Morgunblaðið - 25.10.2001, Page 13

Morgunblaðið - 25.10.2001, Page 13
Úr auglýsingu fyrir Rautt – fyrirframgreidda GSM-þjónustu Íslandssíma. DBT – auglýsingahús hefur náð góðum árangri í auglýsingaviðburð- um erlendis. Nú síðast komst herferð DBT fyrir Rautt – fyrirframgreidda GSM-þjónustu í úrslit í hinni þekktu samkeppni Young Guns sem haldin er í Sydney Ástralíu. Hátíð þessi er ætluð yngri aðilum sem starfa við auglýsingaiðnaðinn og er hámarks- aldur þátttakenda 30 ár. Aðaláhersl- an er lögð á frumlegar hugmyndir, vönduð vinnubrögð og virkni auglýs- inga og áttu margar af frægustu aug- lýsingastofum heims tilnefningar í þessa keppni. Í júní í sumar var 21. Campaign Screen útgáfan gefin út en í henni er VHS-spóla sem inniheldur athyglis- verðustu auglýsingar hvers mánaðar. Í þessari 21. uppfærslu af Campaign Screen var að finna auglýsingu DBT fyrir Rautt – fyrirframgreidda síma- þjónustu – sem var valin þarna inn sökum frumlegrar nálgunar við markhópinn sem ná átti til. Þetta var í annað skiptið sem Íslensk auglýsing var valin á þessa spólu. Auglýsingahúsið DBT byrjaði sem lítið skúffufyrirtæki á skrifstofu tíma- ritsins Undirtóna fyrir tæplega fjór- um árum. Það voru Snorri Barón Jónsson, annar af stofnendum blaðs- ins og þáverandi framkvæmdastjóri þess, og Siggeir Magnús Hafsteins- son sem ákváðu að ríða á vaðið og setja á laggirnar auglýsingastofu sem sérhæfði sig í auglýsingum fyrir markhópinn 12–29 ára. Í árslok 1999 klauf fyrirtækið sig frá Undirtónum og hóf sjálfstæðan rekstur. DBT flutti nýverið inn í skrifstofu á efstu hæð gamla Ríkissjónvarpshússins á Laugavegi 176 og eru starfsmenn fyr- irtæksins nú átta talsins. DBT – auglýsingahús hlýtur tilnefningu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 C 13 NFRÉTTIR LISTASAFN Reykjavíkur hefur opnað sýndarferð um Erró-sýn- inguna á Netinu, en myndirnar voru teknar til sýningar í safninu í sumar. Þá hefur safnið tekið í notkun nýtt leiðsagnakerfi sem er rekið á GSM- kerfi Íslandssíma. Í sýndarferðinni er hægt að skoða safnið að innan og utan, inngang og sýningarsali í hringsjá. Hægt er að þysja að einstaka myndum, skoða sal- ina hátt og lágt og smella með mús- arhnappi frá einum sal til annars. Þá er hægt að skoða verk sem er að finna í sýningarsölunum í hringsjá. Verk- um er raðað upp með þeim hætti að gestir rekja sig í megindráttum eftir ferli listamannsins frá nýjustu verk- um hans til þeirra fyrstu. Fleiri sýndarverkefni í deiglunni Hugbúnaðarfyrirtækið Landmat bjó til þrívíddarlíkan af safninu og sýnd- arferðina um Erró-sýninguna, en sýndarferðin er gerð með Flash- og Java-tækni. Þá voru teknar 18 ljós- myndir á stafræna myndavél í hverj- um sal og settar saman í hringmynd til þess að hægt væri að skoða þær í 360° hringsjá. Sýndarsýningin er einnig á ensku, þýsku og frönsku. Sigrún Guðjónsdóttir, framleiðslu- stjóri hjá Landmati, sagði að verkið hefði tekið tvo mánuði og að stefnt væri að því að vinna fleiri slík verkefni fyrir Listasafn Reykjavíkur, áður hefur Landmat m.a. unnið sýndarferð fyrir Árbæjarsafn og Salinn í Kópa- vogi. Hún sagði að sýndarferðin yrði áfram á vef Listasafnsins eftir að sýn- ingunni sjálfri lyki. „Markmiðið er að búa til sýndar- safn yfir sýningar í Listasafni Reykjavíkur sem netnotendur geta skoðað óháð stað og stund.“ Upplýsingar um listamenn í GSM-síma GSM-leiðsögn Listasafns Reykjavík- ur má líkja við „audio-guide“, eða hljóðleiðsögn, sem er algeng víða í söfnum erlendis. Gestir safnsins hringja í ákveðið númer úr farsíma sínum og geta þar hlýtt á kynningu um Erró-sýninguna. Þannig geta þeir fengið upplýsingar um hvernig best sé að fara um sýninguna til að fá heildstæða mynd af þeirri þróun sem orðið hefur á ferli listamannsins. Þá er hægt með ákveðnum skipunum að velja um ellefu fjölbreyttar og fróð- legar umsagnir um verk Errós og ákveðin tímabil í lífi hans. Það eru ís- lenskir listamenn og listfræðingar sem leggja til texta og rödd og leiða þannig gesta um safnið. Pétur Pétursson, upplýsinga- og kynningarstjóri Íslandssíma, segir að GSM-leiðsögnin hafi verið þróuð af símkerfasviði Íslandssíma í samvinnu við safnið. Í henni sé talhólfakerfi Ís- landssíma notað. Með því er hægt að ráða virkni talhólfanna og gefa not- andanum kost á að stjórna ferðinni. Pétur segir að þetta samspil tækni og listar sé komið til að vera í Lista- safni Reykjavíkur og verði þróað áfram með öðrum sýningum bæði hvað varðar framsetningu og tækni. Til að byrja með verður GSM-leið- sögnin gestum safnsins að kostnaðar- lausu. www.listasafnreykjavikur.is Sýndar- sýning og GSM- leiðsögn Morgunblaðið/Ásdís Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Eyþór Arnalds, forstjóri Íslandssíma, tóku nýtt leiðsagnakerfi Listasafnsins formlega í notkun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.