir því að fá fólk til að nota fiskilýsi til heilsubótar. Fólk vill gjarnan borða fisk og fær þessar fitusýrur þannig, en það er yfirleitt tregt til að taka inn lýsi, nema á Íslandi. Þess vegna tel ég að fólk borði frekar laxinn og við komum lýsinu í það þá leiðina. Það eina sem gæti skyggt á gleði okkar um þessar mundir er að Evr- ópusambandið setji skilyrði um afar lágt díoxíninnihald í lýsi. Líklega verða gefin út ný mörk í upphafi næsta árs, en við ráðum nú yfir að- ferðum til að draga nægilega úr inni- haldi díoxíns í lýsinu og getum vel af- borið það. Það sem við erum að reyna að gera Evrópusambandinu ljóst, er að inntaka díoxíns hefur minnkað um 50% á síðustu tíu árum vegna breytts mataræðis og minni mengunar. Staðan er því góð þrátt fyrir að Evr- ópusambandinu finnist nauðsynlegt að lækka leyfileg mörk, en eins og ég sagði áðan ráðum við við það. Það er því bjart framundan,“ segir Stuart Barlow. Meirihluti mjöls og lýsis fer í fiskeldi Verðmunur á mjöli og lýsi og jurtamjöli og olíu hefur aldrei verið meiri Stuart Barlow RAÐAUGLÝSINGAR ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Sölumaður í sjávarafurðum Vegna ört vaxandi umsvifa vantar okkur sölu- mann í sjávarafurðum. Tungumálakunnátta nauðsynleg. Vinsamlega skilið inn umsóknum til augl.deild- ar Morgunblaðsins merktum: „S — 1070“. ÝMISLEGT Veflausnir Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki leitar að fyrir- tækjum og/eða einstaklingum til samstarfs um hönnun, framleiðslu og markaðssetningu veflausna. Áhugasamir vinsamlegast sendið tölvupóst á veflausnir@visir.is með nafni og nafni fyrirtækis ef það á við, símanúmeri og helstu upplýsingar um tilefni áhuga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.