Morgunblaðið - 01.03.2002, Síða 31

Morgunblaðið - 01.03.2002, Síða 31
KONSERT fyrir strengjakvartett og Túskildings-svítan ber hæst á tónleikum Blásarasveitar Reykja- víkur og strengjaleikara, sem haldnir verða í Salnum á morgun, laugardag, kl. 17. Strengjakvartett- inn er skipaður fiðluleikurunum Hildigunni Halldórsdóttur og Mar- gréti Þorsteinsdóttur, víóluleik- aranum Herdísi Jónsdóttur og sellóleikaranum Sigurði Halldórs- syni. Konsertinn er eftir tékkneska tónskáldið Erwin Schulhoff (1894- 1942), saminn árið 1930 fyrir strengjakvartett og blásarasveit og er um að ræða frumflutning hér- lendis. Einnig verður á efnisskránni hin sívinsæla svíta úr Túskildingsóper- unni eftir Kurt Weill, blásaraþættir úr Skálholtskantötu Victors Urban- cic ásamt 3 kátum mörsum eftir Ernst Krenek. Stjórnandi er Kjartan Óskarsson. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en 800 kr. fyrir nemendur og eldri borg- ara. Morgunblaðið/Kristinn Blásarasveit Reykjavíkur ásamt strengjakvartett. Strengir og blásarar í Salnum LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 31 afsláttur af öllum vörum Garðar Ólafsson úrsmiður, Lækjartorgi, sími 551 0081 20% Föstudagur 1. mars Kl. 08.00 Laugardalslaug: Vatnsleikfimi undir stjórn Lovísu Einarsdóttur. Boðið upp á kaffi við kertaljós. Kl. 10.00–17.00 Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn: Fjölbreytt dagskrá. Kl. 10.00–17.00 Garðskáli Grasagarðs Reykjavíkur: „Ekkert líf án ljóss“. Mynda- og veggspjaldasýning í samstarfi við skólastofnanir í nágrenni Laugardals. Kl. 16.00–20.00 Skautahöllin. Skautadiskó fyrir börn og unglinga. Kl. 19.00–24.00 Foss í Aðalstræti, verðlaunaverk eftir Jón Sæmund Auðarson: Orkuveita Reykjavíkur varpar mynd af íslenskum fossi á framhlið Aðalstrætis 6 með tilheyrandi fossnið. Íslistamaður formar skúlptúr úr ís með ljósum á Ingólfstorgi. Kl. 20.00 Hitt húsið flytur í nýtt húsnæði: Skrúðganga frá Aðalstræti 2 að Pósthússtræti 3–5. Götuleikhús, eldblásarar, dansarar og trumbusláttur. Kl. 20.00 Kvöldvaka í Ráðhúsinu: Kvæðamannafélagið og Þjóðdansa- félagið. Bjarni Harðarson segir draugasögur og Árni Björnsson flytur erindið „Skemmtilegt er myrkrið“. Vinabandið, hljómsveit eldri borgara, leikur. Kl. 20.00–21.00 Kirsuberjatréð við Vesturgötu: Draugasögur við kertaljós. Kl. 20.00–22.00 Sundhöll Reykjavíkur: Ljósatónleikar á bólakafi. Tónlist, DJ og sundstuð fyrir unglinga á aldrinum 13–16 ára. Kl. 20.30–22.00 Opnunarhátíð í nýja Hinu húsinu. Draugagangur í kjallaranum, ljósberar og rokk á háalofti. Kl. 21.00 Via Dolorosa – píslarganga: Vegur Krists að krossinum, verðlaunaverk Guðlaugs Valgarðssonar. Gengið frá Lækjartorgi að Hallgrímskirkju undir leiðsögn séra Halldórs Reynissonar. Kl. 21.00–23.00 Tónleikar á Kaffi Reykjavík: Guitar Islancio leikur djassaða útgáfu af íslenskum þjóðlögum. Kl. 21.00 Djasstónleikar í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Agnar Már Agnarsson og Kristjana Stefánsdóttir. Kl. 21.00–24.00 Aðalbygging Háskóla Íslands skiptir litum og birt eru skilaboð til borgarbúa. Kl. 22.00 Tónleikar í Hallgrímskirkju: Camerartica flytur tónlist, m.a. eftir Mozart, við kertaljós. Vilborg Dagbjartsdóttir les ljóð og Hrafnkell Egilsson flytur einleik á selló úr 5. svítu eftir Bach. Kl. 22.00 Kaffi Romance: Lis Gammon frá Wales leikur af fingrum fram á píanó. BIKSVART naut á blóðrauðum silkibakgrunni gaf andrúmstóninn í vetrardagskrá SÍ við „rauðu“ tón- leikana í gærkvöld. Á boðstólum voru fjögur suðræn og seiðandi verk eftir höfunda sem allir kunnu dável með liti að fara á sinfónísku breið- tjaldslérefti, og rúmlega það. Að- sóknin var eftir því; húsið sneisafullt út úr dyrum. Pini di Roma, verk Respighis um fjóra staði í borginni eilífu í jafn- mörgum samtengdum þáttum, er út frá svipuðu „konsepti“ og eldra verk hans um gosbrunna borgarinnar; í alla staði litskrúðug og glæsileg smíð. E.t.v. áhrifamest í síðasta þætti, þar sem fornrómverskar leg- íónur ganga taktsperrtar eftir App- íusarvegi, eins og sjónvarpsáhorf- endur kannski muna eftir frá spurningardæmi í fyrstu Kontra- punktskeppninni í Osló 1990. Tilvilj- un eða ekki, þá kveður alltjent hér, líkt og með sumt í Carmina Burana Orffs (1937), ákveðin fornaldardýrk- un úr glæstri fortíð föðurlandsins sem féll sem flís við rass að staðar- og tíðaranda tilurðartímans; í tilviki Respighis aðeins ári eftir göngu svartskyrtna Mussolinis til Rómar. Mönnum hættir oft til að ein- skorða orkestrunarfærni við hljóð- færaval, samsetningu þeirra og út- sjónarsemi í undirleiksáferð. Það vill stundum gleymast, að vönduð radd- færsla er öðru fremur það sem ljær heildinni meginfyllingu. Að því leyti er verk Respighis skínandi fyrir- mynd. Víða mátti þrátt fyrir mann- mergð risastórrar hljómsveitar (að viðbættum trompetaflokki á hliðar- gangi í lokaþætti) heyra kontra- punktísk listbrögð, þ.ám. „quodlib- et“, enda ekki ofsagt að útfærsla höfundar hafi birzt hlustendum nán- ast í tærri þrívídd í skínandi meðferð sinfóníuhljómsveitarinnar. Fjöl- breytni stemmninga var auðug með eindæmum, jafnvel í samanburði við meistaraverk Debussys síðast á dag- skrá, og gat m.a.s. vísað fram á eyði- merkurtónlist síðari Holly- woodmeistara við Villta Vestrið. Gaman hefði annars verið að fá upp- lýst hvaðan fuglakvaksupptakan (af bandi eða hljómdiski) var fengin, sem tísti undir með sveitinni í III. þætti (I pini del Gianicolo). Í samanburði við vellblómstrandi Furusvítu Respighis var áferð „Noches en los jardines de España“ (Nætur í görðum Spánar) frekar nakin, og stundum jafnvel hrá. Svít- una samdi Manuel de Falla 1909–15 sem píanóverk, en áður en lauk var hún orðin að sinfónískum píanókons- ert. Hér reyndi öllu meir á rytm- ískan samtakamátt, og vantaði þar nokkuð upp á í fyrsta þætti og byrj- un hins næsta. En það reyndist nán- ast eini fegurðarblettur kvöldsins, enda léku menn eins og klukka í blóðríkum sígaunadanshrynum und- ir fjallshlíðum Cordóbahéraðs í III. og síðasta þætti. Hinn roskni spænski píanóeinleikari átti ekki við ýkja áberandi hlutverk að glíma frá höfundarins hendi, en lék samt af mikilli andagift og listfengri lipurð, ekki sízt átt- undarrúllöðurnar í lokaþættinum, í full- komnu jafnvægi við hljómsveitina. Honum var að vonum tekið með kostum og kynj- um og þakkaði hann fyrir sig með bráðfal- legri Nocturne-etýðu fyrir vinstri hönd eftir Skrjabin við dynjandi undirtektir. Tveir síðustu höf- undar kvöldsins voru aðalmerkisberar franska impress- jónismans. Fyrstur var Maurice Ravel, einhver dáðasti orkestrari 20. aldar, og Alborada del gracioso (Morgunsöngur trúðsins) frá 1918 er án efa eitt samþjappaðasta dæmi um snilld hans í þeim efnum. Aðeins rúmar 6 mín. að lengd, en sannköll- uð rússíbanaferð fyrir stóra hljóm- sveit á neistandi tjáningarteinum rakins snillings frá byrjun til enda, sem SÍ skilaði með eldsnörpum bravúr. Hið stórbrotna La Mer (Hafið) eftir Claude Debussy frá 1905 var síðasta verkið á dagskrá og hefur vafalítið haft gífurleg áhrif á seinni tíma tónskáld, allt frá síðrómantí- kerum að módernistum. Miðað við hvað þessi liðlega 23 mín. langa sjáv- arlýsing í tónum er erfið í samleik, vegna m.a. síbreytilegrar áferðar og eirðarlítilla styrkbreytinga, má segja að hún hafi í flestu tekizt mjög vel, þó að aðalglansnúmer tón- leikanna hafi í mínum huga verið Respighi og Ravel. Rumon Gamba virtist hér sem fyrr vera afar gef- andi hljómsveitarstjóri með næmt eyra fyrir þýðingu smærri atriða innan úr hinum stóra massa og stýrði sínu fólki í örugga höfn af smitandi orku og glöggri yfirsýn. Sannkölluð rússíbanaferð TÓNLIST Háskólabíó Respighi: Furur Rómar. De Falla: Nætur í görðum Spánar. Ravel: Alborado del gracioso. Debussy: La Mer. Joaquín Ach- úcarro, píanó; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Rumons Gamba. Fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Joaquín Achúcarro Rumon Gamba ÚTHLUTAÐ verður 25 milljónum úr Menningarborgarsjóði að þessu sinni til nýsköpunarverkefna á sviði lista, menningarverkefna á lands- byggðinni og verkefna fyrir börn og ungt fólk. Umsóknarfrestur rann út 15. febrúar sl. og bárust sjóðnum 200 umsóknir. Tilkynnt verður um út- hlutun í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi hinn 11. mars nk. Borgarstjóri og menntamálaráð- herra stofnuðu sjóðinn árið 2001 að loknu menningarborgarárinu og út- hlutað verður árlega úr sjóðnum. 200 umsóknir bárust

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.