Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 33
LISTIR/KVIKMYNDIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 33
Aðalfundur
Hampiðjunnar hf.
Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður
haldinn í fundarsal félagsins, Bíldshöfða 9,
Reykjavík, föstudaginn 8. mars 2002 og
hefst kl. 16:00.
Dagskrá fundarins:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Tillaga um heimild félagsins til að kaupa
eigin hluti samkvæmt 55.gr.hlutafélagalaga.
3. Önnur mál sem löglega eru upp borin.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á
aðalfundi skulu hafa borist í hendur stjórnar
með skriflegum hætti eigi síðar en sjö dögum
fyrir aðalfund.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur
félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda,
munu liggja frammi á skrifstofu félagsins,
Bíldshöfða 9, Reykjavík, hluthöfum til sýnis,
sjö dögum fyrir aðalfund.
Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á
fundarstað.
Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn en
hyggjast gefa umboð verða að gera það
skriflega
Stjórn Hampiðjunnar hf.
Miðasala er í húsinu klukkutíma fyrir alla viðburði.
Laugardagskvöld á Gili - „Fullt hús af söng“
í Tónlistarhúsinu Ými 2. mars.
Jóhanna V. Þórhallsdóttir kynnir:
Léttsveit Reykjavíkur, Álafosskórinn, Skólahljómsveit Mosfellsbæjar,
Kvennakór Bolungarvíkur og þjóðlagasveitina Alba.
Dagskráin hefst kl. 22:00, en húsið verður opnað kl. 21:30.
Við tökum á móti gestum með léttri hressingu.
Miðasala er í s: 595 7999 og 800 6434 virka daga á milli kl. 9-17
og á www.midasala.is, en einnig má leggja inn
miðapantanir á símsvara 551 5677.
fljótlega hversu miklu ranglæti
fangarnir verða fyrir og ákveður að
taka til sinna bragða. Hann fær í lið
með sér nokkra samfanga sína og
setur á fót litla herdeild til að gera
uppreisn gegn fangelsisstjóranum.
Winter fangelsisstjóri tekur þátt í
baráttunni og telur að um leik sé að
ræða, en fljótlega kemur annað í
ljós. Þá hyggst hann taka til ofbeld-
isfyllri aðgerða, en það gæti verið of
seint og reynst honum skeinuhætt.
Að mati framleiðanda myndarinn-
ar var einkar vel til fundið að fá Rod
Lurie til að leikstýra myndinni þar
sem hann þekkir persónulega vel til
herþjónustu. En þrátt fyrir að vera
ef til vill ekki eini leikstjórinn í
Hollywood til að gegna herskyldu,
er hann sá eini sem útskrifast hefur
frá West Point US Military Aca-
demy.
Myndin var nær öll tekin í hinu
sögufræga Tennessee ríkisfangelsi,
en á meðan það starfaði í nær heila
öld eða frá árinu 1898 til 1992, hýsti
það margan afbrotamanninn, þeirra
á meðal James Earl Ray, sem var
dæmdur fyrir morðið á Dr. Martin
Luther King. Ákjósanlegast þótti að
filma á þessum stað þar sem að um
var að ræða alvöru fangelsi og ekki
skemmdi það fyrir að arkitektúr
fangelsisins þótti hafa kastala-yfir-
bragð.
Leikarar: Robert Redford, James Gand-
olfini, Mark Ruffalo, Delroy Lindo,
Clifton Collins, Brian Goodman, Paul
Calderon, Frank Military. Leikstjóri:
Rod Lurie.
burðarás myndarinnar sé í raun mjög
raunsæ og geti allt eins átt við okkar
daglega líf í dag, sér í lagi eftir þá at-
burði er áttu sér stað hinn 11. sept-
ember síðastliðinn þegar hundruð
saklausra borgara létu lífið í hryðju-
verkaárás á tvíburaturnana í New
York.
Leikstjóri myndarinnar er Andrew
Davis sem leikstýrði m.a. The Fug-
itive með Harrison Ford og Tommy
Lee Jones í aðalhlutverkum, en sú
mynd var á sínum tíma tilnefnd til sjö
Óskarsverðlauna. Davis, sem er frá
Chicago og lagði stund á fjölmiðlun á
sínum yngri árum, leikstýrði sinni
fyrstu bíómynd, Stony Island, árið
1979, en síðan hafa fjölmargar
spennumyndir farið um hendur hans.
Þeirra á meðal eru: The Final Terror,
Beat Street, Code of Silence, Above
the Law, The Package, Under Siege,
Chain Reaction og A Perfect Murder.
Leikarar: Arnold Schwarzenegger (Kind-
ergarten Cop, Last Action Hero, True
Lies, Eraser, Batman & Robin); Franc-
esca Neri (Hannibal, Live Flesh, Dispara,
Las Edades De Lulu); John Leguizamo
(Moulin Rouge, Joe The King, King of the
Jungle, Summer of Sam); John Turturro
(O Brother Where Art Thou?, The Man
who Cried, Company Man, The Cradle
Will Rock); Elias Koteas (Crash, Novo-
caine, Harrison’s Flowers, Shot in the
Heart, The Thin Red Line). Leikstjóri:
Andrew Davis.
reyna að finna leiðir út úr þeirri
klemmu sem þeir eru komnir í
berst þeim hjálp frá liðþjálfa úr
röðum Sameinuðu þjóðanna, sem
hafði fengið þær skipanir að láta
kyrrt liggja. Fjölmiðlar fylgja mál-
um eftir, sem hefur alþjóðlegar af-
leiðingar í för með sér. Á viðkvæm-
um tíma, þar sem margir eru
flæktir inn í átök og heimspressan
bíður niðurstöðu, reyna Ciki og
Nino að semja um líf sitt mitt í vit-
firrtu stríðinu.
KVIKMYNDIN „No Man’s Land“
eða „Einskismannsland“ eftir
Bosníumanninn Danis Tanovic,
sem er bæði handritshöfundur og
leikstjóri, verður frumsýnd í dag.
Myndin keppti á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes árið 2001 og fékk þar
tvenn verðlaun, fyrir besta hand-
ritið og svokölluð „special jury
price“-verðlaun. Þá fékk myndin
Golden Globe-verðlaunin 2002 sem
besta erlenda myndin og er hún nú
tilnefnd til Óskarsverðlauna sem
besta erlenda myndin.
Söguþráðurinn er Bosníustríðið
árið 1993 og eru söguhetjurnar
tveir hermenn, annars vegar Bosn-
íumaðurinn Ciki og Serbinn Nino,
sem lenda mitt á milli óvinasvæða,
í einskismannslandi. Á meðan þeir
Leikstjórinn Danis Tanovic, sem
fæddur er í Bosníu-Hersegóvínu,
hefur leikstýrt fjölmörgum metn-
aðarfullum myndum sem styrktar
hafa verið af ýmsum stofnunum,
allt frá ríkisstjórn Bosníu til Mann-
réttindaskrifstofu Evrópu, og hafa
margar hverjar notið viðurkenn-
inga af ýmsum toga. Myndir Tan-
ovic hafa þó að mestu snúist um
áhrif og afleiðingar stríðsátakanna
í heimalandinu. Auk kvikmynda-
gerðar er Tanovic jafnframt ábyrg-
ur fyrir hermyndasafni Bosníu, en
hann gekk í það verkefni að kvik-
mynda á vígvellinum í stríðinu og
hafa myndir hans verið notaðar í
fréttum víðsvegar um heim. Einnig
hefur Tanovic unnið við auglýs-
ingagerð og stýrt kosningabaráttu.
Leikarar: Branko Djuric, Rene Bitor-
ajac, Filip Sovagovic, Georges Siatid-
is, Katrin Cartlidge, Simon Callow,
Serge-Henri Valcke. Leikstjóri: Danis
Tanovic.
Líf í Einskismannslandi
Regnboginn frumsýnir No Man’s Land
eða Einskismannsland með Branko
Djuric, Rene Bitorajac, Filip Sovagovic,
Georges Siatidis, Katrin Cartlidge, Sim-
on Callow og Serge-Henri Valcke.
Úr kvikmyndinni No Man’s Land.
alltaf á föstudögum