Morgunblaðið - 01.03.2002, Page 32
LISTIR/KVIKMYNDIR
32 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LÍF Quoyle, sem búið hefur í New
York allt sitt líf, hefur verið mis-
heppnað, einmanalegt og sársauka-
fullt og þegar hann verður svo fyrir
þeirri ógæfu að missa fyrrum eigin-
konu sína í bílslysi, breytist líf hans til
frambúðar. Í sorg sinni leitar hann
skjóls hjá frænku sinni og ungri dótt-
ur á Nýfundnalandi, í leyndardóms-
fullum heimkynnum forfeðranna. Í
litla fiskiþorpinu Killick-Claw verður
Quoyle sér úti um vinnu sem blaða-
maður á bæjarblaðinu, The Gammy
Bird. Þegar fram líða stundir og fleiri
greinar eru skrifaðar, fer hann að
skynja bæjarbraginn og sjálfan sig
sem hluta af honum. Smám saman
leitar hugur hans til Wavey, konu
sem sjálf þarf þó að berjast við fortíð-
ardrauga, en óhætt er að segja að til-
vera Quoyle gerbreytist í nýja land-
inu, sem er allt í senn svo magnað,
óhagganlegt, fallegt og harðneskju-
legt.
„The Shipping News“, sem Smára-
bíó frumsýnir í dag, er byggð á sam-
nefndri bók Annie Proulz, sem fékk
Pulitzer-verðlaunin fyrir hana á sín-
um tíma. Sagan fjallar um ferðalag
blaðamanns, sem leikinn er af Kevin
Spacey, til heimkynna forfeðranna á
Nýfundnalandi þar sem hann fær
tíma og næði til að skoða sjálfan sig í
nýju ljósi. Myndin er ekki síst saga
um jákvæða umbreytingu manns,
sem sækist eftir því að byggja upp
brotið líf sitt og bæta skaddaða sál til
að endurnýja lífskraftinn. Höfundur
bókarinnar er einkar ánægður með
afraksturinn og segir að myndin sé
allt í senn fyndin, falleg, hjartnæm og
hnyttin. „Snilldarleikur, þaulhugsuð
smáatriði og hrjóstrug og kröftug
náttúra Nýfundnalands hjálpast að
við að gera þessa frábæru og óvenju-
legu mynd, sem ég gat ekki einu sinni
látið mig dreyma um að gæti orðið að
veruleika,“ segir Proulz.
Robert Nelson Jacobs var fenginn
til að skrifa kvikmyndahandritið upp
úr sögu Proulz, en hann var jafnframt
handritshöfundur að hinni margverð-
launuðu mynd Chocolat sem notið
hefur vinsælda og sýnd var hér á
landi ekki fyrir margt löngu.
Leikstjóri myndarinnar er Lasse
Hallström, sem tilnefndur hefur verið
til Óskarsverðlauna fyrir My Life as a
Dog og Cider House Rules. Hann er á
þeirri skoðun að frásagnargáfa rithöf-
undarins eigi sér fá mörk og sérstak-
lega laðist hann að heiðarlegum og
raunverulegum mannlýsingum.
Fyrsta verk leikstjórans var að brjóta
söguna niður til að skilja í reynd aðal-
persónu myndarinnar, sem frá unga
aldri var svipt öllu sjálfsáliti af for-
eldrum sínum, sem sjálfir höfðu litla
sem enga sjálfsvirðingu. Við verðum
síðan vitni að því hvernig aðalpersón-
unni tekst á sinn hátt að endurheimta
sjálfsvirðinguna og hefja nýtt líf.
Leikarar: Kevin Spacey (LA Confidential,
Midnight in the Garden of Good and Evil,
The Negotiator, Hurlyburly, The Big Kah-
una, American Beauty); Julianne Moore
(The End of the Affair, Magnolia, An Ideal
Husband, Not I, A Map of the World,
Hannibal); Judi Dench (Chocolat, Shake-
speare in Love); Scott Glenn (The Sil-
ence of the Lambs, Fighting Mad, Angels
Hard as they Come) Rhys Ifans (Notting
Hill, Little Nicky); Jason Behr (Pleas-
antville, Rites of Passage); Gordon
Pinsent (Pale Saints, Silence of the
North); Pete Postlethwaite (In the Name
of the Father, The Usual Suspects) og
Cate Blanchett (Paradise Road, Thank
God he met Lizzie). Leikstjóri: Lasse
Hallström.
Saga um týnda sjálfsvirðingu
Smárabíó frumsýnir The Shipping News
með Kevin Spacey, Julianne Moore, Judi
Dench, Scott Glenn, Rhys Ifans, Jason
Behr, Gordon Pinsent, Pete Postleth-
waite og Cate Blanchett.
Kevin Spacey í kvikmyndinni
The Shipping News.
Redford leikur Irwin, sem er
þekktur og vinsæll þriggja stjörnu
hershöfðingi í Bandaríkjaher með
flekklausan feril. Hann er leiddur
fyrir herrétt, sviptur stöðu sinni og
dæmdur í herfangelsi af ströngustu
gerð fyrir að óhlýðnast skipunum
yfirmanna sinna í hernaðaraðgerð-
um. Fangelsisstjórinn er Winter of-
ursti, sem leikinn er af Sopranos-
höfðingjanum James Gandolfini.
Hann getur ekki leynt aðdáun sinni
á þessum fræga fanga sínum, en sú
aðdáun virðist síður en svo vera
gagnkvæm. Winter stjórnar með
harðri hendi innan fangelsismúr-
anna og vílar ekki fyrir sér að aflífa
fanga telji hann þess þörf. Irwin sér
ROBERT Redford fer með aðal-
hlutverkið í spennumyndinni The
Last Castle í leikstjórn Rod Lurie,
sem vakti þó nokkra athygli fyrir
síðustu mynd sína The Contender
með Joan Allen, Jeff Bridges og
Gary Oldman í aðalhlutverkum og
frumsýnd var árið 2000. Handrits-
höfundar The Last Castle eru David
Scarpa og Graham Yost, en fram-
leiðslu annaðist Robert Lawrence.
Robert Redford fer með aðalhlutverkið í The Last Castle.
Uppreisn í fangelsi
Laugarásbíó frumsýnir The Last Castle
með Robert Redford, James Gandolfini,
Mark Ruffalo, Delroy Lindo, Clifton Coll-
ins, Steve Burton, Brian Goodman, Paul
Calderon, Frank Military, Michael Irby,
Samuel Ball og Jeremy Childs.
SPENNUMYNDIN Collateral Dam-
age segir af slökkviliðsmanninum
Gordon í Los Angeles sem lendir í
heimi hryðjuverka eftir að eiginkona
hans og sonur deyja í sprengingu,
sem hann verður sjálfur vitni að í mið-
borginni þegar hann er rétt ókominn
á fund þeirra. Talið er að hinn ill-
ræmdi hryðjuverkamaður Úlfurinn
hafi staðið fyrir sprengingunni, sem
ætluð var starfsmönnum kólumbíska
sendiráðsins og bandarísku leyni-
þjónustunnar. Sprengingin hafi í
engu átt að beinast að fjölskyldumeð-
limum Gordons, heldur hafi hans nán-
ustu látið lífið þar sem þau voru að-
eins á röngum stað á röngum tíma.
Þegar aðalsöguhetjan uppgötvar
að ekki sé til neins að bíða eftir að op-
inber yfirvöld rannsaki sprenginguna
niður í kjölinn, svo hægt sé að láta
hryðjuverkamennina svara til saka,
ákveður Gordon, þvert á ráðlegging-
ar vina innan FBI og CIA, að taka til
sinna ráða til að ná sjálfur fram
hefndum enda segist hann engu hafa
að tapa lengur. Leikurinn berst alla
leið til frumskóga Kólumbíu þar sem
meintir hryðjuverkamenn eru taldir
halda sig og svo aftur til Bandaríkj-
anna, í þetta skiptið til höfuðborgar-
innar Washington þar sem hryðju-
verkamennirnir gera sig líklega til að
vinna ný ódæði.
Með aðalhlutverkið fer hinn stæði-
legi Austurríkismaður Arnold
Schwarzenegger. Handrit skrifuðu
Peter Griffiths og Nicholas Meyer.
Framleiðendur eru Steven Reuther
og David Foster sem segja að at-
Arnold Schwarzenegger í kvik-
myndinni Collateral Damage.
Hryðjuverkaárás
á saklausa borgara
Sambíóin Álfabakka, Snorrabraut,
Kringlunni, Keflavík og á Akureyri frum-
sýna Collateral Damage með Arnold
Schwarzenegger, Francesca Neri, John
Leguizarno, John Turturro og Elias
Koteas.
KVIKMYNDIN A Beautiful Mind,
sem farið hefur sigurför um
Bandaríkin og frumsýnd verður á
Íslandi í dag, fjallar um stærð-
fræðisnillinginn John Forbes Nash
yngri, sem vann til Nóbelsverð-
launa árið 1994 fyrir merkar upp-
götvanir í hagfræði, en áður hafði
geðveiki þjakað hann í áratugi.
Nash fæddist árið 1928 og var því
ungur að árum þegar hann hóf að
beita óhefðbundnum aðferðum við
að koma með stærðfræðikenningar
af ýmsum toga. Rétt fyrir miðja
síðustu öld setti hann svo fram
kenningar í leikjafræði sem hafa æ
síðan haft áhrif í hagfræði.
Myndin hefst árið 1947 á náms-
árum Nash í Princeton-háskóla og
ekki líður á löngu þar til hann fer
að vinna fyrir bandarísk stjórn-
völd. Meðal annars er hann ráðinn
til að ráða dulmál sovéska hersins
á dögum kalda stríðsins og fæst
auk þess við kennslustörf í MIT-
tækniskólanum þar sem hann
kynnist verðandi eiginkonu sinni,
Aliciu Larde. Myndin segir sanna
sögu geðhvarfasjúks stærðfræði-
snillings, sem berst hetjulegri bar-
áttu við sjúkdóm sinn og vinnur til
Nóbelsverðlauna. Hún lýsir einnig
sambandi hans við eiginkonuna, en
af mörgum var Nash talinn mjög
sérvitur þó í dag sé hann lifandi
goðsögn. Ferill Nash sem vísinda-
manns um miðbik aldarinnar
spannar ekki nema um áratug því
hann veiktist á geði og leið í um
þrjá áratugi fyrir vænisýki og geð-
klofa. Á síðasta áratug aldarinnar
náði hann sér af veikindum sínum
og hlaut Nóbelsverðlaunin árið
1994 ásamt John Charles Harsanyi
og Reinhard Selten, sem höfðu
stundað rannsóknir á sama sviði.
Myndin, sem tilnefnd hefur ver-
ið til margra Óskarsverðlauna,
hlaut fern Golden Globe-verðlaun í
janúar, en auk þess að vera kosin
besta myndin fékk hún verðlaun
fyrir besta handritið og aðalleik-
ararnir, þau Russel Crowe, sem
fer með hlutverk Nash, og Jenni-
fer Connelly, sem leikur eiginkon-
una, hlutu verðlaun fyrir besta
leikinn. Með önnur aðalhlutverk
fara Ed Harris, Christopher
Plummer, Paul Bettany og Adam
Goldberg. Leikstjóri er Ron How-
ard. Handritsgerðin var í höndum
Akiva Goldsman og framleiðendur
eru Art Linson og Elie Samaha.
Leikarar: Russel Crowe (Gladiator,
The Insider, LA Confidential, Mystery
Alaska, Proof of Life); Jennifer Conn-
elly ( Once Upon A Time in America,
Requiem for a Dream, Walking the
Dead, Inventing the Abbotts, Higher
Learning); Ed Harris (Pollock, Enemy
at the Gate, Buffalo Soldiers, The
Third Miracle, The Truman Show);
Adam Goldberg ( Saving Private
Ryan, All Over the Guy, Dazed and
Confused); Christopher Plummer
(The Sound of Music, The Man who
would be King, Waterloo, The Pink
Panther, Silent Partner). Leikstjóri:
Ron Howard.
Geðsjúklingur
fær Nóbels-
verðlaunin
Sambíóin Álfabakka og Háskólabíó
frumsýna A Beautiful Mind með Russel
Crowe, Jennifer Connelly, Ed Harris,
Adam Goldberg og Christopher Plumm-
er. Russel Crowe í hlutverki stærðfræðisnillingsins John Forbes Nash, yngri.