Morgunblaðið - 01.03.2002, Síða 34

Morgunblaðið - 01.03.2002, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FRIÐHELGI TÖLVUPÓSTS OG TÖLVUGAGNA Í húsleit sem starfsmenn Skatt-rannsóknarstjóra gerðu í húsa-kynnum Norðurljósa í síðustu viku var meðal annars lagt hald á tölvupóst starfsmanna. Hið sama var upp á teningnum í húsleit starfs- manna Samkeppnisstofnunar hjá ol- íufélögunum í desember sl. Skattrannsóknarstjóri hefur til- kynnt að starfsmenn embættisins muni eyða öllum tölvupósti sem snert- ir starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar án þess að hann verði skoðaður enda tengist hann ekki rannsókn embættisins. Olíufélögin þrjú, Skeljungur, Olíu- félagið og Olíuverslun Íslands, hafa krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að Samkeppnisstofnun verði gert að eyða öllum afritum skjala á tölvutæku formi sem stofn- unin gerði upptæk hjá félögunum en ekki liggur fyrir niðurstaða í því máli. Undanfarin ár hafa spunnist um- ræður víða um heim um heimildir at- vinnurekenda til þess að lesa tölvu- póst starfsmanna. Í athyglisverðri grein eftir Pál Þórhallsson lögfræð- ing, sem birtist í Morgunblaðinu í síð- asta mánuði, kom fram að í Hæsta- rétti Frakklands hefði nýverið fallið dómur starfsmanni í hag. Í því tilviki hafði fyrirtækið Nikon sagt upp starfsmanni eftir að það komst á snoð- ir um að hann hefði sent tölvupóst í einkaerindum frá vinnustað þótt hon- um hefði verið bannað að nota tölvuna til annarra hluta en í þágu starfsins. Dómstóllinn taldi að réttur hefði verið brotinn á manninum, vinnuveitandi mætti ekki kynna sér einkabréf starfsmanns sem hann hefði sent og móttekið með tölvubúnaði sem honum var látinn í té og það jafnvel þótt vinnuveitandinn hefði bannað alla einkanotkun tölvunnar. Byggði dóm- stóllinn meðal annars á 8. grein Mann- réttindasáttmála Evrópu um friðhelgi einkalífs. Þessi dómur gengur langt í að vernda réttindi starfsmanna og spurning um hvort svipað verði upp á teningnum hér ef mál af þessum toga koma til kasta dómstóla. Hér á landi hefur ekki reynt á það fyrir dómstólum hvort atvinnurek- endum er heimilt að fylgjast með tölvupósti starfsmanna en Persónu- vernd hefur nýlega gefið út leiðbein- andi reglur þar að lútandi. Í þeim er lögð áhersla á að vinnuveitanda beri að upplýsa starfsmenn ef um eftirlit er að ræða og það sé óheimilt án þess að starfsmenn séu upplýstir um að svo sé. Spurningin um heimildir opinberra aðila til að afrita tölvupóst starfs- manna fyrirtækja sem sæta rannsókn snýst að hluta til um hvernig staðið er að húsleit í fyrirtækjum. Bæði olíufé- lögin þrjú og Verzlunarráð Íslands hafa gert alvarlegar athugasemdir við framkvæmd húsleitar Samkeppnis- stofnunar hjá olíufélögunum. Í umfjöllun Viðskiptablaðs Morg- unblaðsins um það mál í gær kom fram, að samkeppnisyfirvöldum í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi er óheimilt að leggja hald á frumgögn eins og gert var í húsleit Samkeppn- isstofnunar hjá olíufélögunum. Í Nor- egi geta samkeppnisyfirvöld lagt hald á frumgögn en einungis haldið þeim í tíu daga. Fyrir danska þinginu liggja tillögur um að samkeppnisyfirvöld geti í vissum tilvikum lagt hald á frumgögn, sem verði að skila að afrit- un lokinni. Af þessu er ljóst, að samkeppnisyf- irvöld hér ganga mun lengra við fram- kvæmd húsleitar en sambærileg stjórnvöld á Norðurlöndum, og spurn- ing hvort einhver efnisleg rök eru fyr- ir því, að þessu sé háttað á annan veg hér en þar. Ekki sízt í ljósi þess, hve norræn löggjöf er mikil fyrirmynd ís- lenzkrar löggjafar á flestum sviðum. Yfirlýsing Skattrannsóknarstjóra um að embætti hans muni eyða öllum tölvugögnum, sem hald var lagt á í húsleitinni hjá Norðurljósum og til- heyrðu starfsmönnum fréttastofu fyr- irtækisins, án þess að á þau verði litið, er spor í rétta átt. Það er alveg ljóst að starfsmenn hvaða fyrirtækja sem er geta illa sætt sig við að tölvupóstur og önnur tölvugögn þeirra, sem enga þýðingu hafa fyrir viðkomandi rann- sókn, séu tekin og skoðuð af viðkom- andi yfirvöldum. Í því felst auðvitað óþolandi innrás í einkalíf fólks. Verði framhald á og ekki gerðar ráðstafanir til þess að draga skýr mörk í þessum efnum er alveg ljóst, að starfsfólk fyrirtækja mun gjörbreyta vinnuaðferðum sínum og það er áreiðanlega ekki í þágu ýtr- asta árangurs í rekstri fyrirtækja, að svo verði gert. Það er í raun og veru merkilegt hve litlar umræður hafa orðið um þetta mál hér í kjölfar húsleitar tveggja embætta hjá olíufélögunum og Norð- urljósum. Kannski er það vegna þess, að almenningur hefur lengi haft þá trú að verðsamráð hafi verið milli olíufé- laganna, og harmar ekki að látið sé á það reyna, hvort svo sé eða hafi verið. Að svo miklu leyti, sem þau sjónarmið ráða ferðinni, skulu menn ekki gleyma því, að það sem snýr að olíufé- lögunum í dag getur snúið að öðrum á morgun. Hin stjórnarskrárvörðu grundvallaratriði um friðhelgi einka- lífs verða að gilda hver svo sem í hlut á. Jafnframt er því ekki að neita að að- gerðir sem þessar vekja menn til um- hugsunar um hvað sé óhætt að láta frá sér fara í tölvupósti. Á meðan ekki liggur alveg ljóst fyrir hvaða heimild- ir opinberar eftirlitsstofnanir hafa í þessum efnum má búast við, að starfs- fólk fjölmargra fyrirtækja hugsi sig um tvisvar áður en það lætur frá sér fara upplýsingar í tölvupósti. Þessi samskiptamáti er hins vegar bæði þægilegur og líklegur til að auka af- köst á vinnustöðum. Þess vegna er brýnt að í lögum og reglugerðum liggi alveg ljóst fyrir að hve miklu leyti tölvupóstur, og tölvugögn, sem hafa enga þýðingu varðandi rannsóknir sem eftirlitsstofnanir hafa með hönd- um, er friðhelgur í slíkum eftirlitsað- gerðum. Raunar hefði mátt ætla hingað til að það væri alveg ljóst hvar þessi mörk liggja vegna ákvæða stjórnarskrár- innar. En um leið og aðgerðir stjórn- valda leiða til efasemda um að þessi grundvallaratriði séu í heiðri höfð hlýtur krafan um skýr viðmið að verða mjög sterk. Eiríkur Tómas-son segir aðráðstefnansé haldin vegna þess að laga- deild Háskóla Íslands standi á tímamótum í fleiri en einum skiln- ingi. Í fyrsta lagi hafi deildin ákveðið að taka upp meistaranám í lög- fræði frá og með næsta hausti. Jafnframt sé þá ráðgert að skipta upp laganáminu í þriggja ára nám til BA-prófs og embættispróf í lög- fræði, sem nemendur taki eftir tveggja ára nám til við- bótar. Einnig geti erlendir nem- endur og jafnvel aðrir lokið meist- araprófi í lögfræði frá deildinni eftir tveggja ára sérhæft nám. Í öðru lagi standi lagadeild HÍ frammi fyrir samkeppni frá öðrum skólum, sem ýmist séu byrjaðir kennslu í lögfræði eða hyggist taka hana upp, og því sé ástæða til að ræða stöðu laganáms og laga- deildar á þessum tímamótum. Aukið valfrelsi og einingakerfi Þegar Háskóli Íslands var stofnaður, 17. júní 1911, voru Prestaskólinn, Læknaskólinn og Lagaskólinn sameinaðir og mynd- uðu hver sína deild skólans, en auk þess var heimspekideild bætt við. Áður hafði Lagaskólinn verið starfræktur um þriggja ára skeið og er því saga lagakennslu á Ís- landi orðin rúmlega 90 ára gömul. Eiríkur Tómasson segir að laga- deildin hafi bæði með réttu og röngu verið gagnrýnd fyrir að vera íhaldssöm. Lengi hafi náms- fyrirkomulag og kennsluhættir lít- ið breyst. Allir hafi lagt stund á sama nám og því hafi lokið með embættisprófi eftir sex til sjö ára nám. Árið 1970 hafi verið tekið upp valfrelsi við deildina og það hafi síðan aukist til mikilla muna á síð- ari árum. Segja megi að því sé nú skipt í tvennt; í þriggja ára kjarn- anám, þar sem allir taki sömu grunngreinarnar, og síðan á fjórða og fimmta námsári fái nem- endur tækifæri til að velja um margar sér- greinar innan lögfræð- innar og ljúki svo námi eða prófi með kandídatsritgerð, þar sem skrifað sé um valið efni. Lagadeild hafi líka tekið upp einingakerfi að hætti annarra háskóladeilda fyrir nokkrum árum og nú sé verið að taka upp meistarapróf. Auk þess hafi verið gerður samningur við viðskiptadeild HÍ um nám í þeirri deild fyrir þá sem vilja sérhæfa sig í viðskiptagreinum og nemendum lagadeildar gefist tækifæri til að stunda nám við erlenda háskóla. „Ýmislegt hefur því breyst en við ætlum að ræða frekari breytingar á ráðstefnunni.“ Aðspurður segir Eiríkur Tómasson að nýbyrjuð og fyr- irsjáanleg aukin samkeppni hafi ýtt við mönnum í laga- deild HÍ og þeir tek- ið öll þessi mál til endurskoðunar. Reyndar hafi verið unnið að því að koma meistaranám- inu á fót áður, en væntanleg sam- keppni hafi flýtt fyr- ir þeirri ákvörðun. Einnig sé áformað að taka upp form- legt doktorsnám við deildina og þegar sé byrjað að leggja drög að því. Þar með verði boðið upp á nám sem sé fyllilega sambærilegt við nám í lagadeild- um í nágrannalöndunum. Eiríkur Tómasson segir að á námstefnunni verði til umfjöllunar hvaða kröfur þurfi að gera til há- skóladeildar til þess að hún geti út- skrifað fullgilda lögfræðinga en Vagn Greve, forseti lagadeildar Kaupmannahafnarháskóla, flytur erindi um tilhögun laganáms í Danmörku og hvaða kröfur séu gerðar þar í landi til háskóladeilda til að þær geti útskrifað fullgilda lögfræðinga. Skert fjárframlög en miklar kröfur Eiríkur Tómasson segir að laga- deild HÍ hafi búið við skert fjár- framlög sem hafi gert deildinni nokkuð erfitt fyrir og staðið henni fyrir þrifum. Því sé lögð áhersla á að deildin fái óskert fjárframlög á við keppinauta hennar og að rík- isvaldið verði með einhverju móti að taka á því að einkaskólar hafi heimild til að taka skólagjöld en lagadeild HÍ ekki, sem skerði tekjumöguleika hennar. Hann segir að lagadeild Háskóla Íslands hafi þá sérstöðu, og hafi hana áfram á næstu árum, að vera miðstöð rannsókna á sviði ís- lenskrar lögfræði og eðli málsins samkvæmt séu þær rannsóknir ekki stundaðar annars staðar í heiminum. Því sé lögð á það mikil áhersla að lagadeildin fái áfram framlög til rannsókna þannig að hún geti sinnt þessu mikilvæga hlutverki. „Það er líka okkar hlutverk að sjá til þess að námskröfum á sviði lögfræði sé haldið uppi því lög gera ráð fyrir að embættispróf í lögfræði frá Há- skóla Íslands sé skilyrði fyrir því að menn geti til dæmis fengið að stunda lögmannsstörf hér á landi. Því teljum við mikilvægt að þeim kröfum sem við höfum gert og hafa verið allmiklar verði haldið áfram uppi í þágu samfélagsins.“ Samkeppnin góð Um 450 nemendur eru í laga- deild HÍ og flestir á fyrsta ári en undanfarin ár hafa um fim sextíu lögfræðingar útsk ári. Eiríkur Tómasson seg á landi séu hvað flestir ingar miðað við íbúafjöld eins í Bandaríkjunum og tveimur öðrum löndum s lögfræðingar miðað við Hann segir að alltaf megi hvort lögfræðingar séu o en að sínu mati séu vel m lögfræðingar aldrei of m samanburði við aðrar gre lögfræðimenntaðir menn h lega fleiri hér en þeir menntaðir á sviði raunví fróðlegt sé að hugleið ástæða sé til að fjölga menntuðu fólki með aðalá lögfræði sem fræðigrein þ séu á því að auka þurfi l kennslu, t.d. í tengsl kennslu í viðskiptafræðum málafræði, félagsfræði o slíkum greinum. Þar krep inn í nágrannalöndunum hvað varðar menntun t bundinna lögfræðistarf samkeppni er af hinu gó þarf bara að vera á ja grundvelli og það þarf að nýta hana með okkur en ekki að hún snúist upp í andhverfu sína eins og sumir telja að sé að gerast á matvöru- markaði. Við fögnum umræðunni og með þess stefnu viljum við leggja mörkum til að ýta undir u um þessi mál þannig að ingar, almenningur og st geti gert sér grein fyr stefnir og menn taki þá í finnist þeim ástæða til.“ Við lagadeild HÍ starfa fessorar í fullu starfi og tv orar auk hátt í hundrað kennara. Eiríkur Tómass að deildin sé mjög fámen anburði við lagadeildir lönd og í raun þyrftu að v kennarar svo hægt væri Ráðstefna um laganám við Háskóla Íslands í up Eiríkur Tómasson Há Lagadeild Háskóla Íslands á tímamótum Lagadeild Háskóla Íslands efnir í dag til málþings um framtíð laganáms við HÍ. Steinþór Guðbjartsson ræddi við Eirík Tóm- asson, varaforseta lagadeildar, af því tilefni. Miðstöð rann- sókna á sviði íslenskrar lögfræði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.