Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
24 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NIÐURSTAÐA fundar um stöðu og
framtíðarsýn þorskeldis á Vestfjörð-
um er sú, að það sé ákjósanlegur
kostur. Fundurinn var haldinn í fyr-
irlestrarsal Menntaskólans á Ísafirði.
Um sextíu manns mættu til fundarins
en til hans höfðu verið boðaðir rann-
sóknar- og hagsmunaaðilar í sjávar-
útvegi, þingmenn, ráðherrar, fulltrú-
ar ráðuneyta og sveitarfélaga. Auk
framsögu um þorskeldi var fjallað um
umhverfismál fiskeldis og sjúkdóma
og sníkjudýr í fiskeldi og varnir gegn
þeim, sem og kynbætur í fiskeldi.
Áframeldi á þorski í átta ár
Í framsöguræðu Hjalta Karlsson-
ar, forstöðumanns Hafrannsókna-
stofnunar á Ísafirði, kom m.a. fram
að tilraunir með áframeldi þorsks á
Vestfjörðum hafa staðið yfir um átta
ára skeið á sjö stöðum á Vestfjörðum
af um þrettán stöðum á landinu.
Hann sagði lengstu samfelldu til-
raunirnar hafa farið fram í Skutuls-
firði en einnig hefðu verið gerðar til-
raunir um nokkurra ára skeið í
Tálknafirði og á Patreksfirði. Á síð-
ustu þremur árum hefur yfir 70%
þess eldisþorsks sem hefur komið til
slátrunar, verið í eldi á Vestfjörðum
eða um 54 tonn árið 2001 af um 70
tonnum á landsvísu.
Hjalti sagði aðstæður til þorskeldis
í sjókvíum vera ákjósanlegar af
mörgum ástæðum, m.a. nálægðar við
fiskimiðin, skjólgóðra og djúpra
fjarða og viðunandi hitastigs sjávar
auk þess sem þekking og reynsla
væri til staðar. Helsta vandamálið
væri fóðrið, þ.e. loðnan, en lítið hefur
veiðst af henni við Vestfirði til þessa.
Steinbíturinn gott fóður
Sigurjón Arason, efnafræðingur
hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins, kynnti tilraunir sem gerðar hafa
verið á Tálknafirði með steinbít sem
fóður. Sagði hann tilraunirnar hafa
skilað góðum árangri og ekkert benti
til að steinbíturinn væri síðra fóður
en loðnan. Sigurjón sagði að reynslan
hefði sýnt að notkun fiskúrgangs
væri mjög góður kostur og benti í því
sambandi á að þyngdaraukning eldis-
fisksins hefði numið rúmlega 100% á
þremur mánuðum og þar hefði smá-
fiskurinn þyngst mest.
Umhverfismálin mikilvæg
Þorleifur Eiríksson, forstöðumað-
ur Náttúrustofu Vestfjarða, fjallaði
um umhverfismál fiskeldis og um-
hverfisathuganir á Vestfjörðum.
Hann sagði umhverfismál skipa mik-
ilvægan sess þegar farið væri út í
þorskeldi í stórum stíl. Safna þyrfti
upplýsingum um dýpi, strauma og
hvort fyrir væru þrengsli eða þrösk-
uldar sem hindruðu streymi vatns.
Einnig þyrfti að kanna botngerð og
lífríki út frá straumum, dýpi og öðr-
um umhverfisástæðum. „Út frá
þessu er síðan hægt að áætla upp-
söfnun lífrænna efna á botninum.
Með því að færa eldiskvíarnar til eftir
ákveðnu ferli og með marktækum
rannsóknum og sýnatökum er hægt
að forðast neikvæð áhrif á umhverf-
ið,“ sagði Þorleifur.
Kristján G. Jóakimsson, vinnslu-
og markaðsstjóri Hraðfrystihússins
– Gunnvarar hf., taldi framtíðarsýn í
þorskeldi á Vestfjörðum fela í sér tvö-
til þreföldun framleiðslu á næstu
þremur til fimm árum. Hann sagði að
koma þyrfti upp miðstöð atferlis- og
eldisrannsókna á Vestfjörðum svo
rannsóknir gætu verið í nánu sam-
bandi við vinnsluna. Á fundinum
fluttu einnig fyrirlestur þeir Sigurður
Helgason, fisksjúkdómafræðingur
hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í
meinafræðum, sem fjallaði um sjúk-
dóma og sníkjudýr í villtum þorski,
Vigfús Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri Stofnfisks hf., sem fjallaði um
kynbætur í fiskeldi, og Gísli Jónsson,
dýralæknir fisksjúkdóma á Keldum,
sem fjallaði um sjúkdóma og sníkju-
dýr í fiskeldi og varnir gegn þeim. Að
fyrirlestrunum loknum fóru fram
pallborðsumræður sem Smári Har-
aldsson líffræðingur stjórnaði.
Að fundinum stóðu Atvinnuþróun-
arfélag Vestfjarða hf., Hraðfrysti-
húsið – Gunnvör hf., Ketill Elíasson,
Náttúrustofa Vestfjarða og Þórsberg
ehf.
Þorskeldi á Vestfjörð-
um ákjósanlegur kostur
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Um sextíu manns mættu til fundarins sem haldinn var
í fyrirlestrarsal Menntaskólans á Ísafirði.
Ísafirði. Morgunblaðið.
ÚTGERÐ Bervíkur SH frá Ólafsvík
hefur í Héraðsdómi Vesturlands ver-
ið dæmd til að greiða vélstjóra tæp-
lega 1,4 milljónir króna í bætur fyrir
að víkja honum að ósekju úr skips-
rúmi og ráða annan í hans stað í verk-
falli sjómanna á síðasta ári.
Vélstjórinn var ráðinn sem yfirvél-
stjóri á Bervík SH í febrúar á síðasta
ári, en 15. mars hófst boðað verkfall
vélstjóra á fiskiskipum. Þann dag var
Bervík SH á veiðum á Selvogsbanka.
Daginn eftir var siglt í Breiðafjörð,
lagðar 8 trossur og þær skildar eftir
en siglt til heimahafnar í Ólafsvík.
Þegar til hafnar var komið neitaði vél-
stjórinn að ganga til frekari starfa
fyrir útgerðina, á þeim forsendum að
verkfallsaðgerðir stéttarfélags hans
væru hafnar. Var þá ráðinn annar vél-
stjóri og skipinu haldið til veiða. Þeg-
ar verkfallinu var frestað 19. mars
var vélstjórinn ekki boðaður til skips.
Verkfallsbrot
fyrirfram ráðgert
Útgerðin hélt því hinsvegar fram
fyrir dómi að fljótlega eftir ráðningu
vélstjórans hafi hann farið að óska
eftir því að vera leystur frá störfum
þar sem hann hafi ekki talið sig geta
sinnt starfi sínu um borð í Bervík SH.
Þegar ljóst var að verkfall var skollið
á hafi vélstjórinn ítrekað óskir sínar
um að fá að hætta störfum fyrir út-
gerðina og enn borið fyrir sig að geta
ekki sinnt starfi sínu um borð. Því
hafi vélstjóranum verið veitt lausn frá
störfum í sátt og samlyndi við hann
og annar maður ráðinn í hans stað.
Vélstjórinn hafi síðan ekki verið boð-
aður til skips þegar verkfallinu var
frestað, enda hafði hann ekki óskað
þess.
Í niðurstöðum dómsins segir að
Bervík SH hafi verið haldið út til
veiða í verkfalli. Verkfallsbrot hafi
verið fyrirfram ráðgert með þeim
hætti að stofna nýtt einkahlutafélag
með hlutdeild skipverja til að gera
skipið út í verkfallinu. Vélstjórinn
hafi hinsvegar neitað að taka þátt í
þessum aðgerðum og því hafi verið
ráðinn annar vélstjóri í hans stað. Þá
sé ekki sannað að samkomulag hafi
orðið milli vélstjórans og útgerðar-
innar um að vélstjórinn hætti störfum
og ráðningarsamningi hafi því ekki
verið slitið með löglegum hætti. Vél-
stjórinn hafi verið reiðubúinn að
koma til skips að verkfalli loknu en
ekki hafi verið gerð tilraun til að kalla
hann til starfa. Þar sem hann hafi
ekki verið til kallaður og annar maður
ráðinn til að sinna starfi hans í verk-
falli sé rétt að líta svo á að honum hafi
verið vikið að ósekju úr skipsrúmi áð-
ur en ráðningarsamningur hans var
liðinn. Útgerðin var því dæmd til að
greiða vélstjóranum tæpar 1,3 millón-
ir króna í bætur, auk 114 þúsund
króna sem vélstjórinn taldi sig eiga
inni hjá útgerðinni, samtals um 1,4
millónir króna.
Vélstjóra greiddar
1,4 milljónir í bætur
Vöruskiptajöfn-
uður batnaði
verulega milli ára
VÖRUR voru fluttar út fyrir 18,9
milljarða króna í janúarmánuði og inn
fyrir 13,6 milljarða króna fob og voru
vöruskiptin í janúar því hagstæð um
5,3 milljarða króna en í janúar 2001
voru þau hagstæð um 0,7 milljarða á
föstu gengi. Samkvæmt frétt frá Hag-
stofu Íslands var verðmæti vöruút-
flutnings 15% meira á föstu gengi en
sama tíma árið áður og verðmæti
vöruinnflutnings var 14% minna á
föstu gengi en sama tíma árið áður.
Í desembermánuði voru fluttar út
vörur fyrir 17,9 milljarða króna og inn
fyrir tæpa 13,8 milljarða króna fob.
Vöruskiptin í desember voru því hag-
stæð um 4,2 milljarða en í desember í
fyrra voru þau óhagstæð um 5,8 millj-
arða á sama gengi.
Allt árið 2001 voru fluttar út vörur
fyrir 196,4 milljarða króna en inn fyr-
ir 203,1 milljarð króna fob. Halli var
því á vöruskiptunum við útlönd sem
nam 6,7 milljörðum króna en á sama
tíma árið áður voru þau óhagstæð um
45,5 milljarða á sama gengi. Vöru-
skiptajöfnuðurinn var því 38,8 millj-
örðum króna skárri árið 2001 en árið
2000 á föstu gengi.
Allt árið 2001 var heildarverðmæti
vöruútflutnings 10% meira á föstu
gengi en árið áður eða sem nam 17,7
milljörðum króna. Sjávarafurðir voru
62% alls útflutnings og var verðmæti
þeirra 8% (8,7 milljörðum) meira en
árið áður. Stærstu liðir útfluttra sjáv-
arafurða voru fryst fiskflök og salt-
aður og/eða þurrkaður fiskur. Aukn-
ingu vöruútflutnings má einna helst
rekja til aukins útflutnings á saltfiski,
fiskimjöli og lýsi. Útfluttar iðnaðar-
vörur voru 32% alls útflutnings og var
verðmæti þeirra 16% (8,5 milljörðum)
meira en árið áður. Ál átti stærstu
hlutdeild í útflutningi iðnaðarvöru.
Aukningu útfluttra iðnaðarvara má
aðallega rekja til aukins útflutnings á
áli, lyfjavörum og rafeindavogum.
Heildarverðmæti vöruinnflutnings
árið 2001 var 9% minna á föstu gengi
en árið áður, eða sem nam 21,2 millj-
örðum króna á föstu gengi. Stærstu
liðir innflutnings 2001 voru hrávörur
og rekstrarvörur með 27% hlutdeild,
fjárfestingarvörur með 22% hlutdeild
og neysluvörur (aðrar en mat- og
drykkjarvörur) með 19% hlutdeild. Af
einstökum liðum varð mestur sam-
dráttur í innflutningi á flutningatækj-
um, 26% (10 milljarðar), aðallega í
innflutningi á fólksbílum. Að öðru
leyti má aðallega rekja samdráttinn
til þess að innflutningur á fjárfesting-
arvörum dróst saman um 16% (8,7
milljarðar) auk þess sem samdráttur
varð á innflutningi á eldsneyti og
neysluvörum (öðrum en matvörum og
drykkjarvörum). Á móti kemur að
innflutningur á hrávörum og rekstr-
arvörum jókst um 7% (3,7 milljarðar).