Morgunblaðið - 01.03.2002, Qupperneq 40
UMRÆÐAN
40 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LANGFLESTAR opinberar tölur
varðandi stöðu karla og kvenna á ís-
lenskum vinnumarkaði og efnahags-
lega stöðu kynjanna
benda til hægfara þró-
unar í átt til aukins
jafnaðar. Atvinnuþátt-
taka kynjanna er að
verða líkari og dregið
hefur saman í vinnu-
tíma. Heildaratvinnu-
tekjur kvenna hafa
dregið á heildarat-
vinnutekjur karla og
sama á við um heildar-
tekjur. Jafnframt þess-
ari þróun vinnumark-
aðar eru vísbendingar
um jafnari skiptingu
heimilisstarfa og fjöl-
skylduábyrgðar milli
kynjanna.
En ef hraði þróunar-
innar verður ekki meiri en hann var
undir lok 20. aldar munu líða um 114
ár þar til atvinnutekjur karla og
kvenna eru svipaðar.
Á þessum mun eru margar skýr-
ingar og það þýðir að fyrir þau okk-
ar sem ekki líst á að bíða í rúma öld
eru verkefnin á mörgum sviðum.
Jafnréttisráð hefur sem meginverk-
efni að vinna að því að jafna stöðu og
möguleika kynjanna á íslenskum
vinnumarkaði og mun þess vegna
einbeita sér að nokkum þáttum:
1. Erlendar athuganir segja okkur
að verulegan hluta af launamun-
inum megi skýra með kynjaskipt-
ingu vinnumarkaðarins. Konur
eru frekar en karlar í láglauna-
hópum og þær eru síður en karlar
í stjórnunarstöðum. Mikilvægt er
að brjóta upp þessa skiptingu og
víða í samfélaginu er unnið að
breytingum. Má þar m.a. nefna
verkefnið „Konur til
forystu og jafnara
námsval kynjanna“.
Ef vel tekst til þar er
lagður grunnur að
breytingu til fram-
tíðar.
2. Margar af þeim
könnunum og athug-
unum sem gerðar
hafa verið hérlendis
og erlendis benda til
þess að raunveruleg
og ímynduð ábyrgð
kvenna umfram
karla á heimili og
börnum sé konum
verulegur fjötur um
fót á vinnumarkaði.
Nýju lögin um fæð-
ingar- og foreldraorlof munu vafa-
laust ýta undir þá þróun sem þeg-
ar var hafin að ábyrgð karla og
kvenna á heimili og börnum jafn-
ist. En það er mikilvægt að koma
upplýsingum um þessa auknu
jöfnun sem víðast á framfæri
þannig að stjórnendur og atvinnu-
rekendur verði meðvitaðir um
breytingarnar og byggi ekki
ákvarðanir um laun og frama á
röngum forsendum.
3. Konur hasla sér völl æ víðar í
samfélaginu. Jafnframt eru þó vís-
bendingar um að skortur á sjálfs-
trausti hindri frama kvenna og
dragi úr þeim kjark við samninga
um kaup og kjör. Því þarf að vinna
að því að efla sjálfstraust kvenna
og ýta undir þá staðreynd að
framfærsla fjölskyldunnar sé ekki
síður þeirra ábyrgð en karlanna.
4. Enn sýna kannanir 10–20% mun á
launum karla og kvenna sem ekki
tekst að skýra á annan hátt en
þann að konur fái lægri laun fyrir
það eitt að vera konur. Jafnframt
er ljóst að þetta er ákaflega mis-
jafnt milli hópa á vinnumarkaði.
Það er mjög mikilvægt að þessi
mismunun hverfi. Jafnréttisráð
hefur ákveðið að reyna með könn-
unum og smíði sérstakrar jafn-
réttisvísitölu að fylgjast með þró-
un þessa þáttar. Takist það á að
vera unnt með markvissari hætti
að grípa til ráðstafana til að ýta
undir það sem virðist skila árangri
en andæfa hinu sem verkar í öf-
uga átt. Ég hef ekki trú á að þessi
launamunur stafi af illvilja þeirra
sem launum ráða og vænti góðs
samstarfs við aðila vinnumarkað-
arins við þessa nauðsynlegu
vinnu.
Öld er langur tími og það er óvið-
unandi að þurfa að bíða svo lengi eft-
ir því að karlar og konur hafi svip-
aðar atvinnutekjur. Jafnréttisráð
mun gera allt sem í þess valdi er til
að stytta þann tíma verulega. Við
óskum eftir samstarfi allra þjóð-
félagsafla við þetta þjóðþrifaverk.
Eigum við að
bíða eina öld?
Elín R.
Líndal
Jafnrétti
Verði hraði þróunar-
innar ekki meiri en hann
var undir lok 20. aldar,
segir Elín R. Líndal,
munu líða um 114 ár þar
til atvinnutekjur karla
og kvenna eru svipaðar.
Höfundur er formaður
Jafnréttisráðs.
HINN 29. febrúar
1992 komu forsvars-
menn nokkurra ferða-
málafélaga á Norður-
landi eystra saman á
Húsavík til að stofna
regnhlífarsamtök allra
ferðamálafélaga í fjórð-
ungnum, Ferðamála-
samtök Norðurlands
eystra. 10 ár er ekki
langur tími, en fyrir at-
vinnugrein sem er rétt
að slíta barnsskónum
er þetta langur tími. Á
þessum tíma hefur Ís-
land breyst úr vinsæl-
um áfangastað fyrir
ferðamenn í það að
geta kallast ferðamannaland. Það
var ekki fyrr en árið 2000 að ferða-
mannafjöldinn varð meiri en íbúa-
tala landsins sem er grundvöllur
þess að landið geti kallast ferða-
mannaland.
Þrátt fyrir þá staðreynd að ferða-
þjónustan sé orðin næst öflugasta
atvinnugreinin á landinu (á eftir fisk-
iðnaðinum) virðist stundum að litið
sé á ferðaþjónustu sem eins konar
ölmusugrein. Líta þarf á ferðaþjón-
ustu sem viðskiptatækifæri en ekki
með þeim hætti að styrkir og fjár-
veitingar til greinarinnar séu ígildi
einhvers konar ölmusu. Ung at-
vinnugrein í örri þróun þarfnast
stuðnings, en hún þarfnast ekki síð-
ur viðurkenningar; viðurkenningar á
því að verið sé að vinna gott starf
sem kemur sveitarfélögum ekki síð-
ur en þjóðarbúinu öllu til góða.
Á þeim 10 árum sem liðin eru frá
stofnun Ferðamálasamtaka Norður-
lands eystra hefur
margt áunnist. Fjöl-
mörg ný fyrirtæki hafa
sprottið upp og skapað
nýja valmöguleika fyrir
ferðamenn sem svæðið
heimsækja. Akureyri
er og verður miðpunkt-
ur í ferðaþjónustu á
svæðinu, vetraríþrótta-
miðstöðin Akureyri er
að festast í sessi, fjöl-
margir ferðamöguleik-
ar eru í boði hjá Sport-
ferðum sem m.a. hafa
staðið fyrir vinsælum
snjósleðamótum yfir
vetrartímann. Ný hótel
og margvísleg þjónusta
dafnar við Mývatn þar sem nú er
verið að stofna Baðfélagið til að nýta
náttúrulegan jarðvarma, leir og
gufuböð til heilsubótar fyrir ferða-
menn. Þá má ekki gleyma „kúlu-
skítnum“ í vatninu sem verið er að
skoða sem nýjung í ferðaþjónustu.
Hvalaskoðun hefur vaxið með ótrú-
legum hraða bæði í Eyjafirði og á
Húsavík og það er engin tilviljun að
Húsavík sé nú orðin höfuðborg
hvalaskoðunar í Evrópu, þar hefur
markaðssetning Norðursiglingar
skipt sköpum. Bændagisting og
framboð á sumarbústöðum hefur
aukist mikið á undanförnum árum
sem og ýmsir afþreyingarmöguleik-
ar, eins og t.d. gönguferðir um
Fjörður og Eyjafjörð. Að lokum má
nefna ný söfn af margvíslegum toga
sem auka enn fjölbreytileika þeirrar
flóru sem skoða má á Norðurlandi
eystra.
Þrátt fyrir að margt gott hafi ver-
10 ára afmæli
Ferðamála-
samtaka
Ásbjörn
Björgvinsson
GEÐHJÁLP er far-
in af stað með slagorðið
Ný meðferð – ný störf í
landssöfnun fyrir geð-
sjúka. Landssöfnunin
mun ná hámarki 2.
mars. Markmiðið með
söfnuninni er að
styrkja og efla eftir-
meðferðarúrræði fyrir
geðsjúka. Mótun þjón-
ustunnar mun verða í
höndum sérfræðinga í
heilbrigðisfræðum og
sérfræðinga með þekk-
ingu og reynslu í geð-
sjúkdómum. Á jafn-
ræðisgrundvelli munu
þessir aðilar leiða sama
hesta sína.
Til þess að okkur geti liðið vel,
þurfa ákveðnir þættir að vera í jafn-
vægi. Við verðum að búa yfir
ákveðnu sjálfstrausti og fá að gegna
hlutverki sem hefur gildi fyrir okk-
ur.
Við verðum einnig að hafa
ákveðna valmöguleika, fá tækifæri
til að gefa af okkur, vera sátt, fá
stuðning og vera félagslega virk.
Þeir sem lenda í
hremmingum geðsjúk-
dóms eru því miður
sviptir flestum þessum
þáttum; sviptir því sem
hefur áhrif á almenna
vellíðan. Stundum eru
þetta afleiðingar sjúk-
dómsins en oftar vegna
hindrandi umhverfis-
þátta. Fordómar eru sú
aukabyrði sem geð-
sjúkir bera og leiðir
það oft til þess að fólk
fær ekki tækifæri til að
sýna hvað í því býr; það
fær ekki úthlutað þeim
hlutverkum sem sam-
félagið býður upp á og
lendingin verður oft – sjúklingahlut-
verkið. Afleiðingin verður því ein-
staklingur með lélegt sjálfsmat,
ósáttur og einangraður.
Geðhjálp er notendafélag geð-
sjúkra og hefur í gegnum tíðina m.a.
leitast við að veita geðsjúkum stuðn-
ing og auka félagslega virkni með
fjölbreyttri starfsemi. Með þessu
söfnunarátaki nú, er stefna Geð-
hjálpar að hafa áhrif á vellíðan síns
fólks; auka sjálfstraustið með því að
virkja krafta þess, auka valmögu-
leika með fleiri úrræðum, veita tæki-
færi til að öðlast hlutverk sem starfs-
maður.
Sýndu þinn stuðning með því að
styrkja átak Geðhjálpar. Það er erf-
itt að ná sáttum við geðsjúkdóma, en
þín hlutdeild, hvort sem er í formi
fjárstuðnings eða jákvæðs viðhorfs,
gæti skipt sköpum.
Ný meðferð –
ný störf
Elín Ebba
Ásmundsdóttir
Höfundur er iðjuþjálfi.
Geðhjálp
Sýndu þinn stuðning,
segir Elín Ebba
Ásmundsdóttir, með
því að styrkja átak
Geðhjálpar.
FYRNINGARLEIÐIN virðist
slæmur kostur í fiskveiðimálum.
Hún virðist flókin, kostnaðarsöm og
vefengjanleg í fram-
kvæmd. Nýjar stór-
deilur myndu fylgja
henni.
Margir hafa mælt
með því að farin verði
fyrningarleið við
gjaldtöku af nýtingu
fiskveiðiauðlindarinn-
ar. Í málflutningi
þeirra er markmiðum
lýst á þessa leið: –
Þjóðin fái réttlátan
hlut í arðinum. – Eign-
arhald þjóðarinnar
verði vafalaust. –
Verslað verði með
aflaheimildir á opnum
markaði. – Markaður-
inn ráði verðlagi. – Að-
gengi nýliða verði tryggt. – Réttlæt-
iskennd þjóðarinnar verði virt. –
Sumir halda því fram að andstæð-
ingar fyrningarleiðarinnar séu um
leið andstæðir þessum markmiðum.
Slíkt er misskilningur og vitað er að
margir andstæðingar fyrningarleið-
ar styðja þessi markmið.
En þessum markmiðum má ná
með ódýrari og auðveldari hætti,
með veiðigjaldi og reglum um við-
skipti með aflaheimildir og afla-
mark. Andstaða gegn fyrningarleið-
inni er þannig m.a. ábending um
skilvirkari og ódýrari leið að sama
marki. Kjarni málsins er gjaldtaka
til ríkissjóðs af nýtingu auðlindar-
innar og reglur um markaðsbresti
sem tryggja m.a. aðgengi til tilboða
fyrir nýliða og þá sem vilja auka við
sig, ekki síst ef um aukið heildar-
magn er að ræða.
Lífsbjörgin boðin upp
Fyrningin sjálf virðist ekki valda
mestum deilum. Reyndar er bent á
að hún tekur ekki tillit til ólíkra að-
stæðna fyrirtækja, hvort þau hafa
áætlað aukinn rekstur, eru á jafnri
siglingu eða hyggjast sjálf draga
saman. Þá er vafamál að skynsam-
legt sé að hafa sama hlutfall hvernig
svo sem árar í greininni, góðæri,
erfiðleikar eða jafnvel
hrun.
Það er síðari hluti
fyrningarleiðarinnar
sem einkum vekur
andstöðu, úthlutunin
hvort sem hún verður
með uppboðum eða
öðrum hætti. Í því efni
eru kostirnir tveir:
Frjáls opinn markaður
eða reglugerða- og
stofnanabákn.
Þegar nánar er
skoðað mæla fáir með
frjálsum opnum mark-
aði. Af honum leiðir
samþjöppun veiði-
heimilda á hendur
sterkustu fyrirtækj-
anna og samsvarandi byggðarösk-
un.
Andsvarið er þá reglugerða- og
stofnanabákn. Hindra verður að
stærstu og fjársterkustu fyrirtækin
geti rutt öðrum úr vegi. Setja verð-
ur reglur til að hindra of miklar til-
færslur, eða jafnvel allar tilfærslur,
milli byggðarlaga. Hindra verður
yfirboð og hindra verður undirboð.
Banna verður eitt og bjóða verður
annað. Og það verður að hafa skipu-
lag og eftirlit.
Framkvæmdin verður sú að við-
skiptafræðingar og lögfræðingar í
Reykjavík bjóða upp lífsbjörg fólks-
ins. Niðurstaðan verður deilur og
uppnám í heilum byggðarlögum.
Aðrar efasemdir
og andmæli
Fyrningarleiðin felur í sér óvissu
í rekstri og stefnumótun fyrirtækja.
Hún minnkar ábyrgð þeirra. Hún
torveldar sókn fyrirtækis sem vill
halda áfram og sækir í að bæta við
sig. Þannig verkar hún gegn at-
vinnuhagsmunum og nauðsynlegri
þróun.
Fyrningarleiðin jaðrar við þjóð-
nýtingu og vinnur þannig gegn
verðmætasköpun, lífskjarabótum
og framþróun.
Hugmyndir um fyrningarleið
byggjast m.a. á þeim forsendum að
annars vegar tryggi hún þjóðinni
hlutdeild í svokallaðri „auðlinda-
rentu“ og hins vegar að hún tryggi
þjóðinni réttmætt endurgjald fyrir
ranglátan „gjafakvóta“.
Þessar forsendur má vefengja.
Auðlindarenta er hagfræðilíkan
sem miðast við innbyrðis-viðskipti
innan sama hagkerfis í jafnvægi. En
íslenskur sjávarútvegur er útflutn-
ingsgrein og mat á auðlindarentu
verður jafnan óljóst. Og hugtakið
gjafakvóti er villandi. Réttarríki
getur ekki svipt menn viðurkenndu
lífsframfæri bótalaust. Úthlutun
kvóta á grundvelli veiðireynslu er í
fyllsta samræmi við stjórnarskrár-
vernduð atvinnuréttindi og mann-
réttindi þegar um takmörkuð gæði
er að ræða. Þar að auki hefur mikill
hluti veiðiheimilda skipt um hendur
á fullu verði síðan viðskipti hófust.
Því er ekki að undra að margir
telja að sérstök gjaldtaka af fisk-
veiðum, umfram almenna skatt-
heimtu, eigi ekki rétt á sér, einnig í
ljósi þess að verð á aflaheimildum
og aflamarki byggist á þeim árangri
sem atvinnugreinin sjálf hefur náð.
Þá má leiða sterk rök að því að efna-
hagslegur stöðugleiki og hagþróun
á Íslandi á síðasta áratug eigi m.a.
rætur í árangri af fiskveiðistjórn-
arkerfinu og þannig njóti allur al-
menningur ávaxtanna nú þegar.
Gegn fyrningarleið
Jón
Sigurðsson
Kvóti
Réttarríki getur ekki,
segir Jón Sigurðsson,
svipt menn viðurkenndu
lífsframfæri bótalaust.
Höfundur er rekstrarhagfræðingur.