Morgunblaðið - 01.03.2002, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 01.03.2002, Qupperneq 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÆR Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari og Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona fagna 20 ára samstarfsafmæli sínu með tón- leikum í Salnum í kvöld kl. 20. Reyndar nær samstarf þeirra lengra aftur en 20 ár; – þær kynnt- ust þegar þær voru báðar við nám í Guildhall School of Music and Drama í London fyrir 22 árum. Þá strax fóru þær að vinna saman og hafa ræktað samstarfið vel allar götur síðan. „Ég var mjög heppin að kynnast Önnu Guðnýju strax þarna úti, því leiðir okkar áttu eftir að liggja saman aftur um leið og við komum heim. Við féllum strax saman eins og flís við rass og samstarfið hefur gengið mjög vel,“ segir Diddú. Anna Guðný og Diddú hafa hald- ið fjölda tónleika saman, auk þess sem þær hafa í nógu að snúast að koma fram á fundum og ráð- stefnum og við ýmiss konar hátíð- arhöld. „Við höfum allt of sjaldan gefið okkur tíma til að vera með ljóðatónleika eins og þessa,“ segir Anna Guðný, og Diddú bætir við að þær hafi oftar verið að flytja músík í léttari kantinum. „Svona tónleikar krefjast miklu meiri vinnu og undirbúnings. Maður kemst ekki upp með neitt múður, öll smáatriði þurfa að vera í lagi.“ Að bæta á sig blómum „Diddú hefur líka haft mikið að gera við óperusöng, óperan hefur verið í fyrsta sæti og þær eru ófáar rullurnar sem hún hefur sungið. En þetta er eitthvað sem okkur hefur lengi langað til að gera,“ seg- ir Anna Guðný. „Mér finnst ég líka núna svo tilbúin til að takast á við þetta,“ segir Diddú, „ég var fram- an af bæði feimin og treg til að syngja ljóð, þau krefjast ákveðinna stílbrigða og tungumálakunnáttu. En maður getur lengi á sig blóm- um bætt og Anna Guðný hefur ver- ið stoð mín og stytta við þetta. Nú er hún komin með svo mikla reynslu sem leiðbeinandi eftir að hafa kennt og spilað með söngv- urum um árabil.“ Á efnisskrá verður lagaflokkur- inn A Suite of Bairnsangs eftir skoska tónskáldið Theu Musgrave, þrír söngvar eftir Olivier Messia- en, en hann orti sjálfur tvö ljóðanna, ensk sönglög eftir Parry, Head, Howells og Frank Bridge, en eftir hlé verður tónlistin ein- göngu sótt í smiðju Richards Strauss. „Við vildum endilega hafa ensku lögin með, þau eru þekkt í Eng- landi en síður hér. Þau eru ákaf- lega falleg og rómantísk og sér- staklega ensk, þótt þau séu ólík innbyrðis. Mann langar mest í te og skonsur þegar maður heyrir þau,“ segir Diddú. Anna Guðný segir að lög Messiaens séu ótrú- lega falleg og að þeir sem kunni hrafl í frönsku geti vel skilið ljóðin, því þau séu einföld. „Þau eru á lág- væru nótunum en samt er í þeim mikil dýpt og ástríða.“ Lögin eftir Strauss sem þær flytja eru sum hver vel þekkt en önnur minna þekkt. Þjú þeirra eru úr flokki laga við ljóð eftir Brent- ano. „Þau eru erfið fyrir píanóið,“ segir Anna Guðný, „þetta er eins og heil hljómsveit.“ Diddú segist lengi hafa langað til að læra lög Strauss almennilega. „Mig langaði að geta flutt þau með þroska. Mað- ur lærir svo margt á því að vinna lög svona ítarlega og þessi lög hef- ur mig alltaf langað til að syngja.“ Diddú og Anna Guðný fagna samstarfsafmæli Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir fagna 20 ára samstarfsafmæli í Salnum í kvöld. Eins og flís við rass NÚ stendur yfir Vetrarhátíð Reykjavíkur, Ljós í myrkri. Dag- skráin í dag er á þessa leið: Kl. 8: Laugardalslaug. Vatnsleik- fimi undir stjórn Lovísu Einarsdótt- ur. Boðið upp á kaffi við kertaljós. Kl. 10: Ráðhús Reykjavíkur. Myndlistarsýning Þuríðar Sigurðar- dóttur, „Í nýju ljósi“. Til 3. mars. Kl. 10-17: Fjölskyldu- og hús- dýragarðurinn. Fjölbreytt dagskrá. Grasagarðurinn, Garðskáli. Mynda- sýningin Ekkert líf án ljóss. Kl. 16–20: Skautahöllinn. Skau- tadiskó fyrir börn og unglinga. Kl. 19–24: Aðalstræti 6. Verð- launaverk eftir Jón Sæmund Auðar- son. Orkuveita Reykjavíkur varpar mynd af íslenskum fossi á framhlið hússins með tilheyrandi fossnið. Ís- listamaður formar skúlptúr úr ís með ljósum á Ingólfstorgi. Kl. 20: Hitt húsið. Skrúðganga frá Aðalstræti 2 að Pósthússtræti 3–5, en þangað flytur Hitt húsið. Götu- leikhús, eldblásarar, dansarar og trumbusláttur. Opnunarhátíð kl. 20.30–22. Draugagangur í kjallaran- um, ljósberar og rokk á háalofti. Kirsuberjatréð v. Vesturgötu. Draugasögur við kertaljós. Til kl. 21. Sundhöll Reykjavíkur. Ljósatón- leikar á bólakafi. Stafrænn Hákon heldur neðansjávartónleika. Plötu- snúðurinn Dj a la casa sér svo um að tónlistarflutninginnþað sem eftir er kvöldsins. Dýfingakeppni verður háð af báðum pöllum og laugin verður lýst upp með neonljósum og tilheyr- andi. Ætlað unglingum á aldrinum 13–16 ára. Til kl. 22. Kl. 21: Lækjartorg að Hallgríms- kirkju. Via Dolorosa - píslaraganga: Vegur Krists að krossinum. Verð- launaverk Guðlaugs Valgarðssonar. Gengið undir leiðsögn sr. Halldórs Reynissonar. Kaffi Reykjavík. Guit- ar Islancio leikur djassaða útgáfu af íslenskum þjóðlögum. Til kl. 23. Há- skóli Íslands. Aðalbyggingin skiptir litum og birt eru skilaboð til borg- arbúa. Til kl. 24. Kl. 22: Hallgrímskirkja. Camer- arctica flytur tónlist m.a. eftir Moz- art, við kertaljós. Vilborg Dagbjarts- dóttir les ljóð og Hrafnkell Egilsson sellóleikari flytur 5. svítu Bachs. Kaffi Romance. Lis Gammon píanó- leikari frá Wales leikur. Gallerí i8, Klapparstíg 33: Sýning Helenu Hietanen. Gallerí Reykjavík: Guðfinna Ey- dal, Ingibjörg Klemenzdóttir, Guð- mundur Björgvinsson. Listasalurinn Man: Glerlistasýn- ingin Birta. Verkin eru eftir þær Ingibjörgu Hjartardóttur, Kristínu J. Guðmundsdóttur og Rebekku Gunnarsdóttur. Ljós í myrkri MENNINGARVERÐLAUN DV voru veitt í 24. skipti í gær og hlutu eftirtaldir listamenn verðlaunin: Í bókmenntum: Sjón fyrir skáldsög- una Með titrandi tár. Í leiklist: Viðar Eggertsson fyrir þrjár uppsetningar í þremur leikhúsum. Í byggingarlist: Arkitektastofurnar Andersen & Sig- urðsson I/S og Holm & Grut A/S í Kaupmannahöfn í samstarfi við Steinar Sigurðsson, Manfreð Vil- hjálmsson Arkitektar ehf., fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar, stækk- un. Í listhönnun: Handverk og hönn- un fyrir sýningarhald og kynningar- starf. Í tónlist: Hörður Áskelsson, kantor Hallgrímskirkju. Í kvik- myndalist: Þorfinnur Guðnason fyrir heimildarmyndina Lalli Johns og í myndlist: Steingrímur Eyfjörð fyrir sýningu í Gerðarsafni. Menningar- verðlaun DV veitt Fjölbrautaskólinn á Akranesi. Hagyrðingakvöld Lionsklúbbsins Eiðna á Akranesi kl. 20. Fimm kunnir hagyrðingar taka þátt: Björn Þórleifsson, Björn Ingólfsson, Hjálmar Freysteinsson, Ingi Stein- ar Gunnlaugsson og Þórdís Sig- urbjörnsdóttir. Stjórnandi er Birgir Sveinbjörnsson. Allur ágóði rennur til líknarmála. Í DAG GUÐNÝ Björk Guðjónsdóttir opnar sýningu í sal Íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, á morgun, laugar- dag. Sýningin heitir „Ekkert er aft- ur“ og er vísun í aðferð myndlist- arkonunnar í notkun þrykksins. Þetta er fyrsta einkasýning Guðnýj- ar en verk hennar hafa verið valin á fjölda samsýninga, hér heima og er- lendis, frá því að hún lauk námi vorið 1997. „Grafíkin gefur mér möguleika til að vinna með endurtekninguna sem ekki er til, gera aftur og aftur sama verkið sem verður ekki sama verk- ið,“ segir Guðný. „Þegar ættar koparplöturnar eru þrykktar með mismunandi þrykk- aðferðum og litum næst tilvísun í ólíka upplifun frá augnabliki til augnabliks, gleði til sorgar, einum horfanda til annars. Í einni svipan sérðu heild. Í næstu andrá hið eina sem er ekki hið sama og annað, það er eitt – einstakt – grunnur og þó ekki því að þegar þú ætlar að ganga að því aftur er ekkert það sama.“ Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18 og stendur til 24. mars. Vísun í notk- un þrykksins NÍTUGASTA sýning á leikriti Eve Ensler, Píkusögum, verð- ur í Borgarleikhúsinu annað kvöld, laugardagskvöld. Leik- ritið hefur gengið fyrir fullu húsi frá því á síðasta leikári, en einnig var farið með það í leikferð til sex staða á suður-, vestur- og norðurlandi sl. haust. Leikkonur í Píkusögum eru þær Halldóra Geirharðs- dóttir, Jóhanna Vigdís Arnar- dóttir og Sóley Elíasdóttir. Leikstjóri er Sigrún Edda Björnsdóttir. 90. sýning á Píkusögum LEIKFÉLAG Kópavogs frumsýnir leikverk byggð á Grimmsævintýrum í kvöld, föstudagskvöld kl. 20. M.a. Hans og Grétu, Klaufa-Bárð, Rauð- hettu og Mjallhvíti. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Tíu leikarar taka þátt í sýningunni og leikur hver nokkur hlutverk. Auk þeirra eru tónlistarmenn virkir þátt- takendur í sýningunni. Frosti Frið- riksson hannaði leikmynd, Alexand- er Ólafsson og Skúli Hilmarsson sjá um lýsingu og Þórey Björk Viggós- dóttir og Þórunn Eva Hallsdóttir um búninga. Grimmsævin- týri í Kópavogi ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Sýningu Bernd Koberling lýkur á sunnudag. Þar gefur að líta áttatíu olíu- og vatnslitamyndir sem Koberl- ing hefur unnið á árunum 1988 til dagsins í dag. Sýningin fer héðan til sýningar í Saarland Museum í Saarbrucken, í Þýskalandi. Leiðsögn verður um sýninguna á sunnudag kl. 16. Straumur, Hafnarfirði Ljósmyndasýningu Bjarka Reyrs Ásmundssonar og Arsineh Houspian frá Ástralíu lýkur á sunnudag. Af því tilefni mun listamaðurinn Buzby leika á ástralska frumbyggjahljóð- færið didgeridoo kl. 15 á sunnudag. Sýningum lýkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.