Morgunblaðið - 01.03.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 01.03.2002, Síða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Jón Arnar og Vala verða í eldlínunni í Vínarborg / B3 Brasilíumenn tefla fram öflugu liði gegn Íslandi / B1, B4 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR  Í heimsókn hjá ömmu/B2  Saga bjúgverpilsins/B3  Arne Jacobsen í heila öld/B4  Endurnæring eftir barnsburð/B5  Dómsdagstrú og ragnarök/B6  Auðlesið efni/B8 Sérblöð í dag AÐALFUNDUR Landssíma Ís- lands verður haldinn mánudaginn 11. mars nk. Fundurinn hafði verið boðaður þriðjudaginn 19. mars en ákveðið var að flýta honum og var stefnt að þriðjudeginum 12. mars. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í umræðum um Símann á Al- þingi á miðvikudag að hann vildi beita sér fyrir því að aðalfundur fé- lagsins yrði haldinn sem fyrst, helst föstudaginn 8. mars. Samkvæmt upplýsingum frá Sím- anum var ekki hægt að koma því við að halda aðalfund með þetta skömm- um fyrirvara. Ákveðið var í gær að aðalfundur skyldi haldinn mánudaginn 11. mars kl. 16 á Grand hóteli. Aðalfund- ur Símans 11. mars VÖRÐUR – fulltrúaráð Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík samþykkti framboðslista flokksins vegna borg- arstjórnarkosninganna á fjölmenn- um fundi í Valhöll í gærkvöldi. Var tillaga kjörnefndar um skipan full- trúa í þrjátíu sæti framboðslistans samþykkt samhljóða. Björn Bjarna- son, fráfarandi menntamálaráð- herra, er í efsta sæti listans en á list- anum eru fjórtán konur og sextán karlmenn. Ekki gert með neinum illindum eða rógi Davíð Oddsson forsætisráðherra og Björn Bjarnason ávörpuðu full- trúaráðsmenn á fundinum og sögðu framboðslistann sigurstranglegan en gagnrýndu báðir Reykjavíkurlist- ann harðlega. Davíð sagði sjálfstæð- ismenn eiga Reykvíkingum þá skuld að gjalda að koma borginni úr hönd- um R-listans. Í kosningabaráttunni yrðu verk R-listans afhjúpuð og öll- um yrði gert ljóst með hvaða hætti fulltrúar R-listans hefðu stjórnað. „Það verður ekki gert með neinum illindum eða rógi, heldur þannig að verk þeirra verða dregin fram í dagsljósið,“ sagði Davíð. Sagði hann að sjálfstæðismenn myndu fyrst og síðast leggja áherslu á að sýna með hvaða hætti Sjálfstæð- isflokkurinn ætlaði að koma nýju lífi, krafti og nýjum framfaramálum fram í höfuðborginni, þannig að kjör- dagurinn, 25. maí nk., yrði sigurdag- ur fyrir Reykvíkinga. „Við munum standa þannig að málum að við mun- um líta glaðan dag 26. maí næstkom- andi. Við heitum því sjálfstæðis- menn,“ sagði Davíð í lok ræðu sinnar. Davíð sagði í samtali við Morgun- blaðið að sér litist mjög vel á fram- boðslista sjálfstæðismanna. „Hann er fjölbreyttur og byggður á góðri reynslu annars vegar og svo eru margir nýir að leggja fram krafta sína,“ sagði Davíð. „Ég er ánægður og stoltur af þessum lista og veit að nái hann meirihluta – sem ég vona að gerist borgarinnar vegna – þá er komin öflug stjórn um borgina á nýj- an leik, sem er afar æskilegt,“ sagði Davíð. Endurspeglum það besta í samfélaginu í Reykjavík „Það hefur verið mikill einhugur um listann, eins og hefur verið í öll- um okkar kosningaundirbúningi, þannig að þessi fjölmenni fundur og sá einhugur sem hér ríkti staðfestir að þessi listi er mjög vel valinn af kjörnefndinni. Það hefur tekist vel að finna þann samnefnara sem við viljum hafa í okkar kosningabaráttu til að hún verði árangursrík,“ sagði Björn í samtali við Morgunblaðið. Björn sagði að á listanum væri m.a. að finna ungt fólk og fólk með margvíslega reynslu, sem kæmi úr ólíkum áttum. „Ég er sannfærður um að þegar við leggjum saman krafta okkar og förum að vinna að úrlausn mála endurspeglum við mjög vel það besta í samfélaginu í Reykjavík,“ sagði Björn. Davíð Oddsson ávarpaði fund fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Verk R-listans verði afhjúp- uð í kosningabaráttunni Morgunblaðið/Sverrir Björn Bjarnason, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ræðast við á fundi Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Valhöll í gærkvöldi. Þau skipa fjögur efstu sætin á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. ÚTIHÚS og hlaða gjöreyðilögðust í bruna á Máskeldu í Saurbæ, um fjörutíu kílómetra frá Búðardal, í gær. Átján hross brunnu inni. Að sögn lögreglu er um eyðibýli að ræða en útihúsin eru nýtt frá öðrum bæ. Segir lögregla aðstæður hafa verið ágætar til slökkvistarfsins þar sem stillt var og lítil snjókoma. Hins vegar hafi verið erfitt að eiga við eld- inn þar sem mikill eldsmatur hafi verið í heyi sem var í húsunum. Úti- húsin voru gömul, slegið upp með timbri og klædd með bárujárni, en hlaðan uppsteypt. Eftir að vatn var búið á slökkvibílunum þurfti að grípa til þess ráðs að brjóta ís á ánni Hvolsá og sækja vatn þangað. Tilkynnt var um eldinn þegar klukkan var tuttugu mínútur gengin í tíu í gærkvöldi og stóð slökkvistarf enn þegar Morgunblaðið fór í prent- un. Ekki er vitað um eldsupptök. Átján hross brunnu inni BJÖRN Bjarnason mun láta af emb- ætti menntamálaráðherra á rík- isráðsfundi á Bessastöðum, sem haldinn verður fyrir hádegi á morgun. Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að afráðið verði á þingflokks- fundi Sjálfstæðisflokksins í dag hver muni taka við embætti menntamálaráðherra af Birni. Ekki frekari breytingar í ríkisstjórn að þessu sinni Davíð segir þingflokk sjálfstæð- ismanna koma saman kl. 13.30 í dag til að ráða ráðum sínum og ráð- herraskiptin muni svo fara fram á ríkisráðsfundi sem boðaður hefur verið kl. 11.15 á morgun. Þar muni nýr ráðherra taka við embætti menntamálaráðherra. Spurður hvort gerðar verði frek- ari breytingar í ríkisstjórninni sagði Davíð svo ekki verða að þessu sinni. „Það verður eingöngu þessi breyting,“ svaraði Davíð. Björn mun sitja áfram á Alþingi Björn hefur gegnt embætti menntamálaráðherra í tæp sjö ár og segir það leggjast mjög vel í sig að snúa sér að borgarmálunum. Hann ætli nú að helga sig kosninga- baráttunni eftir að hann hefur látið af ráðherraembætti. „Ég mun gera það inn á við og út á við og leggja mig allan fram um að ná þeim árangri sem við stefnum að,“ sagði Björn. Björn var spurður hvort hann væri alfarinn úr stjórnarráðinu og sagði hann svo vera. „Ég verð áfram á Alþingi en ég segi af mér ráðherrastörfunum,“ sagði Björn. Ráðherra- skipti fara fram á rík- isráðsfundi á morgun EFTIRTALDIR munu skipa fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í vor en listinn var sam- þykktur á fundi Varðar – full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í gærkvöldi: 1. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra. 2. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi. 3. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formaður Félags grunnskóla- kennara. 4. Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnmálafræðingur. 5. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi. 6. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi. 7. Gísli Marteinn Baldursson, fréttamaður. 8. Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi. 9. Margrét Einarsdóttir, laganemi. 10. Jórunn Frímannsdóttir, hjúkrunarfræðingur. 11. Kristján Guðmundsson, trésmiður. 12. Alda Sigurðardóttir, fræðslufulltrúi VR. 13. Benedikt Geirsson, framkvæmdastjóri. 14. Marta Guðjónsdóttir, ritstjóri. 15. Tinna Traustadóttir, lyfjafræðingur. 16. Rúnar Freyr Gíslason, leikari. 17. Bolli Thoroddsen, menntaskólanemi. 18. Ívar Andersen, verslunarmaður. 19. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, verkefnisstjóri. 20. Margrét Kr. Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur. 21. Elva Dögg Melsteð, háskólanemi. 22. Óskar V. Friðriksson, fyrrv. fulltrúi. 23. Jónas Bjarnason, efnaverkfræðingur. 24. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, prófessor. 25. Baldvin Tryggvason, fyrrv. sparisjóðsstjóri. 26. Ólafur B. Thors, forstjóri. 27. Elín Pálmadóttir, blaðamaður. 28. Magnús L. Sveinsson, formaður VR. 29. Hulda Valtýsdóttir, blaðamaður. 30. Davíð Oddsson, forsætisráðherra. Framboðslisti sjálfstæðis- manna í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.