Morgunblaðið - 01.03.2002, Side 16
AKUREYRI
16 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VOGIR
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum eitt mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
Síðumúla 13, sími 588 2122
www.eltak.is
X
Y
Z
E
T
A
/
S
ÍA
Bakkavör Group hf. 2002
Aðalfundur
Aðalfundur Bakkavör Group hf. vegna
starfsársins 2001 verður haldinn í Salnum
Tónlistarhúsi Kópavogi, Hamraborg 6,
föstudaginn 8. mars nk. kl. 17.00
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
samþykktum félagsins.
2. Tillaga um heimild til kaupa félagsins á eigin
hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga.
3. Önnur mál löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur
félagsins ásamt skýrslu stjórnar og endur-
skoðenda mun liggja frammi á skrifstofu
félagsins að Hamraborg 10, 200 Kópavogi,
7 dögum fyrir aðalfund.
Fundargögn verða afhent við upphaf fundar.
Atkvæðaréttur hluthafa miðast við stöðu
hluthafaskrár að morgni 8. mars 2002.
Að loknum aðalfundarstörfum verður hluthöfum
boðið upp á léttar veitingar.
Stjórn Bakkavör Group hf.
FEBRÚAR hefur verið fremur
svalur hér um slóðir og kveður nú
með kaldasta degi mánaðarins, en
þá var 22° frost með lognkyrru
veðri. Niðri við vatnið þrengir að
vökum og hrím sest á gróðurinn
frá síðasta sumri. Myndin er tekin
við Hótel Reykjahlíð.
Morgunblaðið/BFH
Kalt hefur verið í Mývatnssveit í febrúarmánuði.
Febrúar kveður
heldur kuldalega
Mývatnssveit
HELGI Daníelsson, fyrrverandi
rannsóknarlögreglumaður, dvaldi
hér í Grímsey í nokkra daga við
gagnasöfnum vegna væntanlegrar
bókar um Grímsey.
Helgi á ættir sínar að rekja til
Grímseyjar þar sem móðir hans
var fædd og uppalin á Borgum í
Grímsey. Bókin mun spanna líf og
starf Grímseyinga frá 1890 og fram
til okkar daga. Helgi kom hingað
til að viða að sér fróðleik frá íbúum
sem enn muna vel sögur og atvik
frá þessum tímum um fólk og
byggð. Eins til að fá ljósmyndir í
bókina. Birna Óladóttir, Grímsey-
ingur og húsfrú í Grindavík, var
stödd hér að blóta þorra með
Grímseyingum en Birna er sér-
stakur velunnari og stuðningsmað-
ur bókarinnar.
Hún sagði mikilvægt að skrá
þessa sögu einmitt nú svo hún færi
ekki í glatkistuna. Þorlákur Sig-
urðsson oddviti segir markmið
bókarinnar vera að safna saman
miklum fróðleik á einum stað um
þetta tímabil.
Helgi Daníelsson er umsjónar-
maður bókarinnar en margir munu
koma að þessu verki áður en yfir
lýkur.
Safnar efni í bók um Grímsey
FLUGNEMAR í Flugskóla Ís-
lands í Reykjavík skelltu sér í hóp-
flug til Akureyrar í gær. Á Ak-
ureyri fengu þeir sér hamborgara
að borða og héldu svo suður yfir
heiðar aftur. Hópurinn kom norður
á 8 tveggja sæta eins hreyfils flug-
vélum, alls 13 manns og fyrir utan
það að fá sér í svanginn fyrir norð-
an, var hópurinn að skoða landið úr
lofti og ná sér í flugtíma. Margir
sýndu skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli
sérstakan áhuga og gerðu sér ferð
þar yfir. Allir flugnemarnir eru
með einkaflugmannspróf og eru að
læra til atvinnuflugmanns.
Högni Jónsson, einn úr hópnum,
sagði að veðrið á landinu hefði ver-
ið mjög fallegt og útsýnið því
hreint frábært. Á Akureyrarflug-
velli mætti gestunum hins vegar 22
stiga frost en bjart og fallegt veð-
ur. „Það er frí í skólanum í dag (í
gær) og því þótti okkur upplagt að
skella okkur til Akureyrar. Það er
heldur ekki á hverjum degi sem
veðrið er gott á báðum stöðum,“
sagði Högni.
Morgunblaðið/Kristján
Gestirnir að sunnan tóku bensín áður en flogið var heim á ný.
Flugnemar í hóp-
flugi til Akureyrar
FREKAR rólegt hefur verið hjá
Slippstöðinni Akureyri í febr-
úarmánuði og eru óvenju fá skip
þar í viðhaldi þessa dagana. Anton
Benjamínsson, verkefnisstjóri
Slippstöðvarinnar, sagði að óvenju
dauft hafi verið yfir greininni á
landsvísu undanfarnar vikur. Útlit-
ið framundan væri þó alls ekki
slæmt, eftir slakan febrúarmánuð.
„Það stendur yfir loðnuvertíð og
íslenski fiskiskipaflotinn er því
meira og minna á sjó. Þetta er sá
árstími þar sem nauðsynlegt er að
ná í stærri verkefni eða erlend
verkefni. Við höfum verið með
nokkur erlend skip hér á þessum
árstíma undanfarin ár og það er
nauðsynlegt til að halda fullum
dampi,“ sagði Anton. Þessa dagana
er einmitt stór grænlenskur frysti-
togari í viðgerð í flotkvínni hjá
Slippstöðinni. Togarinn heitir Polar
Mattoralik, í eigu Polar Seafood og
kom til Akureyrar á mánudags-
kvöld vegna bilunar í skrúfubúnaði.
Anton sagði að viðgerð á skipinu
tæki um vikutíma.
Frystitogarinn Mánaberg ÓF
væntanlegur til Akureyrar
Þormóður rammi – Sæberg í
Ólafsfirði og Slippstöðin undirrit-
uðu samning í nóvember sl. um um-
talsverða endurbyggingu á frysti-
togaranum Mánabergi ÓF og er
þetta jafnframt einn stærsti samn-
ingur sem undirritaður hefur verið
í Slippstöðinni á síðustu árum.
Helstu verkþættir eru endurnýjun
á togdekki og vinnslulínu á milli-
dekki og hefur fjöldi starfsmanna
Slippstöðvarinnar unnið við for-
smíði á þessum skipshlutum síðustu
mánuði. Mánaberg er væntanlegt
til Akureyrar 11. mars og er ráð-
gert að skipið komist aftur til veiða
í maí nk. Þá er von á rússneskum
togara til viðhalds á næstunni, sem
taka mun um þrjár vikur.
Þessa dagana er unnið við nóta-
skipið Sigurð Jakobsson ÞH í
dráttarbrautinni og við slippkant-
inn liggur Dagfari GK, sem og
rússneski togarinn Omnya, sem
legið hefur við bryggju á Akureyri
undanfarin ár.
Verkefnastaða hjá Slippstöðinni reyndist slök í febrúar
Mun bjartara útlit
er talið framundan
Morgunblaðið/Kristján
Starfsmenn Slippstöðvarinnar voru að öxuldraga grænlenska togarann
í flotkvínni í gær og eins og sést eru skrúfan og öxullinn engin smásmíði.
NÁMSKEIÐ í hraðlestri verður
haldið á vegum símenntunar RHA 5.
mars næstkomandi. Kennari er
Sverrir Páll Erlendsson, kennari við
Menntaskólann á Akureyri.
Námskeiðinu er ætlað að hjálpa
þátttakendum að stilla leshraða sinn
og lestrarlag. Námið felst í því að ýta
á eftir leshraða með ýmsum aðferðum
og auka jafnframt einbeitinguna, þar
sem svara þarf efnisspurningum úr
texta að loknum lestri hverrar æfing-
ar. Þannig er unnt að margfalda les-
hraða án þess að hann komi niður á
skilningi eða eftirtekt.
Notaðar eru kennsluaðferðir og
kennslubækur Fjölnis Ásbjörnssonar
og Guðna Kolbeinssonar, Lestu bet-
ur, sem notaðar hafa verið um árabil
með góðum árangri við marga fram-
haldsskóla. Heimalestur, lesin kjör-
bók. Skráning er á skrifstofu RHA.
Lestu hraðar