Morgunblaðið - 01.03.2002, Qupperneq 28
Ljósm./U.S. Fish and Wildlife Service
Fuglinn „po’ouli“, sem vísindamenn á Hawaii-eyjum reyna að bjarga
frá útrýmingu. Þeir leita að síðasta karlfuglinum af þessari tegund.
HÓPUR líffræðinga á Hawaii-
eyjum er um þessar mundir að leita
að „síðasta fugli í heimi“, það er að
segja að síðasta karlfuglinum af
tegund, sem kallast „po’ouli“. Er
hann af ætt feta, sem eru einkar
slyngir við að klifra upp trjáboli
hratt og hljóðlega. Tilgangurinn
með leitinni er að koma saman
karlfuglinum og öðrum tveggja síð-
ustu kvenfuglanna í von um að
þannig megi koma í veg fyrir út-
rýmingu tegundarinnar.
Karlinn, sem lifir á trjásniglum í
norðausturhlíðum Haleakala-fjalls,
virðist ekki hafa hugmynd um
kvenfuglana tvo, sem eru ekki all-
fjarri þótt búsvæðin snertist ekki.
Það er því alveg ljóst, að tegundin
mun deyja út nema fundum
fuglanna beri saman.
Áætlun vísindamannanna er að
ná karlfuglinum lifandi og koma
fyrir á honum örlitlum sendi svo
unnt sé að fylgjast með ferðum
hans. Að því búnu ætla þeir að ná
öðrum kvenfuglinum og sleppa
honum hjá karlinum. Ekki eru þó
allir trúaðir á, að þetta takist enda
ekkert áhlaupsverk að finna og ná
fuglskríli, sem vegur ekki meira en
rúmlega 28 grömm.
„Þetta er eins og að leita að nál í
heysátu,“ segir Jim Groombridge,
skipuleggjandi leitarinnar. „Fugl-
inn lætur mjög lítið fyrir sér fara
og heldur aðallega til undir lauf-
krónum trjánna. Þetta er ekki einn
af þessum hávaðasömu, litskrúð-
ugu fuglum, sem oft má sjá í trjá-
toppunum.“
Íbúunum á Hawaii-eyjum, höf-
uðstað fugladauðans eins og þær
hafa verið kallaðar, er mikið í mun
að bjarga „po’ouli“. Meira en 40
innlendar fuglategundir eru nú al-
dauða og aðrar 30 í mikilli hættu.
Strengja net á milli trjánna
Búsvæði fuglsins í Hanawi-
þjóðgarðinum er ákaflega erfitt yf-
irferðar. Það er ekki aðeins vaxið
þéttum skógi, heldur eru snar-
brattar fjallshlíðarnar sund-
urskornar djúpum giljum enda er
úrkoma á þessum slóðum mjög
mikil. Af þeim sökum notast leit-
armennirnir við þyrlur og veiði-
aðferðin er sú að koma stórum en
fíngerðum nælonnetum fyrir á milli
trjánna í von um, að fuglinn lendi í
þeim. Í fyrstu ferðinni sáu þeir
fuglinn en náðu honum ekki. Þeir
náðu hins vegar í netið nokkrum
hundruðum annarra fugla. Var það
töluvert verk að losa þá og sleppa
þeim.
Þótt allt gangi upp er ekki þar
með sagt, að fuglarnir pari sig.
Egg til útungunar
„Ef við flytjum kvenfuglinn til
karlsins er eins líklegt, að hann
fljúgi bara aftur á sitt búsvæði. Svo
er ekki heldur víst, að honum þókn-
ist karlinn eða öfugt,“ segir Groom-
bridge.
Vísindamennirnir veltu því fyrir
sér að reyna að koma fuglunum
saman í búri en hurfu frá því. Komi
hins vegar til þess, að þeir verpi úti
í náttúrunni þá ætla þeir að standa
vörð um hreiðrið án þess að
styggja fuglinn og taka kannski úr
því einhver egg til útungunar.
Með þeim hætti hefur tekist að
bjarga nokkrum fuglategundum, til
dæmis þrastartegund, sem kallast
„puaihoi“, og krákutegundinni
„alala“. Það gekk þó heldur illa
með þá síðarnefndu því að margir
fuglanna lærðu ekki að bjarga sér
úti í villtri náttúrunni og drápust.
Groombridge nefnir líka dæmi um
þetta annars staðar frá. Á eynni
Mauritius eru nú allt að 600 turn-
fálkar, voru aðeins fjórir 1974, og á
Chatham-eyju á Nýja Sjálandi
tókst að bjarga rauðbrystingsteg-
und þegar aðeins lifði eftir eitt par.
Manninum að kenna
Tegundadauðinn á Hawaii-
eyjum er eingöngu mönnunum að
kenna. Búsvæði mjög sérhæfðra
fugla hafa horfið undir bæi og
borgir og stór skógarsvæði hafa
verið rudd vegna landbúnaðar.
Manninum fylgir líka rottan, sem
hefur víða haft alvarlegar afleið-
ingar fyrir fugla og annað dýralíf á
fyrrum einangruðum stöðum.
Örlög tegundarinnar
ráðast af einu stefnumóti
Á Hawaii-eyjum eru meira en
40 fuglategundir aldauða
og aðrar 30 í mikilli hættu
Honolulu. Los Angeles Times.
ERLENT
28 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
meistar inn. is
ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI
HUGO Chávez, forseti Venesúela,
óskaði eftir stuðningi hersins og
almennings í ræðu sem hann
flutti á útifundi við forsetahöllina
í Caracas í fyrradag. Um 20.000
stuðningsmenn forsetans voru á
fundinum og jafnmargir sóttu úti-
fund andstæðinga hans sem
kröfðust þess að hann segði af
sér.
Efnt var til fundanna í tilefni
af því að þrettán ár voru liðin frá
þriggja daga blóðugum götu-
óeirðum sem blossuðu upp vegna
sparnaðaraðgerða Carlos Andres
Perez, þáverandi forseta.
Chávez sést hér flytja ávarp
sitt fyrir framan veggmynd með
áletruninni: „Þeir sem deyja fyrir
lífið teljast ekki látnir.“
AP
Forseti Venesúela
falast eftir stuðningi
HERSVEITIR Atlantshafsbanda-
lagsins í Bosníu gerðu í gær til-
raun til að handsama Radovan
Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba í
Bosníustríðinu 1992–1995, en hann
reyndist þegar til kom ekki vera á
þeim stað sem talið hafði verið.
Þetta er í fyrsta
skipti sem NATO
leggur í viðlíka að-
gerðir til að hand-
sama Karadzic en
hann hefur verið
ákærður fyrir stríðs-
glæpi og þjóðarmorð
vegna umsátursins
um Sarajevo 1992–
1995 og fjöldamorð-
anna í bænum
Srebrenica í júlí 1995.
Hermenn SFOR-
fjölþjóðahersins, sem
lýtur yfirstjórn
NATO, notuðu her-
þyrlur og brynvarða
bíla við aðgerðirnar
en þær áttu sér stað um 70 kíló-
metra suðaustur af Sarajevo, í
bænum Celebici. Er talið að Kar-
adzic hafi verið í felum á þessu
svæði undanfarin sjö ár.
Sjónvarpsstöð á staðnum sagði
sprengingar hafa heyrst og fullyrt
var að SFOR hefði stöðvað allar
ferðir manna á svæðinu um tíma.
Ennfremur að allt rafmagn og
vatn hefði verið tekið af, auk þess
sem lokað var fyrir allt símasam-
band.
„Náum honum næst“
Í yfirlýsingu SFOR sagði að
áfram yrði unnið að því að hafa
hendur í hári þeirra,
sem ákærðir hafa ver-
ið fyrir stríðsglæpi
vegna Bosníustríðsins,
og voru yfirvöld í hin-
um serbneska hluta
Bosníu hvött til að
framselja meinta
stríðsglæpamenn þeg-
ar til stríðsglæpadóm-
stólsins í Haag.
Haft var eftir bróð-
ur Karadzic, Luka, að
hann hefði það „fínt“
og Jovan Zametica,
fyrrverandi ráðgjafi
Karadzic, sagði að
NATO hefði einfald-
lega enga hugmynd
um hvar Karadzic væri niðurkom-
inn.
Kvörtuðu yfirvöld í serbneskum
hluta Bosníu yfir því að lagt væri í
aðgerðir sem þessar án þeirra
vitneskju. Jacques Chirac Frakk-
landsforseti lýsti hins vegar von-
brigðum sínum yfir því að Karadz-
ic hefði komist undan en sagði að
„hann næðist bara næst“.
Karadzic
var hvergi
að finna
Sarajevo. AFP.
Radovan Karadzic
SVO virðist sem meirihluti sé fyrir
því á norska stórþinginu að skilja
að ríki og kirkju, að sögn norska
dagblaðsins Aftenposten, sem telur
þó að aðskilnaður verði ekki sam-
þykktur fyrr en í fyrsta lagi eftir
næstu þingkosningar.
„Ef upplýsingarnar í Aftenpost-
en eru réttar lofa þær góðu,“ hafði
blaðið eftir Rolf Reikvam, for-
manni kirkju-, mennta- og vísinda-
nefndar þingsins og þingmanni
Sósíalíska vinstriflokksins.
Aftenposten segir að Reikvam og
fleiri þingmenn séu ánægðir með
fréttir um að nefnd norsku þjóð-
kirkjunnar, sem fjallar um þetta
mál, hafi komist að þeirri niður-
stöðu að rjúfa eigi 500 ára tengsl
kirkjunnar við ríkið.
Þingið íhugi þjóðaratkvæði
„Í stefnuskrá Hægri flokksins
kemur skýrt fram að frekara um-
bótastarf eigi að leiða til aðskiln-
aðar ríkis og kirkju,“ sagði Jan
Olav Olsen, einn af þingmönnum
flokksins. „Þetta á að gerast þegar
kirkjan sjálf ákveður það.“
Olsen telur það eðlilegt að þingið
íhugi að efna til þjóðaratkvæða-
greiðslu um málið.
Verkamannaflokkurinn og Mið-
flokkurinn hafa tekið upp á stefnu-
skrá sína að halda eigi tengslum
ríkis og kirkju. Aftenposten hefur
eftir Evu M. Nielsen, þingmanni
Verkamannaflokksins, að afstaða
fyrrgreindrar nefndar kirkjunnar
hljóti að leiða til frekari umræðu
innan flokksins um hvort stefna
eigi að aðskilnaði. Hún segir að
ekki sé nóg að málið sé rætt innan
kirkjunnar, heldur þurfi að taka
það til umræðu sem víðast í þjóð-
félaginu, og hugmyndin um þjóð-
aratkvæðagreiðslu sé mjög athygl-
isverð. Rune Skjælaaen,
þingmaður Miðflokksins, tók í
sama streng.
Norska þingið
Meirihluti
fyrir að-
skilnaði rík-
is og kirkju