Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 16

Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 16
    &'&(')*'&' 4/;=;@ 4AB/C/@(4/B!D ED&8!DF 878/B%84/B!D 8/&E@GD F/@&/HI J88;@!/;F6DB=            ;5 68                  ,  -  6 B1 #16# = .. & 1 ; ".D &# .# ;* ,5 ) 83 ;, ,) 5 55 7 ,6 5 55 ;* ,, ;* ), ) *4 &/@E BIRGIR Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri hélt erindi á fundi Verðbréfastofunnar í gærmorgun og sagði ríka ástæðu fyrir Seðlabankann að halda vöxtum svo háum sem raun bæri vitni. Jafet Ólafsson forstjóri Verðbréfa- stofunnar sagði í upphafi að þau vaxtakjör sem stæðu stórum íslensk- um fyrirtækjum til boða væru í kring- um 14%. Á sama tíma stæðu erlend- um fyrirtækjum til boða vextir á bilinu 6-7%. Birgir ítrekaði að það væri mat Seðlabankans að framleiðsluspennan væri enn til staðar í þjóðfélaginu. Birgir taldi til atriði eins og verð- hækkanir á innlendum vörum, en töl- ur sýndu að þær hefðu verið töluverð- ar á síðustu mánuðum og eins væri enn spenna á fasteignamarkaði sem færi hjaðnandi en þrátt fyrir fréttir um samdrátt á þeim markaði væri hann ekki enn farinn að skila sér í verðlækkununum. Í verðbólguspá bankans, sem gerð var í ágúst síðast- liðnum, spáði bankinn 8,1% verðbólgu yfir árið. Ný verðbólguspá bankans verður gefin út 7. nóvember nk. Birgir benti á að hlutfall launa af vergum þáttatekjum hafi ekki verið hærra síðan á þensluárunum 1986- 1987 og sagði það afar mikilvægt að launþegahreyfingin tæki ekki þá ákvörðun að segja upp launasamning- um í febrúar næstkomandi eins og hún hefði gefið til kynna. Slíkt gæti hrynt af stað víxlverðhækkun launa, verðlags og gengis sem menn þekktu vel frá fornu fari. Seðlabankastjóri sagði að launaskrið og þensla hefði án efa verið mun meira hér á undanförn- um árum ef ekki hefði komið til um- talsverður innflutningur á vinnuafli en tölur bentu til þess að helmingur þess vinnuafls kæmi frá löndum utan EES svæðisins. Birgir gerði gengisþróun undan- farinna vikna að umtalsefni og lýsti því yfir að hún væri áhyggjuefni. Inn- grip bankans að undanförnu hefðu skilað tímabundnum árangri en til lengdar væri erfitt að hamla á móti þungum straumi eins og verið hefði að undanförnu. Hið lága raungengi nú vísaði frekar til styrkingar geng- isins í framtíðinni. Þróun sem þessi væri algeng á haustmánuðum vegna þess að mikil innkaup væru vegna jólaverslunar í desember og opnun Smáralindar og vörukaup henni tengd væru einnig mikil. Eins hefðu borist fregnir að því að sjávarútvegs- fyrirtæki væru að greiða upp erlend lán. Góð framlegð hjá fyrirtækjum í sjávarútvegi að undanförnu gerði það að verkum að nú gæfist færi á að greiða niður erlendar skuldir. „Staða sjávarútvegsins er mjög góð um þessar mundir,“ sagði Birgir og sagði að á öllum samdráttarskeiðum á Íslandi væri það sammerkt að staða sjávarútvegsins hafi verið slæm. Svo væri ekki nú, heldur þvert á móti. Einnig væri raungengi mjög lágt og staða samkeppnis- og útflutningsfyr- irtækja almennt góð. Horfur í efna- hagsmálum væru því alls ekki jafn slæmar og margir vildu halda fram. Stýrivextir í Noregi einnig háir Hvað varðaði vaxtalækkanir í Banda- ríkjunum og fleiri löndum eftir 11. september sagði Birgir að markmiðið með vaxtalækkunum Bandaríska seðlabankans væri að koma í veg fyrir kreppu í Bandaríkjunum og að sumu leyti í heiminum. Ljóst væri að á Ís- landi væri markmiðið fyrst og fremst að huga að ástandinu hér innanlands og ekki ástæða til að fylgja í kjölfar aðgerða annara seðlabanka. Hann benti á að sambærilegir stýrivextir í Noregi væru 9% og verðbólga 2,7%. Norðmenn væru í þeirri stöðu nú að þurfa að halda vöxtum háum til að geta haldið verðbólgunni í skefjum. Birgir sagði markmið Seðlabank- ans vera skýrt, að halda verðbólgunni í skefjum. Óánægjuraddirnar núna segðu að ekki væri mögulegt að ís- lenskt atvinnulíf byggi við svo háa vexti en ef dæmið snerist við og ekki yrði unnið á verðbólgunni sagðist Birgir vera sannfærður um að þá myndi einnig verða óánægja með það að verðbólga væri hærri hér en í sam- keppnislöndunum. Aðspurður hvort hann hefði áhyggjur af stöðu fjármálakerfisins, eins og ný skýrsla Standard & Poor gæfi til kynna, sagði Birgir að útlána- aukning síðustu ára hefði verið mjög mikil. Seðlabankinn hefði bent á, sem víti til varnaðar, þau miklu áföll sem bankar á Norðurlöndum hefðu orðið fyrir í byrjun tíunda áratugarins. Vafalítið yrðu bankar hér fyrir áföll- um en ekki væri ástæða til að óttast fjármálakreppu. Standard & Poor gerðu það einnig að umtalsefni að ef slík kreppa kæmi til þyrfti ríkið að hlaupa undir bagga til að hækka eig- infjárhlutföll bankanna. Birgir taldi mat S&P of svartsýnt að þessu leyti og sagði mikilvægt að hraða einka- væðingu ríkisbankanna þannig að þeir gætu farið út á markaðinn til að auka eigið fé sitt ef svo bæri undir. Rík ástæða fyrir háum vöxtum Morgunblaðið/Kristinn Birgir Ísl. Gunnarsson á fundi Verðbréfastofnunar í gærmorgun. Seðlabankinn telur að framleiðsluspenna sé enn til staðar í þjóðfélaginu. Tölur sýna að hækkanir á innlendum vörum hafa verið töluverðar á síðustu mánuðum og samdráttur á fasteignamarkaði hefur ekki skilað sér í verðlækkunum. AFKOMA Vinnslustöðvarinnar hf. á síðasta rekstrarári var lakari en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir, sem skýrist eingöngu af 700 milljóna króna gengistapi á árinu. Samkvæmt ársreikningi sem birtur var í gær nam tap félagsins 276 milljónum króna og jókst um tæpar 20 milljónir frá fyrra ári. Heildartekjur félagsins voru 3.213 milljónir króna og jukust um rúmlega 35% frá fyrra ári. Heildargjöld fyrir utan afskriftir voru liðlega 2.186 millj- ónir króna og jukust um 16,8% frá fyrra ári. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og aðrar tekjur og gjöld nam 1.026 milljónum króna og jókst um 525 milljónir króna eða um 104%. Framlegðarhlutfall hækkaði úr 21,1% í 31,9%. Afskriftir eru óbreyttar frá fyrra ári. Önnur gjöld námu rúmlega 46 milljónum króna og skýrast fyrst og fremst af niðurfærslu hlutabréfaeign- ar félagsins um 45 milljónir króna. Fjármagnsgjöld námu 856 milljón- um króna og hækkuðu um 600 millj- ónir króna frá fyrra ári. Skýring þess- arar hækkunar er fyrst og fremst 700 milljóna króna gengistap. Þá hækk- uðu reiknaðar tekjur vegna verðlags- breytinga um 115 milljónir króna frá fyrra ári. Félagið flutti veiðiheimildir (aflamark) að markaðsvirði á annað hundrað milljónir króna yfir á nýhafið rekstrarár. Í áætlun fyrir nýhafið rekstrarár er gert ráð fyrir að framlegð félagsins verði 950 milljónir króna og hagnaður verði 200 milljónir króna. Þá er gert ráð fyrir að verðbreytingarfærsla verði felld niður. Aðrar mikilvægar forsendur eru að gert er ráð fyrir að verð afurða lækki þegar líður á árið. Tap Vinnslustöðvarinn- ar 276 milljónir króna ÞRJÁR athafnakonur, hver á sínu sviði, hlutu Auðarverðlaunin í gær. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, fyrsti ís- lenski kvenpresturinn, Rakel Olsen, stjórnarformaður Sigurðar Ágústssonar í Stykkishólmi og Herdís Egilsdóttir, kennari. Í umsögn dómnefndar Auðar í krafti kvenna kemur fram að barátta Auðar Eir, sem fyrsti kvenpresturinn á Ís- landi, hafi ekki verið auðveld en hún hafi sigrast á viðteknum fordómum og verið öðrum konum góð fyrirmynd og í kjölfarið hefur fjöldi íslenskra kvenna hlotið prestvígslu. Rakel Olsen hlýtur Auðarverðlaunin fyrir að hafa stýrt sjávarútvegsfyrirtæki um áratugaskeið sem og fyrir menn- ingarmál en hún hefur beitt sér fyrir verndun og endurreisn gamalla húsa í Stykkishólmi. Í umsögn dómnefndar kemur fram að Rakel hafi án efa aldrei litið á sig sem konu í stjórnunarstöðu, heldur einfaldlega sem atvinnurekanda. Hún er fyrsta konan til þess að setjast í stjórn SH og einnig í stjórn Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum. Þriðja konan sem hlaut Auð- arverðlaunin 2001 er Herdís Egils- dóttir kennari. Í umsögn dómnefndar kemur fram að Herdísi hafi verið snemma ljóst mikilvægi þess að ala börn upp til að verða góðir og meðvit- aðir borgarar í sínu samfélagi. „Það er ekki nóg að kunna að lesa og skrifa. Börnin þurfa að skilja hvernig sam- félagið er uppbyggt, hvernig það starf- ar og hvernig þau geta lagt sitt af mörkunum til að verða nýtir þjóð- félagsþegnar. Með hennar hjálp og leiðsögn hafa börnin búið til land, gætt það gróðri og lífi, numið það og nýtt,“ segir í umsögn dómnefndar Auð- ar í krafti kvenna. Athafna- konur verð- launaðar Rakel Olsen, stjórnarformaður Sigurðar Ágústssonar, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Herdís Egilsdóttir, kennari, hlutu Auðarverðlaunin í ár. Auðarverðlaunin veitt í annað sinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.