Morgunblaðið - 01.03.2002, Síða 6

Morgunblaðið - 01.03.2002, Síða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MÁLÞING um launamun kynjanna, sem fram fór í gömlu rúgbrauðs- gerðinni í gær, var samstarfsverk- efni félagsmálaráðuneytisins, Vinnu- málastofnunar, Jafnréttisráðs og Jafnréttisstofu. Málþingið var vel sótt og hóf Páll Pétursson félags- málaráðherra þingið með stuttu ávarpi. Þar kom m.a. fram að í ís- lenskum lögum hefði það staðið í fjörutíu ár að konur skyldu hafa sömu laun og karlar. „Þó hefur raun- in ekki orðið sú ennþá og hér við- gengst launamunur sem ekki verður skýrður með öðru en kynferði. Stjórnvöld vilja eyða þessum kyn- bundna launamun, það get ég full- vissað ykkur um. Tæki þau sem stjórnvöld hafa eru hins vegar ekki einhlít og sameiginlegt átak alls vinnumarkaðar þarf að koma til.“ Páll kom einnig inn á fæðingaror- lofslögin nýju og sagði að þegar þau kæmu að fullu til framkvæmda um næstu áramót væru stór skref tekin til að eyða kynbundnum launamun. „Því fer fjarri að atvinnurekandi geti litið á karl sem öruggari starfskraft en konu. Hann getur horfið úr vinnu tímabundið ekkert síður en konan vegna barneigna eða sjúkra barna.“ Sagði ráðherra að reynslan af fæð- ingar- og foreldraorlofinu væri góð og að langflestir feður nýttu sér rétt sinn til töku orlofsins. Guðrún J. Guðmundsdóttir, sér- fræðingur hjá fyrirtækinu Baugi, fjallaði m.a. um könnun meðal starfs- fólks Baugs og vinnu að gerð jafn- réttisáætlunar fyrirtækisins í kjöl- farið. Sagði hún að í könnuninni, sem lauk haustið 2001, hefði m.a. komið fram að 25% þeirra sem svöruðu töldu að það væri launamunur milli kynjanna. Sagði hún ennfremur að skv. skoðun bókhaldsgagna, sem ekki væri að fullu lokið, mætti ætla að um 20% launamunur væri milli karla og kvenna hjá fyrirtækinu. Sagði hún að nú væri unnið að jafn- réttisáætlun innan fyrirtækisins sem m.a. hefði það að markmiði að jafna launamun kynjanna. Ógiftar konur með hærri laun en giftar Kjartan Ólafsson, sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, fjallaði um svæðisbundinn launamun en skv. gögnum Þjóðhags- stofnunar frá árinu 2000 er launa- munur kynjanna í öllum landsbyggð- arkjördæmum landsins meiri en launamunur kynjanna á höfuðborg- arsvæðinu. Þannig eru heildarlaun kvenna á höfuðborgarsvæðinu um 57,9% af heildarlaunum karla á höf- uðborgarsvæðinu, en heildarlaun kvenna á landsbyggðinni eru 49,9% af heildarlaunum karla á lands- byggðinni. Ingólfur V. Gíslason, starfsmaður hjá Jafnréttisstofu, sagði ennfremur í samtali við Morgunblaðið, að skv. úttekt sem hann væri að vinna að á skattframtölum kynjanna fyrir árið 1999 kæmi m.a. fram að heildarlaun ógiftra kvenna á aldursbilinu 36 til 40 ára hefðu verið um 72% af heild- arlaunum ókvæntra karla á sama aldursbili. Hins vegar hefðu heildar- laun giftra kvenna á þessu aldursbili verið um 42,4% af heildarlaunum kvæntra karla. Ingólfur benti einnig á að ógiftar konur á sama aldursbili hefðu árið 1999 verið með að jafnaði u.þ.b. 200 þúsund kr. hærri laun en giftar kon- ur á ársgrundvelli. Dæmið snerist hins vegar við þegar litið væri til karla því kvæntir karlar hefðu verið með að jafnaði um 1,1 milljón kr. hærri laun en ókvæntir karlar. Munurinn minnkar Í erindi Öldu Sigurðardóttur, fræðslustjóra Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur, kom m.a. fram að munurinn á heildarlaunum karla og kvenna hefði minnkað jafnt og þétt á undanförnum þremur árum skv. niðurstöðum launakannana VR. Munur kynjanna á heildarlaunum nam 24,5% í könnun félagsins fyrir árið 2001 en var 25,6% árið 2000 og tæp 30% árið 1999. „Þegar tekið er tillit til fólks í fullu starfi í sambæri- legri starfsstétt, með samsvarandi vinnutíma, starfsaldur og aldur, fá karlar að meðaltali 16% hærri heild- arlaun en konur. Þessi munur var 18% samkvæmt launakönnun VR ár- ið 2000.“ Alda benti á að í launakönn- unum VR kæmi fram að vinnuveit- endur greiddu konum lægri laun, „svo þeir bera vissulega ábyrgð, en það eru einnig fleiri þættir sem hafa áhrif á launamuninn“, sagði hún. Benti hún á að í síðustu könnun hefði komið fram að karlar vildu að jafnaði 15% hærri dagvinnulaun en konur. „Þetta sýnir að viðhorfið til launa er ólíkt og full ástæða fyrir konur að endurmeta launakröfur sínar.“ Að síðustu má geta erindis Val- gerðar Magnúsdóttur, starfsmanns Fjölskylduráðs. Hjá henni kom m.a. fram að atvinnuþátttaka íslenskra kvenna á aldrinum 16 til 74 ára væri 85,7% en íslenskra karla á sama ald- ursbili 94,6%. Sagði hún að karlar ynnu að meðaltali 50,9 klukkusturnir á viku og konur 35,5 tíma á viku. „Vinnukvöðin leggst því þungt á bæði kynin og hlýtur að gefa mun takmarkaðra svigrúm til fjölskyldu- ábyrgðar en gerist meðal annarra þjóða.“ Málþing um launamun kynjanna í rúgbrauðsgerðinni var vel sótt Karlar gera kröfu um 15% hærri dagvinnulaun en konur Á málþinginu kom m.a. fram að munurinn á heild- arlaunum karla og kvenna hefði minnkað jafnt og þétt á undanförnum þremur árum skv. niðurstöðum launakannana Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Morgunblaðið/Golli Félagsmálaráðherra sagði að reynslan af fæðingar- og foreldraorlofinu væri góð og að langflestir feður nýttu sér rétt sinn til töku orlofsins. RANNSÓKNARÁÐ Íslands kynnti í gær fjóra öndvegisstyrki til þriggja ára en samtals fá þessi verkefni 80 milljónir á tímabilinu frá Rannís. Þetta er í fyrsta sinn sem öndveg- isstyrkir eru veittir. Stefnt er að því að veita a.m.k. 50 milljónir króna til þeirra árlega og voru 26 milljónir teknar úr Vísindasjóði í fyrsta áfanga. Þar sem sjóðurinn hækkaði ekki frá liðnu ári var lægri upphæð sem því nemur til skiptanna í aðra styrki Vísindasjóðs. Hafliði Pétur Gíslason, formaður Rannsóknaráðs Íslands, sagði að aðeins hefði verið hægt að styrkja fimmta hvert nýtt verkefni og það væri óviðunandi. Hafliði Pétur Gíslason sagði að valið hefði verið erfitt því sjóðurinn hefði aðeins ráðið við að styrkja fjögur verkefni en 18 umsóknir hefðu verið um styrkina og allar vel úr garði gerðar. „Ég á ekki skýrari skilaboð til stjórnvalda sem um þess- ar mundir eru að mæla fyrir frum- vörpum um nýskipan rannsókna- og tæknimála á Íslandi, en að rann- sóknir í þessum gæðaflokki þarf að styðja,“ sagði hann. Verkefnið Landnám og menning- arlandslag fékk sjö millj. kr. styrk á ári í þrjú ár, en verkefnisstjórar eru Adolf Friðriksson og Orri Vésteins- son hjá Fornleifastofnun Íslands. Markmið verkefnisins er að gera umsvifamiklar fornleifarannsóknir í Suður-Þingeyjarsýslu og afla gagna um landnám og þróun búsetu á Ís- landi, um upphaf og þróun hins ís- lenska samfélags og áhrif manns á umhverfið og hvernig íslensk nátt- úra mótaði samfélagið. Verkefnið Starfsemi og hlutverk Mitf gensins í augnþroskun fékk átta millj. kr. á ári í þrjú ár, en verk- efnisstjóri er Eiríkur Steingrímsson, Háskóla Íslands. Greina á hlutverk Mitf gensins í þroskun augans og hlutverk samstarfspróteina Mitf og skýra áhugaverða eiginleika Mitf. Verkefnið Hlý og köld tímabil: Saga umhverfis- og loftslagsbreyt- inga frá síðasta jökulskeiði og áhrif á þróun loftslags í framtíð, fékk fimm millj. kr. á ári í þrjú ár og tvær millj. kr. að auki í ár úr Bygginga- og tækjasjóði, en verkefnisstjórar eru Áslaug Geirsdóttir, Háskóla Ís- lands, og Gifford H. Miller, Univers- ity of Colorado í Bandaríkjunum. Rannsóknirnar leggja áherslu á að afla gagna sem svarað gætu hvenær hámark jöklunar á síðasta jök- ulskeiði hafi verið og hvenær jöklar hafi tekið að hörfa í lok síðasta jök- ulskeiðs, hver hafi verið helstu ein- kenni land- og landgrunnsumhverfis á Íslandi á síðjökultíma, hver hafi verið stærð og tímasetning veð- urfarssveiflna á nútíma og hvaða af- leiðingar þær hafi haft á stærð jökla á Íslandi á hlýjasta tíma nútíma. Í fjórða lagi hvort veðurfarssveifl- urnar sýni reglubundna endurtekn- ingu. Verkefnið Gammablossar og heimsfræði fékk sex millj. kr. á ári í þrjú ár, en verkefnisstjóri er Gunn- laugur Björnsson, Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að leita leiða til að nýta nýuppgötvaða eig- inleika svokallaðra gammablossa til athugana í heimsfræði. Lögð verður áhersla á sögu stjörnumyndunar, gammablossa og stórgerð alheims- ins og útgeimsefni. Rannsóknarráð Íslands kynnti fjóra öndvegisstyrki úr Vísindasjóði 2002 Verkefn- in fá 80 milljónir á þrem- ur árum Morgunblaðið/Árni Sæberg Öndvegisstyrkir Rannsóknarráðs Íslands kynntir. Frá vinstri: Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannís, Eiríkur Steingrímsson, Áslaug Geirsdóttir, Gifford H. Miller, Gunnlaugur Björnsson, Orri Vésteinsson og Hafliði Pétur Gíslason, formaður Rannís. BJÖRN Ingi Hrafnsson, blaðamað- ur á Morgunblaðinu, hefur verið ráð- inn skrifstofustjóri þingflokks fram- sóknarmanna og forstöðumaður kynningar- og markaðsmála Fram- sóknarflokksins. Þá hefur Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Stúd- entaráðs, verið ráðin á skrifstofu flokksins meðal annars til að sinna samskiptum við sveitarstjórnar- menn flokksins, verkefnum fyrir sér- sambönd hans og fleira. „Björn Ingi Hrafnsson er 28 ára og hefur lagt stund á nám í sagn- fræði og stjórnmálafræðum við Há- skóla Íslands. Hann hefur verið blaðamaður og þingfréttamaður á Morgunblaðinu undanfarin ár, en hefur einnig starfað að dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Hann var kynningarstjóri Sambíóanna 1994– 1996 og fyrir sl. jól kom út eftir hann bókin Fram í sviðsljósið, æviminn- ingar Halldórs Björnssonar, verka- lýðsleiðtoga hjá Máli og menningu. Eiginkona Björns Inga er Hólmfríð- ur Rós Eyjólfsdóttir hjúkrunarfræð- ingur og eiga þau Hrafn Ágúst, 3 ára. Dagný Jónsdóttir er 26 ára ís- lenskunemi við Háskóla Íslands. Hún hefur setið í Stúdentaráði og háskólaráði HÍ undanfarin 2 ár og verið framkvæmdastjóri Stúdenta- ráðs síðastliðið ár. Dagný hefur und- anfarin ár gegnt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Framsóknarflokkinn m.a. verið formaður félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík og setið í stjórn fulltrúaráðs flokksins í kjördæminu,“ segir í frétt frá Fram- sóknarflokknum. Fram kemur að þau munu hefja störf á næstu vikum. Dagný Jónsdóttir Tveir nýir starfsmenn Framsókn- arflokksins Björn Ingi Hrafnsson ♦ ♦ ♦ FORSVARSMENN Slysavarna- félagsins Landsbjargar, sem rekur Tilkynningaskylduna, funduðu í gær með fulltrúum samgönguráðuneytis- ins og siglingaráði vegna sjóslyssins á laugardag þegar Bjarmi VE-66 sökk. Í fréttatilkynningu frá Lands- björgu segir að áfram verði fundað með aðilum innan þessara stofnana. Verið sé að fara yfir verklag hjá Til- kynningaskyldunni og allt verði at- hugað sem betur má fara. Þá verði rætt við hagsmunaaðila og Siglinga- málastofnun um hvaða vinnufyrir- komulag sé hægt að viðhafa þegar tæki eru ítrekað að detta út úr STK- kerfi. Í gær var haldinn fundur með öllum aðilum sem koma að rekstri sjálfvirka tilkynningaskyldukerfisins. Þessir aðilar eru Slysavarnafélagið Landsbjörg sem fer með vaktstöð kerfisins, Landssíminn hf. sem rekur fjarskiptabúnað kerfisins í landi, Stefja hf. sem framleiðir hugbúnað kerfisins og DNG-Vaki hf. sem er seljandi búnaðarins. „STK-kerfið hefur sannað gildi sitt við aðstoðar- og björgunarverkefni á sjó. Ennfremur eru allir aðilar sam- mála um að alltaf megi bæta og þróa kerfið enn frekar. Ofangreindir aðilar munu á næstu vikum halda vikulega samráðsfundi til að fara yfir stöðu mála svo tryggt sé að tekið sé á þeim einstöku þáttum sem helst má finna að,“ segir í fréttatilkynningunni. Vikulegir sam- ráðsfundir vegna STK- kerfisins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.