Morgunblaðið - 01.03.2002, Síða 48
MINNINGAR
48 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Björn Arasonfæddist 15. des-
ember 1931 á
Blönduósi. Hann
lést á Landspítalan-
um 22. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Ari Jóns-
son, sýsluskrifari á
Blönduósi, f. 8.5.
1906, d. 3.12. 1979,
og Guðríður Björns-
dóttir húsfreyja, f.
21.9. 1897, d. 18.5.
1990. Systir Björns
er Ingibjörg, versl-
unarmaður í
Reykjavík, f. á Blönduósi 23.8.
1935, sonur hennar er Ari Haf-
steinn.
Björn kvæntist 23.8. 1955 Guð-
rúnu Jónínu Jósafatsdóttur mat-
ráðskonu, f. 23.8. 1932. Foreldrar
hennar voru Jósafat Sigfússon,
verkamaður á Sauðárkróki, f.
14.9. 1902, d. 10.12. 1990, og Jón-
anna Sigríður Jónsdóttir hús-
freyja, f. 25.9. 1907, d. 3.12. 2000.
Börn Björns og Guðrúnar eru: 1)
1955–56, og kenndi við Miðskól-
ann í Borgarnesi 1956–67. Björn
var kaupmaður og umboðsmaður
Skeljungs hf. 1964–1994. Hann
rak Shellstöðina í Borgarnesi
ásamt því að vera umboðsmaður
fyrir Flugfélag Íslands og Al-
mennar tryggingar frá 1964–89.
Einnig stundaði hann verslunar-
rekstur um margra ára skeið
ásamt Braga Jósafatssyni, mági
sínum. Eftir að hann hætti
rekstri Shellstöðvarinnar var
hann veiðieftirlitsmaður Veiði-
málastofnunar á sumrin. Björn
starfaði í Lionsklúbbi Borgarness
frá 1958 til dánardags og gegndi
hann flestum trúnaðarstörfum
innan klúbbsins og var alltaf
mjög virkur félagi. Björn starfaði
lengi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og
tók virkan þátt í bæjar- og
kjördæmismálum. Hann sat í
hreppsnefnd Borgarneshrepps
1970–82, var formaður hrepps-
ráðs 1978–82, sat í skólanefnd
Miðskóla og Barnaskóla Borgar-
ness frá 1970–82. Hann var í
stjórn Hitaveitu Akraness og
Borgarfjarðar frá stofnun, 1979,
til 1986 og var formaður stjórnar
1983–84.
Útför Björns fer fram frá
Borgarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Jónanna Guðrún
framkvæmdastjóri, f.
8.10. 1955, maki
Níels Guðmundsson
verkfræðingur, dæt-
ur þeirra eru Guðrún
Eva og Sigríður
Soffía. 2) Ari raf-
magnsiðnfræðingur,
f. 25.8. 1960, maki
Fanney Kristjáns-
dóttir, starfsmaður
Grunnskóla Borgar-
ness, dætur þeirra
eru Anna María og
Birna Ósk, dóttir
Fanneyjar er Guðrún
Ágústa Möller. 3) Guðríður Inga
þroskaþjálfi, f. 4.8. 1963, dætur
hennar eru Soffía og Sunna. 4)
Jón Jósafat markaðsstjóri, f.
25.9. 1970, maki Dagný Guð-
mundsdóttir sölumaður, dóttir
Dagnýjar er Aníta Ýr.
Björn lauk stúdentsprófi frá
MA 1953, stundaði síðan nám við
HÍ 1953–54 og í Englandi 1955.
Hann var kennari við Héraðs-
skólann á Reykjum í Hrútafirði
Í dag er borinn til grafar tengda-
faðir minn Björn Arason. Hann lést
föstudaginn 22. febrúar. Þar með
lýkur sameiginlegri vegferð okkar
sem staðið hefur í 24 ár.
Sérhverjum manni er hollt að
íhuga dauðann. Hvað er hann, hvað
höfum við skilið eftir okkur?
Björn skilur eftir fjölskyldu, sem
honum var kær og hann hlúði að.
Fjölskyldan saknar hans sárlega.
Björn skilur eftir minningar um
mann sem var ákveðinn og hafði til
að bera frumkvæði og áræði til að
framkvæma það sem hann hafði
áhuga á. Björn var kennari, kaup-
maður og stjórnmálamaður og náði
árangri á öllum þessum sviðum.
Björn skilur því mikið eftir sig.
Sameiginleg vegferð okkar Björns
hófst þegar ég og eldri dóttir hans,
Jonna, hófum sambúð. Aldrei hefur
skugga borið á samskipti okkar.
Hann gerði sitt besta til að bæta
tengdasoninn, til dæmis reyndi hann
að efla áhuga minn á stjórnmálum
og að gera alvöru stangveiðimann úr
mér. Ófáar ferðir hafa verið farnar í
laxár til þess að herða á veiðibakt-
eríunni og ekkert þar til sparað.
Ógleymanlegar eru mér margar
þessara ferða, sérstaklega veiðiferð-
ir á æskuslóðir Björns í Húnavatns-
sýslunum.
Björn kunni að gleðjast og sýna
stolt sitt. Hann var stoltur af „aust-
ur-sýslunni“ æskuslóðum sínum.
Ógleymanlegt er mér stolt okkar
Björns þegar fyrsta barnabarn hans
fæddist. Hann sýndi Sigríði dóttur
minni stoltur hvaða ugga veiðimaður
borðar af maríulaxi sínum. Þegar
Guðrún Eva útskrifaðist, sem stúd-
ent, þá var enginn stoltari af þessum
áfanga hennar en hann þrátt fyrir að
hann talaði ekki mikið um það.
Öll barnabörn Björns sakna hans
sárlega enda hafði hann hæfileika til
að laða börn að sér og leika við þau.
Í mínum huga er ljóst að hann
skilur mikið eftir hjá fjölskyldu sinni
og vinum. Ég harma að Björn skuli
ekki fá að njóta elliáranna, að hann
skuli ekki fá að fylgjast með upp-
vexti barnabarnanna, sigrum þeirra
eða sorgum. Ég mun sakna Björns
Arasonar.
Hvíl í friði.
Níels Guðmundsson.
Það var alltaf mikið fjör á Helgu-
götunni í Borgarnesi þegar við kom-
um í heimsókn. Ein af fyrstu minn-
ingum okkar um afa var þegar við
vorum litlar og hann sat við rúm-
stokkinn og hélt í hönd okkar og
strauk hana þar til við sofnuðum. Afi
okkar var mikill dundari og sérstak-
lega laghentur. Ef eitthvað bilaði var
hann fljótur að ná í skrúfjárn og
dundaði við að gera við. Hann var
alltaf að dytta að einhverju í bíl-
skúrnum og þegar Sigga var lítil
kom hún oft í skúrinn til hans þar
sem hann lék sér við hana og þar
voru til dæmis smíðuð dýrindis tré-
barbiehúsgögn. Hann var ekki
snöggur yfirferðar en með þolin-
mæðinni fór hann langt.
Stór þáttur heimsókna í Borgar-
nes til ömmu og afa var að fara í
heita pottinn. Baðhúsið þeirra var
byggt aftan við búrið og er lítill opn-
anlegur gluggi frá búrinu inn í bað-
húsið. Alltaf þegar við fórum í pott-
inn kom afi „barþjónn“ í gluggann
og bar fram kók í plastkampavíns-
glösum og kokteila (kók og sprite
saman) og oft var líka hægt að fá
snakk og ýmislegt góðgæti á barn-
um. Hann hélt þessu áfram þótt við
stækkuðum og síðast í vetur fengum
við afgreiðslu á barnum. Við eigum
eftir að sakna þess að hafa afa ekki
þarna.
Okkur hefur alltaf þótt vænt um
og fundist það fallegt þegar við erum
að fara úr nesinu þá standa amma og
afi alltaf í útidyrunum eða boga-
glugganum og vinka bless alveg þar
til bíllinn hverfur úr augsýn.
Okkur fannst afi alltaf ótrúlega
mikill töffari. Hann átti svo marga
góða rakspíra og var alltaf jafnmont-
inn þegar við þekktum lyktina.
Hann var alltaf að verða meira
tæknivæddur, bæði að læra á int-
ernetið og svo var hann nýbúinn að
fá GSM-síma í afmælisgjöf.
Afi átti sér paradísarstað, það er
lítill veiðikofi á Snæfellsnesi sem
hann hefur betrumbætt og dyttað að
í mörg ár. Við höfum fengið að njóta
þess að vera þar með honum og þar
hefur verið haldin ein góð fjöl-
skylduhelgi á hverju sumri. Það
verður erfitt að koma í kofann án
hans.
Afi var mjög félagslyndur og
veisluglaður maður og honum fannst
alltaf gaman að koma í heimsókn til
okkar í Reykjavík. Hann varð ný-
lega sjötugur og hélt veisluna heima
hjá okkur. Hann var óskaplega kát-
ur og hrærður yfir því hvað hann
ætti góða fjölskyldu og góðan af-
mælisdag. 6 dögum áður en hann dó
var hann líka í veislu hjá okkur og
var hann manna hressastur. Það er
mikils virði að vera glaður og já-
kvæður í lífinu eins og afi var.
Núna þegar afi er dáinn minn-
umst við allra hversdagslegu hlut-
anna sem við höfum aldrei hugsað
neitt sérstaklega um en við eigum
eftir að sakna, eins og hljóðanna í
göngulagi hans, góðu afa-rakspíra-
lyktarinnar, hlátursins og málróms-
ins. En við huggum okkur við allar
góðu minningarnar og vitum að afi
er á góðum stað.
Elsku afi, vonandi ert þú nú í
himnaríki að veiða lax við fallega á
með grasi grónum bökkum, án nokk-
urrar sorgar né sársauka. Við von-
um að þú munir aðeins finna fyrir
hamingju og gleði þar til við hitt-
umst öll aftur. Við viljum trúa því að
þú hafir vitað af okkur þegar við
kysstum þig bless á gjörgæslunni og
við vonum af öllu hjarta og sál að þér
líði vel hvar sem þú ert. Guð geymi
þig.
Þínar
Guðrún Eva og
Sigríður Soffía Níelsdætur.
Elsku afi minn mér finnst að þú
eigir ekki skilið að deyja. En ég vona
að þér líði vel uppi hjá Guði. Þar áttu
eftir að hitta foreldra þína og Nonna
bróður hennar ömmu. Mér þótti
vænt um þig og mér þykir leiðinlegt
að þú sért dáinn. Einu sinni í sum-
arfríinu fórum við á Akureyri og það
var fjör. Við fórum líka í sumarbú-
stað og þú varst svo duglegur að
rúnta með okkur. Ég elska þig afi
minn.
Þín
Sunna Hlynsdóttir.
Elsku Björn afi var alveg frábær
maður. Ég hef aldrei vitað um neinn
annan mann eins og afa. Hann var
frábærlega fyndinn stundum. Hann
átti ekki skilið að deyja strax því
hann átti eftir að gera svo margt
með mér.
Elsku afi láttu þér líða vel hjá
Guði, þar hitturðu mömmu og pabba
þinn og fullt af fólki. Ég og afi áttum
margt sameiginlegt, við sögðumst
alltaf ætla að flytja í Kofann og búa
BJÖRN
ARASON
✝ Guðbjörg Krist-jánsdóttir fædd-
ist á Siglufirði 6. des-
ember 1946. Hún lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 20. febrúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar eru Rann-
veig Kristjánsdóttir,
f. 2. júlí 1921, og
Kristján Þorkelsson,
f. 29. júní 1917.
Systkini Guðbjargar
eru Jóhanna Maggý,
f. 25. maí 1941, Krist-
ján Erling, f. 16. febr-
úar 1950, Brynhild-
ur, f. 9. janúar 1955, Auður, f. 9.
september 1959, og Alfa, f. 19.
október 1962.
Guðbjörg giftist 5. desember
1964 eftirlifandi eiginmanni sín-
um, Grétari Sveinssyni húsa-
smíðameistara, f. 26. ágúst 1942.
Foreldrar hans voru Þórunn Jak-
obsdóttir, f. 7. janúar 1913, d. 16.
desember 1995, og Sveinn Jónsson
f. 7. október 1902, d.
9. desember 1992.
Börn Guðbjargar og
Grétars eru Þórunn,
f. 6. mars 1965, eig-
inmaður hennar er
Sveinn Andri Sveins-
son, börn þeirra
Halldór Fannar og
Guðbjörg Lilja;
Rannveig, f. 6. des-
ember 1967, eigin-
maður hennar var
Sigmundur Jóhann-
esson, d. 13. ágúst
2000, börn þeirra
Björg og Sara, sam-
býlismaður Rannveigar er Vignir
Sigursveinsson; og Sveinn Ómar,
f. 21. maí 1973, sambýliskona hans
er Linda Reimarsdóttir, sonur
hans Grétar Snær, dóttir hennar
Lilja Rún og sonur þeirra Jakob
Freyr.
Útför Guðbjargar fer fram frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Það er alveg sama hversu vel við
reynum að búa okkur undir það
versta, áfallið verður alltaf jafnmikið
þegar kallið kemur. Þannig var það
líka þegar elskuleg tengdamóðir
mín, Guðbjörg Kristjánsdóttir,
kvaddi þennan heim hinn 20. febr-
úar sl.
Eftir erfið veikindi varð okkur þó
smám saman ljóst að það styttist í
endalokin og síðustu dagana viku
Grétar og börn þeirra Guggu vart af
spítalanum enda hefur fjölskyldan
alla tíð verið mjög samheldin. Vissan
um að þjáningunum er nú lokið og
Gugga komin á góðan stað þar sem
henni líður vel veitir okkur þó hugg-
un og hjálpar til við að takast á við
missinn.
Ég kynntist Guggu fyrst fyrir
rúmum 11 árum þegar ég fór að vera
með Þórunni, elstu dóttur þeirra
Grétars. Mér varð strax ljóst að
þarna fór ákveðin og ósérhlífin kona,
boðin og búin að rétta hjálparhönd
þeim sem á aðstoð þurftu að halda,
vildi öllum vel og gaf mikið af sér til
að svo mætti verða. Slíkt fólk öðlast
líka virðingu annarra og vináttu og
það átti svo sannarlega við um
Guggu. Það verður því stór hópur
sem fylgir þér, elsku Gugga, til
hinstu hvílu í dag.
Mér er sérstaklega minnisstætt
þegar Gugga dvaldist tæpt ár í Sví-
þjóð með einstæðum vini þeirra
Grétars sem var í lungnaskiptiað-
gerð. Það þarf mikinn kraft og mikla
festu til að takast á við slíkt en sem
fyrr var verkefnið leyst af hendi eins
og best var á kosið. Þetta var svipað
og barátta hennar við krabbameinið
sem stóð í tæp 13 ár, hún leit á það
sem verkefni sem hún ætlaði að
sigrast á og hún vann marga sigra
en alltaf kom meinið aftur þar til
ekkert varð við ráðið.
Á liðnum árum hafa Gugga og
Grétar byggt upp sælureit á jörð
sinni Draghálsi í Svínadal. Þangað
hefur alla tíð verið gott að koma og
njóta kyrrðarinnar í sveitinni enda
gestrisni þeirra einstök. Þar á fjöl-
skyldan eftir að eyða mörgum
stundum í framtíðinni en það mun
þó aldrei verða alveg eins og áður
því það vantar Guggu, hún var svo
stór partur af Draghálsi.
Elsku Grétar, á þessum erfiðu
tímum stöndum við saman í sorginni
og biðjum góðan Guð að hjálpa okk-
ur yfir þá erfiðu hjalla sem fram-
undan eru.
Sveinn Andri.
Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og
þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.
(Matteus, 11, 28.)
Guðbjörg systir mín hefur fengið
hvíldina eftir áralanga baráttu við
krabbamein aðeins 55 ára að aldri.
Hún tók ávallt sjúkdómi sínum með
æðruleysi og hetjuskap.
Gugga fæddist á Siglufirði árið
1946, önnur í röð sex systkina. Hún
var aðeins þriggja ára þegar hún
flutti með foreldrum okkar í Stykk-
ishólm árið 1949 þar sem faðir okkar
var verksmiðjustjóri hjá Síldar- og
fiskimjölsverksmiðju Sigurðar
Ágústssonar. Þó þetta hafi verið
löngu fyrir mína tíð vitnaði Gugga
oft til þessa tíma. Í Hólminum
kynntist Gugga til dæmis Soffíu
„hans Sigga Skúla“ og urðu þær
ævivinkonur. Þegar faðir okkar var
kallaður til að koma á fót síldar-
bræðslu í Ólafsfirði veturinn 1958
var Gugga aðeins ellefu ára. Hún
var ekki tilbúin að yfirgefa Hólminn
heldur dvaldist í einn vetur hjá
Soffíu og foreldrum hennar, Sigurði
Skúlasyni og Soffíu Sigfinnsdóttur.
Árið 1961 kom hún suður með fjöl-
skyldu sinni og gekk sem unglingur í
Miðbæjarskólann í Reykjavík.
Hún var aðeins átján ára þegar
hún giftist Grétari Sveinssyni. Þau
stofnuðu heimili í Hafnarfirði þar
sem þau hafa búið alla tíð síðan og
rekið fjölskyldufyrirtækið Steypu-
stál. Þau reka meðal annars hvala-
skoðunarferðir á skipinu Eldingu
frá Hafnarfirði. Athafnasemi, kraft-
ur, lífsgleði og samhugur hafa alltaf
einkennt fjölskylduna.
Þau hjónin voru í góðum efnum en
„peningarnir eru til þess að nota þá“
sagði systir mín svo oft. Gugga var
ákveðin kona, fór oft ótroðnar slóðir,
var stórtæk og framkvæmdasöm.
Stundum var litla systir henni ekki
sammála um ýmis lífsins gildi og
kom þá til ágreinings. Hinsvegar nú
á síðustu árum geri ég mér betur
grein fyrir mannkostum hennar,
fórnfýsi og næmi fyrir aðstæðum
annarra.
Gugga og Grétar voru dugleg að
ferðast um heiminn. Það var meðal
annars sú leið sem hún valdi til að
takast á við veikindi sín.
Þau hjónin keyptu stóra jörð á
Draghálsi í Hvalfirði þar sem fjöl-
skyldan ræktaði skóg og hefur dval-
ið í fríum á þriðja áratug. Þeim hjón-
um leið vel á Draghálsi í
náttúrufegurð og kyrrð fjarri þétt-
býlinu. Ég minnist litlu jólanna á
Draghálsi þar sem við sóttum
jólatré ár hvert. Þá stóð húsfreyjan
á Draghálsi í eldhúsinu og eldaði of-
an í alla hersinguna hátíðarmat á
staðnum.
Nú er höggvið stórt skarð meðal
okkar og ekkert verður sem áður.
Nú sjá aldraðir foreldrar okkar á
eftir dóttur sinni og börn, tengda-
börn og barnabörn á eftir móður og
ömmu. Við systkinin horfum hljóð á
eftir Guggu systur okkar. Þó vitum
við að það sem okkur er skuggi er
henni ljós, lifandi von og friður á
betri stað.
Alfa Kristjánsdóttir.
Elsku Gugga mín kæra vinkona,
það er svo sárt að þurfa að kveðja
þig í hinsta sinn. Frá því að ég man
fyrst eftir mér í Stykkishólmi hefur
þú alltaf verið mér við hlið eða í
huga mér. Ég á ekki til æskuminn-
ingar án þín, við ólumst upp eins og
systur. Gugga og Soffía var eins og
eitt orð, svo nánar vorum við. Þú
bjóst heima hjá mér meira og minna
þar til við vorum 15 ára og varst allt-
af tekin eins og ein af okkur systk-
inunum.
Alla tíð síðan höfum við átt hvor
aðra að hvenær sem var, í gleði og
sorg.
Þegar ég greindist með krabba-
mein, 10 árum á undan þér, þá kom
ekki annað til mála hjá þér en að ég
flytti til ykkar Grétars, með litlu
dóttur mína, á meðan ég var að ná
mér. Þið sóttuð mig bara á spítalann
og tókuð mig með heim í Miðvang-
inn, það var ekki flóknara en það.
Stuðningur þinn var mikils virði. Við
lofuðum hvor annarri þá að við
skyldum alltaf vera til staðar fyrir
hvor aðra, alla tíð. Þannig hefur það
líka alltaf verið. Þegar þú svo
greindist í fyrsta sinn með krabba-
mein árið 1988 þá sagðir þú við
lækninn að þú værir búin að ganga í
gegnum þetta einu sinni áður og átt-
ir þá við gönguna með mér. En hjá
þér var þetta hins vegar upphafið á
mjög langri og erfiðri göngu.
Baráttuþrek og vilji þinn við að
sigrast á sjúkdómnum sýndi okkur
GUÐBJÖRG
KRISTJÁNSDÓTTIR