Morgunblaðið - 01.03.2002, Page 46
MINNINGAR
46 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ásgeir Valdi-mar Björnsson
fæddist í Reykjavík
13. febrúar 1914.
Hann lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
22. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Ingibjörg Oddsdótt-
ir húsfreyja, f. á
Hliði í Garðahverfi
20. september 1883,
og Björn Sigurðs-
son trésmiður, f. í
Hróarshjáleigu í
Skagafirði 14. sept-
ember 1874. Systkini Ásgeirs
voru Sigurður Þorbergur, bók-
sali í Reykjavík, f. 15. ágúst
1906, látinn, Oddur Hervaldur, f.
9. desember 1908, og Ingibjörg,
f. 22. janúar 1916.
Hinn 14. desember 1935
kvæntist Ásgeir eftirlifandi konu
sinni, Dagbjörgu Þórarinsdóttur,
f. í Reykjavík 30. júní 1916. Hún
er dóttir hjónanna Sólveigar Júl-
og nemi í Kennaraháskóla Ís-
lands, f. 1966. 3) Sólveig Ásta
leikskólakennari, f. 3. júlí 1942,
maki Sigurður Guðmundsson
byggingatæknifræðingur, f.
1938. Börn Ásgeir Valdimar bif-
vélavirki, f. 1962, Dagbjörg
Birna barnageðlæknir, f. 1964,
og Marta Dögg leikskólakennari,
f. 1971. 4) Bjarni Sigurður
hæstaréttarlögmaður, f. 22. júlí
1948, maki Sigríður Petra Frið-
riksdóttir, jarðfræðingur og
framhaldsskólakennari, f. 1949.
Börn Guðrún Björk héraðsdóms-
lögmaður, f. 1972, og Friðrik
Örn lögreglumaður, f. 1977.
Ásgeir er borinn og barnfædd-
ur Reykvíkingur. Hann var
verslunarstjóri í Kiddabúð á ár-
unum 1934 til 1944 og rak eigin
verslun, Ásgeirsbúð á Baldurs-
götu, á árunum 1944 til 1956. Þá
hóf Ásgeir störf í Ölgerðinni Eg-
ill Skallagrímsson hf. og starfaði
þar í 33 ár, eða til ársins 1989,
sem sölumaður og verkstjóri. Ás-
geir bjó lengst af í Stigahlíð 14 í
Reykjavík, eða þar til hann flutt-
ist á Hrafnistu í Hafnarfirði
ásamt konu sinni árið 2001.
Útför Ásgeirs fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
íönnu Bergsveins-
dóttur húsfreyju, f. í
Mjóafirði 1891, og
Þórarins Ástráðs Sæ-
mundssonar vél-
smiðs, f. á Ísafirði
1888. Börn Ásgeirs
og Dagbjargar eru:
1) Björn Ingi, skrif-
stofustjóri hjá Einari
Farestveit og co., f.
18. febrúar 1934, d.
1977, maki Jóhanna
Steindórsdóttir
sjúkraliði, f. 1941.
Dóttir Ragnheiður
Birna tölvunarfræð-
ingur, f. 1974. Þrjú fósturbörn,
Ómar læknir, f. 1957, Leifur
framkvæmdastjóri, f. 1960, og
Hekla Björk starfstúlka, f. 1963.
2) Ásgeir Þórir, vélfræðingur
hjá Varnarliðinu á Keflavíkur-
flugvelli, f. 8. mars 1937, maki
Guðrún Erlendsdóttir húsmóðir,
f. 1935. Börn Ásgeir Erlendur,
líffræðingur og húsasmiður, f.
1965, Sólveig Júlíanna, húsmóðir
Ég sá þegar sumarið kvaddi,
það sveipaði þokuhjúp
um háreista borg og hlíðar
og hvarf – út í hafsins djúp.
Ég innti þess árla morguns
hvort ei myndi von um frest;
ég mætti’ ekki missa blómin
sem mér væru’ í hjarta fest.
Þá andaði svalt frá sænum
– á svari varð engin bið:
sú rót sem á reit þér í hjarta
ei raskast þótt skiljum við.
Svo hvelfdist hinn ljósi hjúpur
um hverfið mitt döggum vætt.
Ég fann að ég missti mikið
en meira’ er þó stöðugt grætt.
(Jakobína Johnson.)
Kæri tengdafaðir, afi og vinur,
þakka þér allt það góða sem við
höfum átt saman í gegnum árin.
Guð blessi þig og minningu þína.
Ég mun, eins og ég lofaði þér, líta
til með tengdamömmu eftir bestu
getu.
Jóhanna og Hekla Björk.
Í dag fer fram útför tengdaföður
míns, Ásgeirs V. Björnssonar.
Fyrstu kynni mín af þeim heið-
urshjónum, Ásgeiri og Dagbjörgu,
voru fyrir rúmum 40 árum er ég
kom á heimili þeirra í Stigahlíðinni
og erindið var að bjóða einkadóttur
þeirra, Sólveigu, á ball. Mér var
strax tekið með þeirri alúð og hlýju
sem einkenndi allt samband þeirra
hjóna og eftir því sem árin liðu og
barnabörnin komu til skjalanna má
segja að varla hafi liðið sá dagur að
ekki væri komið við hjá afa og
ömmu í Stigahlíðinni.
Heimilið í Stigahlíð bar þess
glöggt merki að þar bjuggu miklir
fagurkerar og málverk gömlu
meistaranna víða á veggjum.
Ásgeir og Jón Engilberts voru
miklir mátar og fyrsta myndin sem
við Sólveig, eiginkona mín, eign-
uðumst og þau hjónin færðu okkur
var einmitt verk eftir Engilberts
sem heitir Sumardagurinn fyrsti og
hefur skipað heiðurssess á okkar
heimili alla tíð.
Einn var sá staður hér á landi
sem var Ásgeiri kærari en allir aðr-
ir en það var Kjósin.
Á stríðsárunum festi hann kaup á
lóð úr landi Grjóteyrar við Með-
alfellsvatn og var einn af frum-
byggjunum þar.
Þar reisti hann sumarhús en erf-
itt mun hafa verið um byggingar-
efni á þeim árum. Þarna var Dag-
björg með börnin yfir sumartímann
en Ásgeir kom með rútunni um
helgar með vistir úr bænum. Mjólk-
ina var hægt að fá á Grjóteyri. Eins
og áður sagði geisaði heimsstyrjöld
á þessum tíma og því þótti örugg-
ara að vera í sveitinni en borginni.
Löngu seinna byggðum við hjónin
sumarhús á sömu lóðinni og átti því
stórfjölskyldan margar ánægju-
stundir þar saman.
Ásgeir var mikill áhugamaður
um trjárækt og þrátt fyrir erfiðar
aðstæður tókst honum að koma upp
dálitlum skógi á landinu og a.m.k.
eru trén stór í augum lítilla barna
sem trítluðu með afa og langafa um
landið. Margar voru ferðirnar farn-
ar út í skóg þar sem sest var niður
og hlustað á afasögur.
Ásgeir kunni ógrynni af sögum
sem hann var óspar á að segja. Því
var það er synir dóttur minnar,
Dagbjargar yngri, fóru með for-
eldrum sínum til framhaldsnáms til
Ameríku að brugðið var á það ráð
að fá afa til að segja sögurnar inn á
snældur þannig að hægt væri að
spila sögurnar fyrir strákana fyrir
svefninn í Ameríkunni. Meðan á
Ameríkudvöl langafastrákanna stóð
lögðu langafi og langamma sitt af
mörkum svo strákarnir gætu komið
til Íslands á sumrin og notið þess
að vera í afasveitinni.
Seinustu liðlega 30 starfsárin
vann Ásgeir hjá Ölgerðinni, bæði
sem sölumaður og verkstjóri, og
lengi vel eftir að hann var kominn á
eftirlaunaaldur skrapp ég með hon-
um einu sinni í viku upp í Ölgerð til
að fá „öl á kútinn“ og voru þá strák-
arnir í verksmiðjunni og stelpurnar
á skrifstofunni tekin tali í leiðinni.
Ásgeir átti einstaklega auðvelt
með að umgangast og kynnast fólki
og þann eiginleika hafa börn hans
erft frá honum. En það kom að því
að elli kerling fór að herja sífellt
meir á þau hjónin. Því var það mik-
ið lán er þau komust að hjá Hrafn-
istu í Hafnarfirði fyrir tæpu ári en
þar hafa þau notið frábærrar
umönnunar hjá aldeilis frábæru
fólki og er því góða fólki færðar
þakkir frá okkur aðstandendum
Ásgeirs og Dagbjargar.
Nú fara í hönd erfiðir tímar hjá
Dagbjörgu, tengdamóður minni, við
þennan aðskilnað eftir nær 70 ára
farsælt hjónaband en minningarnar
um allar unaðs- og ánægjustund-
irnar milda sorgina.
Að endingu vil ég kveðja Ásgeir,
tengdaföður minn og vin, með sömu
orðum og hann sagði við mig
skömmu fyrir andlátið, en þau
voru: Þakka þér fyrir allt og allt.
Sigurður Guðmundsson.
Ó, undur lífs, er á um skeið
að auðnast þeim, sem dauðans beið,
að finna gróa gras við il
og gleðí hjartað, vera til.
Hve björt og óvænt skugga skil.
Ei sá ég fyrr þau skil svo skýr.
Mér skilst, hve lífsins gjöf er dýr
að mega fagna fleygri tíð
við fuglasöng í morgun hlíð
og tíbrá ljóss um loftin víð.
Og gamaltroðna gatan mín
í geislaljóma nýjum skín.
Ég lít að blómi í lágum reit
og les þar tákn og fyrirheit
þess dags, er ekkert auga leit.
Ég svara Drottinn, þökk sé þér.
Af þínu ljósi skugginn er
vor veröld öll, vort verk, vor þrá
að vinna þér til lofs sem má
þá stund, er fögur hverfur hjá.
(Þorsteinn Valdimarsson.)
Það er erfitt að minnast hans afa
míns í örfáum orðum, því margar
voru góðu stundirnar sem við átt-
um og ekki færri allar sögurnar
sem hann sagði manni frá æsku
sinni og ungdómsárum.
Afi og amma í giftust ung að
aldri, amma var um 18 ára og afi
um tvítugt. Fljótlega fjölgaði í
kotinu og samtals urðu börnin fjög-
ur, þrír drengir og ein telpa. En ár-
in liðu og börnin þeirra eignuðust
sín eigin börn og þá varð hann afi
minn í essinu sínu enda mjög barn-
góður, eins og sönnum afa sæmir.
Það skemmtilegasta sem hann upp-
lifði var þegar öll fjölskyldan kom í
heimsókn á sunnudögum. Þá tók
hann það ekki í mál að fólkið yf-
irgæfi heimilið fyrr en afi væri bú-
inn að horfa á Stundina okkar með
barnabörnunum og var ekkert í
meira uppáhaldi hjá honum. Þarna
áttum við frændsystkinin margar
góðar stundir, annaðhvort í fangi
afa eða við öll sitjandi saman á gólf-
inu fyrir framan sjónvarpið. En
barnabörnin eltust en afi ekki, enda
var hann barn í hjarta. Hann yngd-
ist alltaf með árunum. Á unglings-
árunum varð ég afar fegin þegar
kynslóð barnabarnabarna bjargaði
mér frá Stundinni okkar, því í há-
marki gelgjunnar vildi ég síður að
það fréttist að ég sæti með afa og
horfði á Stundina. En þetta var nú
bara gelgjuskeiðið og risti ansi
grunnt. Við afi og amma eyddum
hins vegar, í staðinn, góðum stund-
um saman og ræddum um áhuga-
mál þeirra og mín.
Hann afi var mjög góðhjartaður
og gamansamur og muna margir
eftir honum þegar hann rak Ás-
geirsbúð á Baldursgötunni, á sínum
tíma. En seinna meir lá leiðin í Öl-
gerð Egils Skallagrímssonar þar
sem afi vann allt fram á eftirlauna-
aldur. Á þessum árum var kátt í
kotinu og barnabörnunum fannst
ÁSGEIR V.
BJÖRNSSON
✝ Anna Jónsdóttirfæddist í Vina-
minni á Stokkseyri 2.
júlí 1907. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 13. febr-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Jón Stur-
laugsson útvegs-
bóndi, formaður og
hafnsögumaður í
Vinaminni á Stokks-
eyri, f. í Starkaðar-
húsum 13. nóvember
1869, d. 5. ágúst
1938, og Vilborg
Hannesdóttir frá Skipum í Stokks-
eyrarhreppi, f. 24. júní 1873, d. 18.
mars 1949. Systkini Önnu voru
Sturlaugur stórkaupmaður, f. 10.
desember 1895, d. 13. júní 1968;
Sigurbjörg húsmóðir, f. 29. júlí
1899, d. 2. maí 1966; Snjáfríður
ráðskona, f. 10. ágúst 1901, d. 7.
september 1988; Guðlaug hjúkrun-
arkona, f. 19. maí 1903, d. 4. sept-
ember 1979; Guðmundur vélfræð-
ingur, f. 25. júlí 1905, d. 7. janúar
íusdóttir. Barn: Anna Stella. Maki
II: Eygló Hallgrímsdóttir. Börn:
Örn, Benedikt, Laufey og Sóley.
Maki III: Margrét Grettisdóttir.
Barn: Rakel. 3) Hannes, f. 10. maí
1935, maki: Borgþóra Gréta Ósk-
arsdóttir. Börn: Anna María, Við-
ar, Óskar og Vilborg. 4) Klara
Ólafía, f. 11. júlí 1939, maki Sig-
urjón Þórarinsson. Börn: Birgir,
Ólafía og Sigurjón. 5) Ólöf, f. 11.
desember 1943, d. 14. mars 1981,
maki Björn Matthíasson. Börn:
Sigurður Freyr, Matthías, Lilja
Björk og Sturla Þór. 6) Benedikt, f.
16. apríl 1945, maki I: Guðrún Erla
Þormóðsdóttir, látin. Börn: Laufey
og Benedikt. Maki II: Sigríður
Kristófersdóttir, látin. Afkomend-
ur Önnu eru 80 talsins.
Anna ólst upp á Stokkseyri. Hún
lauk verslunarprófi frá Verslunar-
skóla Íslands 1925. Anna starfaði
hjá Landsíma Íslands og sem ritari
hjá Sturlaugi bróður sínum í fyr-
irtæki hans, Sturlaugur Jónsson
og Co hf., þar til hún stofnaði
heimili.
Anna bjó lengst af með fjöl-
skyldu sinni á Laugavegi 41a, síð-
ar flutti hún á Kleppsveg 121, en
flutti í Furugerði 1 árið 1991.
Útför Önnu fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
1940; Hannes járn-
smiður, f. 8. júní 1909,
d. 18. janúar 1933;
Hannesína Sigur-
björg, f. 19. ágúst
1910, d. 7. apríl 1936;
Sigrún, f. 1. júlí 1912,
d. 19. október 1912; og
Jón skipstjóri, f. 7.
júní 1915, d. 15. júní
1993.
Anna giftist 1. nóv-
ember 1930 Benedikt
Benediktssyni, vél-
stjóra og útgerðar-
manni, síðast bifreið-
arstjóra, f. í Gerðum í
Garði í Gullbringusýslu 6. septem-
ber 1907, d. í Reykjavík 27. maí
1987. Foreldrar hans voru hjónin
Benedikt Sæmundsson, formaður í
Gerðum í Garði, og kona hans
Hansína María Senstíus frá Skaga-
strönd. Börn Önnu og Benedikts
eru: 1) Vilborg, f. 12. mars 1931,
maki Halldór V. Jóhannsson.
Börn: Anna Jóna, Guðlaug, Jón og
Magnea. 2) Karl Gottlieb Senstíus,
f. 1. júlí 1933, maki I: Ellen Júl-
Fáar manneskjur hef ég hitt á
lífsleiðinni sem ég get kallað hinar
sönnu hetjur hins daglega lífs. Anna
Jónsdóttir var ein af þeim. Ég hitti
hana fyrst snemma á sjöunda ára-
tugnum þegar hún bjó í litlu bakhúsi
við Laugaveginn, þar sem hún hafði
alið upp sín sex börn, oft við kröpp
kjör. Hún hafði komið þeim öllum á
legg með miklum sóma, miðlað þeim
af sinni bjargföstu skapgerð sem
þau búa enn að í dag. Anna átti svo
sannarlega erfiðan mann, hann
Benedikt. Hann barðist við Bakkus
karlinn og mátti lengi ekki á milli
sjá hvor hefði betur. Sama var þó
hvernig orrustan gekk, alltaf stóð
Anna og gætti bónda síns og hélt
heimilinu saman. Gestrisin var hún
með afbrigðum, enda lá heimilið á
Laugaveginum í alfaraleið. Alltaf
heitt á könnunni og eitthvað til með
kaffinu, þannig að gestir og gang-
andi voru oft fjölmennir og umræð-
ur hinar fjörugustu. Barnahópurinn
hennar var einn sá samheldnasti
sem ég hef kynnst, enda hittust
börn hennar, tengdabörn og síðar
niðjar hennar heima hjá henni við
öll hugsanleg tækifæri, seinni árin
eftir vinnu á föstudögum og var þá
glatt á hjalla.
Og sorgarstundirnar fengum við
líka að reyna saman. Árið 1981 dó
Ólöf, kona mín, og dóttir hennar.
Anna stóð við hlið mér í gegnum allt
veikindastríð og leiðarlok Ólafar.
Eins og klettur í hafinu. Lét aldrei á
sér bilbug finna. Árið eftir missti
hún Erlu, tengdadóttur sína, eftir að
hafa iðulega setið yfir henni á
sjúkrahúsi síðustu sólarhringana.
Aftur kom það í hennar hlut að
hugga aðra og miðla af styrk sínum.
Hún var trúuð kona en flíkaði trú
sinni aldrei við aðra. Hygg ég að
trúin hafi verið henni sá styrkur
sem bar hana gegnum lífið.
Nú er Anna horfin til nýrra heima
og nýrra verkefna. Þeir sem trúa á
líf eftir þetta líf geta lifað í vissu
þess að nú tekur hún á nýju um-
hverfi með sama hugrekki og gleði
og hún gekk til verka sinna í þessu
lífi. Ég votta fyrrum tengdafólki
mínu dýpstu samúð.
Björn Matthíasson.
Mig langar með nokkrum orðum
að kveðja Önnu Jónsdóttur, sem
andaðist á Landspítalanum við
Hringbraut miðvikudaginn 13. þ.m.
Hún var gift móðurbróður mínum
Benedikt Benediktssyni, sem er lát-
inn fyrir allnokkru. Þau góðu hjón
bjuggu lengst af á Laugavegi 41A
hér í borg. Ég á þeim hjónum mikið
að þakka. Þegar ég sveitadrengur-
inn kom til Reykjavíkur árið 1941,
vegalaus og heimilislaus með þá ætl-
an að taka inntökupróf í Versluna-
skóla Íslands, skutu þau yfir mig
skjólhúsi, þrátt fyrir að fyrir væri
allstórt heimili og naut ég þeirra
umönnunar og verndar, sem ég væri
einn af fjölskyldunni allan þann
tíma sem ég var í skóla.
Auðvitað lenti þessi fjölgun og
auknu umsvif á heimilinu mest á
húsmóðurinni, en á það var aldrei
minnst eða búist við að nokkurt end-
urgjald kæmi fyrir.
Anna Jónsdóttir var stórbrotin og
skapföst kona, sem ekki hafði mörg
orð um hlutina, en mætti þeim með
jafnaðargeði og æðrulaust.
Ég hefi oft hugsað um það hvað
ég stend í mikilli þakkarskuld við
þessa hjartastóru konu. Skuld sem
aldrei verður greidd með veraldleg-
um gjaldmiðli en oft er það þannig
að stærstu lífsgildin eru aldrei end-
urgoldin. Einhvern veginn hafði ég
það á tilfinningunni að einu launin
sem henni væru nokkurs virði væru
þau að ég stæði mig vel í skóla og
vegnaði vel í lífinu, en á það var
heldur aldrei minnst.
Kæra Anna, þú lifðir langan dag
og oft strangan, lífið er ekki alltaf
dans á rósum. Þegar ég hitti þig í 90
ára afmæli þínu, sagðir þú við mig
að þú værir sátt við allt og alla og
værir umvafin ástúð barna þinna,
tengdadætra, tengdasona og barna-
barna.
Kona mín og ég sendum þeim öll-
um hlýjar samúðarkveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hilmar Ó. Sigurðsson.
ANNA
JÓNSDÓTTIR