Morgunblaðið - 01.03.2002, Page 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SAUTJÁN ára piltur hefur í Hér-
aðsdómi Vestfjarða verið sviptur
ökurétti í 12 mánuði og dæmdur í
fjársekt fyrir nokkur umferðarbrot
en í einu tilvikinu beið sautján ára
piltur sem var farþegi í bifreið sem
hann ók bana. Var hann dæmdur
fyrir að hafa valdið dauða hans af
gáleysi.
Þar sem ákærði er aðeins 17 ára
að aldri og hefur ekki sætt refs-
ingum áður ákvað dómari að fresta
ákvörðun refsingar að öðru leyti og
fellur sá hluti hennar niður eftir tvö
ár haldi hann almennt skilorð. Pilt-
inum var gert að borga 15.000 króna
sekt til ríkissjóðs innan fjögurra
vikna og greiða allan kostnað sak-
arinnar, þ.m.t. samtals 40.000 króna
þóknun skipaðra verjenda sinna,
Björns Jóhannessonar hdl. og
Björns L. Bergssonar hrl.
Ákærði játaði sök en hann var
sóttur til saka fyrir þrjú umferð-
arlagabrot, tvö í ágúst og eitt í des-
ember. Fyrsta brotið framdi hann
hinn 16. ágúst þegar hann ók bifreið
sinni um Óshlíðarveg á 74 km hraða
á klukkstund en hámarkshraði þar
er 50 km/klst.
Þremur dögum síðar þótti hann
hafa ekið bifreið án nægjanlegrar
aðgæslu og var talinn líkamlega
ófær um að stjórna henni örugglega
vegna svefnleysis þannig að hann
sofnaði við stjórn hennar með þeim
afleiðingum að á vegarkafla neðan
við Brekku í Súðarvíkurhreppi lenti
bifreiðin út af veginum og valt niður
í fjöru. Við það kastaðist piltur sem
var farþegi í aftursæti bifreiðarinn-
ar út úr henni og hlaut svo mikla
áverka á höfði að hann lést sam-
stundis. Var pilturinn dæmdur fyrir
að hafa valdið dauða hans af gáleysi.
Annar farþegi í aftursæti meiddist
lítillega. Loks var hann stöðvaður
fyrir of hraðan akstur á Skutuls-
fjarðarbraut í desember en þar ók
hann á vegarkafla við Karlsá á 75
km hraða en leyfður hámarkshraði
var 60 km.
Í samræmi við gögn málsins og
játningu piltsins þótti sekt hans full-
sönnuð.
Erlingur Sigtryggsson dómstjóri
kvað upp dóminn.
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær út-
gerðarfélagið Ingimund hf. til að
greiða fyrrverandi matsveini á
skipi fyrirtækisins, Helgu RE-49,
bætur vegna ólögmætrar uppsagn-
ar.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafði
fallist á að uppsögnin hefði verið
ólögmæt en taldi matsveininn hafa
fyrirgert rétti sínum til bóta þar
sem tuttugu mánuðir hefðu liðið
frá því manninum var sagt upp þar
til hann stefndi fyrirtækinu.
Hæstiréttur taldi einnig að upp-
sögnin hefði verið ólögmæt enda
hefðu verið færðar sönnur á að
maðurinn hefði fengið leyfi skip-
stjóra til fjarvista meðan hann fór
í frí til Taílands vegna veikinda
haustið 1998. Þegar hann kom til
baka tjáði framkvæmdastjóri út-
gerðarfélagsins honum að hann
væri ekki lengur í áhöfn skipsins.
Sú uppsögn var dæmd ólögmæt.
Bæturnar voru dæmdar skv. 25.
grein sjómannalaga. Voru mann-
inum dæmd laun í fjórtán daga
uppsagnarfresti, 224.280 krónur
með dráttarvöxtum. Þá var útgerð-
arfyrirtækið dæmt til að greiða
málsvarnarlaun lögmanns hans,
Guðna Á. Haraldssonar hrl., bæði í
héraði og Hæstarétti, samtals
400.000 krónur. Sigurbjörn Magn-
ússon hrl. flutti málið f.h. útgerð-
arfélagsins.
Fær bætur
vegna ólög-
mætrar
uppsagnar
OPNUNARHÁTÍÐ fagsýning-
arinnar „Construct North – hönn-
un, tækni og mannvirkjagerð á
norðurslóðum“ fór fram í Laug-
ardalshöll í gær. Fjölmenni var við
opnunina og sótti forseti Íslands
hana meðal annarra.
Á málþingi sem efnt var til í gær
í tengslum við sýninguna var
fjallað um stjórnunaraðferðir í
byggingariðnaði og mann-
virkjagerð og möguleika til aukins
samstarfs og útflutnings á hugviti,
byggingarvöru, hönnun og þjón-
ustu verktaka. Í fyrradag var einn-
ig ráðstefna þar sem fjallað var um
mögulegan ávinning af gæðastjórn-
un í opinberum framkvæmdum.
Í dag hefst fagsýningin formlega
í Laugardalshöll og er ætluð fag-
fólki í dag og á morgun, en verður
opnuð almenningi sunnudaginn 3.
mars, sem er síðasti sýning-
ardagur. Í dag verður einnig haldin
ráðstefna fyrir íslenska framleið-
endur og útflytjendur á Evr-
ópumarkað. Á morgun verður
haldin ráðstefna um hönnun á
norðurslóðum, arkitektúr, verk-
fræði, skipulag byggða o.fl.
Morgunblaðið/Ásdís
Sýningargestir litast um á fagsýningunni Construct North.
Fagsýning
byggingar-
iðnaðarins
opnuð
♦ ♦ ♦
BROTIST var inn í einbýlishús í
Breiðholti í gærdag og stolið þaðan
talsverðu af tölvubúnaði. Að sögn
lögreglu uppgötvuðu íbúar hússins
að brotist hefði verið inn þegar þeir
komu heim úr vinnu um eftirmiðdag-
inn. Ekki er vitað hver eða hverjir
voru að verki.
Brotist inn
í einbýlishús
♦ ♦ ♦
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær
karlmann í átján mánaða fangelsi
fyrir kynferðisbrot gegn dóttur
sinni fæddri árið 1983 og staðfesti
þar með dóm Héraðsdóms Reykja-
víkur. Hæstiréttur dæmdi ákærða
enn fremur til að greiða stúlkunni
700 þúsund krónur í miskabætur
auk greiðslu alls áfrýjunarkostnað-
ar.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa brotið gegn dóttur sinni tvisvar
sinnum árið 1990, þegar stúlkan var
sjö ára. Ákærði var einnig ákærður
fyrir kynferðisbrot gegn henni á
tímabilinu 1990–1996.
Ákærði var sakfelldur af tveimur
ákæruliðum en sýknaður af þeim
þriðja, þ.e. fyrir brotin frá 1990–
1996, þar sem framburður stúlkunn-
ar þótti ekki njóta sama stuðnings í
málsgögnum og skýrsla hennar um
atvik samkvæmt öðrum ákærulið-
um.
Vitnisburður stúlkunnar var tal-
inn trúverðugur og vísað til þess að
hann væri styrktur af skýrslum
vitna um frásagnir hennar af at-
höfnum ákærða gagnvart sér.
Málið dæmdu Guðrún Erlends-
dóttir, Garðar Gíslason, Haraldur
Henrysson, Hrafn Bragason og Pét-
ur Kr. Hafstein. Sigríður Friðjóns-
dóttir, saksóknari hjá ríkissaksókn-
ara, sótti málið. Verjandi ákærða
var Sigmundur Hannesson hrl.
18 mánaða fangelsi
fyrir kynferðisbrot
„SKYLDI skipið koma í dag?“ gæti
þetta par verið að hugsa þar sem
það stendur með barnavagn á ein-
hverju sem líkist lítilli bryggju.
Fólkið horfir eftirvæntingarfullt á
haf út en allt í kring má sjá um-
merki Veturs konungs; íshröngl og
klakabreiðu. Líklega er fólkið þó
ekki að bíða eftir næsta kaupskipi
þar sem myndin er tekin í Naut-
hólsvík í gær. Kannski það sé vorið
sem beðið er eftir?
Morgunblaðið/Ómar
Beðið eftir
vorinu
Missti framan
af fingri
VINNUSLYS varð í IKEA í Holta-
görðum í gær þegar maður missti
framan af fingri. Að sögn lögreglu
klemmdist maðurinn með fyrr-
greindum afleiðingum. Slysið varð
um tvöleytið í gær.
SÝSLUMAÐURINN í Borgarnesi,
fulltrúi yfirdýralæknis, héraðsdýra-
læknir og lögregla fóru í gær að
fengnum dómsúrskurði á bæ í Þver-
árhlíð og hófu rannsókn á aðbúnaði og
umhirðu búfjár vegna gruns um að
dýraverndarlög hafi verið brotin með
illri meðferð á dýrum. Stefán Skarp-
héðinsson sýslumaður staðfesti þetta
í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi en rannsóknin stóð þá enn yfir.
Skv. upplýsingum sýslumanns hef-
ur um skeið verið orðrómur um
meinta illa meðferð á búfé á umrædd-
um bæ og bréfaskipti gengið á milli
bæjarstjóra og ábúanda en sveitar-
stjórn fer með búfjárhaldsmál og
forðagæslu í umdæminu. Hafa yfir-
völd áður gert tilraun til að rannsaka
aðbúnað búfjár á bænum en ábúend-
ur hafnað aðgengi að húsunum að
sögn Stefáns. Varð því að fara þá leið
að fá dómsúrskurð til aðgerðanna.
Rannsóknin beinist að aðbúnaði
sauðfjár og hrossa auk þess sem verið
er að kanna fjölda búfjár á bænum
m.t.t. húsakosts.
Skv. lögum um dýravernd getur
lögregla farið í fylgd héraðsdýra-
læknis eða fulltrúa dýraverndarráðs á
hvern þann stað þar sem dýr eru höfð
og kannað aðstæður þeirra og aðbún-
að. Ekki er þó heimilt að fara í þess-
um tilgangi inn í íbúðarhús, útihús
eða aðra þvílíka staði án samþykkis
eiganda eða umráðamanns nema að
fengnum dómsúrskurði og mun þetta
vera í fyrsta skipti sem slíks úrskurð-
ar dómara er aflað í umdæmi sýslu-
manns í Borgarnesi.
Fengu dómsúrskurð til aðgerða á bæ
Meint ill með-
ferð búfjár
rannsökuð
Hæstiréttur dæmdi föður fyrir misbeitingu á dóttur sinni
Dæmdur fyrir að valda
dauða farþega af gáleysi
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur
frest til 12. mars til að skila grein-
argerð vegna kröfu olíufélaganna
um að öllum afritum skjala á tölvu-
tæku formi sem stofnunin lagði
hald á hjá félögunum hinn 18. des-
ember sl. verði eytt.
Gestur Jónsson, hrl. og lögmaður
Skeljungs hf., telur að framkvæmd
haldlagningarinnar hafi verið veru-
lega ábótavant og ekki hafi verið
virt ákvæði um meðferð opinberra
mála. Skv. lögunum má bera undir
dómara ágreining um lögmæti
rannsóknaraðgerða. Það gerðu olíu-
félögin með kæru sem nýlega var
lögð fram í Héraðsdómi Reykjavík-
ur.
Áhersla er lögð á að flýta málinu
eftir mætti og er líklegt að mál-
flutningur fari fram skömmu eftir
að Samkeppnisstofnun leggur
greinargerðina fram. Allan V.
Magnússon héraðsdómari mun að
því búnu kveða upp úrskurð.
Samkeppn-
isstofnun
hefur frest
til 12. mars
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦