Morgunblaðið - 01.03.2002, Side 44
MINNINGAR
44 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Erna HelgaMatthíasdóttir
fæddist á Patreks-
firði 27. júní 1930.
Hún lést 22. febrúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Stein-
unn G. Guðmunds-
dóttir, f. 5.8. 1894, d.
27.6. 1967, og Matt-
hías Pétur Guð-
mundsson, f. 22.2.
1888, d. 8.7. 1964.
Erna var níunda í röð
tólf systkina. Þau eru
Olgeir Haukur, f.
5.11. 1914, d. 19.8.
1928; Ásmundur, f. 30.8. 1916, d.
21.5. 1994; Þórdís, f. 7.8. 1918, d.
11.1. 2000; Málfríður Jóhanna, f.
7.6. 1920; Guðmundur Kristinn, f.
14.6. 1923, d. 7.8. 1939; Áslaug, f.
14.9. 1924, d. 16.12. 1997; Inga
Lára, f. 20.6. 1926, d. 5.1. 1998; Ol-
geir Haukur, f. 7.8. 1928; Jón, f.
20.8. 1931; Hallgrímur, f. 7.11.
1932; og Lárus, f .6.12. 1933, d.
4.7. 1935.
Erna giftist 24.
júní 1950 Ferdinand
Söebech Guðmunds-
syni, f. 14.2. 1922.
Þau eignuðust átta
börn, sex þeirra eru
á lífi, átján barna-
börn og þrjú barna-
barnabörn. Börn
þeirra eru: Smári, f.
28.6. 1951, d. 5.4.
1986; Sigríður Guð-
munda, f. 4.11. 1952,
á þrjú börn og þrjú
barnabörn; óskírð
stúlka, f. 21.3. 1955,
lést sex vikna gömul; Steinunn, f.
30.4. 1956, á fjögur börn; Erla, f.
13.1. 1958, á fjögur börn; Sæ-
mundur Birgir, f. 16.5. 1960, á
þrjú börn; Freyr, f. 9.7. 1961, á
þrjú börn; og Ríkey, f. 23.8. 1970,
hún á einn son.
Útför Ernu fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Elsku Erna mín, dáin, farin.
Nú þegar ég sest niður til að skrifa
nokkur minningarorð og hugleiði
farinn veg, þá fara margar ljúfar
minningar gegnum hugann. Mér
finnst æviskeiðið hafa liðið eins og
örskot. Ég sé okkur, ungar mömmur
í vesturbænum, stormandi með
barnavagnana til að heimsækja hvor
aðra. Svo komu húsbyggingar, fleiri
börn, stækkun á húsnæði eftir því
sem fjölskyldan stækkaði og nú báð-
ar fluttar í minna húsnæði þegar
börnin voru flogin burt og búnar að
eignast langömmubörn sem við
dáum. Æviskeiðinu fylgdu sorgir og
sigrar. Svona er lífsins saga. Þó má
segja að Erna mín hafi verið ljóssins
og gleðinnar barn þótt lífið hafi ekki
verið henni áfallalaus gleðiganga.
Gæfa hennar og gleði var samheldna
fjölskyldan hennar og góð heilsa
meginhluta ævinnar. Hún var mikil
fjölskyldumanneskja, stóð þétt við
bakið á sínu fólki.
Á vinafundi var Erna hrókur alls
fagnaðar enda orðheppin og bráð-
fyndin, sagði skemmtilega frá mönn-
um og málefnum á Patreksfirði þar
sem hún ólst upp. Hún var einkar
minnug á alla hluti, ekki síður á upp-
komur í stórum systkinahópi, það
var gaman að hlusta á þessar frá-
sagnir hennar. Það voru oft líflegar
umræður við eldhúsborðið á Engja-
hjalla þegar Elsa æskuvinkona
hennar var í heimsókn, þær voru
góðar saman að rifja upp spaugilegu
hliðarnar á á tilverunni í gamla daga.
Það var mikið áfall þegar hún
greindist með krabbamein fyrir
nokkrum árum.
Erna mín vildi lifa, hún var ekki
tilbúin að yfirgefa sína góðu fjöl-
skyldu, hún vildi mega fylgjast með
,,ömmulíngum“ miklu lengur. Það
hefur verið yndislegt að sjá öll börn-
in hennar við sjúkrabeð móður sinn-
ar, hve kærleiksrík þau voru, þau
hafa vakað yfir henni allar stundir
ásamt sínum góða föður sem hefur
verið eins og klettur við hlið konu
sinnar allt hennar veikindastríð.
Þakkir til lækna og alls hjúkrunar-
fólks á krabbameinslækningadeild
Lsp og líknardeild í Kópavogi fyrir
frábæra umönnun og hlýtt viðmót.
Elsku Söebeck og fjölskylda og
systkini Ernu, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð. Elskulega mágkona,
ég kveð þig með söknuði.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem.)
Þó sértu heimi farin frá
og falin okkar ytri sýn
mun barna þinna börnum hjá
samt blessuð geymist minning þín.
(Ók. höf.)
Arnfríður Aradóttir.
ERNA HELGA
MATTHÍASDÓTTIR
✝ Stefán Júlíussonrithöfundur
fæddist í Þúfukoti í
Kjós 25. september
1915. Hann lést á Sól-
vangi í Hafnarfirði
20. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Helga Guð-
mundsdóttir hús-
móðir, f. í Hafnar-
firði 3.8. 1888, og
Júlíus Jónsson
verkamaður, f. í
Reykjavík 1.7. 1891.
Systkini Stefáns voru
Sigurjón bóndi, f. 4.5.
1914, Karl Kristján verkamaður, f.
19.2. 1920, Jóhannes bókbindari, f.
5.7. 1922, Vilbergur skólastjóri, f.
20.7. 1923, Guðlaug, f. 1.10. 1924,
og Bjarni, f. 19.10. 1925. Þau eru
öll látin. Stefán kvæntist Huldu
Sigurðardóttur kennara, f. 18.2.
1922. Sonur þeirra er Sigurður B.
Stefánsson, f. 25.2. 1947, kvæntur
Kristínu Bjarnadóttur, f. 9.1. 1950.
Synir þeirra eru Stefán Bjarni, f.
1969 til 1977 og framkvæmdastjóri
Hjartaverndar og ritstjóri 1977 til
1990. Hann var auk þess virkur í
flokksstarfi Alþýðuflokksins frá
æskuárum fram að miðjum átt-
unda áratugnum. Hann var bóka-
vörður um skeið, blaðamaður 1956
til 1958, sat í fræðsluráði Hafnar-
fjarðar, skólanefnd Iðnskólans,
stjórn Kaupfélags Hafnarfjarðar,
bókasafnsstjórn o.fl. Hann var rit-
ari og formaður Félags íslenskra
rithöfunda, formaður og varafor-
maður Rithöfundasambandsins
eldra 1958 til 1969, fyrsti varafor-
maður Rithöfundasambandsins
yngra 1969, í útvarpsráði 1972 til
1978 og varamaður 1958 til 1972
auk þess sem hann var fyrsti for-
maður Rithöfundasjóðs og í fyrstu
stjórn Kvikmyndasjóðs. Hann var í
framkvæmdastjórn Hjartaverndar
1971 til 1991 og umdæmisstjóri
Rotaryhreyfingarinnar á Íslandi
1987 til 1988. Stefán Júlíusson var
afkastamikill rithöfundur og skrif-
aði skáldsögur, barnabækur,
greinar og frásagnir. Á meðal
verka hans eru Kárabækurnar en
auk þess þýddi hann fjölda barna-
og unglingabóka.
Útför Stefáns fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag og hefst út-
förin klukkan 15.
19.10. 1974, kvæntur
Lilju Maríu Sigurðar-
dóttur, f. 14.5. 1975,
og Sveinn Birgir, f.
22.7. 1979, kvæntur
Claudiu Avila, f. 3.5.
1975.
Stefán tók kennara-
próf frá Kennaraskóla
Íslands 1936, BA-próf
í bókmenntum og
ensku frá Carleton
College í Northfield í
Minnesota, Bandaríkj-
unum, 1943, stundaði
nám í uppeldisfræðum
og skólarekstri við
Columbia University í New York
1941 til 1942 og var við nám í nú-
tímabókmenntum við Cornell Uni-
versity í Íþöku í Bandaríkjunum
1951 til 1952. Hann var kennari, yf-
irkennari og skólastjóri Barna-
skóla Hafnarfjarðar 1936 til 1955,
kennari og yfirkennari Flensborg-
arskóla 1955 til 1963, forstöðumað-
ur Fræðslumyndasafns ríkisins
1963 til 1969, bókafulltrúi ríkisins
Rúmir sex áratugir eru síðan ég
vissi fyrst af Stefáni Júlíussyni þegar
ég, tæplega 10 ára stráklingur, las
fyrstu bók hans, Kári litli og Lappi,
sem kom út árið 1938. Mér er það enn
í fersku minni að mér fannst bókin sú
besta sem ég hafði fram að þessu lesið
og lengi síðan. Kynnin urðu síðar
meiri og persónulegri eftir að Stefán
kvæntist frænku minni, Huldu Sig-
urðardóttur, árið l946 og þótti mér,
unglingnum, líklegt að sá ráðahagur
mundi verða fjölskyldunni til giftu og
virðingarauka sem og varð. Stefán
var þá þegar þekktur barnabókahöf-
undur þótt segja megi að langur og
farsæll rithöfundarferill hans hafi um
það bil verið að hefjast á þessum ár-
um.
Ákveðin skil má greina á þeim ferli
árið 1950 en það ár kom út bók sem
ber heitið Leiðin lá til Vesturheims,
höfundarnafn Sveinn Auðunn Sveins-
son.
Almennt könnuðust menn ekki við
þennan höfund og þeirra á meðal var
ég. Ég las þessa bók og þótti hún góð.
Síðar upplýstist að höfundur var eng-
inn annar en Stefán Júlíusson.
Stefán var afkastamikill rithöfund-
ur um sína ævidaga enda þótt rit-
störfin teldust hjáverk að jafnaði
lengst af. Kennsla og störf að skóla-
málum urðu aðalviðfangsefni hans.
Hann hlýtur að hafa verið góður
kennari svo natinn sem hann var að
leiðbeina og upplýsa. Síðar á ævi
veitti hann forstöðu Fræðslu-
myndasafni ríkisins og hann var
bókafulltrúi ríkisins um árabil. Hann
var mikill félagsmálamaður og kom
þar víða við, ekki hvað síst á sviði fé-
lags- og hagsmunamála rithöfunda.
Á tímum síðari heimsstyrjaldar lá
leið Stefáns til Vesturheims til náms í
kennslu- og uppeldisfræðum sem
hann stundaði í New York-borg og
víðar. Má leiða að því líkur að rekja
megi rætur skáldsögunnar áður-
nefndu, Leiðin lá til Vesturheims, til
þess tíma. Þegar ég síðar fór sjálfur
til framhaldsnáms í New York-borg
fékk ég ítarlegar leiðbeiningar og
upplýsingar frá Stefáni um flest það
sem máli skipti þar um slóðir. Einnig
lét hann mér í té nöfn og heimilisföng
nokkurra vina sinna og kunningja
sem þar bjuggu og trúi ég að
hann hafi jafnvel sent þeim línu um
komu mína þangað.
Nú er Stefán allur. Merkur maður
er horfinn af sjónarsviði okkar. Hans
er saknað af mörgum. Honum eru
þökkuð löng og góð kynni. Sérstakar
þakkir fyrir vinsemdina við fjölskyld-
una sem bjó í mörg ár á Bergþóru-
götu 15.
Samúðarkveðjur frá okkur Maríu
til Huldu eiginkonu hans og Sigurðar
Birgis sonar þeirra og hans fjöl-
skyldu.
Haukur Þórðarson.
Kveðja frá Hjartavernd
Árið 1972 var Stefán Júlíusson rit-
höfundur kosinn í aðalstjórn Hjarta-
verndar. Stefán sat óslitið í stjórninni
til 1990 en lét þá af störfum að eigin
ósk. Hann var kosinn í framkvæmda-
stjórn félagsins 1977. Sama ár var
Stefán skipaður útgáfu- og félags-
málastjóri Hjartaverndar og tók þá
jafnframt sæti í ritstjórn tímaritsins
„Hjartaverndar“ og var í reynd fram-
kvæmdaritstjóri þess allt til 1997. Í
framkvæmdastjórn sat Stefán til
1990.
Hjartavernd naut þannig starfs-
krafta Stefáns í meira en tuttugu ár.
Það var ekki lítill fengur fyrir sam-
tökin að fá til starfa mann með þá
reynslu sem hann hafði bæði af rit-
störfum og félagsmálum. Eftir að
Stefán tók við starfi útgáfu- og félags-
málastjóra hjá Hjartavernd var eitt
aðalverkefni hans fræðsla fyrir al-
menning um hjartaverndarmál. Eins
og kunnugt er hafði Hjartavernd
starfrækt rannsóknarstöð allt frá
árinu 1967 til þess að afla upplýsinga
um hjarta- og æðasjúkdóma meðal Ís-
lendinga sem gætu lagt grundvöll að
árangursríkum forvörnum í barátt-
unni við þessa sjúkdóma. Nauðsyn-
legt var að kynna niðurstöður þessara
rannsókna sem best, bæði almenningi
og heilbrigðisstarfsmönnum. Í þessu
efni var Stefán mikilvirkur. Hann
skrifaði fjölda greina í tímaritið
„Hjartavernd“ auk þess að kynna nið-
urstöður rannsóknanna í öðrum fjöl-
miðlum. Það er vissulega ánægjulegt
að tíðni hjarta- og æðasjúkdóma á Ís-
landi hefur lækkað um helming sl. tvo
áratugi. Það er trú okkar að marg-
víslegar forvarnir sem byggjast á nið-
urstöðum rannsókna Hjartaverndar
eigi þar verulegan hlut að máli.
Stefán sinnti ýmiss konar sam-
skiptum við hjartaverndarfélög er-
lendis fyrir hönd Hjartaverndar og
sótti meðal annars nokkur þing Evr-
ópusamtaka þessara félaga.
Stefán átti sæti í ýmsum nefndum
sem fulltrúi Hjartaverndar, m.a. í
undirbúningsnefnd að stofnun endur-
hæfingarstöðvar fyrir hjarta- og
lungnasjúklinga í Reykjavík ásamt
fulltrúum SÍBS og Landssamtaka
hjartasjúklinga en stöðin tók til starfa
1988.
Eins og að framan getur átti Stefán
sæti í aðalstjórn frá 1972 til 1990 og í
framkvæmdastjórn félagsins frá 1977
til 1990. Störfum sínum í þessum
stjórnum sinnti hann alla tíð af áhuga
og samviskusemi. Fyrir langt og
heilladrjúgt starf í þágu Hjartavernd-
ar erum við, fyrrverandi samstarfs-
menn hans, honum þakklát og vottum
eftirlifandi eiginkonu hans, Huldu
Sigurðardóttur, og syni samúð okkar.
Nikulás Sigfússon.
Kveðja frá Rótarýklúbbi
Hafnarfjarðar
Ég kom í heiminn um það leyti sem
Stefán Júlíusson kom frá Ameríku úr
framhaldsnámi í bókmenntum. Þá
hafði hann þegar verið kennari í
nokkur ár. Þegar hann kenndi mér
síðar sem unglingi í Flensborgar-
skóla, var hann í mínum huga alltaf
rithöfundurinn sem við krakkarnir
vorum svo heppin að fá inn í tíma til
okkar. Við Stefán vorum grannar og
því fór ég oft hjá steinsteypta húsinu
þeirra Huldu með dökku kvarsmuln-
ingsáferðinni við Brekkugötu. Gatan
er bókstaflega sprengd inn í Hamars-
kotshamar og er fyrir sitt leyti eins
konar minnisvarði um framfarahug
og trú manna á mátt sinn og megin
milli heimsstyrjalda. Handan götunn-
ar er þverhnípt grjótstál eftir spreng-
ingarnar og upp af því brött gras-
brekka þar sem við krakkarnir lékum
á spennandi háskasvæði. Uppi á
Hamrinum stendur Flensborgarskóli
eins og ósigrandi virki. Skólinn og hús
Stefáns eru í fúnkisstíl, byggð á
kreppuárunum. Það var ekki fyrr en í
seinni tíð sem ég gerði mér grein fyrir
því að með hreinstefnustíl sínum eru
þau í raun einnig táknmyndir um
bjarta sýn á betri tíma sem í engu
skeytti um gamlar hefðir og úrelt lífs-
munstur en stefndi á framfarir, rétt-
látt og fagurt mannlíf. Stefán var
órofa hluti af þessu umhverfi. Grann-
ur, lágvaxinn, háleitur, virðulegur í
fasi en alltaf vingjarnlegur þegar
hann talaði við okkur með sinni sér-
stæðu, syngjandi rödd. Stefán gekk í
Alþýðflokkinn um fermingaraldur og
hélt tryggð við hann æ síðan þótt ekki
hafi hann af flokksforystunni verið
talinn sérlega léttur í taumi, eins og
hann skrifar á einum stað. Engu að
síður voru honum falin ótal opinber
STEFÁN
JÚLÍUSSON
!
"
#
! "# $% &'
! "# # &'
' ( # &'
( )
" !
$#& *+, - # &'
!! !! .'!!
#
!/
( !
0 1 !
( &'
.'! !
!!
$#&
#2#!&&'
' ( 0 !3&' $% # !
(-!
4.5 $0
$+%2
" $ %
&
'
( &
)
*
&
+
,,-
.
&
* (!&" '2 &'
$ 2 !! (+'!
3!
&'
'2 (+'! $ ! ! &'
6
"# (+'&' ! .3"#!
(&" (+'&' 7 " 6 3
!!
!! 8 "! (+'&'
$ 0% - $ ! '2 6 ! !& 7 #
$ - !+ " )' #2 !
/