Morgunblaðið - 01.03.2002, Side 42

Morgunblaðið - 01.03.2002, Side 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Bjarnmund-ur Pálsson fæddist í Króki í Meðallandi í V- Skaftafellssýslu 4. apríl 1909. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 20. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Páll Jóns- son bóndi, f. á Hunkubökkum á Síðu 2.6. 1877, d. 12.6. 1963, og fyrri kona hans Jónína G. Ásmundsdóttir, f. að Syðri-Steinsmýri 17.1. 1886, d. 16.3. 1911. Þau áttu saman auk Jóns: Halldór f. 30.9 1910, d. 12.10 1911. Síðari kona Páls var systir Jónínu, Ragnhildur, f. 1.7. 1888, d. 23.1. 1954, börn þeirra eru: Halldór, verslunarmaður í Reykjavík, látinn; Jónína, hús- móðir í Reykjavík; Ásmundur, bílamálarameistari í Reykjavík, látinn; Ingibjörg, húsmóðir á Sel- fossi; Magnús, fv. bóndi í Syðri- Steinsmýri; Sigrún, húsmóðir í Reykjavík; Jóhanna, húsmóðir, í hans, Ingibjörg Arnardóttir nemi, f. 1967, börn þeirra, Sverr- ir Eðvald, f. 1992, og Kristín Helga f. 2000; Svandís myndlist- arkona í Vík í Mýrdal, f. 1972, fv. sambýlismaður Sigurður G. Giss- urarson framleiðslutæknifræð- ingur, sonur þeirra, Gissur Atli, f. 1995; og Sigurður Kristinn, C.sc. verkfræðingur í Reykjavík, f. 1974, sambýliskona, Jóhanna Hjartardóttir kennari, f. 1974, sonur þeirra, Sebastían, f. 2001. 2) Emil Páll, ritstjóri í Keflavík, f. 10.3. 1949, fv. eiginkona Svan- hildur G. Benónýsdóttir, f. 1951, dóttir þeirra, Helga Katrín nemi, f. 1984, fóstursonur, Halldór Guðmundsson verkstjóri, f. 1969, maki Inga Rut Ingvarsdóttir, f. 1973, börn þeirra Aníta Ósk, f. 1994, og Aron Ingi, f. 1996. Jón lærði smíðar í Skaftafells- sýslu 1925 og stundaði smíðar þar og síðar í Ölfusi samhliða kaupamennsku til 1940. Hann fór á vertíðir til Vestmannaeyja 1931–1940, Hann flutti til Kefla- víkur 1940 og starfaði þar við smíðar. Hann var í fyrstu stjórn Iðnsveinafélags Suðurnesja og var síðar heiðursfélagi. Starfaði í Slökkviliði Suðurnesja, og var síðar heiðursfélagi. Útför Jóns fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Reykjavík; Þorsteinn, verslunarmaður í Reykjavík; Haraldur, bílamálarameistari í Reykjavík. Páll átti eina dóttur fyrir hjónaband, Pálínu. Jón kvæntist 4. nóv- ember 1939 Helgu Egilsdóttur, f. 25. okt. 1916. Foreldrar hennar voru Egill Jónsson sjómaður og Þjóðbjörg Þórðar- dóttir frá Hafnar- firði. Börn Jóns og Helgu eru:1) Egill, byggingarfulltrúi í Garðabæ, f. 4.3. 1940, kvæntur Ölmu V. Sverrisdóttur lögfræðingi, f. 18.1. 1943. Börn þeirra eru: Ágúst Sverrir, Ph.D stærðfræð- ingur í Kaliforníu, f. 1966, kvænt- ur Soffíu G. Jónasdóttur barna- lækni, f. 1996, börn þeirra, Egill Almar, f. 1987, Kjartan Logi, f. 1990, Stefán Snær, f. 1993, Gunn- ar Jökull, f. 1996, Alma Hildur, f. 2000 og Ágúst Bjarki, f. 2001; Jón Helgi, M.Sc. verkfræðingur í Garðabæ, f. 1967, fv. eiginkona Í dag verður til grafar borinn minn kæri afi, Jón Pálsson. Kvöld eitt, nokkrum dögum fyrir andlát- ið, var ég ásamt foreldrum mínum við sjúkrabeð hans. Á fáum dögum hafði honum hrakað mikið og var sýnilega þungt haldinn. Hann gat ekki átt samskipti við okkur þó svo að hann vissi af okkur. Þetta kvöld var okkur sagt að mjög tvísýnt væri um líf hans. Það voru því gleðifréttir sem bárust að morgni næsta dags þegar hann vaknaði nokkuð hress og, að því er þá virtist, ekkert fararsnið á hon- um. Ef hann ætlaði sér að fara eitthvað þá var það beina leið heim á Vesturbrautina, með henni Helgu ömmu, en ekki til að yf- irgefa þennan heim. Ef hann ætl- aði sér framúr rúminu til að ganga þá skyldi það vera á Vesturbraut- inni en ekki á spítalanum enda kærði hann sig ekkert um að vera á rölti í ókunnu húsi. Það var því hrært afabarn sem kom í heimsókn á spítalann þenn- an dag og sá þar ákveðinn mann, allt að því reiðan, nokkuð þrjósk- an, og sumpart glettinn, sem hafði sýnilega háð erfiða bardaga und- angengna daga. Mikið fannst mér þetta vera líkt honum afa. Þetta fannst mér vita á gott og merki um að enn einu sinni gæti hann unnið þann bardaga sem hann greinilega háði – hann var næstum því eins og hann átti að sér að vera. Þremur dögum síðar var stríðið tapað. Í bernsku átti ég þess kost að alast upp í mikilli návist ömmu og afa, bæði á Vesturbrautinni og á Hafnargötunni. Í gegnum tíðina sagði afi mér margar sögur. Sögur sem eru mér afar dýrmætar enda fjalla þær um heim sem nú er horfinn. Sögur um menn og mál- efni og það hvernig hann sagði frá þeim endurspeglaði hans lífsvið- horf. Lífsviðhorf sem mat hrein- skilni, heiðarleika og sanngirni en hafði lítið umburðarlyndi fyrir óréttlæti og falsi. Lífsviðhorf manns sem hafði ríka þörf fyrir að skilja samhengi hluta þrátt fyrir takmörkuð tækifæri til að helga sig slíkum vangaveltum. Þannig er t.d. sagan um stofnun Iðnsveinafélagsins 1942 í mínum huga fyrst og fremst saga um það hvernig réttlætiskennd hefur yfir gegn ríkjandi viðhorfum og eigin stundarhagsmunum. Afi var þá ný- kominn til Keflavíkur og nokkru áður hafði sambærilegur fé- lagsskapur verið bannaður og sá aðili sem stóð að honum var fluttur með valdi og í böndum sjóleiðina til Reykjavíkur. Barátta fyrir því sem í dag þykja sjálfsögð mann- réttindi var af ýmsum litin horn- auga og þeir sem fyrir henni börð- ust gátu bakað sér mikil vandræði. Afi lét fúkyrði og skammir yfir sig ganga og ef það hentaði þá lék hann álf, eins og hann orðaði það, til að þess að vinna að því sem honum fannst spurning um rétt- læti. Það var síðan á laun í fok- heldu húsi afa sem félagið var stofnað. Þannig lét afi ekki segja sér hvernig hlutirnir ættu að væra né lét hann sér nægja einhverjar yf- irborðsskýringar. Hann hafði ein- faldlega sínar skoðanir og gat fylgt þeim fast eftir. Hann var oft gagn- rýninn og hafði þann góða kost að þurfa að skilja hluti til að vera þeim samþykkur. Sögurnar hans afa endurspegluðu hans lífsviðhorf. Lífsviðhorf sem er verðugt viðmið. Ég kveð þig með söknuði um leið og ég er stoltur og þakklátur fyrir að hafa átt þig sem afa. Guð blessi þig Jón afi og veiti Helgu ömmu styrk. Jón Helgi Egilsson. Elsku afi minn. Okkar leiðir lágu saman þegar ég kom með móður minni frá Vest- mannaeyjum í gosinu árið 1973 og bjuggum við um tíma í kjallaran- um hjá þér og ömmu Helgu. Allar góðu minningarnar um þig vil ég geyma hjá mér en vil þó segja að það var afskaplega gaman að ræða við þig um alla hluti því þú hafðir alltaf svo ákveðnar skoð- anir á hlutunum. Þegar ég heimsótti þig á sjúkra- húsið í Keflavík á sunnudegi fyrir andlát þitt óraði mig ekki að þetta yrði síðasta skiptið sem við spjöll- uðum saman, mér fannst þú svo hress og við töluðum um að þú hlytir að fara að koma heim, enda fannst mér svo skammur tími síð- an ég mætti þér á gangi niðri í bæ. Ég veit ekki um marga sem á þínum aldri gengu eins mikið og þú, sumar, vetur, vor eða haust alltaf sá maður þig á labbi, í búð- ina eða bara til að fá hreyfingu. En skjótt skipast veður í lofti og var það mér mikið áfall þegar pabbi sagði mér fréttir af andláti þínu því ég var búinn að ákveða að þú næðir a.m.k. 100 ára aldri. Það er með miklum söknuði sem ég kveð þig, afi minn, en minnigin um þig lifir hjá mér. Og fyrir hönd ömmu Helgu og okkar allra bið ég Guð um styrk í okkar sorg. Nú legg ég augun aftur, ó Guð þinn náðar kraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Halldór Guðmundsson. Jæja, afi minn. Þá ertu farinn yfir móðuna miklu. Einhvern veginn fannst mér þú vera það þrjóskur að þú myndir aldrei gefast upp, og að þú ættir eftir að yfirstíga veikindin sem lögðu þig inn á spítalann í Kefla- vík. Nokkrum dögum áður en þú kvaddir þennan heim vildir þú ólmur komast heim, enda leið þér best heima hjá henni ömmu. Ákveðinn bléstu í æf- ingatækið til að styrkja lungun, og þrátt fyrir háan aldur trúði maður því að þú gætir yfirstigið þetta eins og allt annað, og fljótlega yrð- ir þú kominn heim. Enda sagðir þú hjúkrunarkonunum að þú þyrftir að komast heim, henni ömmu væri farið að leiðast. Ég á eftir að minnast stundanna í eldhúsinu á Vesturbrautinni þar sem þú rökræddir heimsins mál af rökfestu og með ákveðnum skoð- unum. Stundum það sterkar skoð- anir að maður þorði varla að mót- mæla, enda lifðir þú þig stundum það mikið inn í málefnin að það fór stormsveipur um eldhúsið. Oft reyndi ég að sannfæra þig um ágæti nýjustu tækni og lífsstíls en þú tókst það ekki sjálfgefið, sumt fannst þér sniðugt en yfir öðru fussaðir þú og sveiaðir og talaðir um að svona hefðu menn nú ekki gert áður fyrr. Ég á eftir að sakna þessara stunda kringum eldhús- borðið. Einhvern veginn finnst mér að þú hafir aldrei haft tíma til að gera hluti sem sumir kalla dægradvöl. Þegar ég á yngri árum kom í heimsókn og spilaði olsen olsen við hana ömmu varstu oftast tregur að spila með, þrátt fyrir að það væri merkilegt spil á þeim tíma. Frekar vildir þú labba um gólf með hend- ur fyrir aftan bak eins og þú væri að rökræða við sjálfan þig um þjóðfélagsumræðuna, fara út í bíl- skúr eða dytta að húsinu. Enda e.t.v af þeirri kynslóð sem þurfti að berjast fyrir hlutunum og þekkti ekki annað en að vinna hörðum höndum. Jæja, afi minn, takk fyrir allan þann tíma sem við áttum saman, það eru góðar minningar sem fylgja þér. Þú ert búinn að skila góðri jörð sem á er góður jarð- vegur. Elsku Helga amma, Guð gefi þér styrk á þessum erfiðu tím- um. Eftir standa minningar um góðan mann. Hvíl í friði, elsku afi. Sigurður Kristinn Egilsson, Jóhanna Hjartardóttir, Sebastían Sigurðarson. „Afi minn, ættir þú nú ekki að fara að raka þig?“ spurði ég Jón afa í áhyggjufullum tón þegar við fyrir margt löngu, kvöddumst í ganginum á Vesturbrautinni. Afi hló því hann undi vel afskiptasemi þessarar litlu fjögurra ára ráðs- konu sem oftar en ekki hafði sett rúllur í hvíta hárið hans og oft undrast þegar hann kallaði morg- unkorn hænsnafóður. Þetta eru fyrstu minningarnar sem ég geymi um stóra, sterka og hlýja afa sem ég kveð nú með söknuði, því þrátt fyrir veikindi hans undanfarið var ég alls ekki tilbúin til að kveðja fyrir lífstíð. En hver er það? Í mínum huga var afi ekki ein- ungis víkingur í orði og hetja í verki, heldur kannski fyrst og fremst smiður. Ákaflega vandvirk- ur handverksmaður sem vann verk sín af seiglu og natni. Það vakti aðdáun mína að vita af honum átt- ræðum uppi á þaki við viðgerðir. Hátt á níræðisaldri sýndi hann mér þær viðgerðir sem hann hafði unnið á vinnuskúrnum sínum og sagði mér frá fleiri fyrirhuguðum viðgerðum. Hann hafði á orði að það færi í hann að vera orðinn svona seinn til verksins. Enda ekki skrítið að maður sem ungur hafði gengið svo rösklega til haust- gangna að krækiberin spýttust framan í hann undan sauðskinns- skónum, þyldi sjálfum sér illa seinagang! Í þeirri heimssókn gaf hann mér gamla sög sem hann var hættur að nota, kannski hristi hann höfuðið yfir því að hún ætti að fara upp á vegg í stofunni, en hann hló nú samt. Fyrir tæpum tveimur árum sagði ég við hann að ég ætlaði að flytja heim frá Danmörku, og þar að auki flytja til Víkur. Já það skildi hann vel, þar er fallegt og þar þekkti hann svo margt gott fólk þegar hann var ungur. „Í þá daga gengu menn þar um með hatta, og tóku ofan eins og í höf- uðborginni.“ Minningarnar lifa ótalmargar og góðar. Jafnframt styrkir og yljar okkur um ókomna framtíð, sú fyr- irmynd sem þú varst og ert okkur sem áfram lifum og söknum þín. Blessuð sé minning þín. Svandís Egilsdóttir. Elsku afi, það er erfitt að trúa að þú sért dáinn, ég hélt alltaf ein- hvern veginn að þú myndir lifa endalaust. Síst átti ég von á að það væri í síðasta skipti sem ég sá þig þegar ég kom í heimsókn á spít- alann til þín tveimur dögum fyrir andlát þitt. Þegar ég kom til þín deginum áður varstu mjög glaður að sjá mig og brostir þínu blíðasta, og þrátt fyrir að þú ættir erfitt með að tala spurðirðu mig hvort ég væri ennþá alltaf að baka kökur, þar átturðu væntanlega við „kökurnar“ (pizz- urnar) sem ég kom stundum með heim úr vinnunni. Minningarnar eru ótal margar og sem dæmi þá man ég svo vel þegar ég kom til þín og ömmu, bara smá stelpa, hversu vel þú tókst alltaf á móti mér, fórst út í búð fyrir ömmu og keyptir blátt Ópal fyrir mig. Svo eyddum við löngum tíma úti á róluvelli. Frá því síðasta sumar hef ég bú- ið í sama húsi og þið amma. Á þeim tíma hef ég átt margar ánægjulegar samverustundir með þér sem ég þakka nú og ég veit að þú munt taka á móti mér brosandi næst þegar við hittumst. Ég bið Guð að gefa okkur styrk í sorg okkar og þá sérstaklega ömmu sem kveður nú lífsförunaut til sextíu og þriggja ára. Megi Guð blessa minningu ást- kærs afa. Helga Katrín Emilsdóttir. JÓN BJARNMUNDUR PÁLSSON  Fleiri minningargreinar um Jón Bjarmund Pálsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Lilja Gunnlaugs-dóttir fæddist á Syðra-Skógarnesi í Miklaholtshreppi í Hnappadalssýslu 27. júlí 1919. Hún lést á Landakoti 23. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Öndís Önundardóttir og Gunnlaugur Einar Jónasson. Fósturfor- eldrar Lilju frá því hún var níu vikna voru þau Ingiríður Bjarnadóttir og Hall- dór Jónsson á Tröð- um í Staðarsveit og síðar á Dag- verðará í Breiðuvíkurhreppi á Snæfellsnesi og ólst Lilja upp með börnum þeirra, Helgu og Þórði, og uppeldissystur, Guðbjörgu Ey- vindsdóttur. Helga og Hallgrímur eignuðust sjö börn og einnig ólust þar upp þrjú börn Hall- gríms frá fyrra hjónabandi. Lilja giftist 1941 Jónasi Sigurðssyni rafvirkjameistara, f. 18. júní 1906, d. 1973, börn þeirra eru Þórhildur, f. 1942, og Gunnlaug- ur, f. 1950. Jónas átti dótturina Oddnýju frá fyrra hjónabandi. Þegar börnin stálpuðust vann Lilja ýmis störf auk húsmóðurstarf- anna, í fatahreinsun, fiskvinnslu, við saumaskap og fleira. Útför Lilju fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfn- in klukkan 10.30. Uppeldissystir Lilju, Helga Hall- dórsdóttir, orti til hennar í upphafi lífsins og það á eins vel við í lok þess: Allt er þögult litla Lilja mín, láttu höfga síga þér á brá svo að blessuð bláu augun þín, brosi fögrum draumalöndum á. Þú ert sofnuð – svifin draums á lönd, saklaust brosið skreytir þína kinn, ljóssins engill litla tekur hönd, og leiðir þig í dýrðarheiminn sinn. Hann sýnir þér svo margt, svo ótal margt sem mannsins dauðleg augu séð ei fá. engin lítur uppheimsljósið bjart, ef ekki fá það lítil börn að sjá. Ef ég spyrði um hvað dreymdi þig, ekki mál þú kannt að svara mér. Bláu augun björtu líta á mig, brosið eitt þín draumafrásögn er. (Helga Halldórsdóttir.) Kveðja, Þórhildur. Er sólin tekur að lengja leið sína um hvolf himins og réttir gullna arma sína til þess að víkja brott skuggum hins myrka vetrar og leysa landið úr fjötrum – Þá lítur þú upp eitt augnablik, horfist í augu við ljósið en grípur svo þéttu taki um einn geislann og sleppir ekki. Þú gefst aldrei upp. Þú stendur bein og lætur ljósið lyfta þér hærra og hærra, upp fyrir kvöl og sorg heimsins, fram fyrir auglit Guðs. Við stöndum eftir í þögn og þökkum hin góðu, traustu verk þín – þökkum fyrir blómin, sem þú skildir eftir við veginn. Kveðja, Sigríður I. Þorgeirsdóttir. LILJA GUNN- LAUGSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.