Morgunblaðið - 01.03.2002, Side 38

Morgunblaðið - 01.03.2002, Side 38
UMRÆÐAN 38 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ S lobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, hefur að miklu leyti rétt fyrir sér þegar hann segir að búið sé að dæma hann, þó að réttarhöld yfir honum séu ein- ungis nýhafin fyrir Alþjóða- stríðsglæpadómstólnum í Haag. Að vísu getur verið að saksókn- urum, með hina kraftmiklu Cörlu del Ponte í fararbroddi, mistakist að sannfæra dómara um beina ábyrgð Milosevics á ódæðum Serba í Króatíu 1991– 1992, Bosníu-Hersegóvínu 1992– 1995 og Kosovo 1998–1999 en því má halda fram með sterkum rök- um að sagan hafi þegar fellt sinn dóm. Og það er sannarlega erfitt að taka þau orð Milosevics trúanleg að hann hafi sjálfur aldrei verið neitt nema fórn- arlamb að- stæðna; þ.e. illvígra upp- reisnarmanna sem vildu kljúfa Júgóslavíu í herðar niður með öllum ráðum og fjandsamlegra Vesturveld- anna sem vildu seilast til áhrifa á Balkanskaganum. Heimildirnar gefa nefnilega til kynna að Mil- osevic hafi leikið lykilhlutverk í aðdraganda þeirra átaka sem urðu á Balkanskaga á síðasta áratug síðustu aldar. Og ekki síður átti hann þátt í þegar allt var farið í bál og brand, svo hóf- lega sé til orða tekið. Það er hins vegar rétt sem Milosevic hefur haldið fram að auðvitað komu margir fleiri að málum en bara hann, og fleiri en Serbar framkvæmdu ódæðisverk í þeim hildarleik sem yfir gekk í þessum heimshluta. Svo dæmi sé tekið hröktu Króatar þúsundir Serba frá heimilum sínum í Krajina-héraði í Króatíu eftir mitt ár 1995 og létu Vesturveldin hjá líðast að stöðva þann gjörn- ing, eins og lesa má um í bók Richards Holbrooke, To End a War. Þá er og ljóst að Serbar í Kosovo hafa mátt sæta hörðum kosti frá því að stríðinu í hér- aðinu lauk í júní 1999. Hafa um tvö þúsund Kosovo-Serbar horf- ið sporlaust í hefndarverkum vegna þeirra ódæða sem framin voru af hálfu serbneskra örygg- issveita 1998–1999. Er rétt að nefna í þessu sam- bandi að þegar hafa nokkrir kró- atískir liðsforingjar verið dregn- ir fyrir dómstólinn í Haag og jafnframt voru nýverið nokkrir Kosovo-Albanar handteknir og ákærðir fyrir stríðsglæpi. Þeir tveir menn, auk Milosev- ics, sem hins vegar hefur verið lögð mest áhersla á að koma lög- um yfir eru einnig Serbar; Rad- ovan Karadzic, sem var leiðtogi Bosníu-Serba, og Ratko Mladic, sem stýrði hersveitum Serba í Bosníustríðinu. Bárust fréttir af því í gær að hersveitir Atlants- hafsbandalagsins leituðu Karad- zic dyrum og dyngjum, en sjö ár eru nú liðin síðan dómstóllinn í Haag birti ákærur á hendur hon- um fyrir stríðsglæpi og þjóð- armorð. Hefur það lengi verið mat sumra að Alþjóðastríðs- glæpadómstóllinn hafi sett ofan fyrir það hversu tregir menn hafa verið til að leita Karadzic og Mladic uppi. Ekki virtist póli- tískur vilji til að hrinda í fram- kvæmd þeim frómu hugsjónum um lög og rétt sem menn ræddu um á opinberum vettvangi. Að vísu hefur verið bent á að hætta væri á því að Bosníu- Serbar myndu ganga af göfl- unum ef Karadzic yrði handtek- inn og leiddur fyrir rétt. Sömu- leiðis að Serbar í Belgrað myndu ekki láta sér það lynda að ráðist væri til atlögu við Mladic. Eflaust er eitthvað til í þessu en þó ber að hafa í huga að þeg- ar til kom var almenningur í Serbíu ekki svo mikið að fetta fingur út í framsal Milosevics til Haag. Spádómar um að allt færi í bál og brand í Belgrað rættust alla vega ekki. Hitt er verra að ýmis merki eru um að Milosevic sé, með framgöngu sinni í réttarhöld- unum í Haag, að takast að fá al- menning í Serbíu aftur á sitt band, þ.e. til að trúa því að Serb- ar hafi aldrei verið neitt nema fórnarlömb, sem gerðu sitt besta til að afstýra allsherjar stríði í fyrrum Júgóslavíu. Undirrit- uðum barst í tölvupósti frá Kos- ovo lýsing á þeim tilfinningum sem nú bærast þar meðal heima- manna. Segir bréfritari, sem er öllum hnútum kunnugur, að al- menningur þar fylgist grannt með beinum sjónvarpsútsend- ingum frá réttarhöldunum í Haag. Síðan segir: „Í gær [á miðvikudag] vitnaði albönsk kona sem hafði misst eiginmann og barn [í aðgerðum Serba í Kosovo] fyrir þremur árum og síðan gagnspurði Slobo hana. Þetta er náttúrlega leikur katt- arins að músinni. Fórnarlömbin fara á taugum, þegar þau mæta þeim vonda sjálfum. Þeir Serbar sem eru Slobo andsnúnir eru æf- ir og segja að það sé byrjað á öf- ugum enda. Þeir skilja ekki af hverju byrjað er á því að fara yf- ir átökin í Kosovo en ekki í Kró- atíu og Bosníu. Þeir eru skelf- ingu lostnir yfir því að Slobo sé að takast að gera sig að þjóð- hetju í augum Serba.“ Það var auðvitað fyrirséð að áhyggjur sem þessar myndu vakna þegar réttarhöldin yfir Milosevic hæfust. Jafnframt var fyrirséð að þegar Milosevic fengi loks að flytja mál sitt myndi hann geta gárað vatnið, ef svo má að orði komast. Það væri hins vegar sorglegt ef nið- urstaðan af réttarhöldunum yfir Milosevic – að ekki sé talað um ef menn hefðu nú hendur í hári Mladics og Karadzic – yrði sú að Serbar þrjóskuðust enn við að gangast við ábyrgð sinni á at- burðunum á Balkanskaga enda má færa rök fyrir því að slíkt sé nauðsynlegt eigi að verða þar friðvænlegt til lengri tíma litið. Hitt er hins vegar jafn ljóst að margir fleiri þurfa að líta í eigin barm, hversu erfitt sem það ann- ars kann að vera. Þar á ég ekki aðeins við Kosovo-Albana, Kró- ata og Bosníu-múslima, heldur og stofnanir alþjóðasamfélagsins sem ekki alltaf birtast í björtu ljósi þegar litið er til atburðanna á Balkanskaga. Milosevic gárar vatnið Hefur það lengi verið mat sumra að stríðsglæpadómstóllinn hafi sett ofan fyrir það hversu tregir menn hafa verið til að leita Karadzic og Mladic uppi. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ÞAÐ hefur lengi verið viðfangsefni stjórnvalda í flestum ríkjum hins vestræna heims að sporna við búferlaflutningi úr dreifbýli í þéttbýli. Haustið 1927 fór Jón- as Jónsson frá Hriflu, þá ráðherra, til Ak- ureyrar til að tilkynna það að Gagnfræða- skóli Akureyrar mætti þaðan í frá brautskrá stúdenta. Á þeim tíma var það áreiðanlega stórt skref fyrir þróun Ak- ureyrar. Í sömu ferð sagði Jónas í fyrirlestri um hlut- verk Akureyrar í viðreisn landsins, að Akureyri ætti framvegis að vera annar höfuðstaður Íslands. Og enn er verið á svipuðum slóð- um ef marka má þær áherslur sem eru á Akureyri og Eyjafjarðar- svæðið í tillögu til þingsályktunar um nýja byggðaáætlun. Jónas var á sínum tíma að boða að nú skyldi straumur fólks frá landsbyggð til höfuðborgar stöðvaður. Árangur viðleitni hans hefur ekki verið mældur. Flestir gera sér mætavel grein fyrir því að styrking Akureyrar ein og sér breytir e.t.v. litlu um flutninga fólks annars staðar frá af landinu. Það getur hinsvegar skipt sköpum fyrir Ís- land að ungt fólk með sérþekkingu af ýmsu tagi eigi þess kost að velja milli búsetu- svæða á Íslandi; á milli Eyjafjarðar- svæðisins og Reykja- víkur, í stað þess að niðurstaðan gæti orð- ið sú að valið stæði einungis á milli Reykjavíkur og út- landa. Sú niðurstaða væri afleit fyrir Ísland. Styrking Akureyrar og Eyjafjarðarsvæðisins með vax- andi þekkingarumhverfi og fjöl- breytni í atvinnutækifærum og af- þreyingu er því fyrst og fremst byggðamál fyrir Ísland. Möguleikar til áhrifa Byggðamál eru öll þau mál sem áhrif geta haft á búsetuskilyrði fólks. Ekki tilteknir málaflokkar heldur miklu fremur áherslur og viðhorf, að litið sé til mála af þeim sjónarhóli að fólk um allt land búi við jöfnuð hvað varðar þjónustu hins opinbera; því séu sköpuð jöfn tækifæri til þátttöku. Möguleika til áhrifa á byggðaþróunina verður að skoða út frá þeim stórfelldu breyt- ingum sem hafa orðið og verða í atvinnuháttum og tækni og þeim sóknarfærum sem í breytingunum kunna að felast. Byggðamál snúast þó ekki bara um atvinnuþróun. Þau verður einnig að nálgast út frá menntun, félagsþjónustu, menningu og samgöngum. Í tillögunni um nýja byggða- áætlun kemur fram ákveðinn skilningur á möguleikum og þörf- um landsbyggðarinnar og margt Að viðhalda fjöl- breytileik byggðar og menningar Svanfríður Jónasdóttir Byggðamál Styrking Akureyrar og Eyjafjarðar- svæðisins, segir Svanfríður Jónasdóttir, er því fyrst og fremst byggðamál fyrir Ísland. SÍÐASTLIÐINN þriðjudag skrifaði Hallur Hallsson grein sem fjallaði um áhorfendaaðstöðu og ut- anhússaðstöðu íþrótta- félaganna í Reykjavík. Hann gerir einnig að umtalsefni aðstöðu íþróttafélaga innan- húss og heldur því fram að ekkert hafi verið gert til að bæta aðstöðu íþróttafélag- anna síðustu tíu ár. Skoðum þetta nánar. Byggingarstyrkir til íþróttafélaga í borginni hafa numið um tveimur milljörðum króna á síð- ustu tíu árum. Þar hef- ur margt komið til, m.a. vallargerð utan- húss, bygging nýrra íþróttahúsa og styrkir til hverfis- íþróttafélaga til að koma upp lág- marksáhorfendaaðstöðu. Það er því ekki rétt hjá Halli „að borgaryfir- völd hafi reynst ófáanleg til þess að ganga til samninga við önnur félög til þess að leysa aðstöðu fyrir fólkið sem mætir á völlinn“. Á síðasta ári samþykkti ÍTR tillögu mína þess efnis að ÍR, Fylkir og Víkingur fengju tíu milljónir króna hvert félag til að koma upp áhorfendaaðstöðu. Ég hef hins vegar ekki legið á þeirri skoðun minni að mér finnst ekki for- svaranlegt að setja marga tugi millj- óna í að koma upp fullkominni áhorf- endaaðstöðu á völlum allra félaganna í Reykjavík sem nýtast ekki nema lítinn hluta á ári. Mér fannst hins vegar rétt að koma til móts við þessi félög þannig að þau gætu komið áhorfendastæðum sín- um í viðunandi horf í samræmi við reglur KSÍ. Það er nú líka einu sinni þannig að íþróttafélögin sjálf for- gangsraða verkefnum sínum í sam- vinnu við borgaryfirvöld og þar hafa menn einaldlega horft meira til valla sem nýtast fyrir barna- og unglinga- starf og meistaraflokka félaganna allt árið en stúkubygginga. Ég vil einnig í þessu sam- bandi minna á stefnu- mörkun sem samþykkt hefur verið af íþrótta- hreyfingunni í borginni og ÍTR, um að í borg- inni verði fjögur aðal- keppnissvæði. Önnur aðstaða Gríðarleg uppbygg- ing hefur átt sér stað á vettvangi ÍTR á síð- ustu árum. Af mörgu er að taka en ég nefni aðeins tvennt sem tengist beint aðstöðu knattspyrnu- manna. Samningur við KSÍ um end- urbyggingu Laugardalsvallar kostar á þriðja hundrað milljóna fyrir borg- arsjóð og þar hefur nú risið ný stúka sem gerbreytt hefur möguleikum á nýtingu vallarins. Borgin hefur kom- ið til móts við óskir knattspyrnu- manna í Reykjavík um yfirbyggðan knattspyrnuvöll og er nú að rísa glæsileg knattspyrnuhöll í Grafar- vogi. Þar eru það einkaaðilar sem byggja en borgin styrkir þar tíma fyrir íþróttafélögin. Efling innra starfs Í stefnumörkun ÍBR og ÍTR til ársins 2020 er lögð mikil áhersla á hinn félagslega þátt íþróttafélag- anna. Þar skiptir auðvitað máli að skapa félögunum skilyrði til að geta með markvissum hætti byggt upp gæðastarf innan sinna vébanda. Í því skyni hefur ÍTR m.a. styrkt Vík- ing, Fylki og Fram til að greiða laun starfsmanns sem sinnir samhæfðu barna- og unglingastarfi innan hvers hverfis og einnig hafa starfað slíkir starfsmenn í Breiðholti og Grafar- vogi. Þá hefur verið unnið að íþrótta- námskrá í samvinnu við ÍTR og ÍBR og vil ég nota þetta tækifæri og hrósa þessum félögum fyrir frum- kvæði og metnað. Að auki eru íþróttafélögunum í borginni greidd hundruð milljóna á ári í húsaleigu- styrki sem er greidd leiga fyrir tíma í íþróttahúsum þeirra sem nýtast í þágu barna og unglinga. Í nútíma- samfélagi skiptir gæðafrítími æ meira máli. Það felast mikil lífsgæði í því að allir geti stundað íþróttir og annað æskulýðsstarf án tillitis til efnahags eða stöðu. Opinberir aðilar þurfa að haga áherslum sínum í sam- ræmi við það og skapa þau ytri skil- yrði sem nauðsynleg eru hverjum einstaklingi til að hann fái ræktað hæfileika sína og notið frítímans í heilbrigðu umhverfi. Í takt við þess- ar áherslur reynir ÍTR að vinna og forgangsraða verkefnum hverju sinni í samvinnu við íþróttahreyf- inguna í borginni. Já, hvað um félögin, Hallur? Steinunn Valdís Óskarsdóttir Íþróttaaðstaða ÍTR samþykkti þá tillögu mína, segir Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, að ÍR, Fylkir og Víkingur fengju tíu milljónir króna hvert félag til að koma upp áhorfendaaðstöðu. Höfundur er formaður ÍTR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.